Morgunblaðið - 02.11.1946, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 02.11.1946, Blaðsíða 2
M0 R GUNBLAÐIÐ Laugardagur 2. nóv. 1S4S 40 þjóðir hluthafar í Samtal við íulitrúa íslands, Magnús Sigurðsson bankastjóra MAGNÚS SIGURÐSSON bankastjóri er nýlega kominn heim írá Ameríku. Hann sat þar fyrsta ársfund alþjóðabankans er haidinn var í Washington. Um 40 þjóðir eru hluthafar í b'ank- anura þ. á. m. íslendingar, sem kunnugt er. Samhliða var hald- inn ársfundur alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Thor Thors sendiherra var fulltrúi íslands á þeim fundi. Tíðindamaður frá Morgunbl. átti tal við Magnús bankastj., sem snöggvast í gær og spurði hann frá ferðum hans og fundi þessum. Hann skýrði m. a. svo frá: Bankafundurinn hófst 27. sept. og stóð yfir í viku. Þeir sem sóttu fund þenna skiftu hundruðum. Forseti fundarins var John Snyder fjármálaráðh. Bandaríkjanna. Setti hann fund inn með hátíðlegri ræðu. Umsóknir um lánveitingar. Eitt aðalverkefni fundarins var að athuga og taka afstöðu til umsókna frá ýmsum þjóð- um, er bankanum hafa borist um lánveitingar og sjá um að öll skilríki er fylgja þeim um- sóknum væru í lagi. í byrjun fundarins voru born ar fram umsóknir frá nokkrum þjóðum um það, að þær mættu gerast hluthafar í bankanum. M. a. köm umsókn frá Dönum. Var henni vel tekið. tá voru teknar fyrir umsókn irnar um lánveitingarnar. Var þeim tekið misjafnlega, enda höfðu þær verið misjafnlega undirbúnar. Samþykt var að veita Ðönum 50 milj. dollara lári. Einnig var rætt um lán til Belgíu allmiklu hærra, sem sennilega verður veitt. — Lán þéssi eru sumpart veitt bein- línis úr bankanum, en sumpart tekin á frjálsum markaði, með ábýrgð bankans. alþjóðabankanum Hugh Dalton forseli. Kosinn var nýr forseti bank- ans, fjármálaráðherra Breta, Hugh Dalton. Verður næsti árs fundur haldinn í London í sept. naéstk. Dalton þótti mjer bera af öllum mönnum, er fram komu á fundi þessum fyrir margra hluta sakir Hann er frábærlega msmdarlegur mað- ur að vallarsýn og ræðumaður með afbrigðum góður. Er sett var íft ir hann hljóðnemi fyrir gjallarhorn, þá sagði hann, að þess gerðist ekki þörf, því að sá mannsöfnuður er þarna væri samankominn, myndi getá heyrt til hans án þessa útbún- aðgr. Hann mintist fornvinar síns Kéynes lávarðar. — Hafði Dalton setið á skólabekk hjá þessum fjármálasnillingi, og alla æfi notið þess. Þegar Key- nerj lávarður hafði að miklu lexti látið af störfum, en Dal- tonf aftur á móti tekið að sjer ábýrgðarmikií störf, þá hafði hinb aldraði kennari oft komið til jians og lagt honum góð ráð, enda þótt Dalton væri jafnaðar maðúr én Tiinn íháldsniáður'.' : Magnús Sigurðsson. Island og alþjóðabankinn. Er talið barst að þátttöku íslendinga í bankanum, sagði Magnús bankastjóri m. a. að fulltrúi okkar íslendinga í bankastjórninni væri belgískur. í framkvæmdaráði bankans eru ellefu fulltrúar. En þareð þjóð- irnar, sem eru hluthafar bank- ans eru nál. fjórum sinnum fleiri, þá hafp. smáþjóðir sam- einast um sama fulltrúa. Þegar bankinn var stofnaður, þótti það hentúgt, að við hefðum samvinnu með Belgíu, Noreg og Luxemburg um fulltrúa. — Ætla Danir að vera í sama hópnum.Fulltrúi í framkvæmda ráðinu fyrir þessar þjóðir, hefir verið Jean Vauthier, en fram- kvæmdastjóri eða starfsmaður í bankanum fyrir hönd þeirra maður að nafni Basyn. — Hvað um tillag okkar ís- lendinga til bankans og gjald- eyrissjóðsins? Það var ákveðið í Upphafi, að vera skyldi ein miljón doll- ara í hvorri stofnuninni fyrir sig, og skyldi borgast að nokk- uru leyti í gulli, en að mestu leyti til landsins.sjálfs, svo hægt væri að grípa til þess, hvenær sem væri, ef hjer ætti eitthvað að lána eða kaupa á vegum bankans. Tillög þessi eru að miklu leyti greidd. Fara greiðslur þessar fram samkvæmt fyrirfram sett- um reglum. ^ Ef nýsköpunín mistekst, þá brestur grundvöllurinn undir athafnalífi þjóðarinnar. Það má aldrei verða og ráðið til að hindra það er að kaupa sem mest af vaxtabrjefum Stofn- lánadeildarinnar. @ Munið að vaxtaHrjef Stofn- lánadeildarinnar til 5 ára gefa ykkur 50% hærri vexti en þið fáið af innstæðufje í sþárisjóði. ÓSKAR GÍSLASON ljós- myndari hefir gert kvikmynd, sem hann nefnir „Reykjavík vorra daga“. Tekur um tvær klukkustundir að sýna mynd- ina, sem er 4000 feta löng, 16 mm, eða mjófiima. Öll er myndin tekin í eðlilegum lit- um. Óskar segist hafa ráðist í að taka þessa kvikmynd í tii efni af 160 áraafmæli Reykja víkur, sem var 18. ágúst s.l.. ár. Er fljettað inn í myndina sýningum frá hátíðahöldum á afmæli Reykjavíkur s.l. sum- ar. TVEIR LEIKARAR. Kvikmyndin hefst með því að tveir kvikmyndaleíkarar koma fram. Eru það ung stúlka (Snjólaug Sveinsdótt- ir) og ungur piltur (Tómas Tómasson frá Keflavík). Þau eru að drekka eftirmiðdags- kafi í Hressingarskálagarðin- um á afmæli Reykjavíkur og taka sig saman um að fara að skoða borgina. Þau fara í Tivoli, skoða.sig um í bænum ungfrúin fer í flugferð yfir Reykjavík. Síðan ganga þau á víð og dreif og sjá það, sem rnarkverðast þykir í bænum. M. a. fara þau í Hótel Borg tii að fá sjer snúning. Gamla Bíó 40 ára i Gamli salurinn í „Fjalakettinum“. Óskar Gíslason Myndin er þögul, en með texta og hefir Þorleifur K. Þorleifsson teiknað textana, c-n formála fyrir myndinni mun Jón Aðils tala inn á plötu SÝND Á NÆSTUNNI. Frumsýning á þessari Reykjavíkurmynd verður væntanlega seint í nóvember, eða um mánaðamótin nóv.— des. í Tjarnarbíó, en síðar mun myndin væntanlega ve-rð^i sýnd í nágrenninu og úti á I.andi. Þá hefir svo um samist níilli Óskars og kvik- myndaklúbba vestan hafs, að myndin verði sýnd þar, nokk uð stytt og væntanlega gefst Islendingum vestan hafs einn ig kostur á að sjá myndina. Það munu vafalaust margir hafa gaman ht að sjá hessa kvikmynd. Blaðamenn sáu kafl.a úr henni í gærdag og iíkáði margt vel í lienni og ’sumt 'stórvéí. ’ GAMLA BIO — fyrsta kvik- myndahús í Reykjavík — er 40 ára í dag.'Það var stofnað af dönskum manni, Fr. Warburg í Kaupmannahöfn, sem sendi i-i.igað Albert Lind til þess að kczna upp kvikmyndahúsi. Var þctla fyrsta kvikmyndahús í Reykjavík og tók til starfa að- cins 11 árum, eftir að fyrst var farið að sýna „lifandi myndir“ í Berlín og París. Fyr.irtækið gekk fyrst undir nafninu „Reykjavíkur Biographteater", en nafnið breyttist brátt í ,,Bíó“ og síðar í Gamla Bíó, eft- ir að Nýja Bíó var tekið til starfa í Hotel ísland, 1912. P. Petersen keypti Gamla Bíó 1913, en hann hafði verið starfsmaður þess frá byrjun. Starfrækti hann fyrirtækið, bygði því nýtt og vandáð hús 1927, en seldi það síðan hluta- fjelagi því er nú á Gamla Bíó 1939 og fluttist þá af landi burt til Hafnar. Núverandi fram- kvæmdastjóri Gamla Bíó er Haíliði Halldórsson. Þegar leið yfir bíógesti. P. Petefsen skrifar skemti- legan endurminningarþátt í lítið minningrrrit, sem Gamla Bíó gefu.r út í tilefni afmælis- ins. Segir hann þar frá stofn- un og fyrstu árum Gamla Bíó í „Fjalakettinum“ við Bröttu- götu. Fyrstu sýningartækin vor.u handsnúin. Margir þektir borgarar áttu sín föstu sæti í bíó og komu á hverja nýja mynd. Fyrst k.ostuðu aðgöngu- miðar 15, 25 og 35 aura, en sýningargjald var bæjaryfir- völdunum greitt 2 krónur á kvöldi og rann það fje í fátækra sjóð. Bæjarbúar höfðu ekki mikla trú á að þetta fyrirtæki myndi ganga og þegar Peter- senlímdi yfir auglýsingaspjöld á götunum „síðasta sinn“ heyrð ust menn segja: „Auðvitað gat þetta ekki gengið lengi“, eða „loksins hætti þetta helvíti“. Petersen segir í endurminn- ingagreip sinni, að ein hrotta- legasta mynd sem hjer var sýnd á fyrstu árum kviknyndá hússins hafi verið „Uppskurðir dr. Doyens“. Sú mynd var sýnd á eftir venjuiegum sýningum og kostaði aðgangur að hennl 35 aura. A meðan hún var sýnd leið daglega yfir 40—-50 aanns og voru þeir vaktir til lífsins með hoffmansdropum. Togara- eigandi hjer í bænurn kom augnablik til að horfa á mynd þessa. Honum voru boðnir hoff- mansdropar er hann kom út eft ir að hafa horft á myndina skamma stund. Hann kvaðst ekki þu: "a þeirra með. En í sömu andránni leið yfir hann og hann valt niður allar tröpp- ur, án þess að meiða sig þó Næsta kvöld fór eins fyrir ung- um manni, sem starfaði í stjórn arráðiríu. Petersen forstjóri, sem nú á kvikmyndahús í Kaupmanna- höfn, sem heitir „Atlantic Bíó“' skrifar undir grein sína: „Bíó- petersen“, en undir því nafni var hann lengst af þektur hjer í bænum. Góð húsakynni. Þegar Gamia Bíó í Ingólfs- stræti var opnað 1927 var bað glæsilegasta samkomuhús bæj- arins. Þótti það einkar hent- ugt til hljómleika og hafa þar margir frægir hljómlistarmenn komið fram, þar á meðal heims- frægir snillingar. Petersen ,sparaði í engu íil þess að húsið yrði sem full- komnast. T. d. voru gólf öll j gummilögð, en það var nýlunda þá, ennfremur nýtísku loft- ræsting og svonefnd „óbein“ raflýsing, sem einnig var ný- lunda þá hjer á landi. Kvikmyndir sem koma. í afmælisheftinu er sagt frá því að hin einstæða teikni og hljómlistarmynd Walt Disney, Fantasia, verði afmælismynd Gamla Bíó í dag og næstui daga. Ennfremur er getið um nokkrar nýjar kvikmyndir sem væntanlegar eru. Þar á meðal (Framh. á bls. 12). ------——r..................................................»■'»«' -------- • , v, ; \ 1 1’ »b ’. ■ . ' , ' ... * ,»■-•»- . ■ ý '■.<■■: "'•" ' i ....... ... .*■ , ■ . v ......... 1 • . " * . • ' • ;. ■••:..“•> ’ír 'cí ■ 'I r : . V • “ í ■; Ný’i Gamla tíío-salúrinn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.