Morgunblaðið - 07.12.1946, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 07.12.1946, Qupperneq 10
MOiRGUNBLAÐIÍ) Laugardagur 7. des. 1946 ... i ; ! í i \ 10 L’ngversk börn taka útrjettum höndum á móti fyrstu matvæla- lestinni, sem kom til Ungverjalands á vegum Rauða Kross Randaríkjanna. Hjálpið ungverskum börnum Á MEÐAL HINNA mörgu Janda, sem á þessum tíma stríðs og eyðileggingar, hefur orðið einna verst úti er Ung- verjaland. Land lífsgleði og Zigauna-hljómlistar (en sem ókunnugt er af mörgum) hef ur orðið fyrir hinum hrylli- legustu styrjaldarafleiðing- um. Höfuðborgin Budapest, sem er ein af fegurstu borgum Evrópu, er að miklu leyti gjöreyðilögð. Þar var barist í samfleitt 8 mánuði og 3ja mánaða látlaus götubardagi, svo að heita má, að barist væri í hvet-ri götu, enda sum hverfi borgarinnar þannig, að tæp- lega stendur steinn yfir, steini. Eftir uppgjöfina, vorið 1945, fundust óteljandi lík barna, sem höfðu farist af hungri og völdum stríðsins,. og þau er lifðu þessi ósköp af litu út eins og lifandi beinagrindur, er þau höfðu verið grafin fram úr rústunum og komu fram úr fylgsnum og kjöllur um allra ólíkustu felustaða. Við hjer heima á íslandi myndum aldrei geta látið okkur renna grun í, hve mik- ið þau hafa iiðið. Þegar fyrsta hjálpin kom til Ungverjajands, voru þess- ir aumingjar svo aðfram- komnir, að þeir hjeldu ekki niðri mat, sem þeim var gef- in. Það, sem þessi vesalings ungversku börn koma til með að vanta mest af öllu til að halda lífi og auðveldast verð- ur að senda. er — lýsi, um- fram all-t og ull eða ullarfatn- aður. Veturinn er allstaðar kaldur og þó fremur, þar sem bæði er hungur og veikindi fvrir. Emil Telmányi, hinn heims frægi ungverski fiðluleikari, sem dvelur a íslandi þessa daga, og sem gefur ykkur tækifæri til að hlusta á sig, hefur boðist til að styrkja söngkonuna Irmu Weile Bar- kany Jónsson, sem veitir for- stöðu hjálparstarfsemi til Ijettis og þarfa sveltandi börn um í Ungverjalandi, með því að gefa kr. 500,00 af 1 unum sínum frá æskulý ’jóm- leikum Tónlistafjelar Ennfremur hafa ' >a- menn Tór»b'"+,'.'fjelags' Á'ð áheit fyrir kr. 500,00, til hjálpar ungverskum börnum. Við undirritaðir viljum beina athygli allra, ekki síst hljómlistaunnendum og ís- lenskri æsku að því, að bæta við gjöf Emils Telmányi til hjálpar ungverskum börnum. Peningagjöfum taka blöðin á móti og þarf ekkert að fylgja þeim til skýringar annað en orðin „Ungversk hjálparstarf- semi“ og „Bjargið barninu11. Jóhannes Gunnarsson, bisk- up; Einar Jónsson, mynd- höggvari; próf. Matthías Þórðarson; Auður Auðuns, cand. polit.; Ásta Magnúsdótt ir, ríkisfjehirðir; Irma Weile Barkany Jónsson. Hippokrates Vald. Steffensen: Hippokrates — faðir læknislistarinnar. Bókaútgáfan Norðri h.f. Aknreyri 1946. Kver þetta er 7 % örk að stærð. Höfundur segir sögu hins vísa „föður læknisfræðinnar“ og hinnar Hippokratisku læknis- listar, og þar á eftir fylgja þýð ingar á víð og dreif- úr ritum hans. Rit þetta er skýrt og að- gengilegt yfirlit um sögu hins gríska frumherja læknavísind- anna. Steffensen læknir segir vel frá. Hann notar ágæt heim- ildarrit. Nýr heimur opnast flestum íslenskum lesendum með riti þessu, því að í fyrsta sinni kemur út á íslensku rit um Hippokrates og læknislíst hans. Þýðingarnar eru á góðu máli, svo sem þýðandans er von og vísa. Þarna er læknaeiður- inn forni meðal annars. Jeg er viss um, að hver sem kaupir þetta rit, les það sjer tii mik- illar ánægju og fróðleíks. Vald. Steffensen hefir nú ver ið heilsubilaður um skeið.. Hann hefir tekið þetta rit saman sjer til dægrastyttingar, en jafn- framt mörgum til gagns og gleði. Hann helgar kver þetta konu sinni, Jenny, sem dáin*er fyrir nokkrum missirum. Brynleifur Tóbiasson. Skaðabófakröfur Egypfa CAIRO. Sidky Pasha, for- sætisráðherra Egypta, hefir til- kynt, að Egyptar krefjist 100.000.000 sterlingspunda af ítölum í stríðsskaðabætur. AHariskanna gefin Saurbæjarkírhju FYRIR SKÖMMU barst Saurbæjarkirkju á Hvalfjarð- arströnd gjöf, sem er hinn mesti kjörgripur. Er það alt- ariskanna úr skíru siifri, for- kunnar falleg. Á lok könnunnar eru greypt mjög haglega þessi orð: Til minningar um hjónin Val- gerði Þorgrímsdóttur, f. 31. 1. 1850 — d. 8. 2. 1901 og Sigurð Oddsson, f. 1. 3. 1841 — d. 27. 10. 1923. Frá niðjum. Og neð- ar: Gefið til Saurbæjarkirkju 1. mars 1946. Könnunni fylgdi svohljóð- andi gjafabrjef, skrautritað: „Gefið til Saurbæjarkirkju á Hvalfjarðarströnd til minn- ingar um hjónin Valgerði Þor- grímsdóttur og Sigurð Odds- son. Valgerður var fædd 31. janúar 1850. Foreldrar hennar voru Ingibjörg Guðmunds- dóttir, systir Helga biskups Thordarsens og síra Þorgrím- ur Guðmundsson Thorgrím- sen, sonur Guðmundar Thor- grímsens, er fyrstur var dóm- kirkjuprestur í Reykjavík. Þorgrímur Guðmundsson var síðast prestur að Saurbæ á Hvalfjarðarströnd eða frá 1849 til 1866. — Sigurður Oddson var fæddur 1. mars 1841 að Nesi í Selvogi, og var sonur hjónanna Sigríðar Jóns- dóttur og Odds Egilssonar bónda. Hann var járnsmiður, en bjó búi sínu á ýmsum jörð um, og síðast að Gufunesi við Reykjavík. Dó í Reykjavík 28. des. 1923.“ Síra Þorgrímur í Saurbæ var vígður til Keldnaþings á Rangárvöllum árið 1826, en fluttist þaðan til Nesþinga á Snæfellsnesi 10 árum síðar. Saurbæ fekk hann, eins og í gjafabrjefinu stendur, 1849. Hann þótti góður prestur og inn mætasti maður að öllu leyti. Kona hans, frú Ingi- björg, var annáluð fyrir skör- ungsskap og gáfur. A£ þessum agætu hjónum er mikill ætt- bogi kominn og góður. Niðjar þeirra margir eru víðþektir fyrir andlegt og líkamlegt at- gerfi, og hið mesta mann- kostafólk. Fyrir hönd Saurbæjarkirkju vil jeg færa gefendunum al- úðarþakkir fyrir hina höfðing legu gjöf og tryggð þá, sem hún lýsir við stað þann er lífs- rætur þeirra liggja frá. — Guð blessi yður. Saurbæ, Hvalfjarðarströnd 18. nóv. 1946 Sigurjón Guðjónsson. hleður til Bíldudals, Þingeyrar, Flateyrar, Bolungavíkur, Isafjarðar, Súðavíkur. Vörumóttaka í dag og mánu- dag. — Uppl. í síma 5220 og 7023. SIGFÚS GUÐFINNSSON. • Kommýrcistmn s$isia "*■ '■ " ; ■■ v ■■' . 'íi . um kaupverð logaraits Frá umræSum á bæjarstjémarfundi Nokkrar umræður urðu enn á bæjarstjórnarfundi í gær um hin síðustu togarakaup bæjar- ins, er bæjarstjórn ákvað ný- lega að taka tilboði Nýbygg- ingaráðs um kaup á einum tng- ara í viðbót er á að verða full- smíðaður seint á árinu 1948. Sigfús Sigurhjartarson hóf máls á því, að einhver óvið- kunnanleg tregða hefði komið fram meðal Sjálfstæðismanna í Sjálvarútvegsnefnd gagpvart þessum togarkaupum, en bæj- arstjórn hefði sem kunnugt er samþykt að óska eftir því að 20 togarar fengjust hingað til bæjarins af þeim 30, sem smíð- aðir verða í Englandi á vegum ríkisst j órnarinnar. Jón A. Pjetursson varð fyrst fyrir svörum, en hann á sæti í sjávarútvegsnefndinni. Hann sýndi fram á, að alveg var það eðlilegt, að sjávarútvegsnefnd- in vildi ekki gleypa við tilboði Nýbyggingarráðs, að óathug- uðu máli, því búast mætti við, að sá togari, sem átti ekki að vera búinn fyrr en svo seint, yrði dýrari, kannske 20—30%, en tilsvarandi skip eru nú. Það var ekki fyrr en farið var að semja við Nýbyggingar- ráðið um þessi togarakaup, að það kom á daginn, að hægt var að fá verðjöfnun á verði hans, og þeirra, sem fyrr verða fullsmíðaðir. Þetta skifti miklu máli fyrir bæinn. Auk þess sagði Jón, getur það komið sjer vel að fá nokkurt tæki- j færi til að athuga gerð þeirra togara, sem hjer á eftir á að ' smíða fyrir bæinn, því alltaf ! er verið að finna nýjar endur- {bætur á togurum þeim, sem j verið er að smíða í Englandi. j Á tiltölulega skömmum tíma hafa t. d. verið ákveðnar 50 breytingar á fyrsta togaranum, Ingólfi Arnarsyni. Jóhann Hafstein taldi að um mæli Sigfúsar Sigurhjartarson ar miðuðu að því, að hann vildi láta líta svo út, sem hann og flokksmenn hans væru hin- ir skeleggustu nýsköpunar- menn. En þetta mistekst fyrir hon- um. Því bæjarstjórn og bæjar- ráð hafa haldið fast við þá upp runalegu kröfu, að hingað fengjust alls 20 togaranna. Annað mál er það, að Nýbygg- ingarráð hefir ekki viljað fall- ast á þetta, heldur viljað dreifa togurunum sem víðast um landið. Sigfús Sigurhjartarson kvaðst vilja vekja athygli bæjarfull- trúanna á því, að sami maður, Kjartan Thors framkv.stjóri, væri form. Sjávarútvegsnefnd ar og Samtr. ísl. botnvörpu- skipa. En ekki gat hann eða treysti sjer til þess, að bera neinar brigður á að Kjartan Thors stæði vel í stöðu sinni í nefndinni sem í Samtrygging- unni, enda benti Jón A. Pjet- ursson Sigfúsi á, að Samtrygg- ingin væri sameign togaraeig- enda og það væri sameiginlegt hagsmunamál þeirra að þvi fryirtæki vegnaði sem best. En það væru togaraeigendur er hefðu valið sjer formann fyrir þetta fyrirtæki þeirra. Kóm þetta til út af því, að Sigfús fór enn að tala um vá- tryggingu togarans Ingólfs Arnarsonar. Benti Jón A Pjet- ursson á að allt viðvíkjandi tryggingu og kjörum þeim, sem fengist hafa hjá Samtrygging- unni, kæmi fram í bæjarreikn- ingunum. Jeg viíja þín æsfca" ÞETTA er 10 arka bók. For- mála ritar dr. Broddi Jóhann- esson. Jeg gat ekki slitið mig frá bókinni fyrr en jeg hafi les- ið hana alla. Trúað gæti jeg því, að lýsingin á heimilinu á Kú- skerpi, einkum á Kristrúnu Hjálmsdóttur, ætti eftir að verða klassisk í bókmenntum okkar. Stílgáfa höfundarins, Ólínu Jónasdóttur, er með svo miklum ágætum, að þar finnst ekkert víxlspor. Hvergi vottar fyrir tilgerð. Allt er svo blátt áfram. Þegar skáldkonan segir frá búskapnum á Kúskerpi, heimilisháttum og siðum, stend ur allt ljóslifandi fyrir augum lesandans. Þá eru mannlýsing- ar hennar snilldarverk. Þetta er meitluð skýr mynd af ís- lensku heimili á síðasta ára- tugi 19. aldar, þar sem fast- heldnir við forna siðu í anda vandlætingastefnunnar, er svo rík, að aldrei bregður út af. Ólína kann miklu betri tök á íslenskri tungu en hana grun- ar sjálfa. Það er hin dásam- lega, íslenska orðlist, sem er runnin hennr í merg og bein. Hún steypir málm málsins utan um hugsjónir sínar af óbrigð- ulli snilld. Þarna sjá menn ís- lenskuna, eins og hún var feg- urst töluð á íslenskum sveita- heimilum og er enn sums stað- ar. Vilja ekki sum sagnaskáldin, sem sæmd eru heiðurslaunum, vera svo hreinskilin að játa minni mátt sinn andspænis þessari skagfirsku alþýðu- konu? Þau myndu vaxa af því. En það er meira en snilld stíls- ins, sem Ólína býr yfir. Hún skilur sálarlíf fólksins, hún skilur raddir náttúrunnar, og lýsir búfjenu af samúðarfullum skilningi. Samúðin er ofin inn í hverja setningu, jafnvel hvað ríkust með þeim, sem voru henni ekki góðir. — Afsökun þeirra var sú, að þeir vissu ekki hvað þeir gerðu. Þessi bók er skemmtilega og fallega skrifaður þáttur í menningarsögu Islendi’nga. Stökurnar eru í stíl við minn- ingarnar. Dr. Broddi Jóhannesson hef- ir gert þarft verk að fá Ólínu til að láta minningar sínar koma fyrir almenningssjónir. „Megum við fá meira að heyra“. Mig grunar, að hún eigi meira góðgæti í pokahorninu. Bókaútgáfan Norðri hefir' vandað til útgáfunnar og þökk sje henni fyrir þessa ágætu bók. Brynleifur Tóbiasson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.