Morgunblaðið - 12.03.1947, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 12.03.1947, Blaðsíða 2
MORGUNBLAÐIÐ Miðvikudagur 12. mars 1947, VÍG ÍSLENDINGANNA í DANMÖRKU ÞINGSALYKTUNARTIL LAGA Gísla Jónssonar um skýrslusöfnun um mál íslenskra þegna á Norðurlöndum, sem á- sakaðir hafa verið fyrir sam- vinnu við Þjóðverja, kom til umræðu í sameinuðu Alþingi í gær. Flutningsmaður mælti fyrir tillögunni og flutti ítarlega fram söguræðu. Rakti hann fyrst í stórum dráttum aðdraganda þessa sorgarleiks, hertöku Dan merkur og Noregs og lýsti þeim hörmungum, sem þessar þjóðir hefðu orðið að þola undir her- náminu, Norðmenn frá fyrstu byrjun og Danir eftir að þeir tóku upp virka andstöðu gegn innrásarliðinu. Þessu næst lýsti ræðumaður starfsemi frelsishreyfingarinn- ar dönsku, hvernig hún færðist í vöxt eftir því sem hallaði und an fæti hjá þýska hernum, uns svo var komið að algert stjórn leysi ríkti í landinu, með þeim afleiðingum að fjöldi manna var sviftur frelsi og margir líf- látnir. án dós og laga. Þesu næst fórust G. J. orð á þessa leið: Víg tveggja íslendinga. ÍSLENDINGAR, búsettir Danmörku, fóru ekki varhluta af þessu æði. Guðmundur Kamb an, rithöfundur, var fyrsta fórn in. Þegar hann rís upp vopnlaus og varnarlaus og neitar að láta handtaka sig saklausan og fara með sig sem glæpamann, er hann fyrirvaralaust skotinn í augsýn dóttur sinnar. Öll með- ferð á jarðneskum leyfum hans uns hægt var að fá þær afhent- ar, er þann veg, sem ekki sæm- ir menningarþjóð. Næsta fórnin er 17 ára dreng ur, sonur Gunnars Hallssonar, kaupmanns. Hann er hrifraður hræddur og grátandi úr örmum móður sinnar, þar sem hann er einn með henni heima. Bænir hennar og fullyrðingar beggja um það, að barnið sje a.'.sak- laust, fær engan hljómgrunn. Með byssum, beindum á hjprta stað, er hann hrakinn upp á flutningabíl, meðal annarra sak borninga, og síðan er ekið með hópinn áleiðis á lögreglustöð- ina, Það er ekki verið að sýna þá mildi að fara stystu leið, eða þræða fámennustu göturnar, nei, það er ekið götu úr götu, þar sem mannfjöldinn er mest- ur, og allan tímann eru þessi saklausu óhamingjusömu fórn- ardýr villimennskunnar hædd og' hrjáð af fjöldanum. Þeim er fyrirskipað að þola allar raunir að viðlögðu lífláti, fyrirskipað að halda höndunum uppi yfir höíði sjer tímunum saman. Það er sama, hvort kastað sje í þá óþverra eða hrækt á þá, alt ber að þola möglunarlaust. Þegar drengurinn magnþrota og yfir- bugaður af slíkri meðferð, læt- ur annan handlegginn síga úr fyrirskipaðri stellingu, er hann skotinn til bana. Dögum saman fá foreldrarnir ekkert svar við fyrirspurnum um afdrif drengs ins. Og það er hending ein, að lík hans finnst og þekkist innan um fjölda annara, sem farið hef ur verið með á sama hátt-------. RÆDD A ALÞINGI Báðum þjóðum fyrir bestu að sannleikurinn komi í liós Þáttur Kambans. Jeg hefi átt þess kost, að kynn ast persónulega öllum þeim gögnum, sem fyrir liggja í sam bandi við ákæru á Guðmund Kamban. Fyrverandi hæstvirtur utan- ríkismálaráðherra mótmælti samstundis verknaðinum og fyr irskipaði sendiráðinu í Kaup- mannahöfn að fá málið rann- sakað og senda fullkomnar skýrslur hingað til stjórnarinn ar um allan gang þess. í rjettarfarsskýrslunni, sem send er dómsmálaráðuneytinu danska, og sem er eitt hið auð- virðilegasta gagn, sem hugsast getur í morðmáli, er gerð til- raun til þess að rjettlæta verkn aðinn, með því að upplýst þyki að Kamban hafi haft samvinnu við Þjóðverja á eftirfarandi hátt, — gegn hagsmunum dónsku þjóðarinnar. 1. Haldið fyrirlestra í danska ¦ útvarpið eftir 29. ágúst 1943. 2. 'Skrifað ritgerð um«öl fyr ir Þjóðverja 1944, sem gerði þeim mögulegt að seðja allan herinn og alla hina sveltandi Evrópu. 3. Og fyrir þessi glæpsam- legu störf hafi hann orðið uppvís að því að taka laun frá Þjóðverjum. Útvarpserindin. í bók, sem kom út í Kaup- mannahöfn 1945, um danska út varpið á styrjaldartímabilinu, þar sem mjög hörðum orðum er farið um allan þann fjölda danskra þegna, sem Þátt tóku í starfsemi þess, eftir 29. ágúst er þess getið, að Kamban hafi á árunum '43—'45 haldið alls 3 fyrirlestra í danska útvarpið af 311 fyrirlestrum, sem haldnir eru þar á þessu tímabili, af ekki færri en um 100 vísindamönn- um, listamönnum og öðrum and ansmönnum dönsku þjóðar- anar. ÖU þessi erindi Kambans voru eingöngu bókmentalegs eðlis, og fjarri því að fela ísjer snef il af áróðri fyrir Þýskaland, enda er beinlínis á það bent í þessari bók, að Þjóðverjum hafi þótt Kamban draga um of taum menningu Norðurlanda í erind- um sínum, og þar með einnig menningu dönsku þjóðarinnar, og því hafi þeir orðið að strika út úr erindum hans ýmis um- mæli, er snertu þetta efni. Ritgerð um söl. Hvað viðvíkur þeirri ákæru, að Kamban hafi skrifað ritgerð um söl, þá ér það rjett, að eitt af síðustu verkum hans er langt vísindarit um þessa sjávar- plöntu. Jeg hefi átt þess kost,- að lesa þetta verk. Verður ekki annað sjeð, en sfö hann hafi fyrst og fremst haft í huga að skrifa hjer vísindarit, er hann síðar gæti varið sem doktorsrit gerð við" háskóla. Ritgerð þessi er þrungin af þeirri aðdáun sem sem Kamb'an hafði á íslensku þjóðinni, fyrir þrautseigju henn ar og þol, að kpmast yfir alla þá erfiðleika, sem yfir hana dundu á mesta hörmungartíma bili hennar, sem m.a. Danir áttu ekki svo lítinn þátt í að skapa, með verslunareinokun, kúgun og skilningsleysi á högum henn ar á þeim tímum. Einmitt vegna þess, að ritgerðin er byggð upp á hinum hárnákvæmu rannsókn um Kambans á þjóðlífi íslend- inga, verður hún hvort tveggja í senn, þrungið ádeilurit á dönsk stjórnarvöld þeirra tíma, og brennandi hvatningarorð til íslendinga, um það, að standa nú saman uns fullkominn skiln aður er fenginn. Hitt he"fur víst engum rnanni dottið í hug í alvöru, og ekki einu sinni Dön- um sjálfum, að þótt íslenska þjóðin gæti fyr á öldum forðað sjer frá hungri að einhverju leyti, með því að tína og jeta söl á þeim tímum, þegar dönsk einokun og dönsk kúgun hafði sogið úr henni merg og blóð, að þá' væri það leikur einn fyrir Þjóðverja, úr því að þeir ættu nú í ritgerð þessari lykilinn að leyndarmáli, að metta allan hinn sveltandi her og alla Evrópu á þessum einstæða sjáv argróðri. Það reyndist líka svo, að eftir að rjetturinn hafði kynt sjer þetta verk, þótti ekki stætt á því að nota það sem ásökunar efni. Greiðslan frá Þjóðverjum. Um þriðja og síðasta ákæru- atriðið, að Kamban hafi tekið á móti fje frá Þjóðverjum fyrir verk sín, skal aðeins farið nokkrum orðum. í fyrsta lagi voru menn bein- línis hvattir til þess af stjórnar völdunum, að hafa vinsamleg viðskifti við herinn og þýsku þjóðina, eins og jeg hefi áður minst á. Meginhlutinn af iðnaði landbúnaði og verslun dönsku þjóðarinnar byggði bókstaflega tilveru sína á styrjaldarárunum á þessum viðskiftum, og það svo að án þeirra gat þjóðin á engan hátt framfleitt lífinu, svo lengi, sem hernámið varði. Það gat því ekki verið meiri sök að taka greiðslu fyrir hlutlausar bók- mentir, en fyrir svínslæri, smjör og að jeg nú ekki tali um framleiðslu allskonar vopna í þágu hersins. En á þessu lifði þjóðin almennt. I öðru lagi voru það danskir áhrifamenn, sem beinlínis neyddu Kamban til þess að leita sjer tekna hjá Þjóðverjum, sem aldrei voru þó meiri en svo, að þær dugðu ekki honum og fjöl- skyldunni nema að litlu leyti til að draga fram lífið í eitt ár. Þegar Danir gerðu Kamban útlægan. í aldarfjórðung hafði Kamban lifað og starfað í Danmörku, svo að segja óslitið. Flest verk sín hafði hann fengið gefin þar út, mörg af leikritunum tekin þar til sýningar á bestu leikhúsun- um, og sjálfur verið í þjónustu Dana, sem leiðbeinandi um leik list. Hann fór aldrei leynt með það, allan þenna tíma, að hann var sannur íslendingur, unni framar öllu öðru frelsi lands síns og mat heiður þess og gæfu framar öllu öðru. Langsamlega stærstu og flestu árekstrarnir, sem urðu á milli hans og danskra áhrifamanna, og þeir voru stundum hvorki fáir nje smáir, stöfuðu af því, hversu fast hann hjelt á rjetti þjóðar sinnar, oghversu mjög hann mat forna menningu hennar. Og því er það, að þegar íslenskir stúdentar og mentamenn, bú- settir í Danmörku, senda mót- mæli gegn sambandsslitunum, sem lýst var hjer yfir á Alþingi haustið 1943, að fram skyldu fara að lögum 1944, þá var Karnban ekki í þeim hópi. Þvert á móti hóf hann þá bar- áttu í Danmörku fyrir skilnað- inum. Einmitt þá tekur hann sig til og þýðir úrval af ljóðum íslenskra skálda yfir á danska tungu, eitt hið mesta snilldar- verk og bókmentaafrek, til þess að sýna dönsku þjóðinni, hversu föstum fótum menning in hafi jafnan staðið á íslandi, og standi enn. Hjer eru þýdd 45 úrvalsljóð 11 frægustu skálda og andans manna þjóðar innar. Það hefst á sálmi Hall- gríms Pjeturssonar „Allt eins og blómstrið eina" og lýkur á einu af Kambans síðasta ljóði „Arinbjörn prestur". — En nú bregður svo við, að fyrri útgef- endur hans, sem biðu jafnan óþreyjufullir eftir hverri bók frá honum ,vilja ekki gefa út þetta snilldarverk. Nú verður að leita til Ejnar Munksgaard, og fá aðstoð frá Dansk-ísl.fjelag inu til að koma bókinni út. Sam tímis eru einnig lokuð fyrir honum öll leikhús, sem áður stóðu honum opin, og sambönd hans við menningarstofnanir, sem Danir rjeðu yfir, eru öll bókstaflega slitin. Eins og allir aðrir, er hami fangi í þessu landi, landi, sem neitar honum um að lifa, af því hann metur og elskar meira sína eigin þjÓL en þá þjóð, sem hann dvelur með, og vill í engu skerða henn ar rjett. Af öllum þeim gögnum, sem fyrir liggja, er bert, að fram að þessum tíma, hefur Kamban engin viðskifti haft við Þjóð- verja. Það er ekki fyr en eftir að alt þetta hefur skeð, að hann neyddist til þess að selja verk sín til þeirrar þjóðar, sem situr, yfir rjetti Dana. Honum er þettai mjög um geð, en hann á engis annars úrkosta, nema að draga úr baráttunni fyrir fullu frelsi þjóðar sinnar, og það er honum á engan hátt að skapi, svo heil- steyptur sem hann var. íslenska þjóðin á kröfu á því að fá það að fullu upplýst, , hvaða raunverulegar ástæður voru fyrir handtöku og vígi Kambans. Hvort það er sam- vinna við Þjóðverja, ást hans á Nazisma, löngun til að gera dönsku þjóðinni ógagn, eða ást hans á íslandi. Þor hans og vilji til að halda hátt uppi merki þjóðar sinnar þegar henni reið mest á. Hjer á landi hefur, danska stjórnin viðurkennt op- inberlega, að engar ástæður hafí verið fyrir hendi, er rjettlæti þenna verknað. Hjer biður hún opinberlega afsökunar á óhapp inu, eins og hún kallar það, og tilkynnir, að lífeyri verði greidd ur ekkju hans. í Danmörku er þessu margneitað og almenning ur þar látinn trúa því, að hann hafi verið sekur fundinn. Það er báðum þjóðum hollast að blæjunni sje svipt af öllum' þessum málum og sannleikur- inn gerður kunnur í báðum' löndunum. Flutningsmaður tók að lokum fram, að þótt í tillögugreininni væru nefnd bæði löndin, Dan- mörk og Noregur, bæri ekki að skilja þetta þannig, að íslend- ingar hefðu sætt sömu meðferð! í Noregi og í Danmörku. Eng- inn íslenskur þegn hafi verið líflátinn í Noregi, án dóms og laga. Að lokinni framsöguræðu Gf J. var tillagan samþykt einróma og vísað til síðari umræðu og utanríkisnefndar. Spánverjar hjálpuðu möndulveldunum London í gærkvöldi. í SPURNINGATÍMA í neðrj málstofunni í dagr spurði eina þingmannanna, hvort nokkur, áætlun hefði verið gerð yfir, það, hvað ýmsar aðgerðírj spönsku stjórnarinnar á styrj- aldarárunum hefðu kostað Breta í mannslífum og verð- mæti. McNeil, innanríkisráðherra, varð fyrir svörum. Sagði hann, að enda þótt vitað væri, að, Spánverjar hefðu stundum að- stoðað möndulveldin, væri ó- mögulegt að áætla tap það, sem slíkt hefði haft í för með sjer og því með öllu þýðingar- laust, að leggja málið fyrh} sameinuðu þjóðirnar. — Reuter. --------» » • SS-hershöföingi hengdur LONDON: — Útvarpið f Prag hefur tilkynt, að þýskl SS-hershöfðinginn Nernard Placht hefði verið hengdur fyr, ir að láta taka níu tjekkneskíi stúdenta af lífi. _J

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.