Morgunblaðið - 29.10.1946, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 29.10.1946, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ Þriðjudagur 29. okt. 1946 Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson Ritstjórar: Jón Kjartansson, Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla, Ausiurstræti 8. — Sífhi 1600. Áskriftargjald: kr. 8.0o á mánuði innanlands, kr. 12,00 utanlands. í lausasölu 50 aura eintakið, 60 aura með Lesbók. Áhyrgðarleysið ÞAÐ er áreiðanlega einhver óáran í mannfólkinu hjer hjá okkur íslendingum, sem verður að uppræta og lækna, ef vel á að fara. Sje svo spurt hvar upptök meinsemd- anna sjeu, munu fæstir í vafa um að þau sjeu hjá stjórn- málamönnunum. Og höfuðmeinsemdin er hin gamla erfðafylgja okkar íslendinga, sundrungin. ★ Á löggjafarsamkundu þjóðarinnar, Alþingi. sitja 52 full- trúar, sem kjörnir eru af þjóðinni til þess að ráða fram úr málunum og stjórna landinu. Ef þessir menn gerðu skyldu sína, myndi margt betur fara en nú er raun á. Enginn efast um hæfni þessara manna tii þess að starfa vel og viturlega fyrir land sitt og þjóð, ef þeir legðu sig alla fram til þeirra hluta. En meinsemdin gamla og rót- gróna, sundrungin, hefir gagntekið svo marga þessa ágætu menn, að þingið verður fyrir þá sök nálega óstarf- hæft í augnablikinu er landið stjórnlaust. Og fullyrt er bak við tjöldin í þingsölunum, að þannig verði það a. m. k. mánaðártíma ennþá. En á meðan engin ábyrg ríkisstjórn er til í landinu, þarf ekki að halda að mikið verði unnið að gagni í þinginu. ★ Framsóknarflokkurinn hefir undanfarið verið að boða flokksfundi víðsvegar út um land og sent þingmenn til að mæta á þessum fundum. Sýnir þetta einkar glögglega hið takmarkalausa ábyrgðarleysi, sem ríkir meðal þing- manna. Því að það er vitanlega engin afsökun Þnir þessa þingmenn, að eins og sakir standa sje lítið að gera á Al- þingi og því gildi einu hvar þingmenn sjeu. Þingmenn exu einmitt kjörnir til þess að sitja á Alþingi og ráða mál- um þar, meðan þingið starfar. Og síst situr það vel á Framsóknarflokknum að haga sjer þannig, þar sem aðal- blað flokksins er alltaf annað veifið með þungar áskanir í garð þingsins, fyrir ljeleg vinnubrögð. Það er reyndar ekki nýtt, að Framsóknarmenn rjúki burt af Alþingi, til fundahalda út um land. Við munum hvernig þetta gekk til haustið 1944, þegar verið var að mynda ríkisstjórnina. Áður en ríkisstjórnin var mynduð og áður en stjórnarsamningurinn var birtur, ruku þing- menn Framsóknarflokksins brott af Alþingi og boðuðu flokksfundi víðsvegar út um land. Og hvaða boðskap höfðu þeir að flytja þjóðinni þá? Þann eina boðskap, að þrír þingflokkar hefðu komið sjer saman um að gegna þeirri frumskyldu í þingræðislandi, að mynda þing- ræðisstjórn. Annað vissu þeir ekki, því að stjórnarsamn- ingurinn var ekki birtur, þegar þessir bráðlátu þingmenn ruku af stað. Auðvitað fengu þingmennirnir maklega ráðningu fyrir þetta frumhlaup sitt. Þjóðin fann ekkert við það að at- huga, að þingflokkar tækju höndum saman og mynduðu 'þingræðisstjórn. Síður en svo. Þetta var fyrsta skylda þeirra að gera. Og að sjálfsögðu fekst þjóðin ekki til að kveða upp neinn dóm um málefnasamning, sem hún vissi engin deili á. Hún vildi sjá um hvað samið var, áður en hún kvað upp sinn dóm. ★ En það kom að því, að þjóðin kvað upp dóm um mál- efnasamninginn frá 1944. Það gerði hún í kosningunum. í vor. Sá dómur var ótvíræður. Hann var skýlaus trausts- yfirlýsing til ríkisstjórnarinnar og þess málefnasamnings, sem gerður var haustið 1944. Ætti Framsóknarflokkn- um a. m. k. að vera minnisstæður þessi dómur. Burtreið þipgmanna Framsóknar af þingi nú, er svipaðs eðlis og haustið 1944. Það eru ekki samstarfs- og samein- mgaröflin, sem hjer knýja á, heldur sundrungaröflin. Þpssi vinnubrögð sýna betur en nokkuð annað ábvrgð- arleysi þingmanna og algera lítilsvirðingu á.því starfi, sem þjóðin hefir falið þeim. \Jibverji ólripar: ÚR DAGLEGA LÍFINU Spiltar götur. HÖRMUNG ER að sjá hvern- | ig veðráttan og aukin umferð hefir farið með allar þær göt- ur bæjarins, sem ekki eru mal- bikaðar. Víða eru göturnar eitt forað með djúpum pollum og varla færar nokkrum farar- tækjum eða fótgangandi. Það er sannarlega sorglegt, ao göt- urnar skuli hafa farið svona illa, eftir alt, sem að þeim hefir verið unnið í sumar. Fyrst og fremst er það hin aukna umferð í bænum, sem veldur spjöllunum á götunum, enda mun koma að því, að ekki borgar sig að leggja götur öðru- vísi en steyptar eða malbik- aðar, en það er hreint ekki svo lítið vérk og mun kosta skild- inginn. Smámyntarskortur. SMÁMYNTARSKORTURINN í landinu fer versnandi með degi hverjum, jafnvel opinber- ar stofnanir og embætti géta ekki lengur gefið til baka og hvetja menn til að koma með skiftimynt með sjer þegar hið opinbera þarf að borga ut. Fyr- jr löngu voru gerðar ráðstafan- ir til að fá nýja smámynt frá útlöndum, en það er með þá framleiðslu eins og margt ann- að, sem þarf að fá gert, að það dregst lengur en ætlað var. í nokkra mánuði hefir verið von á smámyntinni til landsins, en eftir því, sem best er vitað er hún ójtomin ennþá. Smámyntarskorturinn stafar ekki eingöngu af því að fólk hafi meira fje milli handanna, en áður tíðkaðist. Ókjör öll af íslenskum smápeningum fór 1 festar og glingu’r, sem búið var til handa hermönnum, en þeir keyptu mikið af smápeninga- festum til minja um veru sína hjer á Islandi. Þess er að vænta að fjármála- ráðuneytið reyni nú enn einu sinni að herða á því að smá- myntin nýja fáist til landsins, því erfiðleikarnir eru mjög bagalegir víða í þessum efnum. • Vestur-íslendingur segir frá heimkomu. VESTUR-ÍSLENDINGARN- IR, sem dvöldu hjer á landi í sumar í boði Þjóðræknisfje- lagsins og ríkisstjórnarinnar eru komnir heim til sín. Koma þeirra hingað vakti talsverða athygli og mun mörgum þykja gaman að heyra hvernig þeir lýsa heimkomunni fyrir lönd- um sínum vestra. I erindi sem Stefán Einarsson ritstj. Heims- kringlu flutti skömmu eftir að hann kom vestur sagðist hon- um frá m. a. á þessa leið: ,,Að lýsa allri skemtuninni, sem við höfum haft af heim- ferðinni, er ekki hægt. Að heyra útvarpið stöðugt flytja mál sitt á íslensku, var gaman; að heyra blaðadrengina hrópandi á ís- lensku ög sjá götunöfnin öll á íslensku og matskrár hótelanna, og tala við þjónana á íslensku á hótelunum og börnin á göt- unum, er svo skemtilegt alt og innilegt, að maður gleymir því aldrei. • Ánægður með móttökurnar. „HVAR SEM KOMIÐ VAR, var okkur tekið opnum örmum, segir Stefán ennfremur. En það var fleira en það, sem minti mig á, að jeg var kominn heim. — Fjöllin blá í fjarska, söngur fuglanna, niður fossanna og gnýr brimsins við klettótta strönd, þetta blandast alt svo þægilega æskuminningum þess, sem uppkominn fer að heiman, að honum finst það alt partur af sjer sjálfum. Hann skilur þá fyrst hvað það er að vera kom- inn heim, sem hann hefir ef til vill aldrei skilið eins erlendis. Þarna lýsir sjer skyldleikinn við æskustöðvarnar og þetta er leyndardómurinn að þrá Vest- ur-íslendinga heim og þjóð- rækni þeirra. • Framfaraaldan, sem kom of seint. í EFTIRFARANDI ORÐUM lýsir Stefán ritstjóri skoðun sinni á framfaraöldunni, sem komið hefir öllu af stað á ís- landi, eins og hann orðar það: „Eftir að hafa sjeð Suður- landsundirlendið, Borgarfjörð- inn og hin blómlegri hjeruð heima fór jeg að spyrja sjálfan mig hvort vesturferðirnar hefðu verið nauðsynlegar. Mjer fanst að þeir sem vestur fóru fyrstu 10 til 20 árin, hefðu með hægara móti getað numið land á íslandi, en hjer vestra og það hefði minni fórnir haft í för með sjer fyrir þá. En framfara aldan, sem á síðustu 30 eða 40 árum, hefir sett alt á hreyíingu heima, kom 30 árum of seint. Hefði hún verið risin eins hátt og nú 1874, hefðu líklegast eng- ir vesturflutningar orðið. Það var tíminn, sem þarna kom mest til.greina og meira heldur en landakostir“. Það er sannarlega gleðilegt, að þeir Vestur-íslendingarnir skuli hafa haft ánægju af komu sinhi hingað, þá hefir og til- ganginum með heimboðinu verið náð. MEÐAL ANNARA ORÐA .... aillSllltllMMillllillMMIItMIMIMItlllMMlMiiMlllllMltMSMlliMMMItllllltn SAMKVÆMT tilkynningu frá stjórn sænska hersins, hafa nú ljósfyrírbæri þau, sem víða sáust um Svíþjóð fyrir skömmu, verið rannsökuð eins gjörla og hægt hefir verið. Fyrirbrigði þessi byrjuðu að sjást síðast 1 maí þessa árs, en fregnirnar um fyrirbrigðin voru fáar og strjálar í maí og júní yfirleitt. Var engar ályktanir hægt að draga af frjettum þeim, sem bárust, og ekki var heldur hægt að að fipna neitt samhengi milli viðburða þess- ara og svipaðra viðburða, sem urðu í öðrum löndum á sama tíma. I byrjun júlímánaðar sáust allskonar ljósfyrirbrigði um alt landið samtímis. Svipaðir við- burðir gerðust einnig í byrjun ágústmánaðar. Milli þessara tímabila hafa fregnirnar um þessi ljósfyrirbrigði verið fremur f áar og í september bár- ust aðeins einstakar fregnir um þessa. Með samvinnu við stjörnu- fræðinga var það uppgötvað, að þegar Ijósafyrirbrigðin voru mest, muni hafa verið um loft- steina eða vígahnetti að ræða. Tekur þetta til tímabilanna tveggja í júlí og ágúst, er mest bar á þessu. Þegar 1 byr|un þtssara fyrir- burða vorú láðstafanir gerðar til þess að fylgjast með fyrir- fcrigðum þessum og reyna að Furðuljós yfir Svíþ komast eftir orsökum þeirra. Var sjerstaklega talið að með radartækjum mætti komast að því, hvort ljós þessi stöfuðu frá nokkurskonar skeytum eða flug vjelum. Radartækin sýndu líka viss áhrif og enda önnur verk- færi, en með því að fara eftir þessu fengust engar sannanir, sem óyggjandi mættu teljast. Fram að 1. október hafa alls um 1000 fregnir borist her- stjórninni, og hefir hún látið bera þær saman og vinna úr þeim. Um 80% af þeim eru um hrein Ijósfyrirbrigði, sém lík- legt er að hafi verið vígahnett- ir eða önnur ljósfyrirþrigði í geymnum. Það sem eftir er af frjettunum er all-sundurleitt, hafa sumir bæði sjeð ljós og heyrt hljóð. Flestar eru frá- sagnirnor mjög óljósar og verð- ur að fara mjög varlega í að treysta þeim. Þó hefir nokkr- um sinnum komið fyrir að menn hafa °jeð fyrirbrigði sem ekki geta verið heimfærð til neinskonar ljósfyrirbrigða í lofíi og þar \-ar heldur ekki um að ræða að sænskar flugvjelar væru á ferð. En ekki hefir ver- ið hægt að fylgjast með braut þessara farartækja yfir landið, nje reikna hana út. Þá liggja íyrir margar fregn- ir um að þessu hafi slegið nið- ur í jörðina oíg hafa þéir sem þótst hafa sjeð slíkt- ;eínnig þótst finna leifar af hinu og F öðru, sem hrapað hafi til jarð- ar. Þessar leifar eru venjulega svipaðar annaðhvort koksi eða gjalli, og hefir verið hægt að efnagreina þetta. Með því hefir verið hægt að skera úr um það, að hjer hefir ekki verið um neinskonar skeyti að ræða, s. m af mönnum hafi verið gert. Enn hefir ekkert fundist, sem gæti bent til þess að þetta gæti stafað frá neinskonar vopni af V-tegundinni. Það má því með vissu segja að méirihlutii n af þessum fyr- irbrigðum eru loftljós í geyirn- um. Slíkt kemur oft fyrir, en vekur yfirleitt ekki mikla at- hygli. En þegar athyglin er vakin, fara menn að gefa þesru nánari gætur, og þess vegna hefir hinn mikli frjettafjöldi borist. Sumt af því, sem fyrir hefir komið, verður þó ekki skýrt sem loftljós, en ekki eru fyrir höndum nægilegar sann- anir til þess að segja hvað það hafi verið. (Frá sænska sendi- ráðinu). Sffslu loðfeldum LONDON. Nýlega var brot- ist inn í hús auðmanns nokk- urs í London og hafði þjófur- inn eða þjófarnir á brott með sjer loðfeldi og skartgripi, sem virtir voru á meira en 5000 steriingspund.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.