Morgunblaðið - 29.10.1946, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 29.10.1946, Blaðsíða 12
VEÐURÚTLITIÐ: Faxaflói: Suð-vestan og vestan kaldi eða stinningskaldi. Sumstaðar Ijett- Skýjað. Engin úrslit hjé Fram og Va! ANNAR leikur Walterskepn- innar fór fram á sunnudaginn og var bæði tjörugur og yfir- leitt fremur vel leikinn. Fóru leikar svo að jafntefli varð, 2:2, en ekki var hægt a<5 framlengja sökum þess hve dimmt var orð- ið. Hefði leikurinn að skað- lausu mátt byrja klukkustundu . fyrr. Leikurinn var allur mjög jafn, en sóknarlotur Fram voru oft snarpari en Vals, sem misnotaði ákaflega illa þrjú góð tækifæri í fyrra hálfleik. I þeim hálfleik var ekkert mark skorað. Strax á annari mínútu síðari hálfleiks fjekk Valur horn- spyrnu, sem Snorri skoraði úr, en leikur var varla hafinn fyrr af riýju, en Fram fjekk horn- spyrnu og skoraði Gísli úr henni. Skiptist nú á sókn og vörn og var leikurinn mjög spennandi á að horfa. Þegar farið var að líða á hálfleikinn, skoraði Magnús annað mark Fram, en hjeldir menn nú að Frammarar myndu vinna, en svo fór ekki, því undir leikslok kvittaði Halldór sniðuglega fyr- ir Val. Eins og jeg hef áður sagt sýndu bæði lið góð tilþrif, en skotin voru ákaflega ljeleg. Bestu menn Fram voru þeir Valtýr, Sæmundur og Þórhall- ur en hjá Val voru þeir bestir Frímann, Gur.nar og Sveirin. Þórður Pjetursson dæmdi vel. J. Bn. Áðatfundur Dóm- kirkjusafnaSar Á SUNNUDAG var haldinn aðalfundur Dómkirkjusafnað- arins. Á fundinum voru reikn- ingar lagðir fram og önnur að- alfundarstörf tekin fyrir. Kosn- ing stjórnar fór þó ekki fram að þessu sinni. Borin var fram tillaga frá fjehirði, þess efnis að gefa til Laugarneskirkju 50 þús. krón- ur. Tillagan náði ekki samþykki fundarins. Þá var maður kosinn í nefnd til þess að gera breytingar á útfarasiðum í sambandi við hina nýju kapellu í Fossvogi. Kosinn var cand. theol. Pjetur Sigurgeirsson-. Björn Óíalsson heldur fiðlulónleika BJÖRN ÓLAFSSON fiðlu- jeikari heldur hljómleika ann- að kvöld í Gamla Bíó með að- stoð dr. Urbantshitsch. Eru hljómleikar þessir eingöngu fyrir styrktarfjelaga Tónlist- arfjelagsins < Verkefni Björns eru: Cha- conne í g-moll eftir Vitali„ Sonata í gmoll eftir Tartini (Djöflatrillan). sex þjóðlög fyrir fiðlu og píanó eftir Helga Pálsson, Introduction et Rondo Capriccioso eftir Saint- Saens og 'fiðlukonsert op. 64 eftir Mendelssohn Bartholdy. GREIN UM HITLER — einá og harvn var. Bls. 7. Þriðjudagur 29. október 1946 . ÞANNIG mun Norræna heirnilið á Kárastaðanesi við Þingvallavatn líta út, þegar það verður fullvert, en vonast er eftir að það geti tekið til starfa 1948. Byrjað ú reisa norræna heimiiið við ÞingvalEavatn í SUMAR hefir verið unnið að byggingu Norræna heimilisins, sem Norræna fjelagið gengst fyrir að reist verði við Þing- vallavatn, og er kjallari hússins þegar fuRgerður. Verður húsið tæpir 400 fermetrar að ílatarmáli, 2 hæðir, ris og kjallari undir hálfu husinu. Hefir húsameistari ríkisins, Gufjón Samúelsson, gert teikningu af því. Gert er ráð fyrir að húsið verði tilbúið til notkunar 1946. Á neðri hæð hússins er mat-' salur, setustoía, bókaherbergi, borðsalur, ætlaður um 70 manns, eldhús og herbergi fyr- ir starfsfólk. A efri hæð húss- ins eru 20 svefnherbergi með nýtisku útbúnaði og fylgja sval ir nokkrum þeirra. Þá er og gert ráð fyrir áð hægt verði að koma 10 herbergjum fyrir í rishæð hússins. Hefir hlutafjelág verið stofn að innan Norræna fjelagsins til þess að hrinda þessu máli í fram kvæmd. Er hlutafjeð nærri 200 þús. krónur, en lofað hefir ver- ið nær 300 þús. krónum. Gert er ráð fyrir að byggingin muni kosta um IV2 milj. kr. Hefir Norræna fjelagið og „Norræna heimilið h.f.“, skrifað Alþingi brjef, þar sem farið er fram á 500 þús. króna framlaag frá ríkinu. Segir í brjefi þessu m.a.: Fjelagsheimili og gistihús. „Norræna íjelagið vinnur, sem kunnugt er, að auknum og bættum samskiftum á milli Norðurlandaþjóðanna á sviði menningármála, og hverskonar annara viðskifta, eftir því sem það hefir tök á. Til þess að greiða fyrir þeim samskiftum og til þess að geta veitt þeim Norðurlandabúum., er til lands- ins koma sæmilegar viðtökur, hefir fjelagið gengist fyrir því að reist verði myndarlegt gisti hús við Þingveili. Jafnframt því sem gistihús þetta er hugsað sem samkomustaður fyrir þau mót og námskeið, sem Norræna fjelagið gengst fyrir, svo og dvalarstaður fyrir fjelagsmenn þess, er gert ráð fyrir að hægt verði að taka þar á móti öðr- um innlendum sem erlendum gestum, er vilja dvelja nokk- urn tíma við sæmileg þægindi í skauti hins fagra fornhelga þingstaðar“. Hússtjórnarskóli á vetrum. Þá segir ennfremur: „Líklegt má telja að ekki verði þörf á að reka þarna stórt gistihús allan veturinn. En þá er hugmyndin að hafa þar fyr- irmyndarhússtjórnarskóla þann tíma, sem gistihúsið starfaði ekki. Eins og kunnugt er, er hjer mikill skortur á hússtjórn- arskóla og þurfa stúlkur að bíða svo árum skiftir eftir því að komast á slíka skóla og margar stúlkur leita til útlanda til þess að afla sjer þessarar nauðsyn- legu menntunar, en það kost- ar þjóðina mikið fje í erlend- um gjaldeyri. Á einu ári hef- ir Norræna fjelagið t. d. verið beðið að sækja um skólavist á hússtjórnarskólum á Norður- löndum fyrir um 80 stúlkur. Mun það láta nærri að það kosti þjóðina um V2 milj. kr. í er- lendum gjaldeyri. En þessi mikla aðsókn að erlendum hús- stjórnarskólum sýnir hve mik- il vöntun er á slíkum skólum í landinu. Með byggingu þess húss, er hjer ræðir um, má bæta úr brýnni þörf, sem mjög er að- kallandi að úr verði bætt sem fyrst, þ. e. a. s. gistihúss- og hússtjórnaskólaþörfinni“. London fil Praci LONDON. Farnar hafa nú verið flugferðir til reynslu á flugleiðinni milli London og Prag beint. Var það bresk Viking-vjel, sem fór fyrstu ferðina og hafa reynsluferðirn- « ar gengið ágætlega. Nýr bæjarsljóri á Tveir menn leknir fyrir ávísanafah FYRIR nokkru síðan voru tveir menn teknir fastir ogj ákærðir fyrir ávísunarfölsun. Þessir náungar stálu ávísun- arblöðum úr tösku drukkins manns og fölsuðu út á þær 9.600 krónum. Fjárhæð þessari vörðu þeir til áfengiskaupa. Er ávísanirn ar komu í bankann, var ekki næg innistæða fyrir þeim og var eiganda tilkynnt þetta. Ekld kannaðist hann við þessi viðskipti. Er hjer var komið afhent hann rannsóknarlög- rtglunni málið til athugunar, Þetta var í septembermán- uði og hefir síðan verið unnið að rannsókn þesssa máls, eö hafði í för með sjer fangelsun tveggja manna. Lögregiurann sókn er nýlega iokið og bíða þjófarnir báðir dóms. Blaðænamanám- Á FUNDI bæjarstjórnar Akraness er haldinn var á föstudagskvöld, var kosinn nýr bæjarstjóri fyrir Akra- neskaupstað. Guðlaugur Ein- arsson, cand jur, var kosinn. Hann mun taka við starfi sínu 1. nóv. næstkomandi. Fráfarandi bæjarstjðri er Árnljótur Guðmundsson, er sagði starfi sínu upp um síð- ustu áramót, a ssns NORRÆNA fjelagið hefir ákveðið að gangast fyrir blaða mannanámskeiði hjer næsta sumar fyrir blaðamenn frá hinum Norðurlöndunum. Hefir fjelagið boðið þrem þátttakendum frá hverju landi. Lagt til að gjaldskrá Landssímans hækki veruiega SÍMARÁÐSTEFNAN, sem haldin var hjer í bænum í fyrri viku leggur til að gjaldskrá Landssímans verði hækkuð veru- lega frá því sem er, þar sem rekstrarhalli er nú á stofnun- inni. Ennfremur leggur ráðstefnan til að hraðað verði aðkall- andi framkvæmdum símans og þá fyrst og fremst jarðsím- anum milli Reykjavíkur og Akureyrar. Eftirfarandi frjett um ráðstefnuna hefir blaðinu borist frá póst- og símamálastjórn- inni: „Dagana 19.—25 okt var'* * haldin símaráðstefna í Reykja- vík. Ráðstefnuna sátu auk póst- og símamálastjóra síma- stjórarnir á Akureyri, Borðeyri, ísafirði, Seyðxsfirði, Siglufirði og í Vestmannaeyjum, Bæjar- símastjórinn og Ritsímastjór- inn í Reykjavík, skrifstofu- stjóri landssímans og yfirverk- fræðingur. Aðkallandi framkvæmdir. Rætt var meðal annars um hag og r'ekstur landssímans og aðkallandi framkvæmdir til endurbóta og nýsköpunar á símakerfi lndsins, auk ýmissa sjermála varðandi starfrækslu símanna. Raðstefnan gerði meðal annars eftirfarandi álykt un: „Símaráðstefnan 1946, held- in í Reykjavík dagana 19.—25. október, lítur svo á, að hraða beri sem mest nýsköpuri þeirri á símakerfi landssímans, scm þegar er hafin, til þess að það geti fullnægt þörfum lands- manna og þó einkum með til- liti til hinnar öru þróunar, sem nú fer fram á sviði atvinnu- lífsins. ■ Jarðsíminn milli Reykjavíkur og Akureyrar. Framar öllum símafram- kvæmdum beri að hraða lagn- ingu jarðsímans milli Reykja- víkur og Akureyrar, og skorar ráðstefnan á ríkisstjórn og Ál- þingi að tryggja nú þegar nægi legt fje og gjaldeyri til þess að unnt verði að taka jarðsím- ann í notkun eigi síðar en á ár- inu 1948, þar sem núverandi línuskortur milli Suður- og Norðurlands er algerlega óvið- unandi, en hann hefir víðtæk áhrif á símaafgreiðsluna um allt land. Rekstrarhalli. Símaráðstefnan telur ófært að landssíminn sje rekinn með rekstrarhalla eins og nú er og lítur svo á, að óhjákvæmilegt sje að hækka verulega gjald- skrá landssímans til meira sam- ræmis við þá hækkun, er orð- ið hefir á kaupgjaldi, efnis- kostnaði og rekstrarkostnaði yfirleitt“.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.