Morgunblaðið - 04.09.1946, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 04.09.1946, Blaðsíða 11
Miðvikudagur 4. sept. 1946 FOBGD'N BLADIEI 11 Fjelagslíí Knattspyrnuæfingar í dag á íþróttavell- inum kl. 6,30—7,30, 1, og 2. fl., kl. 7,30—9 meist- ara og 1. flokkur. Stjórnin. SUNDÆFING í Sundlaugunum kl. 9 í kvöld. Stjórnin. BREIÐFIRÐINGAFJE- LAGIÐ efnir til berjaferðar í Brynju dal í Hvalfirði, sunnudaginn 8. þ. m. I^agt verður af stað kl. 9 frá Breiðfirðingabúð. — Farmiðar verða seldir á skrif stofunni í dag og á morgun frá kl. 3—6 og 8—10 e. h., sími 7985. Ferðanefndin. (Mjög mæti. VÍKINGAR! 4. fl. Æfing í kvöld á Egilsgötu vellinum kl. 7. áríðandi að allir SKEMTIFUND- UR verður að Þórskaffi annað- kvöld (fimtud.) og hefst með sam_ eiginlegri kaffidrykkju kl. 8,30. Fjölmennið og mætið stundvíslega. Álfabrenna verður í Vala- bóli um næstu helgi. Þátttak- endur mæti við Iðnskólann kl. 3 e. h. á laugardag. Nefndin. FERÐASKRIFSTOFAN efnir til berjaferðar í dag, sími 7390. IO.G.T. ST. SÓLEY No. 242 Fundur í kvöld kl. 8,30 í Templarahöllinni. Hagnefnd- aratriði annast Ingimar Jó- hannesson og Ásdís Hannes dóttir. Æ.t. ST. EININGIN No. 14 Fundur, fellur niður í kvölc vetða viðgerðar á húsinu. > Æ.t. Kaup-Sala TIL SÖLU er - lítið notaður svefnsófi skápar o. m. fl. Tækifæris- verð. Uppl. í dag kl. 6—7 á Bárugötu 17, I. hæð. FRÍMERKJASKIFTI ÓSKAST íslenskir frímerkj asafnarar Jeg vil skifta á íslenskum frí merkjum 5 til 10 af hverri tegund. Læt í staðinn frí_ merki frá Svíþjóð, Noregi Finnlandi, eða öðrum Evrópu löndum. Einnig frá Ástraiíu New Zealand, Austur-Asíu Læt merki fyrir merki eða verðlistaverð. Sendið merki dag til Vástra Pappershan deln, Nyköping, Sverige. MINNINGARSP J ÖLD barnaspítálasjóðs Hringsins verða fyrstu um sinn af- greidd í Litlu blómabúðinni 247. dagur ársins. Sólarupprás kl. 6.19. Sólarlag kl. 20.33. Árdegisflæði kl. 0.47. Síðdegisflæði kl. 23.05. Næturlæknir er í læknavarð- stofunni, sími 5030. Næturvörður er í Ingólfs Apóteki, sími 1330. Næturakstur annast Litla bílastöðin, sími 1380. Söfnin. í Safnahúsinu eru eftirtöld söfn opin almenningi sem hjer segir: Náttúrugripa- safn: sunnudaga IY2—3 e. h. og á þriðjudögum og fimtudög- um kl. 2—3. Þjóðminjasafnið opið sömu daga kl. 1—3. Skjala safnið er opið alla virka daga kl. 2—7 og Landsbókasafnið alla virka daga kl. 10—10. — Bókasafn Hafnarfjarðar er op- ið kl. 4—7 alla virka adaga og frá 8—9 e. h., mánudaga, mið- vikudaga og föstudaga. Ræðismaður íslands í Winni- peg, Grettir Á. Jóhannson, verð ur til viðtals í Utanríkisráðu neytinu 4. og 5. þ. m. (miðviku- dag og fimtudag), kl. 2Vz—4 e. h. í málefnum er varða embætti hans. Hjónaband. Gefin verða saman í hjónaband þ. 5. þ. m. í Berea College, Berea, Kentucky í Ameríku, ungfrú Betty Hol- bert og Ingvi P. Grjetar versl- unarmaður frá Reykjavík. Þau eru væntanleg til Islands í októ- ber. Skipafrjettir. Brúarfoss er væntanlega á Skagaströnd. — Lagarfoss kom til Gautaborg- ar 31. ágúst. Selfoss er í Reykja vík, kom frá Borgarnesi. Fjall- foss kom til Reykjavíkur 1. sept. Reykjafoss fór frá Reykja- vík 24. sept. til Antwerpen. •— Salmon Knot fór frá Reykjavík 2. sept. til New York. True Knot fór frá New York 30. ágúst til Halifax. Anne fór frá Flækkefjord 30. ágúst til Reykjavíkur. Lech fór frá London 2. sept. til Reykjavík- ur. Lublin kom til Hull 27. ágúst. Horsa fór frá Leith 31. ágúst kl. 15.00 væntanleg til Reykjavíkur kl. 07.00 í dag. Farþegar með e.s. „Salmon Knot“ frá Reykjavík 2. sept. til New York: Áslaug S. Thordar- son, Guðrún Jónsdóttir, Sig- ríður Jakobsdóttir, Þorbjörg Kristinsdóttir, Ágústa Úlfars- dóttir, Hrefna Ólafsdóttir, Að- alheiður Jónsson og Edda Jóns- son (bgrn). Að gefnu tilefni vill Morg- unblaðið taka það fram, að viðtal það við Guðrúnu Á. Símonar söngkonu, sem birt- ist í blaðinu í gær, var ritað af einum af blaðamönnum Morg unblaðsins. UTVARPIÐ I DAG: 12.10—13.15 Hádegisútvarp. 20.00 Frjettir. 20.30 Útvarpssagan: „Bindle“ eftir Herbert Jenkins, XV (Páll Skúlason ritstjóri). ?1.00 Tónleikar: Les Eolitás eftir Cesar Franck (plötur). 21.15 Erindi: Flokkar og þjóðir í Indlandi. — Fyrra erindi. (Henrik Ottoson frjettamað- ur). *»<$xJxSxSxS<ÍkSxSxÍx$k§^k$x$xÍkSxS>3x$xÍ>^3x^^>^3>@>@x^k$x$><$<^$>3xMx^<S^x®k8 ísiensk söngkona syngur í breska úfvarpið FYRIR skömmu söng ís- lenska söngkonan Hallbjörg Bjarnadóttir í breska útvarpið og mun syngja þar aftur í októ- ber. Hallbjörg er nú stödd hjer og mun efna til hljómleika á mánudaginn kemur í Nýja Bíó við Skúlagötu. Syngur hún þar með aðstoð 8 manna hljóm sveitar, Hljómsveitar Aage Lorange. Á skemtun þessari mun hún aðeins syngja dægur lög. Það voru negrasálmar (Spiri tuals) sem Hallbjörg söng breska útvarpið. Áður hafði hún haldið hljómleika í Kaup- mannahöfn og birtu blöðin þar lofsamleg ummæli um söng henn«r. Næst þegar Hallbjörg syngur í breska útvarpið, mun hún eingöngu syngja íslensk lög. Hallbjörg hyggur á Ameríku- för bráðlega og mun hafa huga að leggja þar stund á tón fræði. Vera má að hún syngi einnig í útvarp í Bandaríkjun- um. Hún f jekk lofsamlega dóma um söng sinn í Bretlandi og var þar sjerstaklega getið hins mikla raddsviðs hennar. Vinna ÞRJÁR UNGAR STÚLKUR óska eftir atvinnu (saman) ekki vist. Þeri, sem vildu sinna þessu leggi nöfn sín og heimilisfang inn á afgreiðslu blaðsins, merkt: „Strax“. Nokkrir unglingar geta komist að í veitingasölunum. Uppl. hjá yfirþjóninum. AKRANES Oss vantar afgreiðslumann á Akranesi, nú þegar. — Upp- . lýsingar hjá frú Ólöfu Hjálm- arsdóttur, Akranesi. orffutn Best eð auglýsa í Morgunblaðinu Húsgögn til sölu Svefnherbergishúsgögn, skrifborð, borðstofu- sett útlend, mjög vönduð og sjerkennileg, á- samt kristal-ljósakrónu og kristal-vegglömp- um. Til sýnis og sölu á Víðimel 49 frá kl. 5 til 7 og 8—10 í kvöld. Erla Kam- Jensen Jarðarför systur minnar, VIGDÍSAR GUÐRUNAR SVEINBJÖRNSDÖTTUR, sem andaðist á Vífilsstöðum, 29. ágúst fer ram frá ’ Dómkirkjunni í dag miðvikudaginn 4. sept. kl. 3,30 e.h. Fyrir hönd vandamanna. Baldvin K. Sveinbjörnsson. Fundið STOKKABELTI tapaðist í miðbænum í gær. Skilist í Tjarnargötu 43, gegn fundarlaunum. REIÐHJÓL í óskilum. Uppl. í Melahúsi við Einarsstaði eftir kl. 6 í kveld. F. 30. 3. 1936. D. 24. 7. 1946. Þú varst eins og sólskin á vegum vina þinna, því viðmót þitt var hlýtt, og hver hugsun þín var góð. Þú vildir verma og gleðja, að, öllum aumum hlynna. Þó æfin yrði stutt, var hún eins og fagurt Ijóð. Nú ert þú hjeðan farin, ■ það okkur sorgir vekur, en eitt er það sem huggar á slíkri rauna stund. Á ljóssins ströndu hópur af vinum við þjer tekur, þeir vinir munu fylgja þjer á þíns drottins fund. í æskublóma lífsins frá okkur kölh.’ð varstu, en unaðsfagrar minjar þ úskildir eftir hjer. Þú alltaf varst til gleði, oss yl og birtu barstu. Því blessuð sje þín minning. við aldrei gleymum þjer. Jarðarför konu minnar og móður okkar, MARÍU J. KNUDSEN, er ákveðin á morgun (fimtudag) frá Dómkirkjunni kl. 2 e. h. — Athöfninni verður útvarpað. Þeir, er kynnu að vilja senda blóm eða kransa eru beðnir að láta Menningar- og Minningarsjóð kvenna njóta andvirðisins. Fyrir mína hönd, dætra okkar og fjarverandi sonar. Árni B. Knudsen. Jarðarför móður okkar, INGIBJARGAR MAGNÚSDÓTTUR fer fram frá Dómkirkjunni, föstudaginn 6. þ. m. kl. 4 e. h. og hefst með húskveðju á heimili hinnar látnu, Svarfhóli við Sogaveg, kl. 3 e. h. Athöfninni í Dómkirkjunni verður útvarpað. Halldór Kr. Júlíusson, Þóra L. Björnsson. Alúðar þakkir til allra þeirra, fjær og nær, sem auðsýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og jarðarför, • GUÐMUNDU OLAFÍU GUÐMUNDSDÓTTUR frá Hnífsdal. Akranesi, 2. sept. 1946 Guðm. Samúelsson. Elísabet Guðmundsdóttir. Þórhallur Sæmundsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.