Morgunblaðið - 04.09.1946, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 04.09.1946, Blaðsíða 6
6 MORGOKBCAÐIB Miðvikudagur 4. sept. 1946 Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Jón Kjartansson, Valtýr Stefánsson (ábyrgCarm.). Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla, Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald: kr. 8.00 á mánuði innanlandx, kr. 12.00 utanlands. í lausasölu 50 aura eintakið, 60 aura með Lesbók. Búnaðarráð BÚNAÐARRÁÐ kom saman hjer í Reykjavík síðast- 3iðinn mánudag og situr enn á ráðstefnu. Búnaðarráð er, sem kunnugt er, skipað 25 bændum og trúnaðarmönnum bænda víðsvegar að af iandinu. Verkefnin, sem búnaðarráð hefir með höndum eru mörg og þýðingarm'ikil fyrir landbúnaðinn. Búnaðarráð ákveður m. a. hvaða verðjöfnunargjald skuli sett á kinda- kjötið. Það ákveður verðjöfnunarsvæðin, bæði fyrir kjöt og mjólkurafurðir. Loks kýs ráðið fjóra menn (af fimm) 1 verðlagsnefnd landbúnaðarafurða. Formaður búnaðar- ráðs er sjálfkjörinn formaður verðlagsnefndar. Verð- lagsnefnd ákveður síðan verð á öllum afurðum land- búnaðarins, sem seldar eru á innlendum markaði. ★ Þetta er í annað skifti, sem búnaðarráð kemur saman. Þessi nýja tilhögun við ákvörðun verðlags landbúnaðar- afurða hóf göngu sína í fyrra. Stóð þá, sem kunnugt er mikill styrr um búnaðarráðið og allar framkvæmdir þess. Stóð Framsóknarflokkurmn fýrir heiftarlegum árásum á þessa nýju tilhögun og taldi, að með þeim væru bændur sviftir öllum ráðum í verðlagsmálunum. Augljósari öf- ugmæli var ekki hægt að hugsa sjer, því allir, sem til þektu vissu, að með fyrirkomulaginu sem áður var, rjeðu bændur alls engu. Eftir breytinguna voru fjórir bændur i verðlagsnefnd, auk formannsins, sem fullyrða má að nýtur óskifts trausts bænda, vegna ágætra hæfileika og mannkosta. Reyndin varð einnig sú, að þrátt fyrir fádæma ósvíf- inn áróður Framsóknarmanna gegn búnaðarráði og verð- iagsnefnd, má óhikað fullyrða, að dómur flestra gætinna og sanngjarnra manna sje sá, að þessir trúnaðarmenn bænda hafi unnið störf sín vel og samviskusamlega. ★ Störfin, sem lágu fyrir búnaðarráði og verðlagsnefnd í fyrra voru erfið og vandasöm. En ekki verða erfiðleik- arnir minni nú. Reynslan hefir sýnt, að kjötneyslan innanlands hefir orðið talsvert minni á þessu ári en s.l. ár og mun minni en vonir stóðu til. Þetta skapar nýja og aukna örðug- leika. Hverjar eru orsakir þess, að kjötneyslan innan- lands hefir minkað verulega, verður ekkert fullyrt um. Þær geta ýmsar verið, m. a. hækkandi-verðlag, óhentugt fyrirkomulag á niðurgreiðslu kjötverðsins, og svo hefir vafalaust haft sín áhrif hinn taumlausi áróður Tíma- manna, sem m. a. gekk út á það, að fá kaupstaðafólk til að spara við sig' kjötkaup „eftir fremstu getu“. En hvað sem þessu líður, verður að stefna að því í fram- tíðinni, að alt kindakjötið seljist á innlendum markaði. Það er eina ráðið til þess að tryggja bændum gott verð fyrir kjötið. ★ Önnur ráðstefna bænda kom saman að Hvanneyri í Borgarfirði í gær. Er það fulltrúafundur „Stjettarsam- bands bænda“. Þetta Stjettarsamband bænda er orþið_ all-sögulegt. Það var Búnaðarsamband Suðurlands, sem gekst fyrir stofnfundinum að Laugarvatni í byrjun september í fyrra. Þangað kom formaður Búnaðarfjelags íslands og hrifsaði fundinn í sínar hendur og „lögilti" hann sem stofnfund stjettarsambands, sem búnaðarþing gekst fyrir. I sumar fór svo fram allsherjaratkvæðagreiðsla meðal bænda um hvort stjettarsambandið skyldi vera deild inn- an Bfj. ísl. eða frjálst og óháð. Úrslit hafa ekki verið birt, en fullyrt er að þar standi mjög í járnum, með og móti, þrátt fyrir mikinn áróður og góða aðstöðu Búnaðarfje- lagsmanna til áhrifa í atkvæðagreiðslunni. Þessi úrslit í atkvæðagreiðslunni hafa vafalaust ráð- ið því, að heppilegast þótti, að „löggilda11 á Hvanneyrar- fundinum nú hina sömu fulltrúa og kjörnir voru á Laug- arvatnsfundinn í fyrra! ^ar: m ar ihrifa ÚR DAGLEGA LÍFINU Um slys á fjöl- sóttum stöðum. JEG minnist fyrir nokkru á varúðarráðstafanir, sem vera þyrftu fyrir hendi á fjölsóttum stöðum, þar sem hætta getur leynst. Vegna þessa hefir hr. Sigurður Greipsson við Geysi skrifað mjer eftirfarandi brjef: „Vikar“ skrifar í Morgunblað ið fyrir skömmu og segir þar frá slysi, sem varð hjer við Geysi í sumar, er dönsk stúlka brendi sig, þegar hún var hjer í skemtiför. Það þurfti ekki að fara að rifja þennan atburð upp mín vegna, því mjer var hann minnisstæður. Þegar slys ber að höndum, er jafnan rætt um sársauka þess, sem fyrir verð- ur og tjón það, sem af hlýst og í öðru lagi er leitað eftir orsök- um. Ávalt má finna orsök að hverju óhappi. Ef um mann er að ræða, sem hægt er að sak- fella, þá er sjaldan af dregið og blaðamennirnir grípa þá oft til hinna skæðu vopna og vega þá, sem hæfa þykir. Víkar skrifar að vissu leyti hóflega um þennan atburð og skal jeg játa að betur hefði mátt vera um búið frá minni hendi og hefði jeg feginn viljað að svo hefði verið. Jeg hefi sem sje enga löngun til þess að sjóða eða steikja menn (eins og Vík- ar nefndi það) og vona að sú löngun finnist aldrei á landi voru. • Atvik til slyssins. MJER skilst að flestir haldi að nefnd stúlka hafi brent sig í hver eða læk á hverasvæðinu, sem jeg hafi átt að láta útbúa göngubrú yfir með nokkrum fjölum. En svo er ekki. Stúlkan brendi sig heima við hið nýja hús, sem jeg hefi í smíðum. Húsið er hitað upp með hvera- vatni, sem síðan er leitt út í þró sunnan við húsið. Hinar steyptu brúnir þróarinnar bera nokkuð hærra en þar sem geng ið er inn í veitingahúsið. Yfir þróna lagði jeg þverbita og síð an hlera yfir. Jeg hafði þá trú, að fólk, sem ætlaði inn í húsið myndi ekki leggja leið sína yf- ir þróna, einkum vegna þess að upp úr henni Jagði gufu og einn ig sá í vatnið. En sú trú brást, því miður. Auðvitað. var þetta bráðabirgðaútbúnaður, því yfir þróna ætlaði jeg að byggja ramlega eftir því sem efni og vinna fengist í sambandi við húsbygginguna. Þegar herra Johansen kom hjer í sumar, var veður hið besta og fjöldi fólks var hjer við Geysi. Sá jeg um gosið að vanda og bar sápuna í hverinn og var við Geysi þar til gosinu lauk. Gosið var fagurt og fólk- ið ánægt og sjálfur var jeg glaður yfir því að fólkið naut þeirrar tignar, sem Geysir get- ur veitt. Hr. Johansen og fjöl- skylda hans var gagntekin af þessari dásamlegu sjón og fór vel að þau fengu að njóta þess. Þegar jeg kom heim frá gosinu, hafði skugga borið yfir, dóttir Johansen hafði brent sig Um leið og Johansen ók úr hlaði bað hann mig, með þeirri hógværð og prúðmensku, sem jeg gleymi aldrei, um að ganga betur frá þrónni. Orð hans og hæverska er mjer hug- stæðari en þytur blaðamann- anna. Menn varaðir við. ÞÓ vil jeg ræða við Víkar. Það vona jeg að margir gestir, sem komið hafa hingað til Geysis, geti vitnað um að jeg vara ávalt fólk við hættum, sem hjer eru vegna hveranna, og sem betur fer eru þau slysin fá sem gestir hafa orðið fyrir hjer, en að skapa það öryggi að enginn fari sjer að voða er mjög torvelt. Það er álíka og krefjast af lögreglu Reykjavík- ur að ekkert umferðaslys yrði í borginni, eða þá hitt að um- sjónarmaðurinn á Þingvöllum 'sæi svo örugglega fyrir, að eng- inn færi sjer að voða við gjárn- ar, eða flönuðu út á Þingvalla- vatn án nokkurrar fyrirhyggju. Hitt er rjett að öryggi má auka með ýmsu móti og að því ber að keppá en jafnhliða þessu þarf hugsun hvers manns að vera vakandi og hlýða aðvör- unum um gefnar reglur. Hverj- um er um að kenna, þegar fólk brennir sig í hverum, þar sem vanræksla gestgjafans verður því ekki að fótakefli? Þetta getur komið fyrir og hefir átt sjer stað. Fræðsla fyrir fólkið. UM þessa hluti þarf að fræða fólkið og þó einkum erlenda ferðalanga, sem aldrei hafa ef til vill sjeð hver eða hverasvæðx fyr en hjer á landi. Það þarf að gefa út bæklinga um náttúru landsins og þá helstu staði, sem markverðir þykja. Jafnhliða varúðarreglum, þar sem þess þarf með. Dagblöðin minnast yfirleitt aldrei á varúðarreglur fyrir ferðamenn, er þeir til dæmis koma á hverasvæði, ferðast um hraun og klúngur eða ganga á jökla. Hvenær ér sagt við ferðafólkið, farið var- lega við Gullfoss, auðveldlega gæti orðið þar slys ef tæpt væri gengið. Það væri vel þess vert að koma á framfæri ýmsum slíkum aðvörunum í dagblöðin stöku sinnum, á sumrin þegar fólkið ferðast mest um landið, og leitar jafnvel til óbygðanna. Gæti þá farið að þá yrðu slysin færri. Þjer blaðamenn, þarna er líka ykkar vettvangur. Þess skal getið, að nú þegar hafa verið ákveðnar varúðarráð- stafanir hjer eystra, í samráði við fulltrúa Slysavarnafjelags íslands11. — Þetta var brjef hr. Sig- urðar Greipssonar, og mjer er ánægja að birta það. Öryggis- ráðstafanir hafa verið auknar, og til þess að þær væru aukn- ar, skrifaði jeg. Um þetta skrif ar hann líka og ef hvorutveggja skrifin verða til að vekja menn á þessu sviði, er jeg ánægður. iMiiiiiiin ii n iii | im, nfiiimi, iiiiiunii iii iiiiiiinn uum mn iiiiiMiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiininiiiiiiiiiiiiiiMiiiiniiiiiiiiii»«MiiiiiiiiiiMtin MEÐAL ANNARA ORÐA . . . . I •IIIIMMMIIIMIIIMMMIIIIIIIIIIIIIIMIIMIIIIIIMIIIIIIIIIirilMMIIMIIMMIIIMIIIIIIIIII ORÐIÐ „grátbroslegt“, mun fyrst hafa verið notað hjer í bíóauglýsingum, sennilega sem þýðing úr danska orðinu „tragi- komiskt“. Einn er maður 1 hihu íslenska þjóðfjelagi í dag, sem best verður lýst með orðinu ,,tragi-komiskur“. Það er mað- urinn, sem gerður var að rit- stjóra Þjóðviljans í vetur, af þvi að Einar Olgeirsson og Sig- fús Sigurhjartarson þóttu ekki' nægilega gallharðir kommún- istar. Að vísu munu yfirráðamenn flokksins ekki beint hafá getað bent á, að þessir tveir boðberar j kommúnismans væru ekki trú- ir hinni kommúnistisku stefnu. En annað þótti viðsjárvert í fari þeirra Það þótti ekki ör- ugt að þeir hjeldu kvöldandagt sína með því að hneigja sig auðmýkt í austurátt. ★ Þetta hlýtur Kristinn And- rjesson að gera. Auðmjúkari þjón en hann, geta valdhafarj hins austræna einræðisríkis ekki fundið, þó leitað væri með logandi ljósi í hverjum kima hjer á landi. Broslegur rifstjóri. Það má Kristinn eiga að hann fer ekkert dult með þetta. Að- alstarf hans við Þjóðviljann er, að skrifa um utanríkismál. Þau skrif hans eru ákaflega tilbreyt ingarlítil. Efni þeira er þetta: Við íslendingar eigum að til- biðja núverandi stjórn Rúss- lands og koma hjer á sama stjórnarfari eins og þar er nú. Því þar ríkir frelsi og lýðræði. Og þar eru allir ánægðir. Þetta er hinn nýi heimur, sem við kommúnistar ætlum að sjá um, að nái sem víðast. Þeir sem eru þessum áformum okkar and- vígir, þeir eru „fasistasvín". Svona tala þeir í Rússlandi. Og svona erum við skyldugir að tala líka. Þannig hugsar og skrifar Kristinn Andrjesson og öll hans hersing, er hefir svarið það við hár sitt og skegg, að snúa öll- um sannleika við, þegar rætt er um núverandi stjórnarfar Rússlands. Hann og allir hjálp- arkjaftar hans með tölu, telja hið harðsvíraða einræði í Rúss- landi, vera lýðræði, hina mestu kúgun alþýðunnar kalla þeir paradísarástand fyrir fjöldann og alt frarn eftir þeim götum. ★ En þegar ferlendir menn, sem kunnugir eru hinni rússnesku kúgun, skýra opinberlega frá þeim málum, heimtar Þjóðvilj- inn að þeim sje vísað úr landi. Allur áróður Þjóðviljamanna byggist mjög á því, að Rúss- landi er haldið eins lokuðu eins og framast er unt. Undanfarna daga hefir Krist inn ritstjóri aukið nýjum þætti í áróður sinn. Nú segir hann, að íslendingar sjeu skyldugir til að hallast að hinu austræna einræði, vegna þess að tekist hafa samningar um nokkur við- skifti milli íslendinga og Rússa. Þar þóttist Kris'tinn hafa náð tangarhaldi á löndum sínum. Þeir eiga eftir hans dómi að fá svo mikla matarást á einræði og kúgun, að þeir mega ekki láta uppi álit sitt á hinu asíat- iska stjórnarfyrirkomulagi, af því Asíumennirnir hafa keypt af okkúr síld, og selt okkur timbur. Framli. á bls. 8.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.