Morgunblaðið - 04.09.1946, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 04.09.1946, Blaðsíða 1
33. árgangur. 198. tbl. — Miðvikudagur 4. september 1946 ísafoldarprentsmiðja h.f. Friðarráðstefnan: STYRKIIR ÍTALA ÁKVEÐIIMIM Þriðji fundur Ör- Veður fefur för Aðalr yggisráðsins um Tsaldans a kon- kæru Ukraínu ungsfund New York í gserkvöldi ÖRYGGISRÁDIÐ kom sam- an í þriðja sinn í New York í, dag, til að ræða kæru Ukrainu á hendur Grikkl. I upphafi fundarins var lesið brjef frá Manuilsky, fulltrúa Ukrainu, þar sem hann rjeðist að Bret- um og Hollendingum fyrir að vera mótfallnir því, að kæran yrði tekin fyrir. Að áliti Manuilskys höfðu báðar þjóð- irnar með þessu gerst brot- legar við sáttmála Sameinuðu þjóðanna. Gromyko, fulltrúi Rússa, flutti ræðu á fundinum. Vakti það einkum eftirtekt við ræðu j hans, að enda þótt Oscar Lange,' fulltrúi Pólverja og fundarstjóri áminnti hann um að halda sig að málefninu, rjeðist hann harkalega að grísku stjórninni, i sem hann kvað hafa hafið skipulagða herferð á hendur j Albaníu. Fulltrúi Ástralíu tók í sama streng, og sagði ræðu Gromykos ekki virðast stánda í neinu sambandi við það, sem f undurinn hefði upphaflega tekið fyrir. —Reuter. — Reuter. París í gærkvöldi. VEGNA slæmra flugskil- yrða, neyddist Tsaldaris, gríski forsætisráðherrann, sem undanfarið hefir verið viðstaddur friðarfundinn í París, á síðasta augnabliki til að hætta við flug sitt til London í dag, en Tsaldaris mun eiga að tilkynna Georg Grikkjakonungi opinberlega úrslit þjóðaratkvæðagreiðsl- unnar s.l, sunnudag. Eins og kunnugt er, sigraði konung- dæmið glæsilega í þeim kosn ingum. Georg konungur, sem und- anfarin ár hefir búið á hóteli í London, heimsótti í dag grísku sendisveitina þar í borg. Beið konungur brosandi á tröppum sendiráðsins með- an ljósmyndarar tóku af hon- um myndir, en neitaði að svo stöddu að ræða opinberlega um atkvæðagreiðsluna og úr- slit hennar. Ekki er talið ólíklegt, að konungur snúi aftur til Grikk lands fyhir lok þessa mánaðar. — Reuter. Sæmilegt samkom ulag á nefndarfundum ígær París í gærkvöldi. Einkaskeyti til Morgunblaðsins frá Reuter. Á FRIÐARRÁÐSTEFNUNNI í París í dag varð góður árangur af störfum nefndar þeirrar, sem fjallar um hernaðarstyrk ítala í framtíðinni. Sautján af 24 liðum friðarsamninganna, sem að þessu máli lúta, voru samþyktir, en samkvæmt þeim má her ítala eigi vera stærri en 185.000 manns, auk 65.000 skyttna. Þá er auk þessa ákveðið, að aðeins 22,000 menn megi vera í ílotanum, og ekki er ítölum leyft að eiga fleiri en 200 skrið- dreka. MATVÆLA- og landbúnað- arráðstefna hinna sameinuðu þjóða stendur nú yfir í Kaup- mannahöfn. Hjer að ofan sjest aðalritari stofnunarinnar, sem átti mestan þátt í undirbúning- inum að ráðstefnunni. Hann heitir M. W. Lawallee. Sidney í gærkv. FORSÆTISRÁÐHERRA Ástra líu hefir sagt blaðamönnum að hann vonist til þess, að orðið geti úr heimsókn Attlee for- sætisráðherra til Ástralíu á ár- inu, enda þótt líklegt sje, að ferð hans muni tefjast vegna friðarráðstefnunnar í París. Eins og. kunnugt er, er all- langt síðan Attlee var boðið til Ástralíu, en margskonar ástæð- ur hafa verið fyrir því, að ekki hefir orðið úr för hans til þessa. —Reuter. Jón Ásbjðrnsson forseti hæsfarjetfar JÓN ÁSBJÖRNSSON hæsta- rjetardómari hefir verið kjör- inn forseti hæstarjettar frá 1. september s.l. til jafnlengdar næsta ár. Gizur Bergsteinsson hæstarjettardæmari hafði ver- ið forseti rjettarins síðasta kjör tímabil. Slys viS y!ri Rangá í GÆRDAG vildi það slys til austur við Ytri Rangá, að dreng ur, sem var í áætlunarbifreið, varð með höfuðið á milli brú- arinnar og bifreiðarinnar. Drengurinn heitir Birgir Ey- þórsson, Kambsveg 31. Dreng- urinn þjáðist af bílveiki. Hann teigði höfuðið út um glugga bifreiðarinnar, en um leið rann hún inn á brúna Varð höfuð hans á milli og hlaut hann meiðsli á höfði. Á Hellu var drengurinn skilinn eftir, en það an var hringt á sjúkrabifreið í Reykjavík. Hún flutti dreng- inn heím til sín. Belgíusfjérn kvarf- ar við UNO London í gærkveldi. BELGISKA stjórnin lýsti því yfir opinberlega í kvöld, að hún mundi bera fram umkvört- un við Sameinuðu þjóðirnar, vegna hlutverks þess, er Spánn héfir leikið í sambandi við mál fastistleiðtogans Leon Degrelle, en eins og kunnugt er, hvarf hann nýlega á Spáni. —Reuter. Flugvjeiar gæfa lundurspilla Haifa í gærkvöldi. BRESKAR herflugvjelar sveimuðu yfir höfninni í Haifa í dag, til að koma í veg fyrir það, að hefndarverkamenn Gyð inga geri tilraun til að sökkva tveim tundurspillum, sem þar liggja við akkeri. Tundurspill- ar þessir eru nýkomnir í höfn með skipið „The Four Free- doms“, en á því eru um 1000 Gyðingar, sem reyna ætluðu að komast í land í Palestínu, án leyfis bresku yfirvaldanna. Undirbúningur er þegar haf- inn til að flytja Gyðinga þessa Dr. Evalt ræðir alþjóðasamvinnu Sidney í gærkvöldi. DR. EVATT, aðalfulltrúi Ástralíu á friðarfundinum í París, sem nú er kominn til ÁstraJíu, sagði í dag, að reka mætti viðskifti þjóðanna með þrennu móti: með því að beita valdi, með því að beita brögð- um og með því að tala opin- skátt um hlutina. Dr. Evatt sagði, að ekki yrði því neitað, að þær þjóðir væri nú uppi, sem trúðu ekki á þriðju aðferðina, en hann kvaðst vilja fullvissa menn um það, að í viðskiftum sínum við aðrar þjóðir mundi Ástralía koma fram samkvæmt henni. Hann bætti því við, að ástr- alska stjórnin væri staðráðin í að koma fram í samræmi við sáttmála og samþyktir Samein- uðu þjóðanna. —Reuter. 21 maður ferst í flugslysi nálægt Kaupmannahöfn Khöfn í gær. Einkaskeyti til Mbl. frá Reuter. TUTTUGU og einn maður mun hafa látið lífið, þegar frönsk íarþegaflugvjel fjell til jarðar í kvöld, fyrir sunnan Kaupmanna- höfn. Flugvjelin hafði lagt upp frá Kaupmannahöfn, og var á leiðinni til Parísar, þegar hún fjell logandi til jarðar á akur nokkurn um 75 kílómetra fyrir sunnan höfuðborgina. Flug- vjelin var í um 300 metra hæð, er slysið vildi til. Menn, sem sáu til flugvjelar- I anlega að gera tilraun til að innar, segja svo frá, að skömmu lenda, en áður en hann gæti eftir að hún hóf sig til flugs j framkvæmt það, brotnaði ann- frá flugvellinum í Kastrup, hafi ar vængur flugvjelarinnar og til eyjarinnar Cyprus, en þar ' komið upp eldur í öðrum hreyfli j þrír menn fjellu út úr flugvjel- verður þeim fyrst um sinn kom j heryrar. Flugmaðurinn breytti ^ inni, sem að því loknu steypt- ið fyrir í fangabúðum. þá um stefnu og ætlaði auðsjá- ist til jarðar. Reuter Ágreiningur um skaðabóta- greiðslur. Þrátt fyrir ofangreint sam- komulag fór því þó fjarri, að fulltrúar friðarráðstefnunndr væru sammála um ýms mikils- verð mál. Fulltrúi Brazilíu bar fram tillögu þess efnis, að skylda mætti Rússa til að láta Itölum í tje hráefni, til að vinna úr vörur, sem síðan ganga upp í skaðabótagreiðslur þeirra til Ráðstjórnarríkjanna. Vyshinsky mótfallinn tilíögunni. Vyshinsky, fulltrúi Rússa, lagðist eindregið gegn þessu. Hann rjeðist gegn fulltrúa Brazilíu fyrir að bera tillöguna fram, og sagði að jafn gáfulegt mundi vera að bera fram til- lögu, þar sem svo væri kveðið á, að Itölum væri heimilt að gera verslunarsamninga við öll ríki önnur en Rússland. Er tillaga Brazilíu var borin und- ir atkvæði, var hún felld með 15 atkvæðum gegn fjórum. Friðarsamningarnir við Rúmena. Nokkrar umræður urðu einn ig um væntanlega friðarsamn- inga. við Rúmena og voru ýms- ar samþykktir gerðar um þau efni. Voru þannig fjórða og fimmta grein tillögunnar um samningana samþykktar án umræðu, en þesar greinar snú- ast um lausn pólitískra fanga og upplausn fasistiskra stofn- ana í landinu. Kröfur Balkanríkjanna. Þar sem undirbúningur frið- arsamninganna við ítali er nú alllangt á veg kominn, er þess vænst, að kröfur Balkanríkj- anna á hendur þeim kunni að verða teknar fyrir á föstudag. Hinsvegar hefir ekkert enn verið látið uppi um, hvenær skaðahótakröfur ríkja eins og Egyptalands og Póllands verði teknar til umræðu. VÖRUSKIPTI í BERLÍN London: Vöruskiptamark- aður hefur verið' opnaður í Berlín.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.