Morgunblaðið - 08.03.1946, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 08.03.1946, Blaðsíða 7
f Föstudagur 8. marz 1946 M O RG U N B LA»1 * RÍKISREKSTUR OG ATVINNULEYSI OFLUGASTA vopn stjórn- málamahnsins í dag er orðið ,,öryggi". Allskonar slagorð hafa myndast í sambandi við þetta, „Atvinna handa öllum", „Ekkert atvinnuleysi" og „Ör- yggi öllum til handa, frá vögg- unni til grafarinnar". Ef þú leyfir þjer að efast um, að þetta sje framkvæmanlegt, ertu þeg- ar gagnrýndur harðlega sem ó- vinur almúgamannsins og með- mælandi atvinnuleysis og glundroða. Meginkjarni hugmyndarinn- ar er sá, að ríkisstjórnir geti og verði að sjá öllum fyrir at- vinnu. Að mínu áliti er þetta mögulegt. En eina leiðin, sem hægt væri að fara, væri sú, að ríkisstjórnirnar sviftu al- menning öllu frelsi og lífskjör þjóðanna yrðu lakari. Með þessu á jeg ekki við það, að ómögulegt sje að veita öllum atvinnu. Jeg held það sje hægt. Og stjórnir landanna geta lagt mikið að mörkum. Tökum dæmi. Hugsaðu þjer stórt sjúkrahús, sem rekið er af einhverjum einstaklingi. Sjúklingarnir borga fyrir hjúkr unina. En það er deild í þessu sjúkrahúsi, þar sem læknis- hjálp er látin í tje ókeypis. Augljóst er, að þeir sjúkling- anna, sem sækja þann hluta sjúkrahússins, þar sem borgun er tekin fyrir hjúkrun, verða að greiða nægilega mikið fyrir læknishjálpina, til að hægt sje að reka bæði þá læknadeild, sem þeir sækja, og deildina, þar sem menn geta vitjað læknis þóknunarlaust. Þessi að- ferð er ágæt, svo lengi sem hjá því verður komist að of margir sjúklingar leggi leið sína á deild ina, þar sem læknishjálpin er ókeypis. En ef þessi deild held ur áfram að stækka, þar til hún tekur yfir of mikinn hluta sjúkrahússins, verður árangur- inn sá, að ókleyft verður að halda áfram rekstri þeirrar deildar, sem þygg'ur borgun af sjúklingunum, með þeim ár- angri að hún og deildin, sem rekin var með hjálp hennar, legst niður. Þeir, sem stækka ókeypis deildina með meira ör- yggi fyrir augum, hafa ekki aukið öryggi sjúkrahúsreksturs ins, læknanna og .hjúkrunar- liðsins. Þvert á móti: þeir hafa eyðilagt það. Það, að geta veitt mönnum atvinnu, hvort sem um einkafyrirtæki eða ríkis- stjórnir er að ræða, byggist á möguleikum stofnunarinnar til að geta borgað þeim vinnu- laun. Að sjá þeim hluta þjóðar- heildarinnar, sem fyrr eða síð- ar kann að verða ókleift að sjá fyrir sjer sjálfur, fyrir öruggri afkomu, er einfalt mál, svo fr&marlega sem meiri hluti þjóð arinnar — 90% skulum við segja — hefir fasta atvinnu. Þeir 90, sem geta unnið, verða að framleiða nægilega mikið handa sjálfum sjer og þeim 10, sem ekki geta unnið. Og þrátt íyrir þessa staðreynd, höfum Vlð árum saman haft þá skoð- Uri á hlutunum, að ef yfirvöld- lr» láti hina tíu óheppnu fá pen- lnga, muni þeir eyða þeim og þannig bjarga hinum 90 starfs- hæfu frá hruni. í Bandaríkjunum hafa 6,000,000 sjálfstæðir atvinnurekendur samtals 38,000,000 manna í þjónustu sinni Atvinna er öryggi. ÖRYGGI borgarans byggist á atvinnu hans. I Bandaríkj- unum stunda 6,000,000 sjálf- stæðan atvinnurekstur og hafa 38,000,000 manns í þiónustu sinni. Hvað skapar þessa at- vinnumöguleika ? Maður eins og N. N. getur sett upp pylsusölu, eða Henry Ford hafið bifreiðaframleiðslu. Aðrir fá svo vinnu í pylsusöl- unni eða bifreiðaverksmiðj- unni. Maðurinn, sem hefir sjálf- stæðan atvinnurekstur, er að skapa atvinnuskilyrði handa öðrum einstaklingum. Atvinnu rekstur af hvaða tegund sem er, byggist á manninum, sem átti upptökin að honum, hug- mynd hans og rekstursfje. Land búnaðarverkamaðurinn getur ekki hafið jarðyrkju, fyr en hann hefir útvegað sjer áhöld og landskika; framleiðandan- um er ómögulegt að hefja stál- framleiðslu, nema hann hafi byggingar og vjelar til umráða. Þetta þýðir það, að sá, sem byrj ar sjálfstæðan atvinnurekstur, verður að hafa lagt peninga fyr ir, eða einhver annar verður að hafa gert það sem er fús til að lána honum upphæðina. söfnum, skólum og skerntigörð um. Þær geta aukið herinn eða komið á fót nýjum starfsdeild- um. En eina leiðin til þess, að þær geti rekið þessar stofnanir, er með innheimtu skatta. Og þessir skattar geta komið frá aðeins einum tekjustofni. Ef þú ætlar að reka skógerð, verðurðu að greiða allan kostn að við framleiðsluna, auk þess sem þú verður að borga skatt, svo að hægt sje að halda við söfnum, skemtigörðum og her- skipum rikisstjórnanna. Þetta er eins og það á að vera. En það er aðeins mögulegt með því að leggja kostnaðinn af fram- kvæmdum hins opinbera á fram leiðsluverð skónna. Ríkísrekstur má ekki eyðileggja einstaklingsframtakið. EF einhver rikisstjórn tekur þá ákvörðun að „útvega" öll- um atvinnu, verða vinnulaunin að koma frá landbúnaðarverka- manninum, skógerðarmannin- um og verksmiðjueigandanum. Jeg er auðvitað ekki að bera mig upp undan því, að fram- leioendur verði að greiða kostn að þann, sem ríkisstjórnir hafa óhjákvæmilega í för með sjer. Öðruvísi getur ekki verið. En menn verða að gera sjer það vel ljóst, að of langt er hægt að ganga í þessum efnum. Og nú komum við að ákaf- lega hættulegri staðreynd. Ríkis stjórn Bandaríkjanna, líkt og aðrar ríkisstjórnir, njun ekki reynast þess umkomin, að afla nægilegs fjár til að tryggja öll- um atvinnu. Skattgreiðendurn- ir munu ekki láta það viðgang- ast. Stjórnin mun þyí verða að grípa til þeirrar úrlausnar, að taka hvað eftir annað innan- ríkislán. Og þetta þýðir það, að stjórnin verður stöðugt að ganga á bankainneignir al- mennings. Mjer er tjáð, að aldrei áður hafi Bandaríkjamenn átt jafn KvenfjelagFríkirkjusafnaðarins 40 ára KVENFJELAG FRIKIRKJU- SAFNAÐARINS í Reykjavík minnist 40 ára afmælis síns þessa dagana. Skömmu eftir að Fríkirkju- söfnuðurinn var stofnaður 19. nóv. 1899, var fyrst stofnað kvenfjelag innan vjebanda safnaðarins, en það fjelag lagð ist niður eftir rúm 2 ár. Hafði það á þeim tíma unnið með dugnaði og áhuga að eflingu og þroska safnaðarins, og með- al annars lagt fram einn fyrsta skerfinn til byggingar Frí- kirkjunnar Upp úr áramótum 1906 tóku nokkrar áhugasamar safnaðar konur að undirbúa stofnun nýs Kvenfjelags, og var fjelagið stofnað 6. mars 1906. Skipuðu fyrstu fjelagsstjórnina frúrnar Guðríður Guðmundsdóttir for- maður, Ragnheiður Guðjohn- sen ritari, og Þorbjörg Þórð- arson gjaldkeri. Fjelag þetta hefir síðan blómgast og vaxið hægum, jöfnum skrefum, og eru fje- lagskonur nú nær 230 að tölu, og er rjett að geta þess, að þar eru yfirleitt allir f jelagar virk- ir og starfandi að einhverju leyti. En engin áhersla hefir verið lögð á það að telja fje- laga sem flesta á pappírnum. Starfið hefir ekki verið rekið með áberandi auglýsingastarf- semi eða áróðri, heldur í kyr- þey, með sívakandi elju, á- huga og fórnfýsi. Þetta kyr- láta og blessunarríka starf hefir verið svo vel unnið, að hagur Fríkirkjusafnaðarins stendur með blóma. Starf fjelagsins hefir beinstl að því annarsvegar og fyrst og fremst, að styrkja og styðja söfnuðinn og kirkjuna og alt safnaðarstarfið með höfðingleg um gjöfum og fjárframlögum, en hinsvegar hefir verið reynt að styðja fátækar fjelagskon- ur eftir mætti og styrkja ým- islega líknarstarfsemi. — Má geta þess, að fjelagið hefir á liðnum árum lagt fram nær 70 þúsund krónur til þessara hluta. Hafa þessar gjafir allar reynst mikils virði, en þó er enn meira verð öll vináttan, trygðin og fórnfýsin, sem söfn uðurinn hefir notið frá fjelags konum. Síðustu árin hefir fje- lagið jafnframt látið sig skifta nokkru meir en áður ýms al- menn áhugamál og fjelagsmál kvenna, þótt stefna þess og til- gangur sje og verði óbreytt. Fundasókn er ávalt góð, fje- lagslífið í heild sinni ánægju- legt og samvinna fjelags- kvenna einhuga og ágæt. Kvenfjelag Fríkirkjusafnað- arins mun vera eitt hið fyrsta kvenfjelag, sem stofnað er til stuðnings ákveðnum söfnuði. Jeg minnist þess, að fyrir all- mörgum árum vakti Jón bisk- up Helgason eitt sinn athygli á starfi þessa fjelags við upphaf prestastefnu, og taldi að það mætti vera söfnuðum þjóð- kirkjunnar til hvatningar um að stofna til svipaðrar starf- semi hjá sjer. — Á síðari ár- ins éignast svipuð fjelög inn- an sinna vjebanda, og er það vel farið, því að engir vinna að safnaðarmálum af meiri skilningi, trúmensku og fórn- fýsi en góðar konur. Stjórn Kvenfjelags Frí- kirkjusafnaðarins skipa nú frúrnar Bryndís Þórarinsdótt- ir formaður, Ingibjörg ísaks- dóttir gjaldkeri og Ingibiörg Steingrímsdóttir ritari, og vara stjórn frúrnar Lilja Kristjáns- dóttir og Kristín Vigfúsdóttir. Fjelagið minnist afmælis síns í kvöld með samsæti í Tjarnarcafé, ásamt nokkrum gestum sínum og góðvinum. Á. S. félagið á ríkan þátt í því, að | um hafa ýmsir söfnuðir lands- Endurskoðun bresk egypfsku samning- anna Cairo í gærkvöldi. SIDKI PASHA, forsætisráð- herra Egyptalans hefir tilkynt að á næstunni muni hefjast við- ræður milli fulltrúa Egypta og Breta um endurskoðun bresk- egyptsku samninganna og um brotför breskra hersveita úr landinu. Forsætisráðherrann bauð Wafdistaflokknum í Egypta- landi að fá fulltrúa í samninga- nefndina, en forvígismenn flokksins settu slík skilyrði fyr ir þátttöku í samningaumleitun um, að ekki þótti fært að ganga að þeim. <—Reuter. miklar inneignir í bönkum og vátryggingafjelögum og nú. Þetta mun vera rjett. Frá 1935 til 1945, hafa inneignir manna i bönkunum aukist um 84 biljén ir. En af þessu hefir stjórnin tekið 81% biljón að láni. Næst- um hver einasti eyrir af því, sem lagt hefir verið inn undan- farin tíu ár, hefir stjórnin tek- ið að láni. Og sama er að segja um vátryggingafjelögin. Einu sinni var svo haldið á málunum, að þessar bankainn- eignir bljesu lífsanda í allfc at- hafnalíf, byggð voru einkahúa og skrifstofubyggingar, verk- smiðjur, f lutningakeríi og bændabýli. Þetta er nú breytt. Jeg þarf ekki að koma með nein ar tölur, til að sýna fram á það, að megnið af inneignum almennings fer nú til kaupa á ríkisskuldabrjefum. Staðreynd- in er sú, að inneignir Banda- ríkjamanna, sem einu sinni voru mikilsverðasti þátturinn i athafnalífi þjóðarinnar, eru nú frosnar inni hjá einum aðila —¦ ríkisstjórninni. Einkenniíegar tillögur. ÞEIR, sem eru aðal formæl- endur hugmyndarinnar tim v«4 megun fyrir tilbeina ríkisvalds- ins, leggja mikla áherslu á slagorðið „Vinnu handa 60 miljón manns". Tala þessi er fundin með getgátum einurn. Þessir menn hafa gert það að tillögu sinni, að vinnuveitendur gefi stjórninni í Washington ár- lega skýrslu um það, hversw mörgum mönnum þeir musi> geta veitt atvinnu á árinn, sera framundan er. Ef útkoman ver'ð ur ekki 60 miljónir, verður ríkisstjórnin og eyðsluseggirn- ir að taka til óspiltra málanna. Með því að styðjast við þenn- an mælikvarða, eru formælend- ur hugmyndarinnar vissir um það, að frá hagfræðilegu sjón- armiði sjeð sje ekkert atvinnu- leysi. En jafnvel á þeim tím- um, sem ekkert atvinnuleysi er, eru stöðugt um 2 miljónir manna á ferðinni, annað hvort til að skifta um atvinnu eða bústaði. Þannig verður ekk.i hjá því komist, að á yfirborð- inu sje ætíð um atvinnuleysi að ræða, með þeim árangri, að nauðsynlegt yrði að beita að- ferðum þeim, sem að ofan greinir, ef þessar furðulegu til- lögur fengju fram að ganga. Undanfarin tólf ár höfum við með ærnum kostnaði og litl- um árangri verið að auka starf- svið ríkisins, en látið okkur málefni einstaklingsframtaks- ins litlu skifta. Við höfum ver- ið að eyða orku hins afkasta- mikla einkareksturs til við'- gangs ríkisrekstursins. Með frjálsu stjórnskipulagi getum við í Bandaríkjunum komið í veg fyrir atvinnuleysi. En okkur er það aðeins kleift með því að auka framleiðslu- getu okkar. Ríkisstjórnin get- ur í þessum efnum leikið a- hrifamikið hlutverk. An henn- ar er ógjörningur að ná þess**« takmarki. En ríkisstjórnin verð ur að vita hvað hún er að gera — hvort hún er að reyna að koma þessu skipulagi á aftur, eða eyðileggja það.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.