Morgunblaðið - 12.03.1947, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 12.03.1947, Blaðsíða 6
MORGUNBL'AÐiö Miðvikudagur 12. mars 1947 utMábVb Útg.: H.f. Árvakur,. Reykjavík. • Framkv.stj.: Sigfús Jónsson Ritstjórar: Jón Kjartansson, Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla, Austurstræti 8. — Sími 1600. ' Áskriftargjald kr. 10,00 á mánuði innanlands. kr. 12,00 utanlands. í lausasölu 50 aura eintakið, 60 aura með Lesbók. Dýrtíðarkóngur SUMIR MENN eru þeim ósköpum háðir, að endur- laka sí og æ sama róginn um sama manninn. Formaður Framsóknarflokksins er einn þessara manna. í fjögur til fimm ár hefir hann ýmist sjálfur eða hans starfsmenn altaf flutt í ræðu og riti sömu atyrðin um Ólaf Thors, for- mann Sjálfstæðisflokksins. Alltaf og æfinlega er það „dýrtíðin", „verðbólgan", „hrunið", sem koma muni og hörmungarnar, sem fyrir liggja, sem hljómar af vörum þessa manns og flýtur úr penna hans. Alt á þetta að vera að kenna Ólafi Thors. Seinast á hann að vera orðinn „böðull alþjóðar", sam- kvæmt forustugreininni, sem Hermann skrifaði í Tímann síðasta laugardag. , Svo langt er nú villa Hermanns komin, að hann prentar upp í þessum leiðara lýsingu, sem Ólafur Thors gaf af sjálfum honum vorið 1942, þegar hann hafði hlaupið frá gerðardómslögunum og skoraði á landslýðinn, að heimta meiri kjarabætur. ¦ Vafalaust eg öllu þessu moldviðri um dýrtíðarstefnu Ólafs Thors þyrlað framan í landsfólkið til að hylja það sem rjett er, að Hermann Jónasson og liðsmenn hans eiga á því höfuðsök, að dýrtíðin hefir flætt svo yfir alla bakka, sem raun héfir á orðið. Það er gamla sagan um það, að þeir hrópa stundum mest um háska af öðrum mönnum, sem leiða vilja at- hyglina frá sjálfum sjer. • Þrjá ráðstafanir eru það.í löggjafarsögu stríðsáranna, sem mestu hafa orkað til að hækka verðlag og kaupgjald og þar með hina svonefndu dýrtíð. Hin fyrsta var sú þegar slitið var sambandi milli kaup- gjalds og verðlags um áramótin 1939—1940. Hin önnur og sú veigamesta voru vísitölulögin frá 1940. Þau eru sá dúnkraftur, sem alt hefir skrúfað upp. Þriðja ráðstöf- uriin yar svo í því fólgin, að setja gerðardómslögin 1942, sem fyrirsjáanlega hlutu að bresta og verða til þess, eins cg þá stóð, að spana verkalýðsfjelögin og síðan aðra gegn öllum böndum. Sá brestur hækkaði dýrtíðarvísitöluna ná- lega um helming fram yfir grunnverð. * Allar þessar ráðstafanir voru gerðar þegar Hermann Jónasson var forsætisráðherra. Hann er hinn sanni og rjetti dýrtíðarkóngur. Engan veginn hinn eini seki, en áreiðanlega sá sekasti. Það er næstum spaugilegt að lesa og heyra grobbsögur og gortyrði þessa manns um frægðarverk fyrri daga. Hann segir meðal annars í Tímanum á laugardaginn: „Hermann Jónasson kom til valda á hinum erfiðustu tímum. Hans stjórn mætti erfiðleikunum með manndómi og heiðarleik og skapaði glæsilegt framfaratímabil". Hafa menn 'sjeð meiri öfugmæli? Stjórn Hermanns gafst upp 1939, þegar alt var komið í strand. Þá voru Sjálfstæðismenn beðnir hjálpar. Þá voru atvinnuvegirnir í þroti. Sjóðir upp etnir og búið að eyða upp lánstrausti þjóðarinnar hjá erlendum nágrannaríkjum. Hermann segir um samanburðinn á sjer og Ólafi Thors: „Það er raunar furðuleg ósvífni, að stefna til slíks sam- anburðar, en það er eins og kerlingin sagði: „Þú ert kom- inn í skömmina hvort eð er", Hermann. Nafninu er bætt við af oss, því þá er setningin rjett- mæt, hvort sem nokkur kerling hefir sagt hana eða ekki, því Hermann er kominn í skömmina án alls samanburðar við aðra menn. Hann hefir glatað sínu pólitíska trausti og fær það aldrei aftur. Honum þýðir ekki neitt að gera tilraunir í þá átt, að draga Ólaf Thors með sjer niður í svaðið. Milli þeirra er syo mikið djúp að yfir nær engin brú. Kunnugir yita, að/Ólafur Thors hefir verið merkasti stjórnmálamaður þessa Iands; síðasta áratuginn, að minsta kosti, og það er óbreytt enn. .••--.. Víkar ókrirav: ÚR DAGLEGA LÍFINU í Skíðaskálan- um. FÓLK, sem komið hefir und anfarið í'Skíðaskála Skíðafje- lags Reykjavíkur í Hveradöl- um, kvarta undan því, hve á- standið sje slæmt á neðstu hæð kmi þar. Karlasalernin sjéu lokuð og konum og körlum ætlað að nota sömu salernin. Þetta er ekki falleg saga og furðuegt að hún skuli vera sönn. Skíðaskálinn er of mynd arleg stofnun til þess að slíkir hlutir skuli geta gerst þar. — Þarna koma hundruð manna um hverja helgi þegar skíða- færi er og jafnvel endranær. Þá lágmarkskröfu verður að gera til slíkra staða að salerni sjeu þar í lagi. Þessi saga má ekki endur- taka sig. • „Teldu upp að tíu". í FYRSTA hefti „Syrpu," tímarits, sem nýlega er byrjað að koma út, er mjög harkaleg- ur ritdómur um bók frú Rann veigar Schmidt, Kurteisi. I niðurlagi ritdómsins er þessi kafli úr bókinni birtur: „í Frakkl. er það siður sums- staðar við borðið, að láta börn sitja með hendurnar sitt hvoru meginn við diskinn og halda þumalfingrunum upp á meðan þau bíða eftir matnum, og er siðurinn raunar ansi góður — þau geta þá ekki gert neitt af sjer á meðan". Við þetta bætir svo ritdóm- arinn þessum orðum: „Þetta ætti frú Rannveig að reyna sjálf, næst þegar hún fellur í þá freistni að skrifa svona bók". í tilefni þessa rítdóms' hef- ur mjer borist stutt ljóð"frá S. M., með fyrirsögninni: „Hug- leiðing um sleggjudóm". Er það á þessa leið: Sorpi hreytir Syrpa, en sóðalegt er að skyrpa. Langi þig að lemja, er lundina fyllir gremja, teldu upp að tíu, tímariti nýju, hógværð er hagkvæmt nesti, hugsaði um eigin bresti. Kurteisi kostar lítið. kannske finst sumum það skrítið. Reiði er rosaglingur, rjettu upp þumalfingur! Mörg heilræði liggja S. M. á tungu. • Reykjavík — Hafnarfjörður. LEIÐIN milli Reykjavíkur oog Hafnarfjarðar er áreiðan- lega fjölfarnasti vegur lands- ins. Árið 1946 ferðuðust tæp- lega ein miljón farþegar með sjerleyfisbifreiðum milli þess- ara staða. Auk þess er talið að gera megi - ráð fyrir að með einkabifreiðum hafi a. m. k. hálf miljón manan farið um veginn. Til viðbótar þessum tölum kemur svo fjöldi þeirra farþega, sem lengra ferðast en til Hafnarfjarðar, t. d. suður í Keflavík og önnur bygðarlög á Suðurnesjum og þaðan til Reykjavíkur. Samkvæmt þessum tölum ferðast rúmlega fjögur þúsund manns milli Reykjavíkur og Hafnarfjarðar á dag, að með- tali, allt árið, eða nærri því eins margir og allir íbúar Hafn arfjarðar. Þessi umferð um Hafnarfjarðarveginn samsvar- ar því einnig, að allir Islend- ingar færu þessa leið rúmlega ellefu sinnum á ári. Þetta er alls ekki svo lítið og það er ekki að furða þótt mal- bikið á þessum vegi sje orðið slitið. En það er orðið mjög bág borið á köflum. • Hraðinn í mann- lífinu. EN mikill er annars hraðinn í mannlífinu á þessum slóðum. Hvað er allt þetta fólk að gera á milli Reykjavíkur og Hafnarfjarðar? Fjögur þúsund manns á dag. Margir eru að fara fil vinnu sinnar, sumir í bíó og leikhús, aðrir til að versla og enn aðrir til að njóta fagurs útsýnis á leiðinni. Útsýn ið er nefnilega skínandi fallegt frá mörgum stöðum á þessari leið. í vestri vogar og nes, dimmblár Faxaflói og jökul- krýnt Snæfellsnes, sem fjar- lægðin hefir gert blá. I suðri og austri Reykjanesfjöllin í öllum sínum fjölbreytileik, hraunflákar og mosaþembur. Nei, það er ekkert að furða þótt fólkið ferðist um þennan veg og fleiri en þeir, sem brýn erindi eiga til Reykjavíkur eða í Fjörðinn. ! MEÐAL.ANNARA ORÐA i ¦¦* SAMVINNUNEFND sam- göngumála Alþingis hefur skil að ýtarlegu.áliti um styrk til flóabáta. Þar sem þetta mál snertir mjög alla landsmenn þykir rjett að birta hjer kafla úr álitinu. „Samvinnunefndin hefur eins og áður unnið að flóabáta- málunum og gerir nú í sam- ráði við forstjóra Skipaútgerð ar ríkisins tillögur um styrki til þessara samgangna 1947, og verður heildartillagið í þessu skyni tekið upp í fjárlaga- frumvarpið, sem nú liggur fyr lr Alþingi. Um ýmsa þætti flóabáta- samgangnanna skal að öðru leyti tekið fram það, sem hjer fer á eftir: Faxaflóasamgöngur. — H.f. Skallagrímur í Borgarnesi hef ur haldið uppi þessum sam- göngum 1946 með m.s. Lax- fossi m. m. Sama skip hefur og farið ferðir til Vestmanna- eyja, eins og ráð var fyrir gert. Vegna þess m. a. telur fjelagið sig hafa orðið að fá til ferð- anna annan bát í Faxaflóa, og stafi aðallega af því halli á rekstrinum, sem nefndin hafði síðast talið ríkisstjórninni heimilt að greiða (120 þús. kr.). En nú er ætlast til, að þessar ferðir (á Faxaflóa, þ. e. samgöngurnar við Akranes og Borgarnes) verði reknar styrk laust, því að gert er ráð fyrir, að Vestmannaeyjum verði sjeð fyrir ferðum með öðrum hætti. En það skal þó tekið fram, að ef ríkisstjórn eða forstjóra Skipaútgerðarinnar þykir nauð Ferðir Flóabátanna syn til bera að fá Laxfoss til sjerstakra ferða þangað og af því leiði halla, telur nefndin óhjákvæmilegt að bæta það úr ríkissjóði á sínum tíma. Breiðafjarðarsamgöngur. — Ætlast er til, að ferðir haldist með líkum hætti og 8.1. ár um Breiðafjörð sunnan og norðan. Stykkishólmsbátur er hækkað ur í styrk um 3000 kr. og fær auk þess 7000 kr. uppbót vegna rekstrarhalla. Flateyjarbátur hækkar um samt. 4000 kr. og fær greiddan síðari hluta endur byggingarstyrks, samkvæmt á- kvörðun á f. á., 50000 kr. Af hinum smærri farkostum þar hækkar Langeyjarnesbátur um 1500 kr. og fær uppbót vegna halla (sökum óhjákvæmilegr- ar aðgerðar) 1000 kr. Aðrir standa í stað að þessu sinni. ísafjarðarsamgöngur. — Djúpbáturinn (m.s. Fagranes) annast þessar ferðir eins og undanfarin missiri. En eigi hef ur verið komist hjá að hækka styrkinn til þessara ferða nokk uð. vegna sívaxandi tilkostn- aðar, og nemur hækkunin á rekstrarstyrk 10000 kr. og 15000 kr. hallastyrkur. Síðari greiðsla af uppbótastyrk (vegna vjelakaupa), sem sam- þyktur var á síðasta þingi, kemur nú til útborgunar 50000 krónur. Norðurlandssamgöngur. — Þess er yænst, ag takast muni að halda uppi þessum sam- göngum með viðunanlegum hætti, þótt við ýmsa erfiðleika sje að etja. Húnaflöa- og Strandab. fer að vísu i styrk aðeins upp um 5000 kr. og fær uppbót vegna halla 8000 kr. (var á s.l. ári í 55000 kr. ásamt hallastyrk 22000 kr.), en eins og kemur fram í skýrslu for- stjóra Skipaútgerðar ríkisins, þarfnast viðkomandi bátur nýrrar vjelar, og er lagt til, að ríkisstjórnin með aðstoð for- stjórans sjái útgerðinni fyrir fullnægjandi láni til þess (á- ætlað 60 þús. kr), því að nefnd in telur ekki lengur fært aS ákveða slík útgjöld sem styrk- veiting, þegar um farkosti er að ræða, sem óvissir geta tal- ist til þessara ferða í framtíð- inni. — Hinum sameiginlega Norðurlandsbát er, af knýj- andi nauðsyn, ætlaður hækk- aður rekstrarstyrkur um 30000 kr. og vegna rekstrarhalla á s. 1. ári 15000 kr. Flateyjarbátur á Skjálfanda hækkar úr 10000 í 11000 kr. Austfjarðasamgöngur. — Þær hafa verið og eru að miklu leyti á vegum Skipaútgerðar- innar. Styrkur til fjarðabát- anna hækkar samtals um nokkur þús. kr. og innansýslu- bátar í A.-Skaftafellssýslu um nokkur hundruð kr. Suðurlandsskip hækkar tæp- lega eftir vísitöluhækkun (upp í 70 þús. kr.). Sama má og segja um heildarhækkunina, sem ætlast er til, að verði á þessum fjárlagalið, að hún er, þrátt fyrir alt, minni en vísi- talan gæti gefið tilefni til,' og má það gott heita. Að lökum telur nefndin, að fela verði Skipaútgerð ríkisins, Framh. á bls. 8

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.