Morgunblaðið - 02.11.1946, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 02.11.1946, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ Laugardagur 2. nóv. 1946 Er aukíð íýSræSi „skemmdarsiarf- semi oe|!i verka- týðshreyfinganni"! ÞEGAR núverandi forseti Alþýðusambands íslands, Her- mann Guðmundsson, tók við forsetatigninni í allsherjar fjel- agsskap verkalýðsins, mun vissulega mikill fjöidi verka- manna hafa vænst þess, að hann mundi beita sjer fyrir að fá framgengt þeim umbótum í fjelagsmálum verkam. er hann var. einna kunnastur fyrir að hafa beitt sjer fyrir. Hann hafði barist fyrir því, ásamt Sjálf- stæðismönnum, að skapa ,,ó- háða verkalýðshreyfingu, sem byggð er á frelsi, jafnrjetti og skilningi“. Hann hafði gert að kjörorði sínu: ..Heilsteypt og ó- háð stjettarsamtök, sem byggð eru upp á skiiningi milli stjett- anna, en ekki stjettaríg“. Hann var formaður útgáfustjórnar málgagns verkamanna, sem boðaði þá stefnu af fyllstu ein- urð, að til þess að ná þessum tilgangi yrði að koma á hlut- fallskosningum innan verkalýðs samtakanna við kosningar til trúnaðarstarfa. Hermann Guð mundsson hefir verið tómlát- ur um þetta baráttumál sitt meðan hann hefir setið í for- setastóli- alþýðusamtakanna. Jóhann Haístein hefir nú borið fram á Alþingi frumvarp, sem stefnir að því, að skylt sje að viðhafa hlutfallskosningar til trúnaðarstarfa innan verka- lýðsfjelaganna, ef % hluti með- limanna óskar þess. Þjóðviljinn hefir ráðist ■ með dólgslegum hætti að flutnings- manni þessa frumvarps. Sagt að hann sje að „fitja upp á skemd- arstarfsemi gegn verkalýðs- hreyfingunni“ og talar um „ó- svífna árás á alþýðusamtökin“. Forseta Alþýðusambandsins, Hermanni Guðmundssyni, hljóta að liafa komið sííkar á- sakanir út af þessu máli kyn- iega fyrir sjónir. Þótt hann sje nú í Spsíalistaflokknum voru hlútíallskosniogamar hans mikla rjettlætismál. Margir hefðu vænst ii'isinnis hans við málflutning Jóhanns Ilafstein, sem er framhald af baráttu Hermanns Guðmundssonar. Til þessa hefir hann því miður brostið manndóm, og lætur nú gott hcita, að „rjettlætismál“ hans sjálfs, sje kallað „árás á alþýðusamtökin“. Svéinbjörn Hannesson hefir skrifað grein um þeíta mál frá sjónarmiði verkamannsins og rninnir þar m. a. á fyrri af- skipti Hermanns Guðmunds- sonar af því! Hann lýkur grein sinni með þessum orðum: „Inn- an verkaiýðsfjelaganna verður ekki öruggt lýðræði fyr en hlut fallskosningar eru viðhafðar Fjelagslíf unga fólksins FRUMSKILYRÐI þess að fjelags- og skemmtanalíf geti átt sjer stað eru sæmileg húsa- kynni þar sem ungir og gaml- i,r geti komið saman. Á þessu er mikill misbrefetur hjer á landi. í fjölda mörgum kauptúnum og sveitum og jafn- vel kaupstöðum er ekkert hús, er talist geti sæmilegt sam- komuhús. Þar sem þann- ig er ástatt, á allt fjelags- líf afar erfitt uppdráttar. Áf- leiðing þessa ástands er svo það að unga fólkið flýr æskustöðv- ar sínar, það þráir fjelagslíf og skemmtanir og leitar því þeirra staða, er geta boðið þeim þær. Þetta er ein af orsökum flótt- ans úr sveitum og þorpum til höfuðborgarinnar. Þar eru myndarleg' kvikmyndahús, sam komuhús og gistihús. Þar eru fjölbreyttari skemmtanir á boð stólum en nokkursstaðar ann- arsstaðar á landiun. Utvarpið flytur að vísu óminn af gleð- skap skemmtanalífs höfuðborg arinnar út í hin fjelagsvana þorp og sveitir. En það dugar ekki, unga fólkið þar vill vera með í gleðinni. Það vill sjálft fá að dansa, sjá leikrit og kvik- myndir og iðka íþróttir. En það vantar allt til þess að geta það nema viljann og atgerfið. Ann- aðhvort á það engin samkomu- hús eða þá ljelega og óvistlega kumbalda. Aðeins á tiltölulega fáum stöðum í kauptúnum og sveitum eru til góð samkomu- hús og íþróttahús. sem full- nægi þörfunum. Þegar á allt þetta hefir verið litið sætir það engri furðu þótt þetta unga fólk, og raunar margir fleiri en unga fólkið, fagni frumvarpi því, sem þeir Sigurður frá Vigur og Ingólf- ur Jónsson hafa fyrir skömmu flutt á Alþingi. í því er lagt til að þrír fjórðu hlutar skemmtanaskattsins verði framvegis látnir renna í sjerstakan sjóð, samkomuhúsa- sjóð, er hafi það hlutverk að styrkja íbúa kauptúna og sveita til þess að koma upp hjá sjer Framh. af fyrra dálki. íil varnar. Jóhann Iíafstein hef ir borið fram frumvarp sitt um hluífallskosningar í umboði okkar Sjálfstæðisverkamanna. Við þetta rjettlætismál verður ekki skilist fyr en viðunandi úrlausn er fengin“. Hjer er um að ræða málefni, sem varðar hag og velferð fjöl- mennustn síjettar landsins og um leið þjóðaj’innar í heild. Það eru ekki rök gegn mál- inu þótt Þjóðviljinn skítyrðist út af því. Þverí á móíi vísbend- ing um það sanna, að hjer er borin fram krafa um lýðræðis- iegt rjettlæti, sem að jafnaði er ekki vel fagnað hjá kommún istum. S- Frumvarp Sjálfstæði manna um samkomu- húsasjóð samkomuhúsum og fjelagsheim ilum. Ennfremur er þar lagt til að ríkissjóður leggi fram 100 þús. kr. á ári hverju í sjóðinn. Skemmtanaskatturinn á þó ekki að takast af þjóðleikhús- inu, sem hefir notið hans, fýrr en frá og með 1. janúar 1948 en þá á það að vera tekið til starfa. Einn fjórði hluti skemmt anaskattsins á þó oð halda á- fram að renna til þess sem rekstrarstyrkur. Hjer er áreiðanlega um gott mál að ræða og nytsamlegt. Allur skemmtanaskattur á land inu hefir undanfarin ár runnið til Þjóðleikhússins í Reykjavík. Það er þjóðinni allri að vísu metnaðarmál að koma Þjóð- leikhúsinu upp. Það á að verða alþjóðareign. En það væri hróp- legt ranglæti og skammsýni að láta skemmtanaskattinn halda áfram að renna til þess eins eftir að það ér komið upp og tekið til starfa. Nei, það er vissulega sann- gjörn leið, sem þeir Sigurður frá Vigur og Ingólfur Jónsson stinga upp á í frumvarpi sínu. Betri samkomu- og íþróttahús út um land munu orka flestu öðru fremur í þá átt að stöðva flótta unga fólksins þaðan til Reykjavíkur. Það miðar að því að skapa aukijð jafnvægi í þjóð- lífið og æskunni jafnari skil- yrði til hollra skemmtana, íþróttaiðkana Og fjelagslífs. Þessvegna fagnar unga fólkið út um allt land þessum tillög- um og fylgjast vel með afdrif- um málsins á Alþingi. Sá hluti skemmtanaskattsins, sem til Þjóðleikhússins rann, ár ið 1945, nam rúmlega 1,5 millj. kr. Samkomuhússjóður ætti þeásvegna að geta orðið allöfl- ug stofnun er % hlutar skátts- ins taka að renna í hann. Þar að auki kemur svo árlegt fram- lag ríkissjóðs. 100 þús. krónur á ári. Ungir Sjálfstæðismenn hafa á ' undanförnum. árum barist fyrir því, að tveitaæskan yrði styrkt af háh.u hins opinbera til þess að koma sjer upp sam- komuhúsum og fjelagsheimil- um. Á síðasta fulltrúaráðsfundi S.U. S. er haldinn var í Reykja vík dagana 3. til 5. maí s. 1. var m. a. sambykkt eftiríarandi tillaga um þetta mál: „Fulltrúaráðsfundur S. U. S. álítur, að nauðsynlegt sje að hið opinbera styrki fjelög og fjelaga samtök æskunnar í sveitum landsins til að koma sjer upp fjelagsheimilum til afnota fyr- ir starfsemi sína“ Ungir Sjálfstæðismenn fagna því af alhug framkomu þessa frumvarps og vona að það nái fram að ganga og þar með verði bætt að nokkru úr þeim erfið- leikum, er sveitaæskan hefir orðið við að oúa í þessu efni hingað til. „Lýðræði44 kommúnista ENN þreytast kommúnistar ekki á að dásama lýðræði Sovjet-Rússlands. Þeir básúna um það daglega, að austræna lýðræðið sje -hið eina rjetta; það sje lýðræðið, sem skapi friðinn, lýðræðið, sem vinni friðinn, (lýðræði hinna komandi kynslóða. Þeir segja að sovjet- fyrirkomulagið sje hið eina, sem skapi manninum *frelsi og jafnrjetti. Jafr.framt þessu viðurkenna þeir þó, að í Rúss- landi sje aðeins einn flokkur og einn atvinnurekandi, og er því ekki úr vegi að, gera sjhr grein fyrir hverskonar lýðræði geti þar þróast og hvað felist hjá þeim í orðunum frelsi og jafnrjetti. í stjórnarskrá Spvjetsam- bandsins er að vísu tekið fram, að ekki þurfi endilega ao bjóða fram til þings í naíni Kommún- istaflokksins, því að ýmis fjel- agasamtök, sem sjeu undir stjórn ílokksins, hafi riett til framboðs. Þetta atriði austræna lýðræðisins er, eins og öllum mun augljóst, ekki nema að- eins til blekkinga. þar sem jelagssamíökin eru undir stiórn kommúnista. Fer þá aðeins eft- ir því hvað við á í hvert skipti, livort þægilegra sje að kalla frambjóðandann fulltrúa ílokks ins eða einhverra fjelagssam- taka. Best kemur þó- flokks- einræðið í ljós, þegar kommún- istar halda því fram, að þar sem í Rússlandi sje aðeins ein stjett þá sje aðeins þörf eins flokks. Pólitíska einræðið er þar með viðurkennt af þeim. Þar sem að^ins er einn at- vinnurekandi, ríkið, og þar með flokkurinn er efnahagsleg af- koma hvers einstaklings í þjóð- fjelaginu háð flokknum og af Sfjórnmélanám- I skeið HeimdaEIar | ogS.U,S. - | EINS og auglýst hefir ver- I ið gengst Heimdallur og Sam | band ungra Sjálfstæðis- I manna fyrir stjórnmálanám- i skeiði lijer í Reykjavík í í þessnm mánuði. — Nám- | skeiðið verður sett miðviku- I daginn 6. nóv. kl. 20,30 í 1 Sjálfstæðisbúsinu við Aust- I urvöll. | Námskeiðinu verður hag- i að þannið, ?.ð sem allra flest- i ir ungir Sjálfstæðismenn i geti tekið þátt í því jafn- i framt vinnu og námi. Vegna ýmissa orsaka hef- | ir ekki reynst fært að end- | urreisa stjórnmálaskólann í i því formi, sem flokkurinn i hafði hann á sínum tíma, en i þetta námskeið ætti að j nokkru leyii að geta komið _ í hans stað- i Ungir Sjálfstæðismenn ut- i an af landi, er dvelja hjer i um stundarsakir við nám i eða vinnu ættu, ef þeir hafa i möguleika til, að sækja þetta i námskeið. — Þátttaka í nám i skeiðinu virðist ætla að vera i mjög mikil, því fjöldi manna i hefir látið skrá sig í skrif- i stofu Sjálfstæðisflokksins, og i er þess að vænta að enn bæt- i ist margir í liópinn. •oiniiiiHiiiniaigiitmiiimmiiiimifrniiimi'fuiiiimiiiiiiiii Framh. af fyrra dálki. því leiðir efnahagslegt einræði. Yfirgefi vinnuþegi vinnustað sinn má ganga út frá þvi sem vísu, að hann fái eigi vinnu annars staðar. Atvinnufrelsið er ekki til, þar sem hver sem er getur ekki ráðið sig til hvaða vinnu, sem honum þóknast. Annað dæmi má taka til að benda á frelsisskerðingu af völdum ríkisreksturs, en það er ríkisrekstur á prentsmiðjum, sem hlýtur að hefta prentfrelsi/ Að vísu segja sumir kennifeð- ur sósíalismans að í ríkisbúskap eigi prentsmiðjurnar að vera einkaframtak. En þáð tryggir ekki prentfrelsi, því að prent- smiðjurnar verða altaf háðár ríkisvaldinu þótt þær einar allra fyrirtækja megi vera í eigu einstaklinga. Nauðsynlegt skilyrði lýð- ræðis er því einstaklingsfram- takið. Rjettur einstaklingsins til að ráða sig í hve»"ja þá vinnu, sem hann óskar, rjettur einstakl- ingsins til að freista gæfunnar á því sviði, sem hann skarar fram úr, rjettur einstaklings- ins til að mynda sjer sínar eig- in skoðanir á hvaða sviði sem er og láta þær í ljósi, hvort sem er á mannfundum eða á prenti, eru skilyrði fyrir lýðræði. Ó. H.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.