Morgunblaðið - 07.12.1946, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 07.12.1946, Blaðsíða 16
VEÐUEÚTLITIÐ: Faxaflói: 400 ARA MINNING Tycixo Allhvass suð-ausian. Snjájel. Bruni s' Eyjum Vestmá’nnaeyjum, föstud. í GÆRKVÖLDI um kl. 9,30 kom upp eldur í húsinu Brekka við Faxastíg. Húsið stórskemd ist og eignatjón varð mikið. Þrjár fjölskyldur, sem þar bjuggu, urðu heimilislausar. Eldurinn kom u.pp í mið- stöðvarherbergi í kjallara og náði þegar talsverðri útbreiðslu og komst fljótlega upp á mið- hæð hússins. Slökkviliðið kom fljótlega á vettvang, en miklar skemdir urðu á húsinu áður en tekist hafði að ráða niðurlög- um eldsins. Innanstokksmunir í kjallara og á miðhæð voru óvátrygðir, einnig munu talsverðar skemd ir hafa orðið á innbúi á efstu hæð af völdum vatns og reyks, en þangað náði eldurinn ekki. Eigendur hússins eru Gísli Fr. Johnsen og Einar Hannes- son. í GÆRDAG var veski með 500 krónum í stolið. Konan sem átti veskið var með manni sín- um í einkabíl. Skruppu þau inn í verslunina Búslóð við Njáls- götu-. Inni í búðinni munu þau hafa staðið við um það bil 5 mínútur. Er þau komu aftur var vesk- ið horfið með öllu sem í því var, m. a. 500 krónum. — Þetta gerðist milli kl. 4—5. Vefrarhjálpinni bersi fyrsla gjöfin VETRARHJÁLPINNI hjer í Reykjavík barst fyrsta pen- ingjagjöfin á þessum vetri í gærdag. Það voru 1000 krón- ur, frá ónefndum. Skrifstofa Vetrarhjálpar- innar er í Bankastræti 7, opin frá kl. 10 til 12 og 2 til 6 dag- lega. Þar er fata- og peninga- gjöfum veitt móttaka, einnig veitir afgreiðsla Morgunblaðs ins peningum til Vetrarhjálp- arinnar viðtöku. Vísindamenn WASHINGTON. Hermála- ráðuneyti Bandaríkjanna héfir tilkynt, að um 270 þýskir og austurískir vísindamenn hafi dvalist þar í landi s. 1. ár og unnið að allskonar rannsókn- um, ásamt amerískum starfs- bræðrum sínum. Allir hinna aðfluttu vísindamanna komu til Bandaríkjanna af frjálsum vilja. .. 18 — dapr ti! jéia Laugardagur 7. desember 1946. s íifjum husakypji ÚTVEGSBANKI ÍSLANDS hefir nú fengið aukið húsnæði til starfrækslu sinnar, og hefir sparisjóðsdeildin þegar verið flutt í hin nýju húsakynni, sem eru í húsinu Lækjartorg 1 cg er áfast við sjálft bankahúsið. Einnig verður ábyrgðar- deildin flutt þangað. Er þetta til mikils hægðarauka fyrir scarfsmenn bankans og viðskiptavini hans. Stjórnendur Útvegsbankans^ buðu í gær fjármálaráðherra, stjórnendum hinna bankanna og fleirum að sjá hin nýju sal- kynni, sem eru mjög rúmgóð og hin smekklegustu. Stefán Jóh. Stefánsson, formaður bankaráðs, bauð gestí velkomna og lýsti fyrir þeim breyting- unni. Hann sagði m. a.: ,,Fyrir nokkrum árum síðan festi Útvegsbanki íslands h. f. kaup á húsinu nr. 1 við Lækj- artorg, með aukið og betra hús- rúm fyrir augum. Síðan hafa viðskipti og afgreiðslufjöldi bankans aukist svo mjög, að þörf hefir skapast fyrir enn meira húsrúm en áætlað var í fyrstu. Nú hefir bankinn látið útbúa afgreiðslusal á neðstu hæð Lækjartorgs 1. Þar er sparisjóðsdeild og ábyrgðar- deild bankans ætlaður staður. Sparisjóðsdeildin verður flutt þangað strax, en ábyrgðadeild- in sennilega um áramót. Með því að flytja sparisjóðs- deildina úr gamla salnum, munu skapast mun betri af- greiðsluskilyrði þar, og abyrgða deildin hefir þótt illa sett á þriðju hæð. I hinum nýja sal er auk þess óráðstafað rúm til afnota síðar. Breytingar á saln- um hafa verið gérðar eftír teikn ingum arkitektanna: Sigurðar Guðmundssonar og Eiríks Ein- arssonar. Starfsmaður bankans Gunnlaugur Björnsson, hefir teiknað húsgögnin. Þiljur voru smíðaðar á verkstæði Jónasar Sólmundssonar, en húsgögn á verkstæði Friðriks Þorsteins- sonar. E. Jensen hefir annast raflögp, en Óskar Smith bita- lögn. Jón Guðjónsson hefir sjeð um múrvinnu. Fritz Berndsen málningu og Jóhannes Björns- son veggfóðrun. Þiljur og húsgögn eru gerð úr Ijósri eik, en borðfletir allir þaktir svörtu ,,plastik“ efni. Af- greiðsluborðið er af nýrri gerð, áður óþekktri hjer á landi, en svipuð borð sjást nú viða er- lendis. Fyrirmyndin er sænsk. Starfsmenn geta unmð við sjálft afgreiðsluborðið og snúa að viðskiptamönnunum. Af- greiðsluflöturinn er svolítið hærri en tíðkast hefir hingað til. Með því móti er hægt að' sleppa öllum girðingum, en þær þykja óprýði, auk þess sem þær gera samtal starfsmanns og viðskiptamanns óþægilegra. Framan á borðinu er auk þess hilla, sem æltuð er fyrir töskur eða annað sem viðskiptamenn hafa meðferðis. Aðrir, sem tóku til máls voru: Magnús Jónsson, formaður bankaráðs Landsbankans, Magnús Gíslason, skrifstofu- stjóri í fjármálaráðuneytinu, sem mætti fyrir hönd fjármála ráðherra, Magnús Sigurðsson, bankastjóri, Hermann Jónasson, form. bankaráðs Búnaðarbank- ans, Jónas Sólmundsson, trje- smíðameistari, Helgi Guðmunds son, bankastjóri og Adolf Björnsson, starfsmaður við bankann. Fimm voru sendir ð! landi bur! í N Ó VEMBERMÁNUÐI ferðuðust frá landinu 577 manns, en á sama tíma komu 443. Af þeim. sem fóru af landi, fóru með skipum 418 manns, en með flugvjelum 159. Til landsins komu með skipum 248, en með flugvjelum 159. Ferðuðust því til og frá land- inu 1020 manns í nóv. í mánuðinum voru 5 út- lendingar scndir hjeðan af landi burt/fyrir atbeina Ut- lendirlgaeftTrlitsins. Það voru 3 Svíar og 2 Danr. Menn þess- ir höfðu látið afskrá sig eða strokið af skipum, sem til landsins komu. í GÆRMORGUN var i Ilæsta rjetti kveðinn upp dómur í mál inu Rjettvísin og valdstjórnin gegn Þorvaldi Jónssyni, bif- reiðarstjóra, Hátúni 9. Hæsti- rjettur staðfesti í öllum aðal- atriðum hjeraðsdóm, að öðru leyti en því að refsing var þyngd. Hann var dæmdur í tveggja ára gæsluvarðhald. Sviptur ökuleyfi æfilangt. Þá var hann sviptur kosningarjetti og kjörgengi til opinberra starfa og annara almennra kosn inga. Þá var honum gert að greiða allan kostnað sakarinn- ar í hjeraði og fyrir Hæsta- rjetti. Þorvaldur Jónasson var tal- inn bera ábyrgð á mikiu slysi er varð í Artúnsbrekku 28. mars s. 1. Hann ók bifreið sinni R-3174 á vörubifreiðina R-1042 sem hvolfdi út af veginum. Átta verkamenn er voru í farþega- skýli vörubifreiðarinnar R- 1042 slösuðust og tveir svo al- varlega að þeir urðu að liggja í sjúkrahúsi. Þorvaldur Jónasson var einn- ig sekur fundinn um þjófnað á fötum og nokkrum jólakökum og öðru kaffibrauði í veitinga- stofunni Gullfoss, sunnudaginn 19. maí s. 1. Einnig sannaðist í máli þessu, að Þorvaldur hafi stolið 19 tunnum af traktorolíu og 17 brúsum af smurningsolíu, Olíubirgðir þessar voru geymd- ar upp hjá Árbæ. Vðija fá hvaiveiðiskip LONDON. Ástralska stjórn- in hugsar sjer að biðja um jap- Önsk hvalveiðiskip upp í stríðs skaðabætur þær, sem hún krefst af Japönuro. Á FUNDI, sem nokkrir vefnaðarvörukaupm. hjeldu í Fjelagsheimili verslúnar-, manna mánudaginn 2. des., var ákveðið að stofna til Inn- kaupa sambands meðal smá- .söluverslana með vefnaðar-x vöru. Takmark sambands þessa er að útvega meðlimum þess vefnaðarvöru með sem allra hagkvæmustu kjörum. Á morgun, sunnudag, verð- ur framhaldsstofnfundur hald inn og verður þá frumvarp til laga fyrir innkaupasam- bandið lagt fram til endur- skoðunar og samþyktar. Þá fer einnig fram kosning stjórn ar. Áðu r en fundur þessi hefst koma vefnaðarvörukaup- menn til fundar á sama stað, Ástæðan fyrir stofnun þessa sambands er aðallega sú, að vefnaðarvörukaupmenn eru mjög óánægðir með kvóta- skiptinguna. TILGANGTJR INNKAUPA- SAMBANDSINS Tilgangur með stofnun Inn- kaupasambandsins er sá að nnnast kaup á vefnaðarvöru og aðstoða fjleiagsmenn við innkaup á þeirri vöru. Til þéssara samtaka er ekki stofn að í ágóðaskyni, enda er sam- tökunum ekki ætlað að hafa tekjur umfram það sem nauð synlegt er til þess að stand.a undir rekstri þeirra. Allar sjerverslanir í vefn- aðarvöru, smásölu, hvar sem er á landinu hafa rjett tii að gerast aðilar að Innkaupa- sambandi þessu. 18 þektar vefnaðarvöruversl anir hjer í bænum, sem undir búið hafa mál þetta, hafa þegar gerst aðilar að stofnun sambands þessa. Ungur piifur hefur stolið þúsundum króna úr einkaíbúðum manna Annar rændi vin sinn RANNSÓKNARLÖGREGLAN hefir nýlega handtekið 16 ára gamlan dreng, sem játað hefir á sig átta innbrot og pen- ingaþjófnaði úr einkaíbúðum manna hjer í bænum. Hann hefir stolið samtals um 4.700 krónum. Illa Iæstar íbúðir. Þjófnaði þessa framdi areng- urinn alla seinnihluta dags. Eng an að nóttu til. Hann komst auð veldlega inn í íbúðirnar, því sumar þeirra voru ólæstar og aðrar illa. Lyklana hafði fólkið skilið eftir á þeim stöðirm sem rrxjög auðvélt var að finna þá. í húsinu Vesturgötu 46 stal hann eitthvað á milli 1300 og 1400 krónum. í Túngötu 3 800 krónum. I Garðastræti 45 milli 30 og 40 krónum. í Vonarstræti 4 stal hann 540 krónum: Á Grenimel 27 um 200 krónum. Á Smáragötu 6, 1160 krónum og á Brávallagötu 22 stal hann 400 krónum. Ræntli vin sinn. Þá er einnig að uplýsast ann- að þjófnaðarmál, sem ungur maður er fundinn sekur um að hafa framið. Piltur þessi var með drukk.n- |um fjelaga sínum. Hann rændi 'hann 500 krónum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.