Morgunblaðið - 06.10.1946, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 06.10.1946, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ Sunnudagur 6. okt. 1946 — Ræða Ólafs Thors F-amh. á 2. síðu. til, en það helst, að það fær með ejigu móti staðist, að með þess- um samhingi sje á nokkurn hátt um rjettindaafsal að ræða af hálfu íslendinga. .Þvert á móti er nú landið að nýju fengið Is- lendingum í hendur. Þjóðarat- kvæðagreiðsla^er því ástæðu- laus. Vísa jeg að öðru leyti til um- mæla í nefndaráliti hæstvirts rneiri hluta utanríkismálanefnd- ar um þetta atriði. Jeg verð þá að stytta mál mitt. Aðrir munu ræða hjer ýmsar hliðar þess og m. a. sanna hvílík fásinna er, að samningur þessi veiti'Bandaríkjunum her- stöðvarjettindi eða brjóti í bóg við fullveldi íslends. Þó vil jeg ekki láta því ómótmælt, að með þessurn samningi hafi íslending- ingar skipað sjer í fylkingu, í togstreitunni milli austurs og vesturs, eins og þetta er orðáð. Ef ísland hcfði af frjálsum vilja samþykkt tillögur þær er Banda ríkin báru fram hinn 1. október 1945 og með því veitt Banda- ríkjunum rjett til herstöðva á íslandi, þá hefði ef til vill mátt til sanns vegar færa, að ísland hefði þar með kastað teningun- um: með vestri og gegn austri Island gerði þetta ekki. A'lveg að sama skapi tel jeg, að ef ísland neitaði Bandaríkj- unum um þann dmferðarjett, sem þau, og þau ein, þurfa hjer á landi, en austrið þarf og hefir tryggt sjer annars staðar, þá hefðu íslendingar gerst berir að beinum fjandskap við Banda- ríkin. Af því hefði hlotið að leiða, að íslendingar yrðu taldir hafa skipað sjer til andstöðu gegn Bandaríkjunum og þá væntanlega líka gegn Bretlandi, samkvæmt boðsendingu stjórn- ar Bretíands. Með því hefðu íslendingar þá brotið af sjer tvo voldugustu vinina, ná- grannana að vestan og aust- an. Jeg veit að þetta vakir ekki fyrir Islendingum og heldur ekki hitt, sem sennilega yrði afleiðingin, að Island ætti hvergi skjól nema hjá austrinu. Allir vitibornir menn játa, að á öllu veltur fyrir íslendinga að vera í vinfengi við sem allra flcstar þjóðir og þá ekki síst allar hinar voldugustu. Jeg hefi kosið að verja þeim stutta tíma, er jeg hefi til um- ráða, til þess að skýra málið, en leitt hjá mjer árásir og fáheyrð- ar svívirðingar andstæðinga málsins í garð okkar, er að samn ingsfrumvarpinu stöndum. Sag- an mun hrekja þær árásir. Þess verður ekki langt að bíða að víman renni af mönnurn. Þá mun það koma í Ijós, að vel hefir tekist að leysa mikið vandamál, er herinn er fluttur úr Iandi, íslendingar fengið að nýju full yfirráð lands síns, en brýn þörf vinaþjóðar þannig leyst, að íslendingar hafi af full- an sóma. Við, sem að þessu máli stönd- um, sýndum það með undirtekt okkar undir hcrstöðvaóskir Bandaríkjanna, að okkur skorti ekki manndóm til að gæta rjett- ar íslands, þótt við voldugan aðila væri að etja. II itt játa jeg, að mig brest- ur bæði vilja og þrek til að ger- ast ber að því sem jeg tel bein- an fjandskap við Bandaríkin. Jeg tel að sjálfstæði Islands sje undir því komið, að við höldum vinfengi við aðrar þjóðir. Það tekst aldrei án þess að við leggj um okkar skerf til alþjóðasam- starfs og verðum við þeim ósk- um annara þjóða, sem auðið er, okkur að meinfangalausu. Með því einu móti getum við líka vænst þess að við slítum ekki vináttuböndin, þótt við svörum þeim synjandi, þegar til þess er mælst, sem ekki samræmist frelsi landsins og fullveldi þess. ★ Jeg vil svo aðeins að lokum segja þjóðinni frá því, að dag- lega hafa mjer boríst skilaboð og tilmæli hvaðanæfa. Hjer er þess enginn kostur að rekja þær óskir. Tel jeg mjer þó skylt að skýra frá því að í gærkvÖldi gekk nefnd manna á fund minn og færði mjer áskorun frá úti- fundi Reykvíkinga um að láta ganga þjóðaratkvæðagreiðslu um málið. Gegn þeirri ósk hafa hins vegar langflestir lagst er til mín hafa snúið sjer. Skal jeg úr þeim margmenna hópi aðeins nefna þann er síðastur kom, einmitt þegar jeg var að ganga hingað niður í Alþingishúsið. Mjer var þá afhent sv.ohljóð- andi skjal: „Vjer undirritaðir, skipverjar á e.s. „Súðin“, lýsum okkur sam- þykka meiri hluta samnings- uppkasti því sem nú liggur fyr- ir Alþingi, um rjettindi Banda- ríkjanna til notkunar Keflavík- ur-flugvallarins. Vjcr teljum að þjóðaratkvæðis þurfi ekki að leita um þennan samning, því hann feli ekki í sjer neina rjett- indaskerðingu, heldur óumdeil- anlegan rjett Islendinga yfir landinu. Vjer lítum svo á, að rakalaus tortryggni í garð vin- veittrar þjóðar sje ekki s.æm- | andi. I trú á góðvilja og rjett- lætið milli þessara þjóða, skor- um vjer sjómenn á Alþingi og ríkisstjórn að samþvkkja þenn- an samning, án tillits til sundr- ungaraflanna sem nú ber svo mikið á í þjóðlífi voru. Um borð i e.s. „Súðin“ 4. okt. Þessu skjali fylgdi brjef frá þjóðkunnum manni, sem lengi hefir verið vel þekktur meðal þeirra er fastast standa á rjctti íslendinga. Þar segir m. a.: „Það er mjer mikil ánægja að tjá yður, hcrra forsætisráðherra, að undir þetta skjal hafa ritað nafn sitt allir skipverjar skips- ins. Vjer vonum að það geti orðið til einhvers gagns fyrir fi’amgang þessa máls, er það fjallar um. Er það álit mitt að sjómenn yfirleitt sjeu svipaðs sinnis í máli þessu“. Af þessu og óteljandi mörgu öðru svipaðs eðlis höfum við, sem að málinu stöndum, fulla ástæðu til að ætía, að við höfum þjóðarviljann að baki' okkar. — Ræða Bjarna Benediktssonar Pramh. á bls. 5. Vantraustið á Bandaríkj- unum ástæðulaust. Allar slíkar bollaleggingar byggjast á því, að menn treysta ekki hinum samningsaðilanum, enda hefir ótvírætt komið fram, að mikið af hinni hatrömmu andstöðu gegn samningsfrum- varpi þessu er byggt á slíku vantrausti. En ef slíkt vantraust er rjett- mætt, þá er hag vorrar litlu þjóð ar vissulega illa komið. Því að ef stórve’din vildu beita oss yf- irgangi, þá hafa þau jafnvel á síðari árum að velli lagt meiri risa en 130 þúsund manna þjóð norður á hjara veraldar. En jeg fullyrði, að slíkt van- traust á Bandaríkjunum sje með öllu órjettmætt. Vjer megum minnast þess, að þau vildu eigi í fyrstu hemema land vort, helclur vildu fá sam- þykki vort til hingaðkomu sinn- ar, og þess vegna var hervernd- arsáttmálinn frá 1941 gerður. Þau óskuðu þess að vísu, að vjer frestuðum lýðveldisstofnun vorri fram yfir árslok 1943. Töldu þá ýmsir að Jxau bryti á oss gerða samninga og vildu hefja við þau fjandskap og ill- indi þegar í stað. Aðrir hjeldu því fram, að eigi vær’i um annað en vinsamlega málaleitan að ræða og best væri kapp með for- sjá. Endir þess máls varð sá, að Bandaríkin viðurkenndu lýð- veldisstofnun vora fyrst allra ríkja og fullyrði jeg, að örðugra mundi hafa orðið um þá viður- kenningu sumsstaðar að, cf Bandaríkin hefði eigi vísað veg- innl Ágreiningur um skilning herverndarsáttmálans. Satt er það, að ágreiningur er um skilning á ]>ví ákvæði h er v er n d a rs á 11 m á I a n s, h v. e n æ r Bandaríkin skuli flvtja síðustu leifar hers síns hjeðan af landi brott. Vjer íslendingar höldum Jxar auðvitað fram þeim skilningi, er vjer teljum rjettan og landi voru fyrir bestu, en það haggar ekki hinu, að gagnaðilinn virðist sannfærður á sama hátt um sinn málstað. Einn þingmanna hefir haldið því fram, að, vjer ættum að kæra Bandaríkin af Jxessum sökum fyrir öryggisráði Samein- uðu þjóðanna. Með því móti mundi Island dragast enn frek- ar en orðið er inn í deilur stór- veldanna og munu fáir telja það til mikils vinnings fyrir’Iandið. Og hvað sem rjettarágrein- ingnum líður, þá mun þjóð vorri fyrir bestu að ná svo rjetti sín- um að hún virði }>á mikilsverða hagsmuni annara, sem hún get- ur veitt þeim sjálfri sjer að meinfangalausu. Forðumst minnimátarkendina. Vjer skulum, svo sem í samn- ingsfrumvarpi þessu er gert, standa fast á því, að enginn er- lendur her hafi stöðvar í land- inu, cn hitt skulum vjer forðast að neita samskiftum við vin- samlegar þjóðir, er í engu skerða fuilveldi vort nje hagsmuni, ein- ungis af þeirri minnimáttar- kennd, er stafar af J>ví, að menn skammast sín fyrir að vera litlir. Það er engin skömm að játa það, að vjer erum þess eigi enn búnir að taka við rekstri Kefla- víkurvallarins. Hitt væri bæði skömm og skaði, ef vjer fyrir }>ær sakir ljetum loka vellinum eða sama sem það og reyndum í þess stað að gcra Rcykjavíkur- völlinn að eina stóra flugvelli landsins og færðum með því hættu yfir höfuðborgina, ef svo færi sem andstæðingar þessa samningsfrumvarps tala mjög um, að ófriður brytist út. Með samningsfrumvarpinu er 035 fenginn ótvíræður rjettur til að taka einir við rekstri Kefla- vrkurvallarins eftir 6J.4 ár, ef vilji þjóðarinnar verður slíkur. Ekki fjandskapast við neinn. Sá takmarkaði rjettuí, sem Bandaríkin hafa þangað til, skerðir í engu fullveldi vort nje úrslitaumráð yfir vellinum, og býður engri þeirri hættu heim, sem hvort eð er er ekki fyrir hendi. Ef stórveldin vilja beita íslendinga ofbeldi hafa þau afl til þess, hvenær er þau lystir. Þessi samningur gerir það síst ljettara, heldur þvert á móti. Með honum er ekki heimilað að fjandskapast við neinn, heldur ejnungis Ijett undir með að halda uppi friði og reglu á veg-' um Sameinuðu þjóðanna. Ef ó- friður brýst út, sem jeg vil ekki trúa að veiða á gildistíma }>essa samnings, þá% hafa íslendingar þegar reynt, að þeir eru ekki ætíð aðspurðir og megum.vjer þó minnast aðstöðu Bandaríkj- anna 1941. En hvernig s.em allt veltist er þó öruggara, að aðal- flugvöllur landsins sje ekki inni í miðri höfuðborginni, þar scm þriðjungur þjóðarinnar býr. Friðsamleg samskifti vernda sjálfsiæðið. Andstæðingar samn ingsfrum- varps þessa bera rnjög í munni sjer nafn Einars Þveræings og svör hans við málaleitan Nor- egskonungs, en hann vildi ná eignai'haldi á Grímsey. Vonandi lifa orð Einars Þveræings og andi sá, er bak við þau býr, um alla fi'amtíð með hinni íslensku þjóð. En þess skulum vjer minn ast, að það tekur nú skemmri tíma fyrir flugflota stórveldanna að komast yfir bygðir Islands frá heimastöðvum sínum en það tók fyrir langskip að ná til lands frá Grímsey á dögum Einars Þveræings. Sú hætta, sem Einar varaði við’, er þess vegna nú þegar margfaldlega fyrir hendi, ef vjer ætlum þessum drottnur# um heimsins það, að þeir vilji níðast á vorri fámennu þjóð. Jeg'ætla þeim það ekki. A sama hátt sem jeg neita að trúa því að ófriður sje yfirvofandi á næstu árum. En ef menn gera ráð fyrir hættunni, þá er hún til komin vegna aukinnar tækni en án tilverknaðar vor íslendinga. Afleiðingar tækninnar fáum vjer eigi með neinu móti um flúið. Aldrei munum vjer þó sam- þykkja neitt það, er felur í sjer hættu fyrir frelsi vort og full- veldi. En það er ekki nóg, því að hug vorum verðum vjer að halda jafn-íslenskum sem nokki-u sinni fyrir. Vjer megum eigi láta hann verða að stöð eða áróðurstæki fyrir erlenda stefnu, hvaðan sem hún kemur,- heldur halda óskertri dómgreind og jafnvægi, hvað sem á dynur. Sjálfstæði íslands fær því að- eins staðist, að vjer viðurkenn- um staðreyndirnar og miðum stefnu vora við þær. Þótt vjer sjeum smáir, þá megum vjer eigi óttast friðsamleg skifti við aðrar þjóðir, heldur halda svo á málum, að frelsi vort og sjálf- stæði verði sem best tryggt um alla ókomna tíð. Það er með þetta í huga, sem jeg er sannfærður um, að jeg geri rjett, Jægar jcg óhikað greiði atkvæði með þessu samn- ingsfrumvarpi. Opldkera við Ríkistofnun vantar íbúð, 2—3 herbergi og eldhús. Mætti vera kjallari tiþ innrjettingar. Tilboð merkt ,,NAUÐSYN“ sendist blaðinu fyrir miðvikud. Hafnarfjörður: . atreiðslunámskeið fyrir hafnfiskar konur verða haldin í Flens- borgarskóla. Hefjast næstu daga ef næg þátt- taka fæst. Umsóknir skulu sendar til skólastjóra Flens- borgarskólans, er gefur nánari upplýsingar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.