Morgunblaðið - 24.08.1946, Síða 8
8
MORGUNBtAÐIB
|
M.s. Dronning
Alexandrine
fer til Færeyja og
Kaumannahafnar
í kvöld kl. 10.
SKIPAAFGREIÐSLA
JES ZIMSEN
(Erlendur Pjetursson)
BEST AÐ ADGL1TSA
f MORGTJNBLADTNTT
Veglegt hó! á Akur-
eyri fyrir Veslur-
íslendingana
Akureyri, föstudag, frá
frjettaritara vorum.
AKUREYRARDEILD Þjóð-
ræknisfjelagsins hafði boð inni
að Hótel KEA í gærkvöldi fyr-
ir vestur-íslensku gestina. Um
60 manns voru þar saman
komnir. Gunnlaugur Th. Jóns-
son, bóksali, setti hófið. Ræður
fluttu Friðrik J. Rafnar, vígslu
biskup, Björgvin Guðmunds-
son, tónskáld, Bernhard Stefáns
son, alþm. o. fl., en heiðurs-
gestirnir svöruðu. I dag fóru
gestirnir í boði bæjarstjórnar
Akureyrar til Mývatns og Lax-
árfosso. — H. Vald.
Góður gestur
MEÐ síðustu ferð Esju til
Danmerkur var meðal farþega
mag. Chr. Westergárd-Nielsen,
ritari Dansk-isl. Samfund. Þau
hjónin höfðu dvalist hjerlendis
síðan snemma í vor, en kona
hans farin heim fyrir nokkru
síðan.
Um það bil, sem íslendingar
voru að taka í eigin hendur
meðferð allra sinna mála og
hættast var við misskilningi frá
hálfu Dana á þeim hlutum,
fyrst og fremst vegna rofinna
sambanda milii Danmerkur og
íslands af völdum ófriðarins,
mun enginn danskur maður
hafa skýrt jafn skynsamlega og
skilmerkilega afstöðu og sjón-
armið íslendinga sem Wester-
gárd-Nielsen. Hann gerði það
með því að rita fjölda greina
í blöð landa sinna um málið
og með erindaflutningi víðs-
vegar um landið. Nægileg þekk
ing á málefnum og mönnum
leiðir jafnan af sjer rjettláta
dóma — þar sem nokkurt rjett-
læti fær að njóta sín. Og eftir
að Westergárd kom hingað, sat
hann heldur ekki auðum hönd-
um. Þeir skifta tugum fyrir-
lestrarnir, sem hann flutti hjer
alls, fyrir Dönsk-ísl. deildina,
á vegum háskólans og í þágu
fjölda fjelaga hjer í bænum,
auk útvarpserindanna.
Svo önnum kafinn var hann
við þessa fræðslu — sem fjall-
aði að miklu leyti um líf og
kjör dönsku þjóðarinnar á her-
námsárunum — að þau hjón
fengu aldrei færi á að sjá og
heimsækja ýmsa þá staði, hjer-
lendis, er þau annars óskuðu.
Nær öll erindin flutti Wester
gárd á íslensku, og á svo
hreinni og lýtalausri íslensku
að stórri undrun saetti hjá öll-
um, sem á hlýddu.
Jeg held að það sjeu engar
ýkjur, að síðan Rasmus
Kristján Rask kom hingað góðu
heilli á öðrum tug 19. aldar,
hafi enginn danskur maður nje
ef til vill neinn útlendingur,
sem ekki hefir dvalið lang-
dvölum á íslandi, náð slíku
valdi á íslenskri tungu sem
Westergárd-Nielsen hefir náð,
bæði í töluðu máli og rituðu.
Þetta er frábærilega vel af
sjer vikið. Þó er hitt mikils-
verðara, hve einlægan hug og
hlýjan Westergárd ber til alls
sem íslenskt er og okkur má
verða til gagns og sæmdar.
Hann er líka orðinn afburða
vinsæll meðal íslendinga.
Sú eina nöldurrödd, er fram
kom í hans garð meðan hann
dvaldist hjer, var og með þeim
hætti mishepnuð, að hún mun
hafa aukið honum vinsældir, en
ekki rýrt.
Dansk-ísl. fjelagið á Wester-
gárd mikið að þakka. Báðar
þjóðirnar, Danir og íslending-
ar, þurfa slíkra manna við, vel-
gefinna velviljaðra manna,
sem bera bróðurorð gagnkvæms
skilnings milli frænda, er stund
um hættir ofurlítið við að mis-
skilja hver annan.
Mjer finnst Westergárd-
Nielsen vera einhver sá besti
gestur, er hingað hefir komið
í heimsókn síðan styrjöldinni
laþk.
20. ágúst 1946.
Hallgr. Jónasson.
AUGLÝSING
Kaupf jelagsstjórastaðan við Kaupf jelag Hrút-
firðinga, Borðeyri, er laus til umsóknar frá 1.
október n.k.
Umsóknir sendist Ólafi Jóhannessyni í Sam-
bandi ísl. Samvinnufjelaga, er gefur nánari
upplýsingar.
Umsóknarfrestur er til 10. sept.
STJÖRNIN.
Ráðvandur piltur óskast sem
SENDISVEINN
í Utanríkisráðuneytið.
verður settur þriðjudaginn 3. sept. kl. 10 f. h. f
Fyrir 7 ára deild kl. 1 e. h.
Tmm
Tvær—þrjár stúlkur og nokkra karlmenn
vantar okkur nú þegar til ýmiskonar verk-
smiðjuvinnu.
Kassagerð Reykjavíkur
^J>^>^x$x®x$x$xíxg><$x$x$>^x$xMx$xíx$xíxí^x$^x$^xíx$^x^x$x$X$X$xMx$x5><íxÍK$xíx
Skrifstofustú I ka óskast
Rafmagnseftirlit ríkisins vantar skrifstofu-
stúlku sem fyrst.
Vjelritunarkunnátta nauðsynleg.
Laun samkvæmt launalögum.
Eiginhandar umsóknir um aldur, nám og
starfsferil, sendist fyrir 1. sept. til rafmagns-
eftirlitsins.
RAFMAGNSEFTIRLIT RÍKISINS. ’
Laugaveg 118.
Laugardagúr 24. ágúst 1946
iUþjóðusýnmgin í
Piif í hinst
FRÁ ræðismannsskrifstofu
Tjekkóslóvakíu hjer í Reykja-
vík hafa blaðinu borist eftir-
farandi upplýsingar og leið-
beiningar til handa þeim, sem
hugsa sjer að fara á a'lþjóða-
sýninguna í Prag á hausti kom-
anda, 15,—22. september.
Áður en þjer leggið af stað til
Prag, skuluð þjer leita upplýs-
inga á ferðaskrifstofum í landi
yðar.
Framkvæmdanefnd alþjóða-
sýningarinnar er að semja við
hlutaðeigendur um það, að
komið verði á flugferðum til
Prag þann tíma í haust, sem
sýningin stendur yfir. Einnig
er nefndin að undirbúa sjer-
stakar bílferðir frá ýmsum
löndum til Prag.
Flugferðir.
Ferðamaður, sem hugsar sjer
að fara flugleiðis, verður að
hafa fullgilt vegabrjef með á-
ritun ræðismanns Tjekkóslóva-
'kíu. Áritunin fæst ókeypis og
án umsvifamikilla formsatriða.
Reglulegar flugíerðir eru til
Prag frá New York, London,
París, Brússel, Amsterdam,
Zurich, Vín, Stokkhólmi og
Belgrad.
Járnbrautarferðir.
Sá, sem hugsar sjer að ferð-
ast með járnbraut, verður að
hafa fullgilt vegabrjef og árit-
un, eins og að ofan greinir, en
auk þess verður hann að fá
vegabrjefsáritanir hjá yfirvöld-
um þeirra ríkja, sem leið hans
liggur um. Til þess að fá að
fara um Austurríki og Þýska-
land þarf sjerstakt leyfi, veitt
áf hernaðaryfirvöldum á hlut-
aðeigandi hernámssvæðum.
Sem stendur eru reglulegar
járnbrautarferðir til Prag frá
París, Zúrich, Vin og Varsjá.
Skipaferðir.
Sem stendur er ekki hægt að
gefa áreiðanlegar upplýsingar
um skipaferðir, og verða ferða-
menn því að snpa sjer til ferða-
skrifstofu í landi sínu, þegar þar
að kemur.
Vegabrjef.
Þeir, sem ætla á alþjóðasyn-
inguna, fá dvalarleyfi í Tjekkó-
slóvakíu milli 5. sept. og 2.
október, án undangenginnar
rannsóknar, ef þeir sýna skír-
teini, sem hlutaðeigandi tjekk-
neskur konsúll gefur út.
I
Fargjöld, fæði og húsnæði:
Ferðamenn fá 50% afslátt af
fargjöldum frá landamærum
Tjekkóslóvakíu til Prag og
sömu leið til baka, ef þeir fram
vísa skírteinum. -—- Ef ferða-
maður fær ekki skömtunarseðla
fyrir mat fyrstu dagana í Prag
um leið og hann fær vegabrjefs
áritun hjá ræðismanni, þá get-
ur hann snúið sjer til sjerstakr
ar skrifstofu alþjóðasýningar-
innar í Wilson Station eða upp
lýsingaskrifstofu sýningarinn-
ar í sýningarhöll nr. 58/59. •—
Matarskammtur ferðamanna
verður allmiklu meiri en fólks
í Tjekkóslóvakíu. — Skrifstofa
sýningarinnar í Wilson Station
reynir að útvega erlendum
mönnum dvalarstað, ef þess er
óskað. Ferðamenn geta pantað
herbergi fyrirfram með aðstoð
ræðismanna Tjekkóslóvakíu.
Verður þá að tilgreina komu-
dag til Prag og brottfarardag,
og ber þá umsækjandi ábyrgð
á greiðslu leigunnar fyrir hinn
tiltekna tíma.
Sýningarskrá:
Skrá um þá, sem sýna vör-
ur á sýningunni, verður ekki
hægt að koma út fyrr en sýn-
ingin byrjar. I skránni verður
að finna gagnlegar leiðbeining
ar um helstu útflutningsfyrir-
tæki Tjekkóslóvakíu, og verð-
ur þetta fyrsta skrá sinnar teg-
undar, sem út kemur eftir lok
styrjaldarinnar.
Fjölmenn! á dans-
sýningu Kaj SmHti
DANSKI dansmeistarinn Kaj
Smith hjelt danssýningu og
dansleik í Sjálfstæðishúsinu s. .1
fimtudagskvöld. Auk dansmeist
arans sjálfs sýndu þarna nem-
endur hans og frk. Guðrún
Kragh. Margskonar dansar
voru sýndir, og skemtu áhorf-
endur sjer vel. Vínarvals, sem
Kaj Smith dansaði við „gracie-
usa“ dömu, vakti einna mesta
hrifningu. — Húsið var full-
skipað.
Til fræðarans
Mr. IIORACE LEAF F.R.G.S.
í jótspor Krists, að jræða og hugga,
þú jerð í gegnum jarðar skugga,
þú opnar líjsins innri glugga,
með aðstoð Meistarans,
þú gleður hljúgu hörnin hans,
þitt hlessað hejur auga og eyra,
þú unaðsraddir jœrð að heyra,
þú magnan hlaust hins dýra dreyra,
sem draup úr æðum Frelsarans.
Haj þökk — já, þakkir þúsundjaldar.
Með þyti vængja nýrrar aldar,
senn gleðja englar muna manns.
Það hljóma skal um allar áljur.
Þig œðsti hirðir vígði sjáljur.
Þigg Ijó'ð jrá anda Líjgjajans. , .
21. ágúst 1946.
Sigfús Elíasson.