Morgunblaðið - 04.09.1946, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 04.09.1946, Blaðsíða 2
2 MORGUNBEAÐIÐ Miðvikudagur '4. sept. 1946 „Það er gott að vinna I Gljúfrasteini46 Húsmæðraskóli á Suðurnesjum — ÞAÐ er gott að vinna hjerna, sagði Halldór Kiljan Laxness rithöfundur við mig í gær, þegar jeg' brá mjer heim til hans upp í Mosfellssveit, til þess að forvitnast um utanför hans, sem hann er nýkominn heim úr, ritstörf hans og sitt- hvað fleira. Húsið hans heitir Gljúfrasteinn og þar heyrir maður niðinn í ánni inn um opinn skrifstofugluggann, en til vesturs blasir hinn grösugi Mos fellsdalur við augum. — Kunnið þjer eins vel við yðui hjer nú, eins og þegar þjer voruð barn hjerna? — Já, og betur, svarar skáld- ið. Jeg er fæddur í Reykjavík, og þó jeg flytti hingað ungur, fannst mjer bærinn altaf bernskuheimili mitt, en nú finst mjer hjer ágætt að vera. Minn vinnutími er f%rri hluti dagsins. Síðan fer jeg oftast nær í bæinn. Næsta ritverkið. — Og hvert verður næsta verk yðar? — Um það er ekki hægt að gefa neinar upplýsingar á þessu stigi málsins. Jeg hefi verið að-hugsa það, en býst ekki við að byrja að skrifa það fyrr en með haustinu. Jeg hef haft í mörgu að snúast, verið að þýða bækur eftir Gunnar Gunnars- son, er eiga að fata að koma út, Vikivaka og' Hús hinna blindu. Þétta tékur mikinn tíma, svo sje jeg um útgáfu á Grettis- sögu. — En bækur yðar, sem hafa verið ófáanlegar? — Þær fara nú að koma hvað af hverju. Onnur útgáfa Kvæða kversins, aukin, er á leiðinni, einnig hef jeg búið til prentun- ar aðra útgáfu af Nokkrum smá sögum, sem lengi hafa verið uppseldar. Það gengur bara nokkuð seint með að koma þeim út. Ófróðir Danir. — Mjer finnst einkennilegt, hversu Danir alment eru ákaf- lega ófróðir um allt sem við- kemur skilnaði okkar við þá, segir Laxness, þegar talið berst að utanför hans, en honum var boðið til Tjekkóslóvakíu og hann kom við í Danmörku og Svíþjóð. — Það er eins og Dan- ír svona upp og ofan, haldi, að íslendingar hafi lifað á styrkj- um frá Dönum árum saman, já, álít fram að styrjöldinni og eru þess vegna hissa á að þeir skildu vilja skilja við svona góðan kóng, sem ljet þeim í tje peningafúlgur, — já fasta styrki fram á síðustu ár. Mjer finnst þessi viska hljóta að vera í kennslubókum eða einhverju slíku, svo útbreid sem hún er. Annars hafa Danir það svo sem gott, hafa nóg að borða og ekki gat jeg sjeð annað en þeir gengju vel til fara, þó efn- in í fötunum væru ákaflega margvísleg. Þeir ganga í fötum úr borðdúkum og gardínum, en þetta fer bara ljórnandi vel og smekklega. Tjekkar byggja upp. — Er ekki mikill kraftur í við H. K. bókmentir og Laxness ui Tjekkum við uppbygginguna? — Júr það má nú segja. Þar eiga allir að afkasta tvöföldu og munu gera það. Landið var orðið mergsogið af Þjóðverjum, sem tóku meira að segja kál- metið úr görðunum hjá körl- unum. Þar var orðin mikil fátækt, en styrjaldarskemmd- ir sjást litlar sem engar. — Vita Tjekkar mikið um íslendinga? — Alveg furðulega og allt gegnum bókmentir. Emile Walters, mikill vísindamaður, hefir þýtt talsvert af fornrit- um okkar á tjekknesku, meðal annars Sæmundareddu, er var gefin út í miklu og skrautlegu upplagi og seldist mikið. Nú, svo hafa verk Gunnars, Krist- manns, Kambans og Jóns Sveins sonar (Nonna) verið gefin þar út og selst vel, — og svo þessi bók mín. Og gegnum allar þess ar bækur hefir þjóðin kynnst íslandi, enda var jeg hissa á því hve vel menn þekktu aðal- atriðin varðandi okkur hjerna. Þeir gáfu varla Svíum eftir á því sviði. — Já, svona geta bókmennt- irnar kynnt löndin. En ' urðuð þjer ekki varir við þetta mjög rædda mál á ferðinni, um að við hnuplum bókum frá er- lendum rithöfundum? ,,Þjófaprentanir“. — Jú, heldur betur. Það sem blaðamenn spurðu mig yf- irleitt að, var um þessa „Tyve- trykning" á íslandi. Jeg varð sem von er leiður á þessu og fór að verða á undan þeim og spyrja þá fyrst, hvort þeir ætl- uðu að fara að spyrja um ein- hverja þjófa úti á íslandi. Sagði jeg þeim, að jeg kynni engin skil á þesskonar hlutum. Það var mjög mikið um þetta bæði í Danmörku og Svíþjóð og voru íslendingum valin hin háðuleg- uStu nöfn í blöðunum. Vissu- lega verðum við að láta verða af því að ganga í Bernarsam- bandið“. Við drekkum kaffi og borð- um brauð og tölum um þók- menntir. Og sólin skín inn um gluggann á húsi skáldsins. Og jeg efa það ekki að á þessum stað munu margar fallegar setningar fæðast, mörg snjöll bók verða.til. Allur frágangur þessa húss er við skálda hæfi, þau verða að hafa nægilega rúmt og bjart og vissulega er bjart yfir Gljúfrasteini og söng ur árinnar róandi eftir ys bæj- arins. í anddyri hússins stend- ur gömul og falleg klukka og rólegt ganghljóð hennar bland- ast niði árinnar. — Um þessa klukku skrifaði jeg mína fyrstu grein, segir skáldið. Hún kom í’Morgunblaðinu. Jeg var mjög ungur þá. Greinin hjet Gamla klukkan, og um skeið æptu jafn aldrar mínir þetta á eftir mjer: „Gamla klukkan!“ En síðan hefir skáldið ritað um klukku allrar íslensku þjóð- arinnar. J. Bn. Löggilding - kosn- ingar S.l. sumar boðaði Búnaðar- samband Suðurlands til stofn fundar fyrir Stjettasamband bænda að Laugarvatni. Bún- aðarfjelagi íslands þótti sunn lenskir bændur taka sjer ó- þarflega mikið sjálfdæmi með þessu og kallaði því saman auka-búnaðarþing, ekki síst í þeim tilgangi að kveða nið- ur þessa stjettarfjelagshug- mynd. Búnaðarfjelagið fann upp það snjallræði að láta við svo búið standa um þetta fundarboð og fulltrúaval, en veitti hinsvegar fjelagsstjórn inni heild til að nota fulltrú- ana og fund þeirra, ef nægileg^ þægð yrði sýnd. Var þessi heirrýld kölluð „löggiilding11 og þótti ‘mörgum stjórn Bfj. ísl. undir orustu Framsóknar skammta bændum fjelags- frelsi af lítilli rausn. Talið var að nú hefði Framsókn sett það met í fjelagsmálaspill- ingu, að því yrði ekki hnekkt um aidur og æfi. En nú hefir það sýnt sig, að menn höfðu mjög vanmetið mátt Fram- sóknar í pólitískum hunda- kúnstum, þar sem fulltrúar þeir, sem kosnir voru á Laug arvatnsfundinum í fyrra eftir boði Sunnlendinga og löggilt- ir voru af Bjarna Ásgeirssyni að fenginni „góðri reynslu“, hafa verið endurlöggiltir til nýs fundar, sem nú var hald- inn að Hvanneyri. V Með þessu verður að líta svo á, að Framsókn telji kosn ingar vera úr tísku eða óþarf ar innan bændástjettarinnar, en í þess stað dugi að láta Bjarna Ásgeirsson klípa sömu íulltrúana árlega með ein- hverskonar löggildingartöng, svo hægt sje að nota þá aftur og aftur, meðan þeir una lög- gildingunni. Hefur því Fram- sókn nú þegar hnekkt sínu fvrra meti, þótt mörgum kunni að þykja það ótrúlegt. Ef sósíalistar hefðu t. d. sama skilning á fjelagsmál- um og Framsóknarforingjarn ir, þá myndu þeir nú í haust krefjast þess að fá á Aiþýðu- sambandsþingið sömu full- trúa og sátu þar síðast, ef þeir væru hræddir að tapa þar valdastöðu. Óklipinn bóndi. RÆÐUR HIMLERS FUNDNAR LONDON: — Allar ræður Himmlers, einnig ræður eftir Dönitz og Speer, voru meðal mikils skjala og myndasafns, sem fannst nýlega á bóndabæ einum í Suður-Þýskalandi. — Bandaríkjamenn tóku þetta jlögsagnarumdæmi Hafnarfjarð- safn. • ar. FYRIR NOKKRU . birtist í einu dagblaði bæjarins grein um hinn veglega húsmæðra- skóla, sem reistur hefir verið við Veggjalaug í Stafholts- tungum í Borgarfirði og hlotið hefur nafnið Varmalandsskól- inn. í grein þessari er þess getið meðal annars, að búist sje við að skólinn taki til starfa á næSta vetri, rúmi 40 náms- meyjar í heimavist og sje þeg- ar fullskipaður. Má af þessu sjá að full þörf er fyrir húsmæðraskóla í sveit- um landsins eigi síður en í kaupstöðum. Eftir lestur greinarinnar fór jeg að hugsa um, hvenær hefj- ast myndi bygging hins vænt- anlega húsmæðraskóla á Suð- urnesjum.. Virðist vera nokkuð hljótt um þetta mikla velferð- ar- og menningarmál nú, þegar Alþingi hefur á fjárlögum veitt 1 miljón og 300 þús kr. til húsmæðraskólabygginga í kaupstöðum og sveitum. Fyrir áhuga einstakra kvenna kvenfjelaga og Kvenfjelaga- sambands íslands, verður, sam- kvæmt hirfni nýju Iöggjöf um húsmæðraskóla, allt auðveld- ara um stofnun og starfrækslu slíkra skóla framvegis en áður var. Orsakirnar til þess að svo hljótt er um málið, þykir mjer ekki ósennilegt að sjeu þær, að skólanum hefir ekki enn verið valinn staður. Búast má við að skiftar skoðanir geti orðið um staðar- valið, svo sem oft vill verða, og kemur hjer margt til greina. En að því kemur þó, fyr en síðar, að ákveða verður skólan- um stað. Er mjög svo mikils- vert allra hluta vegna, að vel takist til um það, hvað snertir staðhætti alla og aðstæður og að skólinn verði svo vel í sveit settur, sem kostur er. Hefir mjer oft komið í hug að í Krísuvík væri ákjósanlegur staður fyrir húsmæðraskólann. Þar koma til að verða fyrir hendi nútímaþægindi öll og námsskilyrði þau, sem nauð synleg mega teljast slíku skóla haldi. Jarðhiti er mikill og ræktunarskilyrði góð. Er þar bæði stórbrotin og sjerkenni- leg náttúrufegurð. Samgöngur allar um Suður- nes eru nú að komast í það horf, að ekki skiftir miklu máli, þeirra vegna, hvar skólinn verður reistur. Gera má ráð fyrir að vegur komi milli Grindavíkur og Krýsuvíkur. Ekki þarf að efast um að Hafnarfjarðarbær, sem nú er eigandi Krísuvíkur, ljeti þar land handa húsmæðraskólan- um, ef þess væri óskað, þar eð Krýsuvík hefir alla tíð til- heyrt Gullbringusýslu þar til nú. Krýsuvík var áður eign Ein- ars skálds Benediktssonar, en fyrir nokkrum árum tók rík- isstjórnin hana eignarnámi handa Hafnarfjarðarbæ og hefir hún nú nýlegfe með lög- um frá Alþingi verið fest inn í Miklar framkvæmdir eru þegar hafnar á vegum Hafnar- fjarðarbæjar í Krýsuvík og mun verða rekinn þar stórbú- skapur í framtíðinni. Hjer gæti því, ef til vill, verið um að ræða hagsmunamál beggja aðila, Hafnarfjarðar og húsmæðra- skólans. Skólinn, fögur bygging og glæsileg myndi sóma sjer vel í hinu fjölbreytta landslagi ná- lægt hvernum, sem er skamt sunnan við Kleifarvatn og austan vegarins. Yrði hann þar í nokkurri fjarlægð frá þjóð- veginum á fögrum stað skamt frá vatninu og myndi blasa við augum vegfarenda. Landið er mjög vel fallið til ræktunar og fegrunar. Umhverfi skólans mætti skreyta margs konar trjágróðri, blómum og nytja- jurtum fyrir væntanlgar náms- meyjar, en svanir prýða vatnið og sjá fyrir söngnum. Lítill lækur hjalandi rennur um landið. Leikvangur þyrfti að vera á landi skólans. Skólabygginguna ætti að miða við hvorttveggja, full- kominn húsmæðraskóla að vetrinum og dvalarstað að sumrinu fyrir konur og börn. Með samhug og skilningi gæti Kleifarvatnsskólinn, ef til kæmi, orðið samkomustaður Suðurnesjakvenna á komandi árum. Konum og börnum gæf- ist kærkomið tækifæri til að njóta sumarsólarinnar og feg- urðar náttúrunnar í fjalla- faðmi Suðurnesja. Suðurfjöllin blasa við auga, blá fegur og vinaleg. Hefir hvert þeirra sína sögu að segja. Af þeim er víð útsýn í björtu veðri. Niður fjallahlíðarnar sunnar hoppa tærir lækir, sem renna um græna velli og hverfa síðan í hraunið. Vigdís- ar-, Sels- og Höskuldarvellir, sem hafa jarðhita, þurfa að komast í vegásamband sem fyrst. Eru staðir þessir skemti legir á sólbjörtum sumardög- um. Blómlegt athafnalíf er nú á Suðurnesjum, og er það mjög gleðilegt. Er þegar hafinn und- irbúningur að byggingu lands- hafnar í Njarðvíkum. Ekki er líklegt að næsta sporið verði skipgengur skurð- ur milli Ósabotna í Höfnum og Njarðvíkurhafnar til mikils hagræðis og öryggis fyrir fisk- skipaflotann við Faxaflóa og siglingar með suðurströndinni til Reykjavíkur. 24. ágúst 1946. Egill Hallgrímsson. Byrnes flyfur ræðu í Slutlgart TILKYNT hefir verið að James Byrncs, utanrríkisráðh. Bandaríkjanna, muni næstkom andi föstudag flytja ræðu í Stuttgart á hernámssvæði Bandaríkjamanna í Þýskalandi. Byrnes mun flytja ræðu sína í boði amerísku herstjórnar- innar, en þrír þýskir ráðherr- ar og landstjórinn á hcrnáms- hlutanum verða viðstaddir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.