Morgunblaðið - 29.10.1946, Page 8

Morgunblaðið - 29.10.1946, Page 8
I MORGUNBLAÐIÐ Þi'iðjudagur 29. okt. 1946 —i Minningarorð um í Guðmund frá Eyði GAMALL og traustur bóndi úr Sandvíkurhreppi, Guðmund- ur Einarsson frá Eyði-Sandvík, er andaðist á elliheimilinu Grund þann 19. þ. m., verður 1 dag jai'ðsungmn að Kaldaðar- nesi. Þótt kirkja þess merki- lega en eyyda staðar sje fyr- ir löngu rofin, er kikrjugarð- urinn varðveittur og stöku mað ur hinnar eldrj kynslóðar færð ur þangað til hinstu kvíidar. Guðmundur Einarsson var fæddur að Helgastöðum í Biskupstungnahreppi 6. október 1857 og skorti hann þannig tæpt ár á nírætt er hann ljest. Foreldrar hans voru Einar Þóroddsson og Þorgerður Guð- mundsdóttir, hjón á Helgastöð- um; stóðu þar að báðumegin þróttmiklar bændaættir í upp- sveitum Árnessýslu. Var Guð- mundur kominn í beinan karl- legg af þeim Gýgjarhóls- og Kjarnhaltafeðgum. Gamalíel og Gesti, 17. aldar mönnum, sem fjölmennar ættir eru komnar frá í Biskupstungum, báðum Hreppum og víðar; hefir nafn- festa þessara feðga haldist vel á meðal ýmissa niðja þeirra, einkum þó Gestsnafnið. Guðmundur byrjaði búskap á harðindaárunum um 1880, voru efni þá lítil, en dugnaður og ráðdeild hans var á þann veg, að afkoman varð bráðlega góð, svo að alt stóð föstum fót- um og jókst þannig, að hann var jafnan í röð hinna gildari bænda í sveit sinni og var sjeð fyrir öllum búþörfum með þeim hyggindum og myndarskap, sem öðrum varð til fyrirmyndar. — Eyði-Sandvíkin, er var ábýlis- jörð Guðmundar frá upphafi til enda búskaparáranna var frem- ur erfið, en gat framfleytt mörgum fjenaði, ef fast var á öllu haldið og ekki dokað við. Guðmundur færði sjer mögu- leikana vel í nyt. Hann var ár- risull og kappsamur við alt er hann vann að; var vinnutími hans langur og dagsverkið mik- ið. Guðmundur Einarsson var tví kvæntur. Hjet fyrri konan Guð Einarsson - Sandvík finna og var Jónsdóttir frá Skúfulæk í'Viilingaholtshreppi. Áttu þau ekki börn er úr æsku komust og misti hann þá konu sína eftir stuttar samvistir. Síð- ari konan var Sesselja Jónsdótt ir frá Geirakoti, systir Símon- ar'fræðimanns og bónda á Sel- fóssi. Varð þeim hjónum 10 barna auðið, og eru 7 þeirra á lífi; 1 sonur og 6 dætur. Eru þau systkini tápmikil og hin myndarlegustu og bera þess vott að starfsemi og siðvendni var til fordæmis á uppvaxtar- árunum. — Guðmundur misti Sesselju konu sína árið 1912, eftir mikið og erfitt starf á hinu barnmarga heimili. Fjór- um árum síðav, 1916, brá Guð- mundur búi og seldi jörð sína. Var hann eftir það ýmist hjá börnum sínum eða hjá vanda- lausum, dugmikill til starfa og hollur til ráða öllum er hann vann. Þegar starfskraftar fóru að þverra, leitaði hann sjer næðis og hvíldar í 10 síðustu árin á elliheimilinu Grund, og þar andaðist hann. Var heils- an góð fram í háa elli og bar hann aldurinn vel: og karl- mannlega. Guðmundur Einarsson var þrekmenni, enda þrekmannlega vaxinn og burðamaður að sama skapi. Svipur hans var hreinn og djarfmannlegur og einurð hans gerði sjer engan manna- mun. Hann var skapfastur mað- ur og hjelt kappsamlega á rjetti sínum ef því var að skifta, Kristján Senjamms- son Yfri-Tjömum átfræöur Akureyri, fimmtudag. frá frjettaritara vorum. ÁTTATÍU ára er í dag, 24. okt., merkisbóndinn Kristján H. Benjamínsson, Ytri-Tjörn- um í Staðarbyggð í Eyjafirði. Hann er fæddur að Ytri-Tjörn um. Foreldrar hans voru Benjamín Flóventsson, bóndi þar og Sigríður Jónsdóttir, frá Bringu í Eyjafirði. Kristján útskrifaðist frá Möðruvallaskóla 1891. Búfræð ingur varð hann frá Hvann- eyri 1892. Hann hefur haft margvísleg störf með hönd- um. Hreppstjóri í Öngulstað- arhreppi frá 1939, sýslunefnd- armaður í mörg ár, hrepps- nefndarmaður 1910 til 1938, oddviti 1910 til 1913 og aftur 1928 til 1938, endurskoðandi sýslureikninga um mörg ár, í stjórn Framfarafjelags, 1895 til 1912, safnaðarfulltrúi í 20 ár, í stjórn Kaupfjelags Ey- firðinga, 1906 til 1909, trúnað- armaður búnaðarfjelaganna í Eyjafirði um hríð, ráðsmaður Kvennaskólans á Laugalandi, 1893 til 1895 og haft á hendi mörg önnur trúnaðarstörf. Kristján bjó á Þremi 1895 til 1898, á Rútsstöðum, þar í eitt ár, en á Ytri-Tjömum frá 1899. Hann hefur stórbætt á- búðar- og eignarjörð sína að jarðrækt og húsakosti. Kona hans er Fanney Friðriksdótt- ir, frá Brekku í sömu sveit. Hafa þau eignast 12 börn, sem öll eru á lífi og nú uppkomin og hafa sett mörg þeirra vel til mennta. Meðal þeirra er sjera Benjamín á Laugalandi og sjera Bjarni á Mælifelli í Skagafirði. — í stjórnmálum hefur Kristján Benjamínsson alltaf fylgt Sjálfstæðisflokkn- um að málum. — H. Vald. Prófsmíði Eyjólfs K. Ágústs- sonar verður stillt út í sýning- arglugga Húsgagnaverslunar Kristjáns Siggeirssonar í dag. en sáttfýsi og orðheldni treystu vinsældir hans og virðingu þeirra er kyntust honum á lífs- leiðinni. Einn úr kunningjahópnum. 2>a Sigurður Gunnlaugsson, fyrv. skipstjóri, er 75 ára í dag. Har.n var aflamaður góður á sinni tíð, og dugnaðarmaður hinn mesti, en nú stundar hann að- allega seglasaum. Hann er góður ,,Varðar“-fjelagi. „Bleikir akrar“ nefnist kvik- mynd, sem Tjarnarbíó sýnir um þessar mundir. Aðalhlutverk- ið leikur hin ágæta ameríska leikkona Bette Davis. Þetta er alláhrifamikil kvikmynd, vel leikin og yfirleitt vel tekin, þótt hún kunni að þykja all- langdregin á köflum. Efni myndarinnar er um stúlku, sem fórnar sjer og lífi sínu til að fræða námsfólk í Wales og einkum baráttu hennar fyrir mentun ungs, efnilegs hámamanns. Ungbarnavernd Líknar, — Templarasundi 3, er opin þriðju daga, fimtudaga og föstudaga kl. 3,15—4.'Fyrir barnshafandi konur mánudaga og miðviku- daga kl. 1—2 Bólusetning gegn barnaveiki fer fram á þriðju- dögum kl. 5—6. Þeir, sem vilja fá börn sín bólusett hringi fyrst í síma 5967 milli kl. 9 og 11 sama dag. Dregið var í happdrætti hlutaveltu Styrktar- og sjúkra- sjóðs kaupsýslu- og verslunar- manna í Hafnarfirði í gær, og komu upp þessi númer: Far- miði til ísafjarðar nr. 406, lamb á fæti 2180, 100 kr. í pening- um nr. 752 og 2824, hálft tonn kol nr. 3830, 3227, 617 og 258. — Munanna sje vitjað til B. M. Sæberg, Hafnarfirði. (Birt án ábyrgðar). Slökkviliðið var kallað út þrisvar sinnum um helgina, en ekki urðu skemdir teljandl á brunastöðum. Nefnd sú sem semja á álit og gera tillögur varðandi sauðfjár- sjúkdómavörnunum, var skip- uð 3. sept. s. 1., en ekki s. 1. vor eins og sagt var í Reykjavíkur- brjefinu. Nefndina skipa þeir Árni G. Eylands, Jón Pálma- son og Jónas Jónsson. Mun hún þegar hafa skilað áliti. Fyrsta fræðslukvöld Sigfúsar Elíassonar, var haldið s.l. sunnu dag, í húsi Guðspekifjelagsins við Ingólfsstræti, og var húsið fullskipað. — í sambandi við fræðslukvöldið ljek Eggert Gilfer frumsamið tónverk. Skipafrjettir. Brúarfoss fór frá Kaupmannahöfn 26. okt. til Leningrad. Lagarfoss er í Kaupmannahöfn. Selfoss er á Isafirði í dag. Fjallfoss fer frá Amsterdam í dag, 28. okt. til ók Antwerpen. Reykjafoss fór fra Hull 25. okt til Reykjavíkur, væntanlegur á morgun 29. okt. „Salmon Knot“ fer fíá Reykja- vík kl. 22.00 í kvöld, 28. okt. til New York. True Knot er í New York. Anne kom til Gauta borgar 23. okt frá Kaupmanre- höfn. Lech væntanlegur til Reykjavíkur í fyrramálið, 29. okt. frá Leith. Horsa fór frá Leith 26. okt. til Hull. Tímaritið ,,Jörð“ 1. og 2. hefti sjöunda árgangs er komið ut. Meðal höfunda, sem rita í þetta hefti eru Sigurður Guðmunds- son skólameistari, Steinþor Sigurðsson magister, Guð- mundur G. Hagalín, Gils Guð- mundsson, Pjetur Sigurðsson, en auk þess eru margar ljos- myndir í ritinu, þýddar grein- ar, sögur og kvæði, nótur kímni, skák, húsuppdrættir og margt fleira. Er ritið hið læsi- legasta, bæði að fróðleik og skemtiefni. ÚTVARP í DAG: 8,30—8,45 Morgunútvarp. 12,10—13,15 Hádegisútvarp. 13.30 Útvarp frá sameinuðu Alþingi: Fyrsta umræða um frumvarp til fjárlaga fyrir árið 1947. 13,50—16,00 Miðdegisútvarp. 18.30 Dönskukensla, 1. flokkur- 19,00 Enskukensla, 2. flokkur. 19,25 Þingfrjettir. 20.30 Ávörp til þjóðarinnar uW stofnlánadeild sjávarútvegs- ins (Ólafur Thors # forsætis- ráðherra o. fl.). 20,50 Érindi: Faxaflói og fram- tíð fiskveiðanna við ísland Árni Friðriksson fiskifræð- ingur). 21.20 íslenskir nútímahöfund- ar: Guðmundur G. Hagalín les úr skáldritum sínum. 21.45 Tónleikar: Kirkjutónlist (plötur). Ljett lög (plötur). — Hlutfallskosningar. Frh. af bls. 2. menn nytu en ekki eftir stjórn- málaskoðunum! Jóhann svaraði ræðumönn- um. Að iokum var frv. samþykl til 2. umr. með 16:8 atkv. vísað til allsherjarnefndar. Fjögur stjórnarfrv. voru a dagskrá í Ed. og eitt í Nd., öll til 1. umr. fóru þau til 2. umr- og nefnda. Einnig frv. Sig- Bjarnasonar (um br. á lögum um vinnúmiðlun). «_ " .................................. — ■ 1-9 * mngimmninmimnn—tmnaniinmniHMIIIllUIM IIIIIIHlllllll lill ■lllllllllllllllimll IW niiiiiBiiiiiiiMinnki ■■■'jiinfiiiniiiiiiiimiiiiniiiiMMiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiaiiiiuiiiiikuniiiiiiiiiniiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii»nn1*B>^ A Efflr Robert Sform ■iinnnminnniiii HUHT....N EA'A'. D0E4> HAYE A FÁWIUAR RINð, D0E5N'T IT? HEY, WHAT'4 THAT? DlD Y00 5AY THAT THE 50ICIDE NOTE |5 5IÖNED ■ "A/H05 KPATER" ? H.VivH... H1^ N07E 5AY5 HE'D 3EEN VJCRKlNö IN eECRECV :0R THE PAúT year-that / EXPLA1N5 hiE’ A/íY5TERlOU5 DI5APPEARANCE... 1 / AND HOWi N, AM05 KRATER WA£ A WELL-KNOWN CHEA4IOT.,, HE WA5 WORKlNö ON 50A1E WAR 5TUFF/ WHEN HE Dl5APPEAREP, A60UT A YEAR \ A6o! y FELLOW Þegar X-9 heyrði rfafnið Amós Krater, kannast hann strax við þáð og segir: Amos Krater var vel þekktur efnafræðingur. Hann var að vinna að einhverri hernadaruppfynningu, þegar hann hvarf fyrir hjer um bil ári. O. Garr, fjelagi X-9: Og hjer stendur að hann hafi unnið leynilega í síðastliðiþ ár. Og þetta telur hann skýra hvarf hans, en X-9 er á öðru máli. Hann segir að hiun látni maður sje ekki líkur Karter. Svo fara þeir að athuga hann nánar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.