Morgunblaðið - 06.10.1946, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 06.10.1946, Blaðsíða 5
Sunnudagur 6. okt. 1946 MORGUNBLAÐIÐ 5 VOIMAIMDI LIFA ORÐ EIIMARS ÞVERÆIIMGS OG AIMDI HAIMS í FRAMTÍÐIIMIMI Vjer samþykkjum aldrei neitt, er íelurísjerhættufyrir frelsi vort Ræða Bjarna Benediktssonar á Alþingi í gær Nauðsyn Bandaríkjanna. í viðræðum þeim, serii hæst- virtur forsætisráðherra hefir undanfarið átt við fulltrúa Bandaríkjastjórnar um niður- felling og fullnægingu hervernd- arsáttmáians frá 1941 hefir því verið luildið fram af hálfu Bandaríkjanna, að þeim væri óhjákvæmileg nauðsyn að lialda afnotum Keflavíkurflugvallar- ins vegna skyldu þeirra til her- stjórnar og eftirlits í Þýska- landi. Ef slík afnot fjellu niður, hefir af hálfu Bandaríkjanna verið fullyrt, að fjölda manns- lífa og miklum verðmætum væri stefnt í voða á flugleiðinni yfir norðanvert Atlantshaf. Stjórn Bandaríkjanna hefir einmitt bent á þessa staðreynd sem á- stæðuna fyrir því, að hún hefir enn eigi flutt allan herafla sinn brott af landi hjeðan. Alenn hafa hjer á landi brugð ist nokkuð misjafnlega við þess- ari nauðsyn Bandaríkjanna eða fullyrðíngunni um hana. Gruna ekki Rússa. Sumir hafa sagt, að hún væri yfirvarp eitt. Tilli-ástæða til að skýla ofbeldishug Bandaríkj- anna gegn íslandi og Norður- álfuríkjunum yfirleitt. Engin rök hafa þó vcrið færð fyrir þessum ásökunum í garð Bandaríkjanna. Þvert á móti hafa komið fram gögn um það, að aðrar þjóðir, sem taka þátt í hernámi Þýskalands, hafa talið sig nauðbeygðar til að tryggja aðflutningaleiðir sínar þangað. Skýrt hefir verið frá því, að vegna hernáms Rússa á austur- hluta Þýskalands o^ Austurrík- is, hafi þeir í Póllandi 450 þús. hermenn, í Rúmeníu 300 þús. hermenn og í Ungverjalandi 60 þús. hermenn, allt til að tryggja samgöngulciðirnar til Þýska- lands og Austurríkis. Er þó ekki að heyra, að þeir, sem ákafastir eru í grunsemdum í garð Banda ríkjanna, gruni Rússa um græsku. Englendingardiafa afnot stórs flugvallar á Jótlandi í sambandi við hernám sitt á norðvestur- hluta Þýskalands og eiga þeir þó ólíkt skemmri leið að sækja yfir Norðursjóinn en Bandarík- in, sem verða að fara yfir þvert Atlantshafið. Þá er það vitað, að Banda- ríkin hafa afnot flugvalla í Eng- landi, Frakklandi, Belgíu og Hollandi í sambandi við hernám þeiiTa á suðvestur Þýskalandi. / Sjerstaða íslands. Sjálfsagt eru samningar um stöðvar þessaf og afnot þeirra með ýmsum hætti, enda eru at- vikin ólík á hverjum stað, og raunar hvcrgi lík því, sem á ís- Iandi er, því að hvorki voru ís- lendingar beinir þátttakendur í styrjöldinni nje heldur hafa þeir fram að þessu rekið stóra flug- velli, sem ætlaðir eru til að taka við miklum flugflutningum á alfaraleiðum. Þrátt fyrir þesSa sjerstöðu eru það áreiðanlega fáir íslendingár, sem vilja með öilu neita því að verða við ósk Bandaríkjanna um að veita þeim þá afstöðu hjer á landi, sem þeim er nauð- synleg í sambandi við flutninga þeirra vegna herstjórnarinnar og eftirlitsins í Þýskalandi, svo fremi slíkt vcrður gert án þess að skerða frelsi og fullveldi landsins eða hagga þeirri megin- stefnu, er menn vilja fylgja í utanríkismálum. ForsætisráSherra vildi ekki semja um herstöðvar. Nú hafa allir íslenskir stjórn- málaflokkar lýst yfir því, að þeir vildu ekki herstöðvar' í landinu. í viðræðum sínum við full- trúa Bandaríkjastjórnar hefir hæstvirtur forsætisráðherra aldrei hvikað frá þessum vilja Iandsmanna. Hann hefir þess vegna gersamlega neitað að veita Bandaríkjunum nokkra þá aðstöðu hjer á landi, sem veitti þeim rjett til hcrstöðva hjer eða nokkurs, er jafngilti þeim. En þá lá fyrir að finna úr- ræði, er tryggði í öllu rjett ís- lendinga en veitti Baridaríkjun- um þó sanngjarna úrlausn og gerði þeim klcift að fullnægja þeirri skyldu, sem þau hafa tek- ið á sig gagnvart öllum Sam- einuðu þjóðunum. Áki vill gera Reykjavíkur- flugvöllinn að aðalflug- velli landsins. Nú cru hjer á landi til tveir stórir flugvcllir. Annar cr Reykjavíkurvöllurinn, gerður af Bretum inni í miðri Reykjavík. Hinn er Keflavíkurvöllurinn, sem Bandaríkjamenn gerðu, og er hann miklu stærri og raunar fleiri en einn völlur, sameinaðir í einu flugvallahverfi. Ef eigi á alveg að synja.ósk- um Bandaríkjanna, verður að veita þcim afnot af öðrum hvor- um þessara valla. Islenska flugmálastjórnin, þ. c. hæstvirtur flugmálaráðherra Aki Jakobsson og flugmála- istjóri, virðast vilja láta Reykja- víkurflugYÖllinh verða aðal-flug völl landsins. En leggja Kefla- víkurvöllinn annaðhvort alveg niður eða halda þar uppi óveru- legri starfrækslu með örfáum eða í mesta lagi nokkrum tug- um manna, svo að völlurinn yrði í raun rjettri aðeins neyð- arhöfn en fullnægði hvergi nærri þeirii kröfum, hvorki um öryggi nje annað, sem gerðar eru til þýðingarmikilla flugvalla á al- faraleiðum. Um ReykjaVíkurvöllinn, sem vegna vaxandi stvrjaldarþarfa stækkaði mjög á meðan hann var í smíðum frá því í fyrstu var hugað, en flugmálaráðherra vill nú gera að aðalflugvelli landsisn, er það að segja, að bæði gerð hans og síðari stækk- urium var á sinum tíma mót- máelt af borgarstjóra Reykjavík ur, og öll var sú framkvæmd þvert um geð meginþorra borg- aranna. Vilja enn rífa 30 íbúðarhús. Þrátt fyrir all-mikla stærð. þá fullnægir Reykjavíkurvöllurinn ekki alþjóðareglum um Icnding- aröryggi fyrir Atlantshafsflug. Eru og áreiðanlega á því miklir annmarkar ef ekki allsendis ó- kleift vegna landslags og að- stöðu allrar að gera þann völl svo úr garði, að hann fullnægi alþjóðaöryggisreglmn. En jafn- vel þótt slík stækkun og endur- bót vallarins væri möguleg, sem að svo stöddu skal mjög dregið í efa, að unt sje að gera svo í lagi sje, ])á hefir flugmálaráð- herra skýrt svo frá, að víst væri ,.að slíkar stúrfelldar endurbæt- ur á Reykjavíkurflugvellinum, verða aðeins gerðar, ef alþjóða- fje kemur til að verulegu leyti“. En þá er þess að gæta, að eng- inn-alþjóðasjóður er fyrir hendi, sem veiti slíka styrki, heldur mundi verða undir högg að sækja hjá stjórnum einstakra ríkja um fjárframlög í þe$su skyni, enda mundu þær þá geta sett þau skilyrði, er þeim sýnd- ist. Því fer og fjarri, að hjer komi fjárhagsatriðin ein til ^reina. Samkvæmt skýrslu, sem mjer barst fyrir fáum dögurn frá flugmálastjóra, þarf að rífa 30 íbúðarhús og æði margar aðr- ar byggingar, ef viðlit á að verða að fá viðurkenningu Reykjavík- urvallarins sem Atlantshafsflug- vallar, er fullnægi alþjóðaregl- um. Margskonar hætta færð yfir Reykjavík. Af fyrri reynslu er sýnt, að með ö'llu er óvíst, að við þetta yrði látið sitja og öruggt má telja, að af þessu mundi leiða margskonar önnur óþægindi og hættur jafnvel á friðartímum. Yerst er þó, að ef Reykjavík- urvöIluTÍnn á að verða eini stóri flugvöllurinn hjer á landi, þá er Reykjavík sett í augljósa og ó- afsakænlega hættu, ef ný heims- styrjöld brytist út. sem vjer skulum vona að ekki verði, en andstæðingar samningasfrum- varpsins hafa mjög ógnað mönn uip með. Af öllum þessum ástæðum og ýmsum fleirum væri það með öllu óverjandi, ef Islendingar ákvæði að gera Revkjavíkur- völlinn að aðalflugvtjli landsins og vísuðu Bandaríkjamönnum á, að þeir gæti notað hann í sambandi við flutningaþörf sína yfir Atlantshaf. Þetta virðist cngu að síður hafa verið það, sem fyrir hæst- virtum flugmálaráðherra Áka Jakobssyni og skoðanabræðrum hans hefir vakað í þessu efni, að svo miklu leyti, sem þeir hafa viljað virðá óskir Banda- ríkjanna að nokkru, sem raun- ar er meira en tvísýnt. Rekstur Eeflavíkurvallarins ofvaxinn íslendingum. Ástæðan til þessarar stefnu hæstvirts flugmálaráðherra og skoðanabræðra hang er sú, að þeirn er ljóst, að rekstur Kefla- víkurvallarins svo að í nokkru lagi sje, er íslendingum enn ger- samlega ofvaxinn, enda segir í tilvitnaðri skýrslu ráðherrans, að ef veruleg starfræksla verði á Keflavíkurvellinum þurfi til henriar „alþjóðlegt reksturstil- Iag“, sem þá þyrfti að semja um við einstakar erlendar þjóðir eins og áður segir. En ef menn á annað borð vilja komast að samkomulagi við Bandaríkin um þetta mál, þá er ákaflega erfitt að neita að semja við þau um afnot Keflavíkurvallarius svipað því, sem í samriingsfrumvarpinu er gert, lir því að játa verður, að vjer hvorki viljurn nje getum gert Reykjavíkurvöllinn að við- r.nandi Atlantshafsflugvelli, og úr því að vjer höfum ekki sjálf- ir bolmagn til að Teka Kefla- víkurvöflinn enn serii komið er. Úrslitaráð íslendinga yfir vellinum. Háttvirtir Fra m sók n a rmen n gera sjer þetta og ljóst. Þeir leggja sem sje til, að samið verði við Bandaríkin um rekstur flug- vallarins, þangað ráðnir starfs- menn, sem Bandaríkin leggi til og þau greiði allan kostnað við völlinn. t framkvæmdinni mundi sjálfsagt ekki verða ýkja mikill munur á þessum hætti og þeim, er samningurinn gerir ráð fvrir. En rnjög verður að draga í efa, að hann sje íslendingum hagkvæmari en sanikvæmt samningsfrumvarpinu er ætlað, einkum þegar tekið er tillit til hinnar nýju 5. gr., sem meiri hluti nefndarinnar leggur til að tekin sje í frumvarpið. En þar segir berum orðum, að hvorki ákvæðin í næstu grein á undan nje nein önnur fyrirniæli þessa samnings raski fullveldisrjetti nje úrslitayfirráðum lýðveldis- ins tslands varðandi umráð og rekstur vallarins og mannvirkja gerð eða athafnir þar. Það cr þess vegria t. d. ótví- rætt, að cngin mannvirki, stækk anir eða annað slíkt má gera án samþykkis íslendinga á vellin- um, enda leiðir það þegar af því, að íslendingar eiga völlinn og að aldrei hefir komið iil niála að skerða fullveldi þeirra þar. Stjórn Bandaríkjanna á að vísu að vera heimilt að hafa all- marga starfsmenn sína á vellin- um, þeir eru áætlaðir 600. sem allir þurfa hjer landsvistarleyfi og atvinnuleyfi, sem hverjir aðr- ir útlendingar, og allir lúta þeir' íslenskri lögsögn, dómgaidu og iögreglu og yfirstjórn íslendinga á vellinum er tvímælalaus. Tillögur Framsóknar síst hagkvæmari. Aðstaðan er því slík, að Bandaríkjastjórn ef heimilað að láta tiltekna starfrækslu eiga sjer stað á vellinum, hún ber sjálf ábyrgð á þeirri starfrækslu, sem í hennar þágu'er og greiðir' allan kostnað, sem af henni leið- ir. en allt lýtur þetta íslenskum lögum. Yerður mjiig að draga í efa, að Islendingum yrði hag- kvæmara, Jiótt þeir tæki sjálfir að nafninu til við rekstrinum með þeim hætti, sem till. hátt- virtra Framsóknarinanna gera ráð fyrir. & Segja má, að í báðum tilfell- um sje mjög undir því komið, hvernig framkvæmdin fer úr hendi. Svo er uvn alla samninga. Hitt er fjarstæða að segja, að með samningsfrumvarpiriu, svo sem það liggur fyrir, sje heimil- að að setja herstöð á Keflavík- urvöllinn. Engin nauðsyn til slrks er hugsanleg í sambandi við herstjórn og eftirHt Banda- ríkjanna í Þýskalandi. Ef Bandaríkin framkvæmdu samninginn á þann veg jafngilti það hernámi landsins af hálfu Bandaríkjanna og gæti menn þá alVeg eins ályktað sem svo, að lendingarrjettur kaupflugfara hjer á landi, en til slikra lend- inga hafa Bandaríkiri nú þegar rjett, gæti leitt lil herstöðva þeirra .því að ekki þyrfti annað en að vopna kaupförin ófor- varandisk og láta þau ætíð mörig sitja samtímis á flugvelli hjer, Frh. á bls. 12. *.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.