Morgunblaðið - 02.11.1946, Side 8

Morgunblaðið - 02.11.1946, Side 8
Laugardagur 2. nóv. 1946 8 MOBGUNBLABIÐ Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson Rrtstjórar: Jón Kjartansson, Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsia, Ausxurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald kr. 10.00 á mánuði innanlands, kr. 12,00 utanlands. í lausasölu 50 aura eintakið, 60 aura með Lesbók. Boðberi hrunstefn unnar ANNAR aðalboðberi hrunstefnunnar á íslandi, Ey- steinn Jónsson hefir birt í Tímanum ræðu þá, er hann flutti á Alþingi í sambandi við fjárlagaumræðurnar. — Ræðan er ósvikinn hrunstefnu boðskapur og sómir sjer því vel í Tímanum. Fjármálaráðherrann vjek nokkuð að þessari ræðu Ey- steins í hinni stuttu svarræðu sinni í lok umræðunnar, og gaf þá ymsar merkilegar upplýsingar. ★ Eysteinn Jónsson hafði mörg og stór orð um halla á viðskiftajöfnuðinum. Fjármálaráðherrann benti á, að engan þyrfti að undra, að viðskiftajöfnuðurinn væri ó- hagstæður. Síldveiðarnar í fyrra hefðu brugðist gersam- ]ega, og í ár hefðu þær ekki gefið nema þriðjung þess, .em vonir stóðu til. Þar við bættist, sagði fjármálaráðherra. að á þessu ári hefði verið flutt inn mikið af vörum, sem alls ekki yrðu taldar neysluvörur, þótt enn væru þær ekki færðar á ný- byggingarreikning. Kvaðst ráðherrann hafa í höndum iista fra Viðskiftaráði yfir ýmsar slíkar vörur, og næmi andvirði þeirra nál. 72 milj. króna. Þetta væru allskonar vjelar í fiskibáta og aflstöðvar í landi, vjeiar fyrir Síldar- verksmiðjur ríkisins á Siglufirði (stækkun), Laxárvirkj- unina, Rafmagnsveitu Reykjavíkur, síldarverksmiðju Kveldúlfs á Hjalteyri, skipaeik og efni til rafstöðva, Sví- þjóðarbátarnir (27 milj. kr.), landbúnaðarvjelar og frysti- vjelar (23 milj. kr.). ★ ' Fjármálaráðherra kvað fjarstæðu að halda þeirri firru íram, að erlendu innstæðurnar væru þrotnar. Lands- bankinn ætti nú inni erlendis 10.3 milj. sterlingspunda, og Útvegsbankinn einnig nokkrar miljónir. Fjármálaráðherrann minti og á, að þegar framleiðslu- tækin aukast og stóru veiðiskipin koma ■ notkun, nýjar verksmiðjur og hraðfrystihús rísa, myndu gjaldeyris- málin komast í betra horf en nokkru sinni fyr. Það væri stærsta gæfa þjóðarinnar, að hún notaði gjaldeyririnn til kaupa á nýjum framleiðslutækjum. ★ Eysteinn Jónsson hjelt því fram, að hallinn á fjár- lögunum myndi verða margir miljónatugir. Jeg saknaði þess, að Evsteinn skyldi ekki tiltaka tugina, sagði fjármálaráðherrann. Því að hann hefir fvrr spáð ó- förum ríkissjóðs. Árið 1944 sagði hann, að hallinn á fjár- iögunum 1945 yrði ekki undir 50 milj. kr En ríkisreikn- mgurinn það ár sýndi hinsvegar rúmlega 22 milj. króna tekjuafgang. Hitt þyrfti engan að undra, sagði fjármálaráðherrann, að fjárlög færu síhækkandi. Hvernig ætti það öðru vísi að vera? Hvenær hefir nokkuð verið gert svipað þeim framkvæmdum, sem núverandi ríkisstjóim hefir staðið fyrir? Og hvenær hefir afkoma manna verið betri en nú? ★ Boðberi hrunstefnunnar, Eysteinn Jónsson, talaði eins og algert ríkisgjaldþrot væri fyrir dyrum Og hann kvað Sjálfstæðisflokkinn eiga sökina. Fjármálaráðherrann kvaðst fús til að gera samanburð á fjármálastjórn Eysteins á árunum 1934—'39, og fjár- málastjórn Sjálfstæðismanna eftir 1939. Sá samanburður leit þannig út: Þegar Eysteinn tók við, voru skuldir ríkissjóðs 40 milj. kr. og eignir umfram skuldir 26.3 milj. kr. En þegar Eysteinn skilaði af sjer í árslok 1939, voru skuldir ríkissjóðs 56,6 milj. kr., þar af erlendar skuldir 46.1 milj. kr. Eignir ríkissjóðs umfram skuldir á sama tíma 23,1 milj. kr. En nú eru skuldir ríkissjóðs 33,7 milj kr., þar af er- lendar skuldir aðeins 6,7 milj. Hrein eign ríkissjóðs er í dag 147 milj., eða 126.1 milj. ef geymt fje er talið til skuld- ar, en það var ekki gert í tíð Eysteinsý Þessi samanburður er ljós. ÚR DAGLEGA LÍFINU Fagurt minnismerki. í ERLENDU BLAÐI sá jeg nýlega mynd af undurfögrum skrautgarði. Skýringin með myndinni sagði, að þessi garð- ur væri til minningar um fallna hermenn og að það væri kven- fjelag, sem hefði komið garðin- um upp og annaðist ræktun hans og umsjá alla. Á bak við þetta er fögur hugsun og virðulegra minnis- merki er varla hægt að reisa þeim, sem látið hafa lífið fyrir fósturjörðina. í þessu sambandi datt mjer í hug hvort ekki væri hægt að taka upp þessa hug- mynd hjer í Reykjavík og hvort eitthvað kvenfjelag, eða kven- fjelagasamband, vildi ekki taka sig til og koma upp skrautgarði á hentugum stað í bænum til minningar um fallna íslenska sjómenn. Þá einu ,,hermenn“, sem við eigum. Það er að vísu til minnis- merki um hinn óþekta sjómann — lítið en fagurt minnismeiki — suður í Fossvogskirkjugarði, en skrautgarður til minningar um druknaða sjómenn gæti orðið hið virðulegasta minnis- merki,. sem hugsast gæti. o Þess skal getið .... BRYNJÓLFUR JÓHANNF.S- SON leikari, sem eins og kunn- ugt er var formaður móttöku- nefndar danska landsliðsins í knattspyrnu, sem hingað kom rit knattspyrnusambandsins í sumar, hefir fært mjer tíma- danska, þar sem Sophus Niel- sen ríkissþjálfari Dana skrif- ar ferðasögu knattspyrmiliðs- ins til íslands. Ferðasaga þessi er löng og ítarleg og Nielsen er yfir sig hrifinn af móttökunum, sem Danirnir fengu hjer og ber íslendingum í alla staði vel söguna. Brynjólfi fanst rjett að þetta kæmi fram, þótt seint sje, vegna þess moldviðris, sem þyrlað var upp um íslandsferð dönsku knattspyrnumannanna í dönskum blöðum á sínum tíma. e Skrýtna* ráðstafanir. „MIKIÐ ER ÞAÐ SKRÝTIN NEFND þetta Viðskiítaráð okkar“, sagði kunningjakona mín við mig á dögunum (og það væri víst hægt að fá fleiri til að taka undir það). ,,Nú er jeg búin að ganga frá Herodusi til Pílatusar í marga daga til að fá leyfi til að flytja inn í landið smágjöf, sem systir mín sendi mjer, en hún er búsett erlendis. Það er engu nær, en jeg hefði framið eitthvað af- brot gagnvart landslögum með því að pakki var mjer sendur. Verðmæti gjafarinnar var þó ekki svo mikið metið í pening- um, en mjer þótti vænt um hlutinn af því að hann var frá systur minni“. Það hafa vást margir fleiri líka sögu að segja. Það er í rauninni hefndargjöf þegar ættingjar íslendinga erlendis eru að senda þeim eitthvað smávegis, því það kemur fyrir, að þegar skattar. og skyldur hefir verið greitt af þessum gjöfum þá verða þær viðtak- anda dýrari, en ef sömu vörur hefðu verið keyptar í verslun í Reykjavík — og er þá ekki tal- að um fyrirhöfnina að fá leyfi til að taka við gjöfinni. Já, það, eru skrýtnar ráð- stafanir sumra nefndanna okkar. • Við megum gefa. ÍSLENDINGAR mega hins- ^egar og gefa stórgjafir ætt- mgjum og vinum erlendis og mörg ríki blátt áfram greiða fyrir slíkum sendingum, því það þykir fengur að fá vörur inn í landið, án þess eytt sje til þeirra gjaldeyri viðkomandi lands. Gjafapakkar fyrir tugir þúsunda og jafnvel miljónir króna hafa verið sendir út úr landinu frá því að friður komst á. Það er ekki verið að finna að því að þetta skuli hafa verið gert. Það er gaman að vera það aflögufær, að geta rjett hjálp- arhönd, eða glatt vini og kunn- ingja. En það er lítt skiljanleg ráð- stöfun hjá íslenskum yfirvöld- um, að þau skuli, ekki aðeins amast við, heldur blátt áfram leggja bann við því, að íslensk- ir þegnar taki við smá vina- gjöfum frá aðstandendum sín- um erlendis. Mörg ríki hafa þau lög, að leyfilegt er að senda gjafir, ef verðmæti þeirra fara ekki yfir ákveðið hámark og er þá eng- inn tollur greiddur af gjöfinni fyr en verðmæti gjafarinnar hefir náð þessu ákveðna há- marki. Mismunandi verð á glingri. MÖNNUM VERÐUR nú tíð- rætt um, að mikið sje flutt inn af þarflausu glingri á meðan neitað er um gjaldeyri fyrir nauðsynjavörum. Af blaðaskrif um um málið er ekki gott að átta sig á hvað hæft er í því, að glingrið sje látið ganga fyrir öðrum innflutningi. Þar stend- ur fullyrðing á móti fullyrð- ingu. En um hitt er ekki að villast, að mismunandi verðlag er á glingri, þrátt fyrir alt tal um verðlagseftirlit. Um þetta geta menn sann- færst með því að ganga í versl- anir og spyrja um verðlag á vörum. Það gengur meira að segja svo langt, að á hlut, sem kostar t. d. 25 krónur í versl- un vestur í bæ, getur munað 10 krónum, til eða frá. Þetta finst fólki líka skrýtið. • Velta á bensínstöð. STRÁKARNIR á bensínstöð- inni, þar sem jeg kem stundum til að kaupa „bílæti“ eru gam- ansamir nángar, þegar þannig liggur á þeim. Á dögunum voru þeir að velta því fyrir sjer hvort það myndi hafa verið Bergmál, sem Finnur heyrði úr leyninúmer- inu nóttina frægu! .....i .............. iii | MEÐAL ANNARA ORÐA . . . . | Vsð margl hefir Evrópa að sfríða ÞAÐ er margt öðruvísi en á að vera í Evrópu í dag. Hjá Tjekkum vantar vinnukraft, ítalir hafa allt of margt fólk, tvær ^og hálf miljón manna ganga þar atvinnuiausir og at- vinnuleysið fer vaxandi. Einn- ig getur verið að um of mik- inn vinnukraft sje að ræða í Búlgaríu. En fyrir utan vinnu- aflsskortinn er líka um mikinn kolaskort að ræða. Nú flytja Bretar ekki út kol lengur og er miklu af kolaskorti megin- landsins einmitt þeirri stað- reynd að kenna. Svo eru það fjármálavand- ræðin. I svo að segja hverju landi er einhverskonar verð- bólga. í Ungverjalandi er búið að skifta um mynt af þessum ástæðum og var verðbólgan jafr, ægileg þar.og í Þýskalandi fyrir stríð, en Pólland og Rúm- enía berjast í bökkum. í Grikk- landi er fjárhagsmálið mesta vandamálið, þrátt fyrir alt, fólk er hrætt um verðbólgu þar og enginn vill spara, þar er enginn tekjuskattur og grísk verðbrjef eru óseljanleg. Sum lönd hafa breytt um seðla og lokað við- skiftareikningum. Þetta hefir tekist vel í Hollandi og Belgíu. Og svo koma samgönguvanda- málin. enginn ágóði verður á vörunni. Þess vegna er mjög erfitt fyrir Grikki að selja tóbak sitt og aðrar vörur fyrir sæmilegt verð. Þótt mikil vinna hafi þegar verið lögð í það, að koma sam- göngumálum Evrópu í sæmilegt horf, er það verk langt frá því fullunnið enn. Til dæmis verða Tjekkar, sem eru inni í miðri Evrópu, eins og allir vita, að flyta mest allt frá sjer með járnbrautum. Áður fyr fengu Tjekkar sjerstakar ívilnanir í farmgjöldum hjá Þjóðverjum, en nú eru farmgjöldin svo há, að Tjekkum er hjerumbil óger- legt að vera samkepnisfærir á útflutningsmarkaðinum. Það *eykur á erfiðleikana, að nú verður að greiða farmgjöld fyr- ir vörur sem fara um Þýska- land, í dollurum. Þá er 'líka óralangt frá því, að járnbrautirnar í Grikklandi sje komnar í lag, og þar sem verður að flytja vörur langar leiðir í slæmum farartækjum, eru flutningsgjöldin svo há, að Holland finnur mjög til af því að hafa mist viðskiftin við Þýskaland og Austur-Evrópu, en þær vörur fóru aðallega eft- ir Rín. Nú selja þjóðirnár í austurhluta Evrópú Rússum vörur sínar, en Rússar geta ekki látið þær fá það, sem þær þarfnast í staðinn. Þá ^urfa allar þær Evrópu- þjóðir, sem þátt tóku í styrjöld- inni allar mögulegar vjelar. Fáar geta borgað þær með þeim tekjum, sem þær nú hafa. Flestar vona að geta fengið stórlán'í alþjóðabankanum. Og flestar líta þær í áttina til Bandaríkjanna um fje. — Og þá kemur hitt til greina, að ef þessar þjóðir fá allar þær vjel- ar, sem þær ætla sjer, er hætta á offramleiðslu eftir fáein ár, því auðvitað er það hyggja þeirra allra að auka útflutning sinn sém mest.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.