Morgunblaðið - 06.10.1946, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 06.10.1946, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ Sunnudagur 6. okt. 1946 SJALFSXÆÐ ISLANDS BYGGIST A “ VINFENGI VIÐ AÐRAR ÞJÓÐIR Ilerra forseti. Mál það sem hér er til um- ræðu, samningurinn við Banda- ríkin hefur þegar verið rælt svo mikið í blöðum og á mannfund- um, að óþarft er að rekja það ítarlega, enda er þess ekki kost- ur á þeim fáu mínútum sem jeg 'hefi til umráða. Jeg mun þ<’>. einkum vegna hlustenda utan Reykjayíkur, leitast við að rekja höfuðdrætti þess í sem sty.it u máli. Söguleg tildrög málsins eru þessi: I herverndarsamningum frá 1941 segir: „Bandaríkiti skuldbinda sig til þess að hverfa burt af lslandi m»ð allan herafla sinn á landi, 'lofti og sjó, undireins og núver- andi ófriði er lokið. Ura skilning þessa ákvæðis ■hcfir \ærið og er ágreiningur milli í.-lands og Bandaríkjánna. Halda Bandaríkin því fram, að ófriðnum sé enn ekki lokið í þeim skilningi, sem átt sje við í samn- ingurtum. Þeim sé því enn eigi skjdt að hverfa burt með her- afla sinn, enda þótt þau að sjáif- sögðu muni í einu og öllu standa við skuldbindingar sínar sam- kvæmt samningnum. Af íslands hálfu hefir aldrei verið á þann skilning fallist. Hinn 1. október 194.5 fóru Band aríkin fram á, að íslend- ingar leigðu þeim til langs tíma þrjá tilgreinda staði. Hvalfjörð, Skerjafjörð og Keflavíkurflug- völlinn, til jtess að hafa J>ar her- stöðvar. Þessu neitaði, stjórn islands og lá nú málið í þagriar- gildi um skeið. Þegar beiðni Islands um upp- töku í bandalag samcinuðu þjóðanna var rædd á Alþingi í júlí-mánuði síðastliðnum, var dvöl Bandaríkjahersins á íslandi gcrð að umræðuefni. Gaf ég þá yfirlýsingu um að jeg myndi tafarlaust hefja viðræður við stjórn Bandaríkjanna um full- nægingu og niðurfellingu her- verndarsamningsins frá 1941. Ræða Ólafs Thors á Alþingi aða frá því hinn nýi samning- ur gengur í gildi. Bandaríkin afhenda Islending um tafarlaust Keflavíkurflug- völlinn til fullrar eignar og um- ráða. Jeg skal ekki fjölvrða um það, sem hjer hefur á unnist. En ekki kæmi mér á óvænt, að síð- ar vrði það talið iheðal tor- skildustu fvrirbrigði sögunnar, hversu nokkrir af forystumönn- um íslendinga brugðust við, }>eg ar tókst að tryggja brottflutn- ing hvers einasta hermanns af landinu og endurheimt als lands ins í hendur Islendinga. Hið eina, sem Bandaríkin öðl- ast með samningi þcssum er tímabundin og takmörkuð af- not af Keflavíkurflugvellinum. Það eru þessi væntanlegu af- not af flugvellinum sem deilan stendur um, og gildir því að menn geri sér fyllilega ljóst hvað í þeim felst. Til þess að menn sjái þetta mál í rjettu Ijósi minni ég á að með sáttmála þeim sem gerður var í Postdam sumarið 194.5 milli Bretlands, Bandaríkjanna, So.vjetríkjanna og Frakklands, skuldbundu .j>eisir aðilar sig til J>ess að hafá á hendi herstjórn í Þýskalandi að lóknum ófriðn- um. Samkvæmt þessari skuld- bindingu hafa allar þessar þjóðir sem kunnugt er, her í Þýska- landi. i gær in tryggja rjett lslands betur en sú leið, sem frumvarpið legg- ur til. Verður vikið nánar að því síðar. Þá vil jeg minna á, að enn þann dag í dag eru flestir sam- mála um að stórhættulegt sje að gera Reykjavíkurflugvöllinn að aðalflugvelli íslands. Og all- ir eru á einu máli um hitt, að enn sem kornið er skorti íslend- inga bæði menn og fje til að reka Keflavíkurflugvöllinn. Þetta verða menn að hafa í huga þegar rætt er um frum- varp ]>að, er hjer liggur fyrir. að Þegar þessar umræður hófust í júlílok stóðu sakir þannig: 1) Islendingar höfðu neitað beiðni Bandaríkjanna um her- stöðvar á íslandi. 2) Leyfar af her Bandaríkj- ann dvöldu enn hér á landi. 3) Bandaríkin töldu sér þcssa hersetu heimila samkvæmt her- 'verndarsamningnum frá 1941. 4) Bandaríkin vildu ekki kveða upp úr um hve lengi þau hefðu í hyggju að hagnýta sér þe.na meintu heimild sína. Viðræður Jressar stöðu yfir í nærri 2 mánuði. Xiðurstaðan felst í samningsfrumvarpi því er hér liggur fyrir. Aðalatriðin eru: 1) Bandaríkin falla frá óskum um herstöðvar á íslandi. 2) Herverndarsamningurinn frá 1941 fellur úr gildi. 3) Bándaríkin skuldbinda sig til þess að hafa flutt allan her sinn burt af Islandi innan 0 mán Strax og samnmgaumleitanir J>ær, er leitt hafa til J>ess frum- varps er hjer er til umræðu, hóf- ust,- tilkynntu Bandaríkin stjórn íslands, að J>au teldu sjer nauð- synlegt að fá viss afnot af Kefla víkurflugvellinum í því skyni, að auðvelda þeim herstjórn í Þýzkalandi. Þessari beiðni Bandaríkjanna, sem meðal ann- ars var rökstudd mcð því að þessi afnot tryggðu líf og ör- yggi þeirra er flpgleiðis fara yfir Atlantshafið. gat stjórn Islands alls ekki svarað á þá leið, að líf og öryggi þegna Bandaríkj- anna væri íslandi óviðkomandi mál. Og því síður kom.til mála að taka slíkri málaleitan með þvermóðsku, sem Islendingar gátu jafnframt fengið uppfyllt- ar sínar óskir, um brottflutning herxins úr landi, og afhendin Keflavíkurflugvallarins. Hitt kom að sjálfsögðu til athugunar, með hverjum hætti hentast þætti að fullnægja ]>örf Banda- ríkjamia. Var þá m. a. til at- hugunar úrlausn *eigi ósvipuð þeirri scm Framsóknarflokkur- inn nú hefir stungið upp á. Var þó frá }>vi ráði horfið af ýms- um ástæðum. meðal annars vegna þess, að hún var eigi tal- Skal jeg þá víkja aftur samningsfrumvarpinu. Þau fríðindi Bandaríkjunum til handa, sem talin eru máli skifta, felast í 4. gr. samnings- ins eins og hann verður sam- kvæmt tillögu hæstvirtrar utan- ríkismálanefndar. Mcð henni er Bandaríkjunum veittur rjettur til að athafna sig á Keflavíkur- flugvellinum, en hvergi annars staðar á landinu. Rjettur þessi ér skýr og tvímælalaust tak- markaður við þá þörf til um- ferðarjettinda, sem skapast af herstjórnarskyldu Bandaríkj- anna í Þýskalandi. Mannfjöldi sá sem þeini heimilast að hafa á vellinum fer ckki eftir því sem Bandaríkin sjálf kynnu að telja þörfina, heldur eftir því hvað nauðsynlegt er til þess að Bandaríkin geti innt af hendi nefndar herstjórnarskyldur. Rísi ágreiningur út af því, verð- ur honum skotið til gerðardóms- ins í Haag eða þess dómstóls sem sker úr deilum sameinuðu þjóðanna. Mennirnir sem á vell- inum dvelja verða að hafa dval- ar- og atvinnuleyfi frá íslensk- urn stjórnarvöldum. Islendingar hafa þannig eigi aðeins aðstöðu tjl þess að fylgjast nákvæmlega með þeim mannfjölda sem á hverjum tíma dvelur á vellin- um, heldur hafa þeir vald til að ncita um dvalarleyfi, ef þeim þykir eitthvað grunsamlegt við fjölda þessara manna. SjálT hafa Bandaríkin lýst yfir að þau telji, að hægt eigi að vera að komast af með 600 manns í þessu skyni. Menn þessir lúta í einu og öllu sömu lögum sem íslendingar. Þetta leiðir beint, ótvírætt og óhjákvæmilega af því, að her- inn afhendir íslandi Keflavíkur- flugvöllinn. Frá þeirri stundu gilda að sjálfsögðu íslensk lög í einu og öllu jafnt á Keflavikur- flugvellinum sem annars staðar á íslandi. Og hin íslensku lög ná alveg jafnt til þeirra erlendu manna sem ætlunin er að íslensk stjórnarvöld veiti þar dvalar- leyfi, sem til þeirra fslendinga, er þar nninu dvelja. Frá þessu er það eina afvik, að þessir menn njóta vissra skattfríðinda. Hafa þau ákvæði lítilli gagn- rýni sætt, enda aðeins óveruleg- ur hluti ]>eirra fjárhagsfríðinda sem samningurinn færir íslend- ingum. Aleð þessu tcl jeg vera full- komlega tryggilega um hnútana búið varðandi þann mannafla scm Bandaríkin fá heimild til að hafa á flugvellinum, jafrrtum :já’fan fjöldann sem um allan í. thafnarjett þessara manna. ★ Hið sama gildir að því er á- hrærir alla starfsemi Bandaríkj- anna á flugvellinum. Hún mið- ast við það, sem nauðsynlegt cr til þess að þeir fái fullnægt þeirri skuldbindingu, sem þeir hafa tekist á hendur gagnvart Bret- um, Sovjetríkjunum, Frakk- landi, og raunar öllum hinum sameinuðu þjóðum, um her- stjórn í Þýskalandi. Við þessar skyldur, og ekkert nema þessar skyldur, er sá rjettur, og allur sá rjettur er þeir með samningn- um öðlast, bundinn. ★ Það hefir fi’á öndverðu vcrið tilgangurinn, að flugvöllurinn yrði að öðru leyti kvaðalaus eign íslendinga, sem og hitt. að íslendingar hcfðu úrslitayfirráð hvað rekstur og umráð flug- vallarins sncrtir. Tel jeg að allt þetta hafi verið tryggt með því samningsfrumvarpi er jeg lagði fyrir Al]>ingi. Aðrir hafa talið það orka tvímælis. Hæstvirt ut- anríkismálanefnd hefir nú borið fram breytingartillögu, scm tek- ur af allan vafa í þessum efn- um. Er þar lagt til, að eftir 4. gr. (áður 5. gr.) komi ný grein svohljóðandi: „Ilvorki* ákvæðin í næstu grein á undan nje nein önnur fyrirmæli þessa sálnnings raska fullveldisrjetti nje úrslitayfirráð um lýðveldisins ísland varðandi umráð og rekstur vallarins og mannvirkjagerð eða athafnir þar“. Skýrara er ckki auðið að kvcða á mn ]>etta. íslendingar lrafa öll umráð flugvallarins. Þeri ráða eigi aðeins rekstri hans heldur nær og fullveldisrjettur og úrslita yfirráð cinriig til mannvirkjagerðar á flugvellin- um og yfirleitt til allra athafna Bandaríkjanna þar. Flciri slíkar breytingartillög- ur hefir nefndin borið fram, til þess að mæta óskum þeirra, er semja vilja við Bandaríkin, eri þótli orðalag samnmgsfrum- varpsins of tvírætt. Er jcg þcim að sjálfsögðu öllum meðmæltur. ★ I samningsfrumvarpinu er að- eins eitt atriði sem jeg er ekki fyllilega ánægður með, en það er uppsagnarákvæðið. Að sönnU hefir það þann ómetanlega kost, að í stað þess, að eins og nú standa sakir er ágreiningur um hvcnær Bandaríkjrtnum sje skylt að hverfa með lrer sinn. burt af íslandi, skuldbinda þau sig með samningi þcssum til að hafa flutt allan herinn ...„„n 180 daga burtu. Jafnframt er 'ákvcðið að við hinn nýja samn- ing gcti íslendingar einhliða losnað eftir 6Y> ár, ef þcir óska. Það vcrður eigi með rjettu vje- fengt, að þetta er mikill ávinn- ingur. Samt sem áður, hjelt jeg fast á, að hægt væri að segja samningnum upp nteð mjög stuttum fyrirvara, helst aðeins fárra mánaða. IJm það náðist þó því miður ekki samkomulag'. Færðu Bandaríkin aðallega tvennskonar rök fyrir sínu rnáli. í fyrsta lagi hjeldu þau því fram, að nauðsynlegt væri að leggja fram um 30 rnillj. kr. til þess að flugvöllurinn yrði sæmi- legur, en talsvert rncira ef vel ætti að vera. Slík fjárframlög værtt ekki eðlileg ef hægt væri að segja samningum upp taf- arlaust þegar Bandaríkin værti búin að gera við flugvöllinn. En auk þess og jafnvel aðallega ,var það haft á oddinum, að Banda- ríkin teldu sjer ekki fært að af- sala sjer þejin rjetti cr þcir sam- kvæm.t samningnum frá 1941 teldu sig hafa til herdvalar hjer á landi, nema því aðeins að þeir tryggðu sjer jafnframt þau minnstu afnot Keflavíkurflug- vallarins sem þcir teldu sjer nauðsynleg til þess að standa við fyrrnefndar skuldbindingar til hcrstjórnar á Þýskalandi. Byggðu Bandaríkin á þessum rökum kröfur um að gildistími hins nýja samkomulags miðað- ist við herstjórnartímann. A ]>et,ta var af hálfu íslenskra stjórnarvalda þverneitað að fall ast, og náðist loks samkomulag um þau 6Vé ár scm frumvarpið greinir. * Þá vil jeg geta þcss, að jeg er mótfallinn tillögum Framsókn- armanna á Jiingskjali nr. 39, bæði vegna þess að mjer, sem þeim, er Ijóst, að þær leiða ekki til samkomulags við Bandarík- in, sem og vegna hins, að jeg tel að það form, sem þar er val- ið, sje mjiig óviðfeldið. Fram- sóknarmenn ætlast til að íslend- ingar reki flugvöllinn sjálfir að nafninu til. En allt sém til þess rcksturs þarf, þ. e. a. s. menn og fje, fái þeir frá Bandaríkjun- um. Það kann að vera, að við fyrstu sýn líti þetta eitthvað betur út. í reyndinni verður ]>að verra. Þá hefi jeg heldur ekki sjeð mjer fært að fallast á fram- komnar óskir um að mál þetta verði lagt undir sjcrstakan dóm þjóðarinnar með almennri þjóð- aratkvæðagreiðslu. Ber margt I'rh. á bls 12.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.