Morgunblaðið - 06.10.1946, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 06.10.1946, Blaðsíða 8
Sunnudagur 6. okt. 1946 « MORGUNBLAÐIÐ Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson Ritstjórar: Jón Kjartansson, Valtýr Stéfánsson (ábyrgðarm.) Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. . Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla, Austurstræti 8. •— Sími 1600. Áskriftargjald: kr. 8.00 á mánuði innanlands, kr. 12,00 utanlands. í lausasölu 50 aura eintakið, 60 aura með Lesbók. Alþingi gerði hið rjetta ÚTVARPSUMRÆÐURNAR frá Alþingi hafa sýnt og sannað betur en nokkuð annað hve sterkur er málstaður þeirra, sem að flugvallarsamningnum standa Út af fyrir sig voru ekki borin fram mörg ný rök í mál- inu við þessar umræður. En rökin voru öll dregin saman og sýndu þau hina rjettu mynd svo skýrt og skilmerki- iega, að ei verður um vilst. ★ Öllum landslýð hlýtur nú að vera ljóst, að gegn þessum samningi eru í raun og veru þeir einir, sem vilja fjand- skapast við Bandaríkin. Skýrasta sönnunin fyrir þessu er e. t. v.‘ sú, að þrátt fyrir þann leynda og ljósa fjandskap sem Framá'óknar- ílokkurinn, undir forustu Hermanns Jónassonar hefir sýnt Ól§fi Thors forsætisráðherra — og það í stqðugt vaxandi mæli — þá klofnaði þó flokkurinn til helminga í málinu. Hvers vegna? Vegna þess,’að svo augljóslega væri það beinn fjarjdskapur við Bandaríkin að neita þeirri beiðni þeirra, sem fyrir liggur og samningurinn fjallar um, að hálfur Framsóknarflokkurinn undir forustu Ey- steins Jónssonar vill heldur kljúfa sig frá helmingnum undir forustu Hermanns Jónassonar, — vill heldur styðja málstað Ólafs Thors en að gerast meðsekur að verknaði- sem heilbrigð ddmgreind nú og um allan aldur dæmir beinan og ótvíræðan fjandskap við tvö voldugustu ná- grannaríki okkar, Bandaríkin og Bretland. Þurfa menn frekar vitnanna við? ★ Afstaða kommúnista markast nú sem fyrr af því, að þeir vilja einangra íslendinga, og gera þá þar með beint og óbeint háða Rússum. Máske hafa kommúnistar aldrei gengið lengra í þessa átt en einmitt nú. Því að það er rjett, sem forsætisráðherr- ann sagði á Alþingi, að ef Bandaríkjunum er neitað um jafn sanngjarna ósk sem þá, er þeir hafa hjer borið fram, ósk sem byggist á því, að ljetta þeim skylduna gagnvart Sameinuðu þjóðunum til herstjórnar í Þýskalandi, — ósk sem byggist á því, að tryggja öryggi og líf þeirra þegna Bandáríkjanna sem þar eru að verki, þá hafa Islendingar opinskátt og ótvírætt sýnt Bandaríkjunum fjandskap, ög einnig virt að vettugi ráðleggingar Breta. Og það er einnig rjett, sem forsætisráðherrann sagði, að afleiðing þeirrar synjunar yrði sú, sem íslendingar þó áreiðanlega ekki ætlast til, að þjóðin ætti hvergi skjóls að leita meðál þeirra þjóða, sem voldugastar eru, nema hjá Rússum einum. k Línurnar eru skýrar — svo skýrar, að ekki verður leng- ur um vilst. Fylgjendur málsins vilja halda jafnvæginu í vinátt- unni við allar þjóðir. Andstæðingar málsins vilja raska jafnvsfeginu, með því að fjandskapast við Bandaríkin og virða skoðanir Breta að vettugi. Alþingi bar gæfu til að gera hið rjetta. ★ Eigi þykir á þessú stigi ástæða til að fara ú’t í hug- leiðingar um hið nýja pólitíska viðhorf, sem skapast hefir í sambandi við afgreiðslu þessa máls. í lok afgreiðslu málsins á Alþingi, endurtók formaður Sósíalistaflokksins fyrri yfirlýsingu um, að „grundvöllur stjórnarsamstarfs- ins sje ekki lengur til“, og að ráðherrar flokksins myndu tilkynna forsætisráðherra þetta brjeflega og óska þess,- að hann biðjist lausnar fyrir ráðuneytið. Forsætisráðherra svarar þessu þann veg, að enda þótt hann gæti ekki fallist á rökin, sem færð voru fram fyrir yfirlýsingunni, væri hitt staðreynd, að hún væri fram komin. Myndi hann taka brjefið strax til athugunar, er það bærist í hans hendur, og síðan taka sínar ákvarðanir. Öll þjóðin býður nú átekta, og leggur enn sem fyr traust sitt á Alþingi. \Jdwerji áhri^ar: ÚR DAGLEGA LÍFINU Blysfarir. VIRÐULEG OG SKEMTILEG var blysför Mentaskólanem- enda í fyrrakvöld. BÍysfarir eru ekki algengar hjer nú orð- ið, en hjer áður fyr þótti það ( ljelegt gamlárskvöld, ef ekki, var myndarleg blysför og stóðu mentaskólanemendur oft að þeim. Á Norðurlöndum eru blys- farir nokkuð algengar og oft eru þær farnar er fjelög vilja heiðra menn. Er þá farið í blys- för heim til viðkomandi manns, ræður fluttar og hann hyltur. Þegar Davíð Stefánsson skáld varð fimtugur fyrir nokkru fóru Akureyringar heim til, hans í blysför og þótti það bæði ' nýlunda og hátíðlegur virðing- arvottur við skájdið. • _ Gamall stúdent minnist blysfarar. SÍRA KRISTINN DANÍELS- SON sagði mjer sögu um blys-' för, sem hánn tók þátt í,. er hann var nemandi r Menta- skólanum. Hann man sjerstak- lega eftir þessari einu blysför vegna þess, að hann eyðilagði einu hvítu skyrtuna sína, sem hann átti til að við tækifæri. „Jeg man ekki í hvgða bekk jeg var“, sagði síra Kristinn. ,,en þetta var mikill viðburður og jég fór í einu hvítu skyrt- una, sem jeg átti tfl. Það var ljereftsskyrta, og mjer alldýr- mæt. í blysin var notuð tjara, og er jeg kom heim um kvöldið sá jeg mjer til leidinda, að skyrtan var öll útötuð í tjöru- blettum og mjer ónýt sem spari flík. Þajjnig fór um blysför þá.“ • Sprungið bílhjól. FYRIR NOKKRUM dögum hitti jeg kunningja minn, sem dvalið hefir nokkur ár í Ka- adá. Hann var illa á sig kom- inn með sprungið bílhjól. Helj- armikill naglagaur stóð í gegn- um bílbarðann. „Svona lagað kemur ekki fyrir í Kanada. Það er sjeð fyrir því að naglar liggi ekki á akbrautum til að eyðileggja bílagúmmí fyrir mönnum. Not- ar Kanada til þess bíla með seg- ulmagni neðan í þeim, til að hreinsa götur af naglarusli“. Nú er bílagúmmí skamtað og erfitt að fá, en margir verða fyrir þungum búsifjum af nöglum, sem stingast upp í hjólbarða og sprengja slöng- urnar. Væri ekki ráð að fá segulmagn á bíl og láta hann fara um götur þær, sem helst er hætta á að naglar sjeu, til dæmis þar sem nýbyggingar eiga sjer stað? o „Versta veður í heimi“. TÍMARITIÐ „ESQUIRE“, sem gefið er út í Bandaríkjun- um flutti nýlega grein um ís- land. Er hún-yfirleitt ekki vit- laus, en þar er því haldið fram að amerískir veðurfræðingar segi, „að veðurfar á íslandi sje það versta í heimi“. Það á ekki af okkur að irnnga hvað snertir ummæli um veðr- ið okkar. Hvar sem komið er í Bretlandseyjum er talað um „lægðina, sem valdi slæma veðrinu í Bretlandi og komi frá íslandi". Því miður getum við ekki neitt gert við þessum lægðum-. Þær verða að hafa sinn gang. Það eina, sem hægt er fyrir okkur að gera,' þegar Bretar eru að kvarta, að segja þeim eins og satt er, að við eigum ekki þessar lægðir, því þær komi flestar til okkar frá Grænlandi. I MEÐAL ■iMmiiniiiiiiiuiiiiiiiiiflflinifliiiMfiiiiiiMiaviMa ANNARA ORÐA . tiiiiiiiiiiiiimiiiMiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii f I Blysförin til Mentaskéians ÞEGAR stúdentar hafa haft eitthvað við á undanförnum árum, farið í gkrúðgöngu, eins og t. d. á lýðveldishátíðinni 18. júní 1944, þá hefi jeg altaf ver- ið með, eins og ber hverjum stúdent, sem ekki vill slíta böndin við þann hóp, sem hann hlýtur að tilheyra til æfiloka. En þegar í fyrrakvöld var farin blysför að okkar 100 ára gamla skóla og hann stóð þarna upplýstur á sínum forna og glæsilega stað, þá var jeg ekki með í þeirri göngu. Og það bar til þess, að jeg sem blaðamaður gat ekki altaf leyft mjer þann lúxus að vera einn af þátttak- endunum. Þegar haldið var há- tíðlegt 100 ára afmæli Menta- skólans um leið og honum var slitið í sumar, var jeg með í hinni miklu skrúðgöngu og horfði á þúsundirnar, sem stóðu meðfram öllum götum, sem við gengum um. I fyrrakvöld fanst mjer það vera skylda mín sem blaðamaður að vera í hópi þeirra þúsunda, sem skapað hafa þenna skóla, — þjóðarinn- ar, — og horfa með þeim á það sem fram færi. . Jeg yarö ekki fyrir von- brigðum. Það er eins gaman að standa á Fríkirkjuveginum í húminu og horfa á blysförina koma frá Hinu mikla nýja mentasetri okkar, Háskólanum, eins og að vera þátttakandi í blysförinni sjálfri. Og jeg fann eins vel, ef ekki betur, samúð almennings með þessum skóla, þar sem jeg var með fólkinu, eins og jeg hefði fundið hana, hefði jeg verið í sjálfri skrúð- göngunni. Fóikið kom úr öllum áttum og alt stefndi það á sama blett- inn, göturnar umhverfis hinn forna skóla, sem svo lengi hefir staðið þarna upp af Lækjar- götunni og reynt að ‘ búa til sanna menn, — og tekist það betur en manni gæti talist mögulegt, ef mannlegt eðli er reiknað með. Hvass norðanvindur bljes og maður fann greinilega að haustið var komið. Að vitum manns barst sterkjan af tjöru- blysunum, sem þátttakendurn- ir í blysförunum lögðu í köst á túninu, svo þar myndaðist bál, sem logaði glatt. Og gamla skólahúsið var ljósum skreytt, en fyrir framan það loguðu efnnig blys, er mintu á hversu þessi skóli hefir haldið á lofti kyndli mentunar og menning- ar í hundrað ár. Og umhverfis Mentaskóla- túnið höfðu þúsundirnar hóp- ast saman, gamlir og ungir. Allir virtust vita það vel, að hjer váeri um merkilegan at- burð, einstök hátíðahöld að ræða, allir vildu horfa á þetta og tjá með nærveru sinni hinni gömlu, æruverðu stofnun virð ing sína og hlýhug. Þetta var þjóðhátíð, því aldrei er þjóð- hátíð í landi, nema ef fólkið kemur. Og mitt í deilum dæg- urmálanna, þegar reynt var að æsa mann gegn manni, kom fólkið til þess að hylla jafn- hlutlausa stofnun, eins og Mentaskólann. Heill sje íslensku fólki fyrir það! Það veit sinn vitjunartíma. Það veit nákvæmlega hvenær það á að koma saman svo mörg um þúsundum skiftir. Það sann ar aðeins eitt að þetta er ment- að og mannað fólk, sem lætur ekki hræra í sjer, heldur myrd- ar sjer skoðanir sjálft. — Og þarna í skini bálsins og blys- anna og ljómanum frá hinu uppljómaða skólahúsi, sá jeg fólk mitt eins greinilega og jeg sá það í birtu sumardagsins, þegar fylking stúdenta fór að hinum aldna skóla. Og það er þetta fólk, sem hefir gert starf þessa skóla mögulegt úm öll þau 100 ár, sem hann hefir starfað og það mun gera það í framtíðinni. Það rnun altaf standa einhuga um alt sem máli skiftir. Að- sóknin að afrnælishátíð Menta- skólans sannar, að íslendingar láta ekki kvöld og kulda aftra sjer frá að mæta, ef þeir ætla sjer það. J. Bn. Brefar og Arabar gramir Truman London í gærkveldi. ORÐSENDING Trumanns Bandaríkjaforseta um aukinn innflutning Gyðinga til Palestinu hefir vakið mikla gremju bæði með Bretum og Aröbum. Bretar taka það fram, að það sje aðeins og ein- göngu Gyðingum að kenna, að Palestinuráðstefnan hafi farið út um þúfur. Fulltrúar Arabaríkjanna eru ákaflega reiðir forsetan- um og hafa á orði. að ríki þessi niuni slíta stjórnmálasam- bandi við Bandaríkin, ef þau haldi áfram að kliða á frekari innflutningi Gyðinga til Palestí’nu, og muni þá einnig segja upp öllum samningum um olíuvinnslu og önnur við- skiptafrfíðindi við Bandarík- in. — Reuter. Krossgátublaðið, 9. tbll 1. árg., er nýkomið út. í þessu blaði sem öðrum er f jöldi kross- gáta við allra hæfi og auk þess ráðningar á gátum þeim, sem birtust í næsta blaði þar á und- an. — Hefir Krossgátublaðið þegar aflað sjer mikilla vin- sælda hjá hinum fjölmörgu krossgátuunnendum hjer á landi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.