Morgunblaðið - 08.03.1946, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 08.03.1946, Blaðsíða 10
V 10 MORGUNBLAÐIö Föstudagur 8. marz 1946 iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii AST í MEINUM ddj^tir ^Jaylor (Jaídurefl iMMifiuiuiinuiMiiiiuuiuiiiiuuitmi m niiiuuMuiuuiiuiiiir 36. dagur Þau gengu að bekknum og settust. Mary var stórhrifin af þessum nýja frænda sínum. Hún settist við hlið hans, og góndi án afláts á hann, meðan hann ræddi við móður henn- Fililp sagði Amalíu frá skóla árum sínum. Hann sagði, að faðir hans vildi, að hann færi nú að starfa í bankanum. ,,Já, — en hljómlistin, Fil- ip!“ hrópaði Amalía. ,,Jeg er einkasonur föður míns, Amalía. Ef — hann hefði kvænst aftur og eignast fleiri börn, getur verið að þetta hefði alt farið öðruvísi. Þá hefði jeg ef til vill getað gert það, sem mig langar til“. Augu Amalíu myrkvuðust. Þarna var enn einn, sem hún hafði bakað óbætanlegt tjón. ,,Bankinn er ekki eins mikil- vægur og þú, Fiip“, sagði hún eftir stundarkorn. „Það hefir enginn rjett til þess að virða að vettugi þær náðargjafir,sem hann hefir hlotið af skapara sínum“. Filip brosti. „Jeg er hrædd- ur um, að jeg hafi aldrei ver- ið annað en viðvaningur. — Þeir eiga að vísu einnig rjett á sjer, en þeim tekst aldrei að telja öðrum trú um, að þeir sjeu snillingar. — Málar Jer- ome enn?“ „Aðeins fjölskyldumyndir. — Hann hefir málað mig og börnin“. „Ef hann hefði í raun rjettri átt snilligáfuna, þá hefði hann ekki getað lagt málaralistina á hilluna. Snillingurinn er alltaf knúinn áfram. Hann getur ekki numið staðar“. „Þú varst meira en miðlungs góður píanóleikari, Filip“, sagði Amalía. Hann dró úrið upp úr vasa sínum. Mary rak þegar augun í það. „Nei — hvað þetta er fallegt úr!“ sagði hún. „Lof mjer að sjá“. Filip brosti og rjetti henni úrið. Hún skoðaði það með lotn- ingarsvip. Svo sneri hún því við, og las upphátt: „Til elsku Filips, frá móður hans ....“. „O ‘, sagði hún. „Frá mömmu þinni. Er hún dáin?“ Filip tók úrið af henni og stakk því aftur í vasa sinn. „Já, hún er dáin“. „Þú geymir úrið ennþá, Fil- ip“, sagði Amalía lágt. „Já, Amalía. Hvers vegna skyldi jeg ekki gera það? Jeg unni þeirri, sem gaf mjer það“. Svo bætti hann við: „Og mjer þykir ennþá vænt um hana“. „Ó — Filip!“ Hann þagði stundarkorn, og var hugsi á svipinn. Hann vissi, að hana myndi langa til þess að frjetta af föður sínum og Dóróteu. Svo sagði hann stilli- lcga: „Föður mínum líður vel. Hann hefir breyst lítið — nema hann er orðinn hvítur fyrir hærum. Dórótea frænka er ein af þessum eilífu kven- verum, r:em aldrei eldast. Hún verður fjörugri og duglegri með hverju árinu sem líður. Jeg hygg að þau sjeu bæði á- nægð með lífið og tilveruna“. „Það gleður mig“, hvíslaði Amalía. Mary hafði hlýtt á þessar lítt skiljanlegu viðræður af miklum áhuga. Allt í einu sagði hún: „Má jeg heimsækja þig einhverntíma, Filip? Heldurðu að þau kæri sig kannske ekki um það?“ „Jú, jeg er viss um, að þeim þætti mjög vænt um það, Mary. En þau eru bæði roskin. Það eru engin börn heima hjá mjer. Jeg er ekki viss um, að þú hefðir neitt gaman af því“. „Jú — jeg myndi bara koma til þess að heimsækja þig“, sagði telpan þrákplknislega. Filip íhugaði málið. „Jæja — hvernig líst þjer þá á, að jeg kæmi einhverntíma í heim- sókn til þín?“ Það fannst Mary heillarát „Vitu þá koma á rnorgun?*' spurði hún áköf. Filip og Amalía risu á fætur. „Jeg get sennilega ekki komið á morgun. En mjög bráðlega“. Hann sneri sjer að Amalíu. — „Má jeg það, Amalía?“ Hún hikaði. Svo sagði hún: „Já — auðvitað máttu það“. Þau urðu.samferða út að hlið inu. Mary hjelt í hönd Filips. Amalía sagði skyndilega: „Filip — hata þau mig — ennþá?“ Filip svaraði, án þess að líta á hana: „Jeg hygg, að faðir minn hafi aldrei hatað þig, Arnalía". Hann beygði sig nið- ur og kysti Mary á kinnina. — Amaíu til mikillar undrunar, hafði telpan ekkert á móti því. Hún var annars vön að vera lítið hrifin af því, þegar ókunn ugir sýndu henni blíðuatlot. Hús Alfreðs hafði af mikilli hugkvæmni verið skírt Greni- lundur. Það var bygt úr rauð- um múrsteini, og yfir því hvíldi alvarlegur, allt að því hátíðlegur blær. Garðurinn í kringum það var fallegur, og mjög vel hirtur. Sami kaldi alvörublærinn var yfir húsinu, þegar inn kom. Dórótea hafði haft allan veg og vanda af því að búa það húsgögnum. Hún var mjög hrifin af dökkum, hörðum viði, og hafði megna fyrirlitningu á hverskonar sessum og hæg- indum. Þó að Alfreð og Filip hefðu hvergi notalegan kima, þar sem þeir gátu setið við lestur og látið fara vel um sig, þá kvörtuðu þeir ekki. Þeir voru alltof þakklátir Dóróteu, fyrir það, hve vel hún hugsaði um heimilið til þess að koma með nokkrar aðfinslur. Filip vissi, að Dórótea unni honum mjög. Það gladdi hana að hann skyldi nú hafa lokið námi. Hana dreymdi um, að hann kvæntist sem fyrst góðri og helst vel efnaðri stúlku, sem ekki skifti sjer af stjórn heim- ilisins. Prúðri yngismær, sem myndi ala Alfreð marga son- arsyni. Hvaða máli skifti það, þó að Filip, blessaður drengur- inn, væri vanskapaður? Hann var samt óvenju fríður sýnum. Hann var auðugur, prýðisvel mentaður og hafði farið víða. Hann myndi verða fyrirtaks eiginmaður. Sally Tayntor hafði giftst syni hr. Kendricks, sem var lögfræðingur Alfreðs. Þau áttu þrjár dætur. Jósefína var enn ógift. Hún var aðeins fjórum eða fimm árum eldri en Filip, og Dórótea sá svo um, að henni væri oft boðið heim í Greni- lund, þegar Filip var heima. Það hafði verið henni nær óbætanleg sorg þegar Alfreð lýsti því yfir, að hann ætlaði ekki að kvongast aftur. Dóró- tea, sem hafði fyrst í stað al- ið með sjer vonir, hafði að lok- um sætt sig við þá tilhugsun, að Alfreð myndi ekki eignast fleiri börn. Hún var ekki leng- ur óhamingjusöm. Hún var nú nær fimtugu, og hin gamla á- stríða hennar til Alfreðs hafði nú breyst í systurkærleik. — Hún var einnig á því, að Al- :reð væri ánægður. ★ Alfreð settist við hlið sonar síns úti í garðinum. Hann var þögull stundar- korn, og sagði því næst: „Þú munt una þjer vel í bankanum okkar, Filip. Hann er traustur, vegna þess að viðskifti okkar eru bygð á landbúnaðinum“. Það dimdi snögglega yfir svip hans. „Jeg hefi áhyggjur af þessari nýju stefnu sem er að ryðja sjer til rúms í Ameríku. Jeg trúi því vitanlega ekki að hún muni sigra. En hún er hættuleg engu að síður. Jeg trúi á minni ágóða en meira öryggi, svo að jafnvægi þjóð- fjelagsins sje ekki raskað. Og slíkan ágóða og slíkt öryggi er ekki hægt að öðlast nema í sveitunum. Verksmiðjur! Hver gætir öryggis verkamannanna þar? Hver gætir heilsu þeirra, og rjettinda, svo að þeir verði ekki byrði á þjóðfjelaginu?" Filip starði hugsandi fram fyrir sig. „Það hefir verið mik- ið rætt og ritað um þetta und- anfarið, pabbi. Jeg hefi lesið greinar um þessi mál í ótal blöðum og tímaritum. Þeir eru margir, sem trúa því, að í hinu nýja. iðnaðarríki muni verka- maðurinn hafa meira frjáls- ræði en áður“. „Bull og vitleysa!" ansaði Al- freð. „Já, — ef til vill“, sagði Fil- ip. , Alfreð færðist í aukana. — „Það er náttúrulögmálunum samkvæmt, að hagfræðin bygg ist á landbúnaðinum. Það eitt er örugt.“ iiiiiiiiiiiiiniiiiiiiiiniiiiuiiiniiiiiiuiiiiiiiiuiiiiiiiiiiiiiii Nýkomið Hvítt ljereft Amerískar kvenpeysur í m. litum Fermingarkjólaefni Svart Cheviot í fermingarföt G. A. M. Versl. Grettisg. 7. niiiiiiiiiMiiiiiiiiniininiiiiiiiiiiiiiiiii'iiiiiiiiuniiiiiiiiii Ef Loftur getur það ekki — þá hver? ðZí &S\ Stríðsherrann á Mars 2> rengfasacfa Eftir Edgar Rice Burroughs. 155. komum við svo auga á hina háu og mjóu turna í borgum Helium. Fólkið hafði lengi verið að búa undir komu okkar. Fjöldi af skreyttum loftskipum kom á móti okkur, og af hverju þaki í borgunum blöktu dýrindis silkifánar, en sjálf voru þökin skreytt fögrum ábreiðum, settum guili og gimsteinum. Þar að auki voru torg og götur svo skreytt skarti og dýrum steinum, að það var eins og kviknað væri í borg- inni, er sólargeislarnir endurspegluðust í öllum þessum djásnum, svo skein og gljáði vítt um kring. Loksins, eftir tólf löng ár, var konungsætt Helium nú aftur saman komin í sinni voldugu borg, umkringd af miljónum þegna sinna, sem rjeðu sjer ekki fyrir kæti og þyrptust að hásætishliðunum, þar sem fagnaðarópin ætl- uðu aldrei að taka enda. Konur, börn og jafnvel hraustir hermenn grjetu af gleði yfir því, að örlögin höfðu fært þeim aftur hinn elskaða þjóðhöfðingja Tardos Mors og hina guðdómlegu prinsessu, sem öll þjóðin dáði. Og fögn- uðurinn og aðdáunin náði til okkar allra, sem í þessum hættulega leiðangri höfðum verið. Þetta fyrsta kvöld, sem jeg var í Helium, kom boðberi til mín, þar sem jeg sat með Dejah Thoris og Cherthoris uppi á þaki hallar þeirrar, sem við áttum í borginni, en þar höfðum við fyrir löngu látið gera fagran garð, þar sem við þrjú gát.um verið út af fyrir okkur, langt frá um- stangi og viðhöfn hirðarinnar. Sendiboðinn kom til þess að kveðja okkur til „Musteris endurgjaldsins“, „þár sem á að dæma mann í kvöld“, eins og hann sagði. Jeg braut heilann allmikið um það, í hvaða þýðingar- mikla máli gæti átt að dæma, sem væri svo mikilsvert, að konungsfjölskyldan væri kölluð úr höllum sínum, rjett sama kvöldið og hún hafði komið aftur til Helium, en þegar jeddakinn kallar, hlýðir hver maður jafnskjótt. Þegar loftskipið okkar lenti á þaki dómhúss þess, sem nefndist „Musteri endurgjaldsins“, sáum við f jölda annara skipa vera að koma og fara. Á götunni fyrir neðan gat að líta múg og margmenni, sem streymdi til musterisins. Það var í þrælastríðinu og óbreyttur hermaður úr her Suðurríkjamanna hafði verið tekinn til fanga. Hann var ó- dæll. Hann skammaði fanga- verði sína og er^i þá með því allar stundir, hversu miklar ófarir her Norðurríkjamanna hefði fatið í orustunni við Chickamauga. Hópur Norðurríkjamanna kærði þetta að lokum fyrir Grant hershöfðingja, og Suður- ríkjamaðurinn var dreginn fyr ir rjett. Hershöfðinginn var reiður og einarðlegur á svip- inn, er hann ávarpaði Suður- ríkj amanninn. „Menn mínir segja mér“, sagði hann, „að þú stagist á því nótt og nýtan dag, að her minn hafi farið miklar ófar- ir við Chickamauga. Jeg get ekki látið þetta viðgangast. — Annaðhvort vinnur þú Norður- ríkjunum hollustueið, eða verð ur tekinn af lífi tafarlaust". Suðurríkjamaðurinn velti þessu fyrir sjer um stund og ákvað að lokum að ganga að skilmálum hershöfðíngjans. — Samkvæmt þessu sór hann eiðinn. Er athöfninni var lok- ið, mæltist hann til þess, að fá að segja nokkur orð við hershöf ðingj ann. „Jú,“ sagði hershöfðinginn, „hvað er það?“ „Mjer datt bara í hug, hers- höfðingi", sagði hann hægt, „að eiginlega fóru þeir nú skratti illa með okkur við Chickamauga, þeir Suðurríkja menn“. ★ Duglega húsmóðirin ávarpaði vinnukonuna: „Og nú er kominn mánu- dagsmorgun og á morgun er þriðjudagur, og þar á eftir kem ur miðvikudagur — vikan hálfnuð, og ekki byrjað að taka til ennþá“. miiiiiiiiiMrKtiiiiniiiiiiiiiiiiimiiiimiufmiiiuiiuuii^: j Takið eftir! i Sá, sem getur leigt mjer | § eitt hei'bergi og eldhús, 2 i getur fengið mjög gott g I íslenskt smjör. — Tilboð | 1 leggist inn á afgreiðslu | 1 blaðsins fyrir þriðjudags- g H kvöld, merkt „íslenskt g smjör — 860“. iiiiimiiiiii!iiu<iiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiniiii»i",ll,lll,ll,IB

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.