Morgunblaðið - 02.11.1946, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 02.11.1946, Blaðsíða 5
Laugardagur 2. nóv. 1946 MORGUNBLAÐIÐ 5 Mrjef frá Ælþinffi: Góð afkoma ríkissjóðs — Rekfor húsnæð- islaus — Læknaleysi — Hjeraðsskjalasöfn — Samkomuhúsasjóður — Þingmenn og sfofnlánadeildin MERKASTA viðburð þess- arar viku á Alþingi verður vafalaust að telja ræðu fjár- málaráðherra og umræðurn- ar um fjárlagafrumvarpið er fram fóru s.l. þriðjudag. Samkvæmt upplýsingum táðherrans nam rekstraraf- jgangur ríkissjóðs á s.l. ári kr. 22,6 millj. kr. Tekjur ríkissjóðs á árinu reyndust 165,8 millj. kr., en höfðu verið áætlaðar 108,2 millj. kr. Fóru tekjurnar þannig 57,7 millj. kr. fram úr óætlun. Rekstrarútgjöld voru áætl- lið 100,2 millj. kr. auk greiðslna samkv. sjerstökum lögum og þingsályktunum. Ef þær greiðslur eru meðtaldar verður áætlunarupphæð gjald anna 130,6 millj. kr. Gjöldin reyndust hinsvegar 143,2 millj. kr. og hafa því farið fi am úr áætlun er nemur um það bil 12,6 millj. kr. RÍKISSKULDIRNAR Við ársiok 1945 voru skuld- ír ríkissjóðs 33,7 milij. kr. Er- lendar skuldir eru nær engar. Er þar um að ræða mjög þýð- ingarmikið atriði þegar ræðir ur fjárhag ríkisins. Erlendar skuldir hafa nú nær allar ver- ið greiddar upp. Hefur sú greiðsia farið fram á árunum 1939—1945. Hrein eign ríkis- sjóðs er nú 126,6 millj. kr. og er hærri en nokkru sinni fyrr. Það má segja að engan þurfi að furða á hinum bætta fjár- hag ríkissjóðs. Hagur lands- manna allra hefur stórbatnað á s.l. 6 árum. Þess vegyia væri það óeðlilegt ef hagur ríkis- sjóðs hefði ekki batnað til mikilla muna. En framkv. ríkissjóðs á þessum árum hafa einnig verið miklar og' fjárfrekar. Verklegar fram- kvæmdir hafa aldrei verið meiri. En nýjar framkvæmd- ir kalla stöðugt að. Þrátt fyr ir stórauknar vegagerðir bíða fjölmörg byggðalög, sveitir, kaupstaðir og þorp, eftir að komast í vegasamband. Stór- fijót eru óbrúuð og hafnir vantar víða á stöðum, sem liggja vel við miðum. í skóla- málunum er einnig mikið verk og fjárfrekt fram undan. Tugir ef ekki hundruð skóla- bygginga eru í undirbúningi. lYfirleitt eru húsnæðismál skólanna víða í hinu ömurleg asta ástandi. Þannig mætti’ lengi telja. FJÁRVEITINGANEFND Fjárveitinganefnd er nú tekin til starfa og vinnur nú hvern dag 4—5 klst. Hefjast fundir hennar kl. 9 árdegis í henni eiga níu menn sæti og er hún þannig fjölmenn- asta nefnd þingsins. I henni eiga sæti 4 Sjálfstæðismenn, 2 framsóknarmenn, 2 social- istar og 1 alþýðuflokksmaður. Starf fjárveitinganefndar verour nú eins og oft áður erfitt og umfangsmikið. Til hennar berast hundruð fjárbeiðna frá éinstaklingum og fjelagssamtökum í landinu. í kring um ríkissjóðinn sjást jafnan margar hendur á lofti. Sumar þeirra fá úrlausn, aðr- ar ekki. Það er vandasamt verk og ekki vinsælt að vega og meta nauðsynina í þessum efnum. En það verður fjár- veitinganefnd og síðan Al- þingi í heild að gera. REKTOR HÚSNÆÐISLAUS En nú stendur illa á fyrir rektor hins 100 ára gamla menntaskóla í Reykjavík. — Ibúo hans í gamla skóiahús- inu hefur verið tekin í þágu skólans en rektor verður að búa austur í Árnessýslu í seli skólans í Reykjakoti. í tilefni þessa ástands hefur Jónas Jónsson flutt þings- ályktunartillögu þar sem skor að er á ríkisstjórnina að sjá um að rektor fái húsnæði taf- arlaust „mjög nærri skóla- byggingunni“. Ástæðu húsnæðisleysis rektors telur flm. tillögunnar þá, .„að menntamálaráðherra hefur opnað skólann svo fyrir nýjum nemendum, samkv. löggjöf um það efni, sem sam- þykkt var á Alþingi í- vetur, að ekki var annars kostur en að táka íbúð þá, sem skóla- meistari hefur haft frá dög- um Sveinbjarnar Egilssonar, fyrir kennsluherbergi. Eru þessar aðfarir líkar því, ef samgöngumálaráðh. Ijeti skip- stjórana á Esju og Súðinni dveljast í Grímsey til þess að hægt væri að taka fleiri far- þega í íbúð þeirra. Yrði skip- ið þá án stjórnar, en yfirfullt af farþegum". Þessi tiivitnuðu ummæli eru í greinargerð tillögunnar. Víst er um það að húsnæð- isleysi rektors er naumast sæmandi og nauðsynlegt að úr því verði bætt. En af því að minnst var á ástand það sem ríkt hefur í menntaskólanum mörg und- anfarin ár, stranga takmörk- un nemendafjölda hans, verð- ur það að segjast að það hef- ur ekki síður verið til van- virðu. í því hefur húsnæðis- lejrsið átt ríkan þátt. Það vandamál er áreiðanlega ekki leyst þótt íbúð rektors hafi nú verið tekin í þágu kennslu- starfa. HJERAÐSSKJALASÖFN. Jón á Reynistað o. fl. flytja í Nd. frv. um hjeraðssjala- söfn. Aðalefni þess er að sýslu- nefndum og bæjarstjórnum í kaupstöðum utan Rej'kjavík- ur, er heimilað að koma á fót í sýslunni eða bænum hjeraðs- skjalasafni, er varðveiti á sem tryggilegastan hátt skjöl og handrit og aðrar ritaðar heim- ildir, sem snerta sjerstaklega hlutaðeigandi sýslu- eða bæj- arfjelag. . Þjóðskjalavörður skal hafa yfirumsjón þeirra og er geymslustaður háður samþykki hans. Þegar hjeraðsskjalasafn hefur verið stofnað á það rjett á að fá til varðveislu skjala- söfn hreppstjóra, sýslunefnda og bæjarstjórna, hrepps- nefnda, undirskattanefnda og sáttanefnda. í fjárlögum skal kveðið á um styrk til hjeraðsskjala- safna. Rjettur hjeraðsskjafasafna til fyrrgreindra skjala skap- ast þá fyrst er þau eru orðin 20 ára gömul. I greinargerð frv. bentu flm. á það að fráleitt sje að draga til Reykjavíkur og safna þar saman öllum fáanlegum heimildum um athafnir þjóð- arinnar hvaðanæva af land- inu, ef til sjeu góðir gevmslu- staðir þar, sem þessar heim- ildir eigi raunverulega heima. Óheppilegt sje að hjeruðin úti: á landi verði „gerrúin af öll- um heimildum, er snerta sögu þeirra“. Hjer er drepið á athyglis- verðu máli. Undanfarin ár hefur í einu og öllu verið að því stefnt að centralisera ef svo mætti að orði komast, svo að segja alla hluti í höfuðstaðnum. — Vel flest það, sem einhvers er virði hefur orðið að vera í Reykjavík og hvergi nema í Reykjavík. Höfuðborgin hlýtur um marga hluti að hafa sjerstöðu, því neitar enginn. Þar hljóta margar höfuðstofnanir þjóðar innar og ríkisins að standa. En að mínu áliti hefur þó verið gengið mikils til of langt í þessum efnum. Afleiðingar þess eru auðsæjar af fjölmörgj um staðreyndum og þó fyrst og fremst af þeim jafnvægis skorti, sem einkennir í dag ís- lenskt þjóðlíf, atvinnulíf og menn ingar starf semi. Umrætt frv. Jóns á Reyni- stað snertir aðeins einn þátt þessa máls e.t.v. ekki óveru- legan. En að því hlýtur og verður að koma, að fleiri hlið- ar þess verði teknar til athug- unar. Þao er áfeiðanlega ekki aðeins okkar ungu og að ýmsu leyti myndarlegu höfuð- borg, heldur og allri þjóðinni fyrir bestu. ORLOF SJÓMANNA Hermann Guðmundsson og Sigurður Guðnason flytja frv. um breytingu á orlofslögun- um. Með því er lagt til að allir sjómenn fái fullan rjett til or- lofsfjár á kostnað útgerðar- manna. Er þetta fyrsta mál er Hermann Guðmundsson flyt- ur á þingi. LÆKN ASKORTUR Hermann Jónasson og Páll Zophoníasson flytja fyrir- spurn til fjelagsmálaráðherra um hvað líði störfum nefndar þeirrar, er ríkisstjórninni var falið að skipa með ályktun Alþingis frá 11. mars 1945 til að athuga og gera tillögur um skipan læknishjeraða og lækn isþjónustu í sveitahjeruðum. J læknishjeruð eru nú lækn islaus í landinu og hafa flest þeirra verið það um árabil. Þessi mál virðast ekki ætla að verða auðleyst. En þau eru sannarlega alvarlegs eðlis. — Orðugleikar fólksins í hinum læknislausu hjeruðum eru ó- skaplegir. Þess eru dæmi að ein sjúkravitjun hefur þar kostað fleiri þúsundir króna. Sumstaðar hefur það hent að ómögulegt hefur verið að ná til læknis dögum og jafnvel vikum saman þótt bráða nauð svn ræki til. Við slíkt öryggi búa nú þúsundir manna í landinu. En það virðist vera hægra að tala um þessi mál en leysa þau. Læknarnir fást ekki í þessi hjeruð, þeir vilja ekki flytja í fámenni þeirra og strjálbýli. Það er staðreynd. En getur þetta ástand staðið lengur? Alls ekki. Heilbrigðis stjórnin verður að gera ítrustu ráðstafanir til þess að bæta úr þessu. SAMKOMUHÚSASJÓÐUR Sigurður Bjarnason og Ing- ólfur Jónsson flytja í Nd. frv. um stofnun samkomuhúsa- sjóðs, er hafi það hlutverk að styrkja íbúa sveita- og kaup- túna til þess að koma upp hjá sjer samkomuhúsum og fje- lagsheimilum. Leggja þeir til að frá 1. jan. 1948 verði % hlutar skemmt- anaskattsins látnir renna í þennan sjóð. 14 hluti hans renni áfram í Þjóðleikhúss- sjóð, sem rekstrarstyi'kur. Þjóðleikhúsinu mun verða lokið á næsta ári. Því íagnar öll þjóðin. Að því verður leik- listinni í landinu ómetanlegxtr fengur. En fjelagslíf landsmanna ut- an Reykjavíkur berst í bökk- um. Samkomuhús eru í sveit- um, kauptúnum og jafnvel kaupstöðum yfirleitt ljeleg ©g sumstaðar ekki til. Á sú stað- reynd áreiðanlega ríkan þátt í flótta ungs fólks frá lands- byggðinni til Reykjavíkur. — Æska nútímans krefst f jelags- lífs og skemmtana. Hún leit- ar þangað, sem þær eru að fá. Frá því fá engar fortölur aftr- að henni. Hvorki aukin vjela- notkun nje rafljós geta kornið henni í stað fjelagslífs. Þess vegna er hjer um þýðingar- mikið mál að ræða. Þjóðleik- húsið hefur verið byggt upp fyrir skemmtanaskattinn frá öllu landinu. Það hefur verið allri þjóðinni metnaðarmál að byggja leiklistinni virðulegt höfuðhof í höfuðborginni. Nú er því að verða lokið. En þá má ekki skorta víðsýni til þess að myndarlega sje tekið á þörfum dreifbýlisins í fjelags- málum. Fólk þar vill einnig geta mætst á samkomum, sjeð leikrit og kvikmyndir, iðkað íþróttir og dansað í myndar- legum og fögtrum húsakynn- um. En þess á það óvíða kost nú. ÞINGMENN OG STOFN- LÁNADEILDIN Fyrir forgöngu forseta Al- þingis í deildum og samein- uðu þingi hefur undanfarna daga gengið listi milli þing- manna er þeim hefur verið gef inn kostur á að skrá sig á fyr- ir brjefum stofnlánadeildar Landsbankans. — ‘Höiðu 20 þingmenn þar af 3 ráðherrar skráð sig á listanmí dag. Fer vel á því að þingmenn sýni hug sinn til nýsköpunar sjávarútvegsins í þann mund er mjög er skorað á allan al- menning að kaupa umrædd vaxtabrjef. Hjer hefur á undanförnum árum mikið verið rætt um nauðsyn nýsköpunar. Nú gefst þjóðinni allri tækifæri til þess að sýna trú sína á hana og vilja til þess að taka þátt í henni. Alþingi, 1. nóv. ’45. S. öj.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.