Morgunblaðið - 02.11.1946, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 02.11.1946, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ : „______:___ 7 Laugardagur 2. nóv. 1946 Yfirlitssýnuig Ásgríins Jóassonar í Húsafellsskógi. ASGRÍMUR JÓNSSON, er fæddur 4. mars 1876. Á afmæl- j isdegi hans í ár ákvað Fjelag ^ íslenskra myyndlistamanna, að gangast fyrir yfirlitssýningu á verkum hans, en eigi varð því við komið, að hún gæti orðið fyrr en nú, að hún var opnuð 26. október. J 1 Málverk Ágríms Jónssonar eru dreifð víðsvegar um, utan- lands og innan, svo um heild- ! arúrval getur ekki verið að ræða. Á sýningunni eru um 70 málverk, vatnslitamyndir og i nokkrar þjóðsagnateikningar. Það er ærið mikið vandaverk að stofna til yfirlitssýningar á verkum manns, sem unnið hef- ir í 50 ár, og verið afkastasam- ur, þegar ekki er hægt að koma fyrir fleiri en sjötíu af sjö hundruð, sem væri sanni nær að gæti gefið gott heildaryfir'iit, samt sem áður er sýning þessi hin glæsilegasta og í hvívetna listamanninum til sóma. Ásgrímur Jónsson hefir ekki sýnt í tólf ár og er á þessari sýningu tækifæri til þess, að bera saman hin yngri og eldri verk hans. Hann er fyrsti ís- lendingurinn, sem að nokkrum mun gerir landlagsmálun að lífs starfi sínu. Um hálfrar aldar skeið hefir hann ferðast um landið og litið hinn undursamlega brevtileik íslenskrar náttúru. Á ýmsum slóðum hefir hann staðnæmst, hlustað og sjeð. Hin síðari ár hefir hann að jafnaði dvalið á Húsafelli í Borgarfirði, þar sem stórbrotið landslag lykur á alla vegu. Áh«f Ásgríms Jónssonar á þróun íslenskrar málaralistar, hafa verið mikil, því í þeim finna menn kennd listar hans. Og er þetta ekki eingöngu vegna þess hve góður málari hann er, heldur engu síður fyr- ir það hversu hvetjandi áhrif hann hefir haft á þá yngri. — Hreinlyndi hans, ástundun og góður fjelagsskapur, hefir glatt og örfað alla, sem hafa kynnst honum. Verk hana hafa áreið- anlega ljett og leitt hugi manna frá angri til unaðar mörgum sinnum, enda er sá tilgangur allrar listar. Þegar litið er yfir þessa sýningu, sjest hversu mikil breyting hefir orðið á starfi málarans. í hinum fyrstu land lagsmyndum eru mildir, fínir tónar og smágerð form og til- tölulega mikill himinn, víð- feðmi útsýnar. Á næsta stigi, er lögð mikið meiri áhersla á að forma einstaka hluti, svo sem klettaborgir og svipmikil fjöll, en í hinum síðustu eru það aft- ur á móti hinir sterkari litir; rauðir og gulir, sem eru áber- andi viðfangsefni hans. Hvert þessara. tímabila hafa nokkuð tii síns ágætis og er ekki ljett að gera upp á milli, en hins- vegar sýnir þetta hversu vel vakandi, áræðinn og hugnæm- ur listamaðurinn hefir verið. Hann hefir sjálfsagt lært af öðrum, en í gegnum allt verið fyrst og fremst hann sjálfur með persónulega reynslu og hæfni. Það þarf ekki að hvetja fólk til að sjá þessa sýningu. Það kemur af sjálfu sjer, því eiris og listamenn þroskast af við- kynningu hvers annars, þannig þroskast einnig ft^lkið við að skoða verk listamannaa. $>- Jií 11 Orri TJARNARBIO hefir fengið kvikmyndina, sem gerð var um innrás Hinriks V. í Frakkland, en það er mjög íburðarmikil kvikmynd, gerð eftir sam- nefndu leikriti Shakespeares. Einn af fremstu leikurum Breta Lawrence. Oliver, heíir stjórn- j að myndatökunni og ieikur sjálfur aðalhlutverkið, Hinrik konung.. Kvikmyndin er meistaralega vel gerð og leikurinn afburða- góður, þótt hætt sje við að hjer fari myndin fyrir ofan garð og neðan hjá flestum, þar sem mörg af samtölum Shakespear- es eru látin halda sjer í sinni upphaflegu mynd og þó menn sje.u sæmilega að sjer í nútíma- ensku, eiga þeir bágt með að fylgjast með, þegar talað er á máli Shakespeares. En þeir, sem unna fögrum og góðum leik, munu hafa ánægju af þessari sjerstæðu kvikmynd. j^Hún mun verða sýnd í Tjarnar S t ú 1 k a mmm" AÐALFUNDUR Glímufjel. Ármanns var haldinn í gær- kvöldi. Fráfarandi stjórn gaf ýtarlegt yfirlit. yfir starfsem- ina s.l. ár, sem var mjög fjöl- þætt og mikil að vanda. Tvísv- ar á árinu fóru úrvalsflokkar fjelagsins úrvalsflokkur kvenna og glímuflokkur, til útlanda, í! bæði skiftin tfl Norðurlanda og hlutu óskift lof gagnrýnenda landi og þjóð til mikils sóma. Stjórn fjelagsins skipa nú Jens Guðbjörnsson form. með- stjórnendur: — Gunnlaugur Briem, Sigrún Stefánsdóttir, Inga Árnadóttir, Baldur Möller, Tómas Þorvarðarson og Sig- urður G. Norðdahl og til vara Skúli H. Norðdahl, Einar Hjartarson, Sigríður Ólafsdótt- ir, Tómas Árnason og Guð- mundur Ágústsson. Gæslu- stjórar unglinga Sigríður Ól- afsdóttir og Hannes Ingibergs- son. Form. skíðadeildar Árni Kjartansson, form. róðrar- deildar Loftur Helgason. — Form. frjálsíþróttanefndar Þórarinn Magnússon og form. skemtinefndar Guðrún Niel- sen. Starfsemi fjelagsins hófst 1. okt. s. 1. Mikið líf er í fje- lagsstarfseminni og áhugi fyr- ir velíerð fjelagsins. London í gærkvöldi. RÁÐGERÐUR er kappleik- ur í knattspyrnu milli bresks úrvalsliðs og úrvalsliðs frá löndunum á meginlandi Evr- ópu. Mun ieikurinn fara fram í Hampden Park, Glasgow, þ. 10. maí næstkomandi. Þetta var tilkynt í dag af undirbún- ingsnefnd, sem haft hefur þetta mál með höndum af hálfu meginlandsþjóðanna og; fulltrúaráði FIFA, alþjóðasam bands knattspyrnumanna, sem setið hefur á rökstólum í Zúrich. lcÉafJeSsp Hafn- arfjarðar AÐALFUNDUR Fimleika- fjeleags Hafnarfjarðar, var haidinn s.l. fimmtudagskvöld í Sjálfstæðishúsinu í Hafnar- firði. Þrátt fyrir óhagstætt veður var fundurinn fjölsótt- ur. Fyrir hönd fráfarandi stjórn ar gáfu forma’ður og gjaldkeri fjelagsins, mjög ítarlegar skýrslur um st-örf og hag þess á s.I. starfsári. Hafði fjelagið sem fyrr rekið fjölþætta í- þróttastarfsemi og flokkar þess og einstaklingar náð sjer- lega góðum árangri. Fimleika- f jelag Hafnarfjarðar hlaut í ár sæmdarheitið: , Besta knatt- spyrnufjelag Hafnarfjarðar". Bæjarkeppnina milli Vest- mannaeyinga og Hafnfirðinga unnu Hafnfirðingar nú í ár, í fyrsta sinn, en þátttakendur hennar voru einvörðungu FH- ingar.Besti frjálsíþróttamaður fielagsins, Oliver Steinn Jó- hannes'son, var einn meðal þeirra íslendinga er þátt tóku i Evrópumeistaramótinu í sumar. Samkvæmt skýrslu gjald- kera er fjárhagur fjelagsins góður. Stjórn fjelagsins skipa nú: Árni Ágústsson, formaður; Hallsteinn Hinriksson, vara- formaður; Gunnar Magnúss., ritari; Sigurður Sigurjónsson, gjaldkeri; Árni Gunnlaugsson, fjármálaritari; Þóra Þorvaids- dóttir, brjefritari og Sveinn Magnússon, áhaldavörður. Mikill áhugi ríkti meðal fundarmanna fyrir væntán- legri vetrarstarfsemi, sem mun byrja nú einhvern næstu daga. OlympíuBellcainir í Danmörkd HEYRST hefir að Danir hafi áhuga á því að íá að halda Olympíuleikana 1962, en það ár verða næst-næstu Olympíuleikar haldnir. Er þetta haft eftir Ernst Pedersen, sem er meðlimur í dönsku Olympíunefndinni. AXEL ANDRJESSON sendi- kennari ÍSÍ hefir nýlokið knatt spyrnu- og handknattleiksnám- skeiði á Sauðárkróki. Þátttak- endur voru úr UMF Tindastóll 142 að tölu, 76 piltar og 66 stúlk ur. Námskeiðið stóð yfir .frá 11—27. þ. m. og voru Axels- kerfin sýnd tvö síðustu kvöld- in í samkomuhúsinu fyrir fullu húsi áhorfsenda. Bæði kvoldin sýndu 8 flokkar stúlkna, 55 alls j og 8 flokkar pilta, 55 alls. Sýn- ingarnar tókust prýðilega. If.s. Oronniny Alexandríne fer til Færeyja og Kaupmanna-, hafnar í dag. Farþegar komi um borð kl. 6 síðd. Aðeins þetr sem hafa farseðla fá að íara um borð. SKIPAAFGREIÐSLA JES ZIMSEN (Erlendur Pjetursson)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.