Morgunblaðið - 08.03.1946, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 08.03.1946, Blaðsíða 12
VEÐUKUTLITIÐ. Faxaflói: STRÆTISVAGNADEILAÍi Austan og suð-austan gola eða kaldi. Víðast úrkomulaust. Föstudagur 8. marz 1946 Handknattieiksmeist aramót íslands innanhúss Fjölmennasta íjinittakepni hjer á Sandi tii þessa Þátttakemlur verða um 300. FJÖLMENNASTA íþróttakepni, sem háð hefir verið hjer á landi tíl þessa, hefst næstkomandi mánudag í íþróttahúsi í. B. R. við Hálogaland. Það er handknattleiksmeistaramót íslands innan- hú.53: Taka alls þátí í því 39 lið frá 8 íþróttafjelögum í Reykjavík og Hafnarfirði. Keppt verður í sex flokkum, meistara-, I., II. og IlT-flokki karla og meistara og II. flokki kvenna. \ í hverju liði eru 7 menn, svo að þátttakendur í mótinu verða samkvæmt því 273, en vara- menn koma altaf til með að leika einhverja leiki. Má því gera ráð fyrir að í mótinu keppi alis um eða yíir 300 manns. Þessi f jelög taka þátt í mót- inu: Ármann, KR, ÍR, Fram, Valur, Víkingur, FH og Hauk- ar. — Oll fjelögin senda lið í meistará-, I. og II. flokk karla. Í-Ilí fl. karla taka þátt tvö lið frá Ármanni og Haukum og eitt ÍR, FH og KR hverju. í meist- arafiokki kvenna taka þátt ÍR, Ármann, Haukar, KR, FH og Fra'm, en í II. fl, kvenna aðeins Haukar og Ármann. Sú nýbreytni verður tekin upp við þetta mót, að það fer fram í tveimur hlutum. í fyrri hltrtanum keppa meistaraflokk- ur og II. flokkur karla og II. flokkur kvenna, en í seinni hlut aaum meistaraflokkur kvenna, I. og H. flokkur karla. — Til þe.;.> að keppnin verði ekki of langdregin, verður hverjum fl. skift í 2 riðla (Að fl. kvenna undanskiidum). Sigurvegararn- ir í riðlunum keppa síðan til úrslita um meistaratitlinn. — Fer sú keppni fram síðast. Ettrað fyrir rottur f nærri 2900 stöðum Á ÁRINU 1945, var kvart- að um rottugang í 878 húsum hjer í Reykjavík, þá 23 daga ársins, sem aðaleyðing henn- ar fer fram. — En alls var eitrað 1910 stöðum. Frá þessu segir í skýrslu meindýraeyðis bæjarins, er lögð var fram á síðasta bæj- arráðsfundi. — Þar segir um árangurinn, að fullur árang- ur hafi náðst í 279 húsum og nokkur í 44ý, en í 157 húsum var smárotta, tegund sem gengur illa að eyða með eitri, vegna þess að hún virðist ekki jeta það. Á tímabili því, milli þess sem aðaleyðing fór fram, voru aíhentir í skrifstofu heil brigðisfulltrúa, eða farið með í hús 13045 skammtar af rott- eitri í 1032 staði. Alls voru á árinu notaðir 47,435 rottu- eiturs skammtar. Þá var á árinu 1945 dælt blásýrugasi vestur á Eyði- granda og á 57 stöðum, utan- húss, víðsvegar um bæinn. — Að sjálfsögðu var farið með gasið í samráði við hjeraðs- læknir. Aðalfundur Lands- banka nefndarinnar AÐALFUNDUR Landsbanka nefndarinnar var haldinn í gær. Auk samþykta á reikningum bankans fór þar fram kosning forseta Landsbankanefndar. tveggja manna í bankaráð og endurskoðenda. Forseti Landsbankanefndar var kjörinn Garðar Þorsteins- son axþm., 1. varaforseti Sigur- jón Á. Ólafsson, 2. varaforseti Sigfús Sigurhjartarson. Kjósa skyldi tvo menn í bankaráð og hlutu kosningu þeir Kjartan Ólafsson bæjar- fulltrúi í Hafnarfirði og Jónas Haralz hagfræðingur. Banka- ráðið er því nú skipað tveim- ur Sjálfstæðismönnum, einum Alþýðuflokksmanni, einum Framsóknarmanni og einum Sósíalista. Er það í rjettu hlut- falli við þingfylgi flokkanna og í samræmi við það. sem tíðk ast í fimm manna nefndum á Alþingi. Breytingin í bankaráð inu, frá því sem var fram að síðustu áramótum, er í því fólg in, að Framsókn hefir misst annan sinn mann og Sósíalisti komið í staðinn. Ólafur Thors forsætisráð- herra var aðalmaður í banka- ráðinu. en hefir nú sagt því starfi láusu. Vai’amaður Ólafs var Jakob Möller, sem er fjar- verandi. Verður því að kjósa á ný mann í bankaráðið, sem að sjálfsögðu verður Sjálfstæð ismaður. Landsbankanefndin frestaði þessari kosningu. Endurskoðendur voru kjörn- ir hinir sömu og voru, þeir Guðbrandur Magnússon og Jón Kjartansson. Uppbðf í New Dehli New Dehli í gærkvöldi. TIL TÖLUVERÐRA óeirða hefir komið í New Dehli í dag, og munu þær standa í sam- bandi við æsingar út af sigur- hátíð, sem fram fer víða um Indland þessa dagana. Múgur- inn framdi ýms spellvirki, reyndi m. a. að kveikja í mörg um húsum. 5 menn biðu bana, en allmargir særðust í róstun- um. — Hefir nú verið skelt á umferðarbanni í borginni, og stendur það yfir frá kl. 21 til 5. | — Reutcr. Shirley Temple SHIRLEY TEMPLE er nú gift kona og ekki lengur „litla barnið“ í kvikmyndum. Shirley leikur enn í kvikmyndum, en hefir ekki náð sínum gömlu vinsældum, sem hún naut á meðan hún ljek barnahlutverk. Hjer sjcst hún með föður sín- um. Eru þau að horfa á skauta kepni í Los Angeles. Hvenær fara Rúss- ar frá Borgundar- hólmi! Khöfn í gærkvöldi. Einkaskeyti til Mbl. í SKEYTI, sem barst frá Moskva í kvöld, segir, að á- byrgir aðiljar hafi skýrt frá því, að danska stjórnin hafi sent ráðstjórninni fyrirspurn um það, hvenær hún hugsi sjer að kalla heim rússnesku her- sveitirnar, sem um alllangt skeið hafa dvalist á Borgund- arhólmi. — Danska utanríkis- ráðuneytið hefir ekki óskað eftir því að setja fram neinar skýringar í sambandi við fregn þessa. — Páll. Framúrskarandi ■ ■ leikur frú Qldu Möller i Oslo NORSK mentakona, sem víða hefir farið og margt sjeð, hef- ir í brjefi til kuningjakonu sinn ar hjer í Reykjavík, komist þannig að orði um leik frú Öldu Möller í leikriti Nordahls Grieg: , Jeg sá ,,Nederlaget“ í Þjóð- leikhúsinú. Það þarf mikið til, svo jeg verði hrifin, því jeg er svo vön að sjá eitt og annað út um öll lönd, eins og þú veist. En jeg gleymi aldrei hinum ís- lenska gesti leikhússins, frú Öldu Möller. Get ekki hugsað mjer neitt meira töfrandi en hana. Jeg er ákaflega hrifin af henni. Þú hittir hana sennilega á íslandi. — Og' mikið talaði hún norskuna vel.“ GRIMSBY: — Togaraeigend- ur hjer hafa miklar áhyggjur af því, að þá vantar menn á skip sín og geta ekki gert þau út. Er búist við að á næstu þremur mánuðum bætist það mikið af skipum í fiskiflotann, að þörf verði á 700 nýjum sjó- mönnum. rædd á bæjarstjórnarfundi í gær. Sjá grein á bls. 2. Bíkið kaupir fiskvinnumynd Sigurjóns ðiafssonar ALÞINGI hefir samþykt að kaupa hina miklu höggmynd Sig- urjóns Ólafssonar myndhöggvara, ,,Fiskvinna“ fyrir 50 þúsund krónur. Af því kaupverði myndarinnar á Sigurjón að kosta steypu myndarinnar í varanlegt ins og uppsetning hjer. Fyrsli fyrirlestur Martin Larsen var í gærkvöldi DANSKI sendikennarin-n við Háskóla íslands, Martin Lar- sen lektor, flutti í gærkvöldi fyrsta fyrirlestur sinn um danskar bókmentir á hernáms- árunum. Dr. Þorkell Jóhannesson pró- fessor kynti sendikennarann fyrir áheyrendum og bauð hann velkominn til starfa við Háskólann. Mintist hann sjer- staklega á hinar merku þýðing ar lektorsins á íslenskum forn ritum. Martin Larsen lektor rakti í upphafi erindis síns í stórum og skýrum dráttum eðli og til- gang bókmentagagnrýninnar og gat um ýmsar aðferðir, sem notaðar voru af bókmentagagn rýnendum. Lektorinn kvaðst myndi taka til athugunar og yfirlestrar nokkrar danskar bækur, sem ritaðar hefðu ver- ið í Dánmörku á hernámsárun- um. Las hann fyrsta kafla úr danskri skáldsögu, sem "kom út á s.l. ári, og mun hann í næsta fyrirlestri taka efni þessarar bókar til nánari athugunar. Larsen lektor er góður fyrir- lesari og ættu sem flestif, sem bókmentum unna, að hlýða á fyrirlestra hans. Viðskiptasamningar við Tjekka í SL. viku var í Prag, und- irskrifaður viðskiftasamningur milli íslands og Tjekkóslóvakíu. Samkvæmt þessum samningi fá Tjekkar ýmsar íslenskar af- urðir og framleiðsluvörur, svo sem saltsíld, hraðfrystan fisk, síldarmjöl, síldarlýsi, ull, gærur og niðursuðuvöi’ur, en Islend- ingar munu hinsvegar fá frá Tjekkóslóvakíu kemiskar vörur, leirsmíðamuni, gler og giervör- ur, járn- og stálvörur, hljóð- færi, pappírsvörur og sprengi- efni og sykur. Samningaumleitanir byrjuðu síðastliðið haust og hófu þeir Pjetur Benediktsson sendih. og Einar Olgeirsson alþingismað- ur undirbúning þeirra, en Pjet- ur Benediktsson lauk þeim í s.l. viku eins og fyr segir, og undirskrifaði samninginn fyrir hönd íslensku ríkisstjórnarinn- ar. Ráðunautur sendiherra var Ólafur Jónsson framkvæmdastj. h.f. Miðness í Sandgerði. (Frjettatilkynning frá ríkis- stjórninn). efni, flutning á henni til lands- Fiskvinnan er stærsta mynd- in, er Sigurjón hefir gert fram að þessu. Þetta er ve.ggmynd, þrír metrar á hæð, en fjórir á lengd, eða alls 12 fermetrar. —■ Hún er í fjórum myndþáttum og sýnir fólk við saltfisksvinnu. Steypt í stein mun hún vega 6—8 tonn, ef ekki meira. Sigurjón gerði mynd þessa fyrir 8—10 árum síðan. Hefir hún verið á sýningum ytra og hvarvetna hlotið góða dóma. —• En vegna þess, hve hún er stór og þung í vöfum ,hefir Sigur- jórn þurft að saga hana í sund ur — gibsmyndina — til þess að koma henni til geymslu og viðbúið að hún hafi legið und- ir skemdum, þar sem hún var komin. Sigurjón ætlar að skreppa til Danmerkur í vor. Ætlar hann þá að sjá um steypu á mynd- inni í varanlegt 'efni og síðan ætlar hann að koma með mynd ina heim. Ekki er ráðið hvar myndin verður sett upp. En komið til orða að finna henni stað á Sjó- mannskólanum. Sú hugmynd hefir og komið fram, að ætla henni stað á hentugum vegg- fleti á hinni fyrirhuguðu bygg- ing, sem á reisa á Háskólalóð- inni fyrir fiskiðnaðarrannsókn- ir. C. A. Bruun sendi- herraá íslandi Kaupmannahöfn í gærkvöldi. Einkaskeyti til Morgunblaðsins frá Reuter. DANSKA stjórnin hefir til- kynt, að Fr. le Sage de Fonten- ay sendiherra í Reykjavík hafi verið skipaður sendiherra Dana í Ankara frá 1. maí næstkom- andi að telja. Frá sama tíma hefir C. -A. Bruun sendisveit- arfulltrúi í Washington verið skipaður sendiherra Dana í Reykjavík. Dönsk blöð segja frá þessum útnefningum og telja þau, að það sje mikið Fontenay sendi- herra að þakka, að ekki varð óvinátta milli Dana og íslend- inga útaf sambandsslitunum. Reykjavík rafmagns- laus í rúma klukku- slund UM KLUKKAN 5.15 í gær- dag varð rafmagnsbilun hjer í Reykjavík. Var alt kerfið straumlaust í um það bil klukkutíma og 15 mín. Bilun þessi varð með þeimi hætti, að rafmagnsrofi einn í aðveitustöð bilaði.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.