Morgunblaðið - 12.03.1947, Síða 5

Morgunblaðið - 12.03.1947, Síða 5
Miðvikudagur 12. mars 1947 MCRGUNBLAÐIÍ Frú Sigríður Helgadóttir ÞEGAR jeg árið 1877, nú fyr 70 árum, kom í fyrsta sinn til Reykjavíkur til þess að ganga í latínuskólann, var eitt hið fyrsta sem vakti eftirtekt míns og jeg man eftir, unglingspiltui á reki við mig. Hann hjet Hálf- dán og var elsti sonur sjera Helga Hálfdánarsonar, síðai lektors, og konu hans, frú Þór- hildar Tómasdóttur Sæmunds- sonar. Hann var kominn í skól- ann og það fyrsta, sem jeg heyrði um hann, var það, að hann væri sjgrstaklega góður piltur og efnilegur. Jeg sá hann nokkrum sinnum, en því miður þó ekki svo, að kynni okkar yrðu mikil, því að hann veiktist og andaðist á ofanverðu sumr- inu, harmdauði foreldrum. og öllum sem til þekktu. Hin önn ur börn, sem þau sjera Helgi þá áttu, urðu öll fullorðin og þjóðkunnug, 3 synir og 3'dætur, synirnir Tómas læknir, Jón biskup og Ólafur prestur, og dæturnar Áflheiður, gift Páli Briem amtmanni og Sigríður og Þórdís, giftar merkisprestunum síra Skúla Skúlasyni prófasti í .Odda og síra Sigurði P. Sívert- sen á Hofi og síðar prófessor við háskólann. Öll hafa systkynin gifst og eignast afkvæmi, svo líklegt er að af verði mikill ætt bálkur, Helgar orðnir margir og Þórhildar ef til vill fleiri, en jeg veit um. En nú fyrir nokkrum dögum barst sú fregn um bæinn að frú Sigríður, hin elsta af systrunum hefði látist hinn 4. þ.m- á heim ili sonar síns Páls ritstjóra, af hjartaslagi, að undangenginni ekki langri legu af sjúkdómi, sem var á batavegi. Útför henn ar fer fram í dag. Er þá af syst kinunum aðeins frú Álfheiður eftir á lífi. Frú Sigríður var fædd 9. febr. 1862 í Görðum á Álftanesi, þar sem faðir hennar var prestur 1858 til 1868, er honum var veitt æðra kennaraembættið við prestaskólann. Fluttust þá for- eldrar hennar til Reykjavíkur og bjuggu þar til dauðadags, en hann andaðist 2. jan. 1894 og móðir hennar 29. jan. 1923. Ólst frú Sigríður þar upp, fríð og gjörfuleg mær, elst í hópi syst- kina sinna og hlaut hið besta uppeldi til munns og handa hjá sínum ágætu foreldrum. Þá var það ekki komið til, að konui- gengi í lærða skólann, en allt það sem fyrirmannadætrum þá var kent lærði hún í besta lagi kvenlegar hannyrðir og hljóð- færaleik, enda var hún mjög sönghneigð og hafði fagra söng rödd, söng hún jafnaðarlega í kirkju og minnist jeg að jeg Minningarorð Frú Siðríður Helgadóttir. heyrði þar skæra rödd hennar skera úr safnaðarsöngnum- Fór svo fram um uppvöxt hennar í foreldrahúsum þangað til hún árið 1887 hinn 15. jan. var gefin ágætum manni, síra Skúla Skúlasyni, sem það ár 15. maí hafði verið vígður prestur að hinu forna höfðingjasetri Odda samkvæmt kosningu safn aðarins, og var það hin fyrsta prestskosning á Islandi. Var hann þar alla prestskapartíð sina og síðast prófastur í Rang- árvallaprófastsdæmi 1912 til 1. jan. 1918, er hann fjekk lausn frá embætti. Hann var sonur prestshöfðingjans síra Skúla Gíslasonar á Breiðabólsstað í Fljótshlíð. Voru þeir samstúd- entar og vinir miklir hann og Helgi lektor, sem mun hafa leitt til þess, að Skúli yngri dvaldi á námsárum mikið á heimili lektorshjónanna og kynntist þá konuefninu. Þau síra Skúli reistu þá bú í Odda í fardögum 1887 og bjuggu þar rausnarbúi jafnan og hjeldu svo uppi allri hefð og höfðingsskap staðarins. Urðu þau brátt mikilsvirt, vinsæl og vel látin. Hann var talinn í röð fremstu og bestu presta landsins, og stundaði embætti sitt og önnur skyldustörf, sem honum voru falin, svo sem í sveitastjórn og fleiru, með mik- illi skyldurækni og reglusemi og áhuga á hverju nytjamáli, og við hlið hans skipaði hún sæti honum samboðin og jafnoki hans um dugnað og stjórnsemi í búnaði og þau mjög samvalin í allri rausn og bíbýlaprýði, svo að þótt hún væri uppalin í höf- uðborginni og því óvön sveita- störfum og siðum, þá var á orði haft, hve fljótt hún lærði og kunni einnig að vera sveita- kona og ávinna þar virðing og Vandaðir penmga skáp og geymsluhólf (til að múra í fyrirliggjandi. ar veggi) Ó. V JóL Austurstræti 12. annáð’oi'i & Co. Símar 2363 og 7563, vinsældir. Hef jeg heyrt það af kunnugum mælt, að henni slyppi aldrei verk úr hendi. Þegar við síra Skúli höfðum lokið námi um líkt leyti — jeg tveim árum fyr — og fengið embætti sinn á hvoru lands- horni, urðu eðlillega lítil kynni okkar önnur en það sem' land- fleygt varð. Og um hana heyrði jeg, að hún þótti glæsileg prests kona og mikið til koma er hún aðstoðaði mann sinn í kirkjunni ljek á hljóðfærið og stýrði söngn um og söng sjálf með fagurri röddu. Þau hjónin eignuðust 6 börn 3 syni og 3 dætur, sem öll náðu fullorðins aldri. Eru synirnir all ir á lífi, ritstjórarnir Páll og Skúli og Helgi læknir á Akur- eyri, en dæturnar eru látnar, var ein þeirra Soffía, er hafði til góðrar fullnustu numið hús mæðrafræði og stjórnaði einn eða tvo vetur hússtjórnardeild kvennaskéians í Reykjavík. Þó að frú Sigríður eðlilega fórnaði kröftum sínum og um- hyggju fyrst og fremst fyrir heimili sitt, mann sinn og börn þá hafði hún á yngri árum tekið þátt utan heimilis í líknarstarf semi kvenna í Thorvaldsensfje laginu og ef til vill víðar og eft- ir að hún var á ný búsett í bæn um, þótt ekki færi hún hátt með það. Þá er við síra Skúli höfðum látið af embætti hófust kynni okkar á gamals aldri á ný og góð vinátta sem fyrri hjer í Reykjavík. Þó að embættis- og sveitastörf væru orðin heilsu hans ofraun, vildi hann ekki vera starflaus og vann 15 ár sem aðstoðarmaður í stjórnar- ráðinu. í guðfræðis- og eihfðar málaskoðunum fylgdi síra Skúli frjálslyndum skoðunum og hitti jeg þau hjónin oft í kirkju hjá síra Haraldi Níelssyni, sem jeg hygg verið hafa mestan vákn- ingarmann hjer á landi. Mann sinn misti frú Sigríður 28. febr. 1933 eftir 46 ára sam- búð, en áfram hjelt hún fram til hins síðasta æskuvenjunni, sem hún vandist í föðurgarði að sækja kirkju og syngja í sæti sínu, en sást þó aldrei flett* blaði í sálmabók, virtist kunna alla sálmana. Bar það vott um gáfur hennar og fráþært næmi. Jeg var um það Ieiti, er jeg frjetti andlát hennar að, að lesa nýja bók eftir einn fremsta sálarrannsóknarhöfund, sem nú er á Englandi. Hann nefnir bók ina: „Enginn maður hefur nokk urn tíma dáið“ og færir góð rök fyrir máli sínu. Og nú við þessi áfangaskifti á starfssamri æfi þéssarar góðú konu, er hún c komin yfir til samfunda við mann sinn og hina mörgu aðra ástvini, er hafa beðið hennar til að fagna henni á öðru starfsviði þykir mjer best við eiga, að ljúka þessum fáu og fátæklegu minningarorðum með árnaðar- orðunum fögru og frægu, sem þeint vár forðumi til afa henriar: „Fljúgðu á vængjum morgun- roðans meira að starfa ggðs nm geim“. .. . i . .■ ■ : . y 1 '• * Kristinn Daníelsson. Stakar HERRABUXUR einnig REIÐBUXUR nýkomnar. ll/ >-4 Loganemar Aðgöng'umiðar að árshátíðinni verða seldir í 3. kenslustofu kl. 11—12 og 4—6 í dag. ^ótjórn Ora torá Járniðnaðarpréf verður haldið í lok aprílmánaðar n.k. Þeir sem hafa öll skilríki sín í lagi sendi þau undir- | rituðum fyrÍB 20. þ. m. Ásgeir Sigurðsson, forstjóri. Hringbraut 50. Takið eftir til tækifærisgfafa ! Mikið úrval af málverkum, vatnslitamynd- um teikningum og útskornum munum. Listverslun VALS NORDAHLS, (við Smiðj'ustíg), sími 7172. HúsnæÖi Til leigu eru 3 herbergi á 1. hæð á besta stað í miðbænum. Hentug fyrir skrifstofur, lækningastofur eða saumastofur. — Tilboð sendist Mbl. fyrir 15. þ. m. merkt: „Miðbær'V Ráðskona óskast á veitingahús. Þarf að vera vön og fær í matreiðslu. Margar vanar stúlkur fyrir. Góð kjör og gott kaup. Húsnæði fylgir. Tilboð sendist Mbl. fyrir 15. þ. m. merkt: „Ráðs- kona‘‘. Húsgagnaborðar tvær breiddir fyrirliggjandi. C0. D ^jóhannááon O Oo. Austurstræti 12. . Símar 2363 og 7563.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.