Morgunblaðið - 02.11.1946, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 02.11.1946, Blaðsíða 14
14 MORGUíiBLAÐIE Laugardagur 2. nóv. 1946 K3tlllllllfIIIIIIHIflilIIIIlI111IIl*iliai:ilIlliltir''TIIHilllllllIlllf!llIllIIIIIlIIIIIIIIIlllllIIl!l]llIIIllflllllIIIIIMfllll!IIlIllfllIl>lIUIU]21II3iII3U2]lllI2111illI} Illlliinilllfllldliainillllllíilt D= LÓDSUGAN C*ftip /john, Ljoodwl VI »j|||||||||||llllll!lllllllílllllll!lllltlllllllllimil!lllllllllllllllilllll IIIH!!ll!l!!lliilll!!l!HIHI!l!llllllllIil!llllilllllil!ll!lllll!llllllllll3 28. dagur Orme heyrði varla til drengs ins. Hann var skrælþur í kverk unum og hjartað í honum hamaðist að slá. En hann stöðv- aði vjelina og dró síðan hjólið, hlaupandi, en drengurinn var sí og æ að áminna hann um að fara sem hljóðlegast, og hljóp sjálfur við hlið hans. Þeir komu nú fram á manntóman bakk- ann, þar sem fjöldinn allur af tunnum lá víðsvegar. — Er það hjerna? spurði Orme. — Nei, svaraði drengurinn, þeir komu að ánni tveim bryggj um neðar. Mjer þótti öruggara að fara hingað. En þú getur sjeð skipið hjeðan. Þarna er það! Hann benti á skip, sem sást óljóst, liggjandi við akkeri.l Sjálfir stóðu þeir svo sem þrjú. hundruð skrefum ofar við ána, | heldur en Ducros hafði komið að henni með vagninn. Skipið, lá góðan spöl frá landi, nógu, langt frá til þess að það sást j ekki nema í móðu, en þó sáust j siglurnar greinilega við himin. Drengurinn fullyrti, þegar Orme inti hann nánar eftir því, að þefta væri áreiðanlega skip- ið, sem stúlkan var flutt í. Meira gat hann ekki sagt, nema það, að skipið lægi enn á sama stað. Orme leit snarlega kringum sig til að gá að bát. Þarna var enginn bátur, og hann hætti fljótlega leitinni. Enda var bát- ur of áberandi, því auðvitað yrði haldinn vörður á skipinu. Hann fleygði af sjer jakkanum. — Heyrðu nú til! sagði hann við drenginn. — Jeg ætla að komast út í þennan pramma, en þú skalt ekki biða eftir mjer. Aftur á móti er hafnarlögreglu bátur hjer skamt fyrir ofan; reyndu að komast þangað og biðja hann að koma hingað í snatri. Skilurðu það? — Þessir fantar leika á þig, svaraði drengurinn, — og jeg----- — Gerðu eins og jeg segi þjer, sagði Orme hvass. Drengurinn sagði ekki meira en lagði af stað. Orme reif af sjer stigvjalin, óð hægt út í ána ofin við bryggjuna 02 synti síðan út. Vatnið var ískalt og hart út- fall. Orme hafði altaf auga á prammanum en stefndi ofar og synti með rólegum, sterkum tökum og fór ekki að synda und an straum fyr en hann var kom inn eins utarlega og skipið lá. Lítil hætta var á því, að hann sæist frá árbakkanum, því ekkert maurildi var í vatninu og skuggarnir lágu bleksvartir á ánni. Hann hætti að synda og aðeins blakaði með höndun- um til þess að halda stefnunni, en ljet strauminn bera sig nið- ur að skipinu. Er hann nálgaðist skipið, þótt ist hann geta sjeð óljósl ¦'óta fyrir liggjandi manni fran ú í stafninum. Fám mínútum siðar var hann viss um, að hann hefði sjeð rjett. Maðurinn horfði í áttina til bakkans, sem var móts við skipið, og Orme við- hafði þá hyggilegu aðferð að koma að skipinu hinum megin. Hanh hjelt niðri í sjer andan- um er hann hvarf inn í skugg- ann undir lága borðinu á skip- inu'. Skipið lá þannig, að stefnið sneri að bakkanum og akker- isfestin lá út frá því, stríð, eins og hún hefði verið járnstöng og á henni gjálpaði vatnið. Orme náði í festina og borð- stokkinn og tókst að komast upp á þilfarið. Maðurinn, sem fyrir var, rak upp ofurlítið óp, sem varð að engu, er Orme greip fantataki fyrir kverkar honum. Síðan flugust þeir á uppá líf og dauða. Þá kom mannshöfuð upp úr afturlúkunni, en eigandi þess hvarf aftur án þess að gera nokkra tilraun til að hjálpa fje- laga sínum, en bölvaði og var hræddur. Maðurinn, er flaugst á við Orme, gat losað-aðra hönd ina og náði rýting úr slíðrum, sem hjekk við belti hans, en í sama bili kastaði Orme sjer fram með öllum þunga sínum og sló um leið fæti undir hnjesbót mannsins. Þeir hlunk- uðust báðir niður í þilfarið, en sjómaðurinn undir og höfuð hans lenti á hemilinn á vind- unni, sem var þar hjá þeim. Hann varð samstundis máttlaus og lá eins og dauður á þilfar- inu. Orme brölti á fætur. Þarna voru tvö járnhandföng, sem voru rekin í vinduna. Hann greip annað þeirra og þaut aft- ur á skipið. Maðurinn, sem hafði stungið höfðinu upp, var kominn upp á þilfarið og kom á móti honum. Orme gat lítið af honum sjeð nema hvað glitti í tvö . hvít augu. Hann hóf handfangið á loft og færði í höfuð mannin- um, en hann hneig niður eins skotinn. Nú sá Orme rauða móðu fyr- ir augunum, því bardagaæðið var komið upp í honum, og hann hljóp aftur eftir með handfangið í hendinni. En þar var enginn til að veita honum 'viðnám, og káetuyrnar voru opnar og hann sveiflaði sjer niður stigann en staðnæmdist þar auagnablik, því hann bjóst við að ráðist yrði á sig. En þarna var dauðaþögn nema að því leyti, að hann þóttist heyra eins og tif í klukku. Hann stóð ekki -kyr nema andartatk, því fyrir fram an hann voru þröngar dyr, sem birta skein út um. Hann þaut inn í káetuna. I rúminu stjórnborðsmegin lá Margaret með ginkefli í munninum og bundin, náföl í framan og ósegjanleg skelfing skein út úr augum hennar. Svipurinn breyttist í undrun og gleði þegar hún sá Orme, enda þótt hún gæti varla litið við. — Guði sje lof! sagði hann kjökrandi og fleygði sjer í. hnje fyrir framan hana og los- aði hana við fjórtrana og kefl- ið og greip hendur hennar 1 1 skjálfandi höndum sínum. — Eruð þjer ekki meidd? var það eina, sem hann gat stunið upp. — Nei, stamaði hún og reyndi að rísa upp, en komið þjer mjer fljótt burt. Þjer .... við erum í ógurlegri hættu! — Hvað? Eru fleiri þorpar- ar hjerna? svaraði Orme hvasst og seildist eftir járnstönginni. — Jeg er búinn að hitta tvo, sem ekki gera meira ilt af sjer. — Það er annað verra, svar- aði Margaret. — Mennirnir, sem fluttu mig hingað .... jeg heyrði til þeirra .... jeg sá hvað annar þeirra gerði. Þeir höfðu ákveðið að sprengja upp skipið, ef þeir kæmust í hættu, og það er sprengiefni hjerna um borð .... jeg held undir gólfinu! Orme stóð og glápti eitt augnablik, og skildi ekkert. Þá heyrði hann aftur klukkutifið, sem hann hafði heyrt, er hann fór niður, en orð stúlkunnar höfðu nú gefið því nýja og hræðilega merkingu. Það hefði verið' óðs manns æði að fara að bíða og leita og láta Margaret vera þarna leng- ur. Hann greip hana i fang sjer og að vörmu spori voru þau komin upp á þilfarið. En hann var ennþá dauð- hræddur um, að alt væri um seinan, þrátt fyrir alt. Hann hljóp með stúlkuna í fanginu aftur eftir og greip í fangalín- una, sem skipsbáturinn var bundinn á. En hnúturinn hafði lent undir akkerinu og var orð- inn harður og óþjáll eins og stál. Hann reyndi að skera tjargaða kaðalinn með hnífnum sínum, en eggin veðraðist upp og beit hvergi. Það gat kostað lífið að bíða þó ekki væri nema nokkrum sekúndum lengur. Orme fleygði hnífnum og greip bjarghring, sem hjekk þar rjett við stýrið. Án þess að hika, greip hann hann í axlir Margaret og dró hana yfir borðstokkinn. — Treysið mjer, sagði hann. — þetta er fljótast og óruggast. Hún var of máttfarin til að veita nokkra mótstöðu, þó hún hefði viljað. Þau sukku næst- um hljóðlaust niður í fitubrák- að vatnið, en komu samstundis 1 upp aftur. Orme hjelt nú Mar- ! garet með vinstri handleggn- i um, en synti af öllu afli með hinum, en útfallið bar þau óð- fluga niður eftir ánni. Hann beit saman tönnunum og það var eins og herðar hans kipr- uðust saman af tilhugsuninni um sprenginguna, sem nú gat komið á hverju augnabliki. En pramminn sem nú var góðan spöl ofar en þau á ánni, lá með kyrrum kjörum, án þe?s að neitt sæist við hann að athuga. Hann heyrði Margaret taka andköf við hlið sjer. — Grípið þjer ekki mjög fast í mig, sagði hann snöggt, — yður er óhætt ef þjer bara eruð róleg. Jeg þorði ekki að bíða lengur. — Jeg er ekki hrædd lengur, ' igði hún veiklulega. Orme þakkaði í huga sínum ""aði fyrir hugrekki hennar og .':. tókst honum að koma bjarg- hringnum niður fyrir hendur hennar. — Já, haldið þjer yður svora. Þjer gætuð ekki sokkið þó þjer reynduð til þess. Eftir mínútu erum við komin í larid. Að jarðarmiðju Eftir EDGAR RICE BURROGHS. | 8. betra loft. Og það mun hafa verið um klukkustundu síðar en leið yfir Perry, að jeg fann að nú gat jeg ekki lengur háð þenna ójafna leik. Þegar jeg var að missa meðvitundina, leit jeg á leiðar- mælinn. Hann sýndi að við höfðum farið nákvæmlega 800 kílómetra frá yfirborði jarðar, en þá stöðvaðist líka jarð- skipið allt í einu. Drunurnar í mold og grjóti innan í brynju þess hættu og jeg heyrði á hljóðinu í hreyflinum og jarðbornum, að hann snerist í lausu lofti og svo varð jeg þess var að framendf skipsins var fyrir ofan mig. Mjer datt í hug að við hefðum snúið við á leiðinni og værum komnir aftur upp á yfirborð jarðar. Mjer fannst islögin benda til þess að svo væri. Lof sje Guði Við erum hólpnir. Jeg opnaði pípu þá, sem nota átti til þess að taka sýnis- horn af jarðlögunum gegnum og mínar bestu vonir rætt- ust. Straumur af fersku lofti barst að vitum mjer inn í heitan klefann. Þetta varð mjer svo mikið um, að jeg missti meðvitundina. i II. kafli. Undarlegur heiniur. Jeg var ekki meðvitundarlaus nema andartak, því um leið og jeg f jell í ómegin datt jeg á gólfið og kom til sjálfs mín við fallið. Það fyrsta, sem jeg hugsaði um, var Perry Mig óaði við að hugsa til þess að hann væri látinn, einmitt nú, þegar okkur var borgið. Jeg svifti frá honum skyrtunni og lagði eyrað að brjósti hans. Og jeg hefði getað hrópað hátt af gleði. Jeg heyrði greinilega hjarta hans slá Jeg rennvætti vasaklútinn minn í vatnsgeyminum og neri ennið á Perry með klútnum. Rjett á eftir sá jeg augnalok hans hreyfast. Um stund lá hann með lokuð augu, svo opnaði hann þau og fór smátt og smátt að átta sig. Hann starði í kringum sig með undrunarsvip. — Hvað er þetta Davíð; sagði hann. — Það er nóg hreint ioft. Og hvernig stendur á því? Hvar getum við eiginlega verið staddir? Afgreiðslumaður í stórri verslun var að afgreiða einn viðskiptavinanna. Forstjórinn sat við skrifborð sitt skamt frá, og heyrði afgreiðslumanninn segja: ¦—¦ Nei, frú, það er langt síð- an við höfum haft það. — Síður en svo, hrópaði for- stjórinn og kom þjótandi til þeirra. Jeg skal senda út í pakk hús strax og láta senda yður það heim. Konan hló og fór út, en for- stjórinn sneri sjer að undir- manni sínum. — Aldrei neita nokkrum hlut, sagði hann, lofaðu altaf að útvega hann. — En hvers vegna var konan að hlæja? — Jú, sjáið þjer til, svaraði afgreiðslumaðurinn, það, sem hún sagði við mig, var, ,,Við höfum ekki haft neitt sólskin upp á síðkastið". ¦<—gp—----'i. '¦»*" v'»'^ Um það bil ári eftir að eigin- maður hennar ljest, dó hún líka. Þegar hún Kom að hliði Himnaríkis, spurði hún eftir manninum sínum fyrverandi. — Hvað heitir hann? — Jón Jónsson. -------Þú verður að gefa okk- ur eitthvað nánara um hann. Hvað til dæmis um síðustu orð hans. Við flokkum stundum nýliða eftir því. — Jæja, svaraði hún, rjett áður en hann dó, sagði hann við mig, „Kata, ef þú eyðir einni einustu krónu af því fje, sem jeg hefi unnið baki brotnu fyrir, mun jeg snúa mjer við í gröf minni". — Nú, er það hann? Hann þekkja allir hjerna. Við köllum hann Jón snúning. Verslunareigandinn var ný- búinn að ráða ungling, til að aðstoða við afgreiðslu, og var að kenna honum, hvernig hann ætti að koma fram við við- skiftavinina. — Umfram alt verðurðu að muna það, sagði hann pilt- inum, að ef einhver spyr um, eitthvað, sem ekki er til, áttu að bjóða honum annað, sem líkist þvi. Skömmu seinna kom kona inn í verslunina og spurði um grænmeti. — Við eigum það því miður ekki til, svaraði nýi afgreiðslu- þjónninn, en við höfum græna málningu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.