Morgunblaðið - 07.12.1946, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 07.12.1946, Blaðsíða 5
Laugardagur 7. des. 1946 MORGUNBLAÐIÐ * Brjei irá BEþistffi: Fiskiðjuver ríkisins — Hviidartími á togur- j um — Vanrækt landhelgisgæsla — ill&iia- tryggingar - Þingmenn í boði iðnaðarmanna SJÁVARÚTVEGSNEFND Nd. hefur nýlega lagt fram frum- varp um fiskiðjuver ríkisins. £>kal ríkisstjórnin láta reisa þau á eftirtöldum fjórum stöðum: Suðurnesjum, ísafirði, Höfn í Hornafirði og í Vestmannaeyj- um. Fiskiðjuver þessi skulu stofn-' uð til þess að tryggja hagnýt- íngu og örugga sölu á afla fiski manna fyrir sannvirði samkv. nánari fyrirmælum laganna. — Skulu þau rekin sem sjálfseign arstofnanir með sjerstöku reikn ingshaldi og sje fjárhagur þeirra algerlega sjálfstæður fyrir hvert einstakt iðjuver. Atvinnumálaráðherra skipar þriggja manna stjórn er annast stjórn fiskiðjuvera ríkisins. — Skulu txeir þeirra tilnefndir af Landssambandi íslenskra út- vegsmanna og Alþýðusambandi íslands. Frumvarp þetta er flutt að beiðni atvinnumálaráðherra og fylgir því allítarleg greinar- gerð. Er í henni að finna upp- lýsingar um aukningu . skipa- stóls landsmanna á síðustu mánuðum. Gert er ráð fyrir að í árslok 1947 verði allur fiskiskipastóll íslendinga rúmlega 47 þúsund tonn, en var í árslok 1945 rúm- lega 24 þúsund tonn. Hefir flot inn þannig nær tvöfaldhst á skömmum tíma og verður í árs lok 1947 stærri en nokkuru sinni fyrr í sögu landsins. í lok frumvarps þessa er heimild fyrir ríkisstjórnína til þess að taka 25 miljón kr. lán til þess að standast kostnað við þær framkvæmdir, sem ráð er gert fyrir í lögunum. Er hjer um að ræða mjög umfangsmikið mál og þýðing- armikið fyrir sjávarútveg og iðnað landsmanna hver sem af- drif þess verða á þingi að þessu sinni. En hjer er farið inn á svipaða braut og með byggingu síldarverksmiðja ríkisins á sín- um tíma. Áður hefir verið greint hjer frá frumvarpi Kjart ans Jóhannssonar um fiskiðju- ver ríkisins á Isafirði. í því er eitt veigamikið atriði, sem ekki er í þessu frumvarpi. Þar er lagt til-að fjelag útgerðarmanna geti eignast slík fiskiðjuver smám- saman. Er það áreiðanlega skyn samleg tillaga og eðlileg. TÓLF STUNDA HVÍLDAR- ■ TÍMI Á TOGURUM Hermann Guðmundsson og Sigurður Guðnason flytja frum varp um að lengja hvíldartímá háseta á togurum úr 8 stundum upp í 12 stundir á sólarhring. Vökulögin voru eins og kunn ugt er, sett árið 1921. Var þá ákveðinn 6 stunda hvíldartími háseta á togurum. Árið 1928 var þessu breytt þannig að hvíld .artíminn var ákveðinn 8 klst. þessa frumvarps til að hann verði lengdur upp í 12 klukku- stundir. Frumvarp um þetta efni var flutt á Alþingi 1942, en varð þá ekki útrætt. BJÖRGUNARSKÚTA VESTFJARÐA Kjartan Jóhannsson flytur í efri deild fyrirspurn til rík- isstjórnarinnar um björgunar- og eftirlitsskip Vestfjarða. Spyr hann um hvað líði efnd- um á samningi þeim, sem dóms- málaráðherra gerði f. h. ríkis- stjórnarinnar 1. ágúst 1945, við stjórn Slysavarnafjelags Islands og björgunarskútunefnd Vest- fjarða um byggingu björgunar- skips fyrir Vestfirði. í greinargerð fyrirspurnar- innar bendir flutningsmaður á það, að fyrir rösku ári síðan hafi verið samið um það að smíði slíks skip skyldi hafin þá þegar, ef ekki fengist keypt hentugt skip í þessum tilgangi. Engin kaup hafi ennþá farið fram og svo hafi farið, sem fór með ensku skipin, sem keypt voru til landsins í fyrrahaust. í sambandi við þetta mál er ekki úr vegi að minnast lítil- lega á ástand landhelgismál- anna almennt. Þau eru nú væg- ast sagt illa komin. í þeim hef- ur ekkert raunhæft verið að- hafst þrátt fyrir samþykkt Al- þingis 1944, 24. nóvember, um landhelgisgæslu og björgunar- störf. Með þeirri tillögu var rík isstjórninni falið að láta fara fram athugun á því, hvernig landhelgisgæslu og björgunar- starfsemi yrði haganlegast fyrir komið við strendur íslands. Nið urstaðan . af þessari athugun hefur engin orðið. Og landhelg isgæslan og eftirlitsstarfið er í megnasta ólagi og þjóðinni til tjóns og vansa. Það var tillaga mín á þingi 1944, að landhelgisgæslan og eftirlitsstörfin ættu að skiljast frá Skipaútgerð ríksins og vera sett undir sjerstaka stofnun. Á það var bent með rökum að slíkt fyrirkomulag yrði ríkis- sjóði alls ekki dýrara, en hlyti hinsvegar að skapa aukið ör- yggi og festu í stjórn þessara mála, sem eru ein hin þýðing- armestu fyrir þjóðina. En þing- menn þurftu að hugsa málið betur og breyttu tillögu minni í áskorun um athugun. Sú at- hugun hefur aldrei farið fram og þess vegna er nú ástand þess ara mála eins og raun ber vitni um. Skoðun mín í þessum efnum er óbreytt. Landhelgisgæslan og björgunarstarfið eiga ekki heima í horninu hjá Skipaút- gerð ríkisins. Þau eru allt ann- ars eðlis en þau mál, sem eru hennar höfuðviðfangsefni. Þau verða að fá sjerstaka yfirstjórn. Við það verða þau bæði hag- kvæmari og ódýrari. En við núverandi ástand landheigisgæslunnar verður ekki unað. Það mál verður at- hugað út af fyrir sig innan mjög skamms tíma. FLJÖTAVIRKJUNIN ILLA STÆÐ Þingmaður Siglfirðinga, Áki Jakobsson, flytur þingsályktun- artillögu um að heimila ríkis- stjó&nnni ao lána Siglufjarðar- bæ 500 þúsund krónur til þess að standast rekstrarhalla Fljóta virkjunarinnar fram til næstu áramóta. VERBÚÐIR Pjetur Ottesen flytur þings- ályktunartillögu um verbúðir. Felur hún í sjer áskorun til rík isstjórnarinnar um að beita sjer fyrir því, að „komið verði upp fyrir næstu vetrarvertíð ver- búðum ásamt skýlum til beit- ingar og fisksöltunar í helstu verstöðvum við Faxaflóa og þeim fisksælu verstöðvum ann- arsstaðar á landinu, sem brýn þörf er slíkra bygginga. — Ef þörf krefur, er ríkisstjórninni heimilt að koma slíkum bygg- ingum upp fyrir fje ríkissjóðs.“ HLUTATRYGGINGAR Sigurður Bjarnason og Barði Guðmundsson flytja frumvarp um breytingu á lögunum um hlutatryggingarfjelög. Leggja þeir til, að gjaldið í hlutatryggingarsjóð, sem greitt er af brúttóafla, verði hækkað úr 0,7% í 1%. Ennfremur, að hlutatryggingasjóði sje aðeins varið til þess að bæta upp hluti sjómanna. í ákvæði til bráðabirgða, er lagt til að ríkissjóður greiði tryggingasjóði sjómanna í Bol- ungarvík upphæð, er nemi 0,7% af brúttóafla þeirra skipa. sem aðiljar voru að sjóðnum á tímabilinu 1. janúár 1944, til þess tíma, er myndað verður hlutatryggingarfjelag í Bolung arvík á grundvelli laga um hlutati-yggingar frá 1943, þó ekki lengur en til 1. febrúar 1945. I greinargerð er frá því sagt, að árið 1939, hafi verið stofn- aour Tryggingasjóour sjómanna í Bolungarvík í þeim tilgangi að bæta upp hluti sjómanna þegar illa áraði. Hafa útgerð- aarmenn og sjómenn í Bolung- arvík síðan greitt 2% af brúttó afla skipa sinna í þennan sjóð. sem nú er orðinn tæplega 150 þúsund krónur. Hefur nokkr- um sinnum verið úthlutað upp bótum úr sjóðnum á hluti sjó- manna. En nú er það áform Bolvíkinga að hagnýta sjer lög in um hlutatryggingafjelög og hafa þeir óskað eftir fyrr- greindum breytingum á þeim. ÞINGMENN í BOÐI IÐNAÐARMANNA Síðastliðinn fimmtudag buðu Landssamband iðnaðarmanna og Fjelag íslenskra iðnrekenda, þingmönnum að skoða rúm 20 iðnfyrirtæki í Reykjavik og Hafnarfirði. Þekktust tæplega 40 þingmenn það boð. Voru fyrirtækin skoðuð fyrir hádegi en síðan snæddur árdegisverð- ur að Hótel Borg. Var þessi morgunganga í iðn fyrirtækin hin fróðlegasta og viðtökur í verksmiðjunum, sem skoðaðar voru, með ágætum. — Var þirígmönnum skift niður i flokka og skoðaði hver flokkur fjögur fyrirtæki. í hádegiseverðinum bar það m. a. til tíðinda, að Sigurjón á Álafossi gaf forseta samein- aðs þings, Jóni Pálmasyni, eina af hinum alkunnu Álafossværð arvoðum. Þar fluttu ræður iðn- aðarmálaráðherra, Emil Jóns- son, forseti sameinaðs Alþingis, Kristján Jóh. Kristjánsson form Fjelags iðnrekenda, Páll S. Páls son o. fþ FLOKKSÞINGUM LOKIÐ Flokksþingi Framsóknarmanna lauk síðastliðinn þriðjudag með fagnaði að Hótel Borg. Hafa nú allir flokkar, nema Sjálfstæðis- flokkurinn, haldið flokkssam- komur á þessu hausti. Alþingi, 6. 12. 1946. S. Bj. lit AMTIÐARST ARF Ungur, efnilegur, vel mentaður maöur, með háskóíapróf, t.d. lögfræðingur, hagfræðing- ur, eða maður með jafn góða mentun, get- ur fengið vel launaða framtíðarstöðu. Um- sækjandi þarf að vera vel ritfær á íslenskt mál og hafa áhuga fyrir ritstörfum og hag- fræðilegum efnum. Umsóknir, með nauðsynlegum upplýsing- um og meðmælum, sendist afgreiðslu þessa blaðs, fyrir 14. þessa mánaðar, merkt: — , ,Fr amtíðarstarf “. K.L.G. Raíkerti 14, 18 og 22 mm. fyrirliggjandi. Verzlunin Friðrik Bertelsen ._J'Jafno riuHili - ólmi 28 72 > Símanúmer okkar eru: 1400, 6581 og 6592. JJcjCjert ^JCriitjclnóion (S? CCo. h.j BEST AÐ AUGLÝSA í MORGUNBLAÐINU j,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.