Morgunblaðið - 02.11.1946, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 02.11.1946, Blaðsíða 9
Laugardagur 2. nóv. 1946 MOHGONBLAÐIB HARI POGO OG MANNÆTURNAR JEG heyrði fyrst getið um Hari Pogo dag nokkurn 1944, þegar tundurspillir okkar kom við á smáeyju í Salomonseyj- um. Jeg leitaði hann uppi í hin- um hrörlega skógarbústað hans, og sá hann fyrst gegnum opna hurðina, mjósleginn, lágvaxinn mann, með andlitsdrætti ein- setumannsins. Hann var klædd ur tötralegum áströlskum her- mannabuxum og háum stígvjel- um, og líkami hans bar þess glögg merki, að hitasóttin hafði leikið hann grátt. Hann leit »á mig yfir gleraugu sín. „Komdu inn, sonur minn," sagði hann. „Jeg er að vinna að orðabók- jnni minni." Allt var á tjá og tundri í her- berginu. Húsgögnin voru striga fleti, tveir gamlir stólar og nið- urnítt borð, sem hlaðið var gömlum tímar'.tum frá Ástralíu og Nýja Sjálandi. Á trjekassa stóð rykugt skákbretti. Jeg kynnti mig, og við rædd- umst við allan daginn. Hann bjó sjer sjálfur til sígarettur sínar, og á meðan hann reykti, sagði hann mjer frá þeim 45 árum, sem hann hafði lifað meðal hinna innfæddu. Hann sagði mjer af lífi sínu þarna og nærri hálfrar aldar baráttu við fávisku, mannakjötsát og sjúkdóma. Menntamaður. Þessi lávaxni maður, sem þeir innfæddu kalla Hari Pogo, er trúboði, málamaður, orða- bókasmiður og hinn góði hirðir hinna svörtu „safnaðarbarna" sinna. Hið rjetta nafn hans er Charles Ellioct Fox, og hann hefir doktorsnafnbót frá há- skóla Nýja Sjálands. Sem ungur maður sneri Charl es Fox bakinu við lifnaðarhátt- um hvítra manna. Hann gerð- ist múnkur og lagði af stað til hinna þá óþektu Salomonseyja. Innbyggjar þessara eyja eru sterklegir og grimmúðlegir á- sýndum. Næsíum allir þeirra hafa tattóeringar á andliti og brjósti, og þeir skreyta sig með hálsfestum úr hundstönnum ¦— eða mannatönnum. Hár sitt lita þeir dimmrautt. Charles Fox ávann sjer hylli þessara villimanna, með því að ]ifa eins og þeir. Ovopnaður og aleinn ljet hann flytja sig til eyjarinnar San Cristobal, en þar höfðu mannætur um lang- an tíma hafst við. Hann steig á iand eftir að dimmt var orðið en þeir, sem höfðu ferjað hann, flýttu sjer í burtu. Og með tösku af lyf jum og örlitilli fæðu gekk Fox brosandi á fund grimmasta kynflokks Salomons eyja. Þegar maður lítur á Fox, á maður auðveldar með að skilja, hvernig hann slapp lifandi frá þessu. I andliti hSns má les« blíðlyndi, vináttu og djúpan skilning. En hann skýrir þetta sjálfur á annan veg. ,,Jeg er ekkert nema beina- grind," segir hann brosandi. „I þeirra augum var ekki það mik- ið ket á mjer, að það svaraði kostnaði að skipta sjer af mjer." Hvíti maðurínn. Fyrst vakti þessi ungi, hvíti maður eftirtekt í þorpinu. Síðan varð hann hálfgerður kjöltu- rakki. Einn eldri mannanna Hinn merkilegi lífsferill Charies E Fox, sem í 45 ár hefur lifað meðal frumbyggja Salomonseyja hjálpaði honum að byggja sjer kofa, og smám saman var byrj- að að líta á hann sem einn af hópnum. Enda þótt hann hefði ekki læknismentun, • hafði hinn ungi trúboði aflað sjer örlítillar þekkingar á hítabeltissjúkdóm- um. Hann vakti yfir hinum sjúku, lagði kælandi hendi sína á brennandi enni þeirra og gaf þeim það litla. sem hann hafði af lyfjum. Það leið langur tími, þar til ungi munkurinn gerði tilraun til að prjedika. Hann varð fyrst að læra hinar mismunandi mál- ýskur eyjanna. Og hann varð að vinna hylli galdralæknanna, með því að koma fram eins og aðstoðarmaður þeirra, en ekki keppinautur. En hægt og hægt vísaði Fox leiðina til betri lifnaðarhátta. Hann setti trjególf í kofa sinn, hinir innfæddu fóru að dæmi hans, og trjególf er nú í hverj- um kofa. Hann baðaði sig oft, og þeir hermdu eftir, án þess að vita, hvers vegna þeir voru að þessu. Hörundssjúkdómar mink uðu. Sjúkdómar. Fox hefir fengið mýraköldu 104 sinnum. Flestum hörunds- sjúkdómum hitbeltislandanna hefir hann þjáðst af. Stundum tók harin veikina af ásettu ráði. „Hvernig gat jeg hjálpað sjúk lingum," segir hann núna, ,,ef jeg þekkti ekki deili á þján- ingum hans? Með því að taka sjálfur sjúkdóminn gat jeg gert alskonar tilraunir, þar til jeg fann lausnina." Það er vegna ninnar þrá- földu mýraköldu, að hann fjekk heitið Hari Pogo. Hari Pogo þýðir: „Sá, sem liggur ágrúfu". Svörtu ..börnin" hans gáfu hon- um nafnið, eftrr að hafa komið að honum hvað eftir annað, þar sem hann lá meðVitundarlaus eða kvalinn af mýraköldu. Fox hefir sjeð töfra og villi- mannagaldra, sem hann getur ekki skýrt. Hann sagði mjer, að hann hefði eitt sinn sjeð „peningamann" standa nakinn á ströndinni fyrir framan helg- an eld og hrista skeljápeninga fram úr tómum höndunum. Hann var viðs*addur, þegar San Cristobal kynflokkurinn brendi líkið af höfðingja sínum á báli, og eldurinn hoiaði innan skrokk inn, án þess að skinnið sviðn- aði einu sinni. Nakið kvenfólk. Hari Pogo er langt frá því að vera einstrengingslegur siða bótamaður. Hann sjer ekkert rangt við það, þó kvenfólkið gangi um með mittisklæði, eða þá als ekki neitt. Hann heldur því fram, að því meiri föt, sem þær beri, því ikæðari sjeu húð sjúkdómar þeirra Hann brosir að sögunni um stúlkurnar, sem fengu að gjöf skyrtur, til að hylja nekt sína, og klipptu tvö stór göt á flíkurnar., til að gera þær þægilegri. Góðir siðir. Þau 45 ár, sem Hari Pogo hef ir dvalist á eyjunum, hefir mannát því nær lagst niður. En jafn ákaft og hann barðist gegn þessum sið, reyndi hann að gæta þess, að góðu siðirnir hjeldust óbreyttir. Einn af sið- um þessum er þann veg, að þeg ar tveir menn berjast, fer sá, sem sigrað hefir, til hins sigr- aða, og greiðir honum skelja- peninga, til að sýna, að deilu- málið sje úr sögunni. Peningar þessir eru geymdir og þegar sonur móttakandans er orðinn fullorðinn, fær hann þá syni gef andans, en að þvi ioknu halda báðar fjölskyldur mikla hátíð, til að fullsanna það, að deilu- málið sje gleymt, dautt og graf- ið. Þess má geta í þessu sam- bandi, að það er aðeins hægt að kaupa þrennt í'yrir skelja- peninga: konu, grís eða bát. Ræðumenn kynflokksins nota þá þó á annan veg. Eftir að hafa flutt langa ræðu, borga þeir hverjum Kurteisum áheyr- anda ákveðna upphæð, til að láta í ljós þakklæti sitt til þeirra, sem á hlýddu. Hari Pogo lítur svo á. að margir mættu taka sjer þetta til fyrir- myndar. Hari Pogo hefir örsjaldan farið frá eyjunum, síðan hann kom þangað fyrir 45 árum. Hann var kyr eftir að Japanir komu þangað. Hinir innfæddu hjálpuðu honum að dyljast, meðan innrásarherinn reyndi að hafa upp á honum, til að afla sjer upplýsinga. Hann er nú 68 ára gamall og hefir enga 'öngun til að snúa aftur til kynbræðra sinna. Hann vill eyða síðustu árum ævi sinn ar á eyjunum. og halda áfram að fræða, priedika og græða sár hinna sjúku. mm og timm nun 'm enu. tngaþjonaskóti FRAM er komið á Alþingi stjórnarfrv. um matsveina- og veitingaþjónaskóla. Skal stofna þennan skóla i Reykjavík. Skólinn á að veita hagnýta fræðsiu, þeim, sem gerast vilja matsveinar eða veitingaþjónar á skipum og gisti- og veitingahúsum. Kensla verður bæði bókleg og verk- leg. I greinargerð segir svo: Þegar hafin var bygging sjómannaskólans var svo ráð fyrir gert, að þar yrði, svo fljótt sem unnt væri, komið upp skóla fyrir matsveina og veitingaþjóna, til starfa á ís- lenskum skipum, bæði fisk- flutninga- og farþegaskipum. Nú má vænta þess, að þetta húsnæði verði fullbúið á árinu 1947, og á þá skólinn að geta tekið til starfa. Um þörf fyrir þennan skóla þarf ekki að fjölyrða. Það er alkunnugt, að kennslu á þessu sviði hefir skort mjög á und- anförnum árum, og enn verður þörfin brýnni með aukningu skipastólsins nú. Þá hafa ráðuneytinu einnig borist um það tilmæli frá sam- bandi veitinga- og gistihúsa- eigenda, að sjeð yrði fyrir kennslu alls starfsfólks sem nauðsynlegt er almennri gisti- húsa- og veitingastarfsemi í landinu, og er ætlast til að hægt sje einnig að verða við þeirri ósk með þessum skóla. Tillögur um fyrirkomulag hafa borist bæði frá Farmanna- og fiskimannasambandi íslands, Landssambandi iðnaðarmanna o. fh, og hefir verið leitast við að hafa, við samningu frum- varpsins, hliðsjón af þessum tillögum. Frv. þetta var til 1. umr. í Nd. í gær. Var samþ. til 2. umr. og vísað til sjávarútvegsnefnd- ar. Einnig var samþ. til 2. umr. frv. Sig. Bj. og Ingólfs Jóns- sonar'um breyting á lögum um skemtanaskatt og þjóðleikhús. í Ed. var samþ. við 3. umr. frv. stjórnarinnar um heimild til að innheimta ýms gjöld með viðauka. Var frv. sent Nd. @ Nú er tækifærið til að koma efnahag íslensku þjóðarinnar varanlega á traustan grund- völl. Stöðugar óeirðir eru nú á Indlandi, aðallega milli Hindúa og hjer að ofan var tekin á torgi í Calcutta, þar sem 2500 manns Múhameð'strúarmanna. Myndin fjellu í þardaga þann 16. ágúst. Góð skip. Seymdu í]e þitt. ÞIG VANTAR HÚSGÖGN, kæliskáp o. m. fl. til heimilis- ins. Allir þessir hlutir eru nú rándýrir og erfitt jeða ómögu- legt að útvega þá Eftir nokk- ur ár verður það stórum 'auð- veldara og ódýrara. Á meðan ávaxtar þú f je þitt best með því að kaupa vaxtabrjef stofnlána- deildarinnar. Brjef, sém í dag kostar 862,60, endurgreiðist eftir 5 ár með 1000.00 krónum. Tveggja ára brjef ávaxtast með 2%%, þriggja ára með 2%%. Fást hjá bönkum; sparisjóðum, verðbrjefasölum. Rikisábyrgð.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.