Alþýðublaðið - 16.06.1920, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 16.06.1920, Blaðsíða 1
Alþýðublaðið öefið ilt af A-lþýðuílokknum. 1920 Miðvikudaginn 16. júní 134. tölubl. Rikisrekstnr eða einstakra manna. Morgunblaðið flutti síðastliðinn laugardag viðtal við borgarstjór- ann á Akureyri. Viðtalið var eigi ritað af neinum Morgunblaðsrit- smiðanna, heldur af settum rit- stjóra vikublaðs hér í bænum, er mun hafa ætlað það sínu blaði, en hætt við og látið Mgbl. hafa. Borgarstjórinn er maður frjálslynd* ur og mintist þar á ýmsar um- bætur í anda jafnaðarmanna er verið væri að gera á Akureyri og kvað meðal annars hið mesta ó- happ að bærinn skyldi missa af öllum lóðum á Oddeyrinni, er út- lent félag svældi undir sig. Einn- ig gat hann um ýms nytjafyrir- tæki, er bœrinn aitlaði að gera. Suma furðaði á því að Mgbl. skyldi birta jafn skynsamleg um- mæli og þar komu fram, enda leið eigi á löngu áður en einhver, er stendur Morgunblaðinu nálægt, tók sér penna í hönd og ritaði grein f blaðið daginn eftir, er hét ,Ríkisrekstur eða einstakra manna'. Þessi grein á að vera einskonar gagneitur gegn ummælum borgar- stjóra, svo iesendur blaðsins skyldu eigi sýkjast alvarlega af heilbrigð- um hugsunarhætti. Þvf satt er það þótt sorglegt sé til þess að vita, að Mgbl. er látið þegja sannleik- ann í hel ef hægt er, en segja hrein og bein ósannindi ella. Þetta má heita algilt þótt sérstaklega sé því beitt gegn jafnaðarmönnum og þeirra stefnu. Morgunblaðið hefir áður orðið fyllilega undir í deilum við AI- þýðublaðið um ríkisrekstur og er mesta furða að það skuli voga sér út í slík vandræði á ný. Þvf hefir verið sýnt og sannað með óyggj- andi tölum að ríkisrekstur borgar sig alstaðar betur ýyrir heildina, en rekstur einstakra manna. Það hefir verið bent á það, að kostn- aður við framleiðsluna eða skift- ingu hennar (verzlun) hlyti ætfð að verða minni er alt væri rekið undir einnistjórn. Fólkshald minna, minni verkfæri, minna húsrúm og svo mætti lengi telja. Væri verzlunin í Reykjavík í höndum bæjarins, mundi stjórn hennar ekki detta í hug að hafa jafntnargar skrifstofur og nú eru, það mundi ekki þurfa. — Hús- næðisvandræðin, sem nú eru stærsta Döl vor Reykvíkinga, væru úr sög- unni. Því hefir verið haldið fram, að menn myndu eigi vinna jafn trá- lega við opinber fyrirtæki, sem einstakra manna. Þetta hefir verið marg hrakið. Það vita allir að út- lend auðfélög eru flest rekin af mönnum sem lítið eða ekkert eiga í þeim, að embættismenn lands vors og annara landa eru óræk- asta dæmið um það, hvort sifkt er ekki helber bábilja, að eigi fengjust nægir trúir menn. Það er sjaldnast gróðavon fyrir æðstu embættismenn og stjórnendur vora að ráða sem bezt fram úr mál- um þjóðarinnar. Það er eins og oft og oftast skylduræknin og heiðurs vonin sem knýr þá áfram. Sé litið á þetta frá öðru sjónarmiði hefir opinber rekstur enn meiri farsæld í för með sér, sem sé þá, að skyldu- ræknin og dygg þjónusta skapar betri menn, en mylna hinnar svo- kölluðu frjálsu samkepni gerir úr verzlunarstétt vorri. En sieppum þeirri hlið málslns. Morgunblaðið mun hafa nóg með að fást við hina hlutrænu hlið, þótt hinni andlegu hlið sé slept, Þau ósannindi biaðsins, er hér eru áður talin, eru tiltölulega sak- laus, þann ósannindavef sjá allir hugsandi menn f gegnum, en ver fer fyrir blaðinu er það fer að skýra jafnaðarstefnuna. Það segir að jafnaðanmenn vilji að rfkið sé eini vinnuveitandinn í iandinu, og þjóðin öll starfsfólk rfkisins. Sennilega fer blaðið þarna rangt með af þekkingarleysi, enda vill slíkt oft illa við brenna hjá því. „Socialisering" þarf eklri endilega að þýða það að viðkomandi at- vinnuveg skuli leggja undir ríkið, þ. e.: það pólitiska vald er ræður ríkinu. Nýjustu kröfur jafnaðar- manna í þessum efnum fara þó nokkuð í aðra átt. Aðalatriðið fyrir þeim er að fá stjórn, eða hlutdeild í stjórn fyrirtækjanna, hvort sem það verður með því að leggja þau undir ríkið, eða raeð því að einstakir menn haldi eign og rekstri áfram. Þessi krafa er sprottin af mjög eðlilegum orsökum. Verkamönnum er enginn hagur í þvi að leggja fyrirtæki undir ríki sem er stjórn- að af „kapitalistum", sem myndu máske nota sér aukið vald til að kúga verkamenn og smælingja enn meir en áður. I þessu sambandí nægir að benda á „sovjets" í Rússlandi, „Betriebsrat" í Þýzkalandi og kröf- ur franskra verkfallsmanna nú síð- ast. Samkvæmt kenningum Marx- ista, á öreigalýðurinn að ná hin- um pólitisku völdum, gera fram- leiðslutækin að þjóðareign, rfkið sem áður hafi aðeins verið gert til að kága lægri stéttirnar, falli burt af sjálfu sér og framtíðar- stjórn (ríki) verði aðeins eftirlit með iðnaði og verzlun. Marxistar vilja því upp hefja ríkið. Raunar hafa komið fram ýms litbrigði af skoðunum jafnað- armanna er of langt yrði upp að telja, en fæstir hafa skoðað ríkið sem endanlega fyrirkomulagið. Hitt er annað mál þótt nota verði ríki verkamannanna til að koma á því skipulagi — plægja þannig akurinn — að ríkis þurfi eigi við. En aldrei myndu jafnað- armenn yfirleitt fagna yfir því, þótt eitthvað yrði lagt undir rfkið, svo lengi sem þeir (þ. e. verka- mennirnir) fengju eigi hlutdeild um stjórn þess sjálfir. Lengur skal eigi telja. Vonandi nægir þetta til að sýna og sanna að greinin umrædda í Mgbl. var

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.