Morgunblaðið - 12.03.1947, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 12.03.1947, Blaðsíða 7
Miðvikudagur 12. mars 1947 MORG ÚNBLAÐIÐ Frá umræðunum um fjárhagsáætlunina Afgreiðsla fjárhagsáætlunar. Þegar báejarstjórn Reykjavík ur afgreiðir fjárhagsáætlun bæj arins, er það venja, að flokkarn ir flytji ályktunartillögur, sem marka stefnuna í bæjarmálum. Að sjálfsögðu er það hinn ráð- andi meirihluti, sem segir til um hvað gera skuli og hvert beri að stefna. Á fimmtudaginn var afgreiddi bæjarstjórnin fjárhagsáætlun fyrir þetta ár. Það hafði dregist vegna óvissunnar um stjórnar- myndun og um þá stefnu, sem tekin yrði í dýrtíðarmálum. Það var ómögulegt fyrir bæinn að setja sjer fjárhagsáætlun fyr en þing og stjórn hefðu tekið á- kvörðun um það, hvort dýrtíð- in skyldi leika lausum hala eða skyldi stöðvuð. Hin nýja ríkis- stjórn ákvað að festa vísitöluna í 310 stigum. Þar með var skap aður fastur grundvöllur, og var þá þegar undinn bráður bugur að afgreiðslu fjárhagsáætlunar Reykjavíkur; hefir hún nú ver- ið afgreidd á undan fjárlögum ríkisins. Útgjaldahækkunin ekki á valdi bæjarstjórnar. Heildarhækkun fjárhagsáætl unar nemur tæpum 10 milj. frá í fyrra. Mönnum kann að blöskra sú upphæð. En það eru utan að komandi ástæður, ástæð ur, sem meirihluti bæjarstjórn ar ræður engu um. Ástæðurnar eru tvær: Trygg- ingarlögin frá síðasta ári, sem hækka bæjarútgjöldin um 6 milljónir, og vísitalan, sem hækkað hefir um 30 stig síðan í fyrra, en meginhluti útgjalda bæjarins er launagreiðslur og annað, sem óhjákvæmilega fylg ir vísitölunni. Kommúnistar og Alþýðuflokk urinn býsnast báðir yfir hækk- un útgjaldanna, ráðast gegn Sjálfstæðismönnum og saka þá um þessa hækkun. „Útsvörin verða 50 milljónir" kyrja þeir í kór. Reyndar er útsvarsupphæð in samkv. fjárhagsáætlun 46 miljónir og 400 þúsund. En furðulegt má það heita, að þeir menn, sem mest hafa gumað af tryggingarlögunum og skreytt sig kosningafjöðrum þess máls, skuli hafa brjóstheilindi til þess að deila á Sjálfstæðisflokkinn fyrir kostnaðinn, sem af lögun- um leiðir. Almannatryggingalögin voru aðalkosningamál Alþýðuflokks ins. „Þau eru okkar verk" hróp uðu frambjóðendur þeirra um land allt í fyrra sumar. „Þau eru góð, en ganga alltof skamt" æptu kommúnistar og heimt- uðu meiri útgjöld. En báðum vöknar um augu útaf hinum ó- skaplegu útsvörin, sem „íhald- ið" í Reykjavík ætlar að leggja á borgarana til að standast kostnaðinn við tryggingarnar. Sjálfstæðismenn eru fylgj- andi öruggum almannatrygging um. Þeir stóðu drengilega að um bótum á því sviði á Alþingi í fyrra. En þeir vöruðu við því, að þjóðin og bæjar- og sveitar- fjelög reistu sjer hurðarás um öxl, þannig að gjaldþoli þeirra og borgaranna væri ofboðið. En síst hefðu þeir Sjálfstæðismenn sem unnu að þessu merka um- bótamáli á þingi, búist við því, Fulltrúar bæjarstjórnarminnihlutans á flótta að Alþýðuflokkurinn og sósíal- istar rjeðust að Sjálfstæðis- flokknum fyrir of mikil útgjöld vegna almannatrygginganna. Kommúnistar segja, að Sjálf- stæðismenn taki málin af þeim. Kommúnistar urðu fyrir mikl um vonbrigðum út af tillögum Sjálfstæðismanna í bæjarstjórn við afgreiðslu fjárhagsáætlunar innar. Þeir hrópa hástöfum í Þjóðviljanum, að Sjálfstæðis- menn hafi hnuplað tillögum kommúnista og gert þær að sín um. Kommúnistar hafi verið ginntir til að skila tillögum sín um þrem dögum fyrir bæjar- stjórnarfund, og síðan hafi Sjálf stæðismenn soðið sínar tillögur upp úr þeim. Sigurður yfirlækn ir hafi hnuplað frá þeim tillög um í heilbrigðismálum og borg arstjóri stolið öllu steini ljettara í húsnæðis- og skólamálum. Alt var þetta rekið kyrfilega of an í kommúnista á bæjarstjórn arfundinum. Sigurður Sigurðs- son sýndi með skýrum rökum, að tillögur Sjálfstæðismanna um sjúkrahúsmál eru byggðar á grundvelli nefndar allra flokka, sem starfaði í fyrra og skilaði ítarlegu áliti á síðast- liðnu ári. Bæjarbúar eiga því láni að fagna, að eiga sem bæjarfull- trúa þann mann, Sigurð Sigurðs son, berkalyfirlækni, sem allra manna fróðastur og lærðastur er um heilbrigðismál þjóðarinn ar. Sjálfstæðisflokkurinn fylgir tillögum hans af einlægum hug. Borgarstjóri benti á, að hann hefði á bæjarstjórnarfundi fyr- ir hálfum mánuði, þann 20. febrúarj lýst því, hver verkefni lægju fyrir í skólamálunum, og að tillögur sjálfstæðismanna væru byggðar á því. Þetta gerð ist 11 dögum áður en kommún- istar Iskiluðu sínum tillögum um skólamal. Að því er húsbyggingarmálin snerti hafði borgarstjóri í við- tölum við ríkisstjórnina og brjefaskriftum til hennar mark að stefnuna löngu áður en sósíal istar báru fram tillögur sínar. Þegar sósíalistar reyna nú að hugga sínar hrelldu flokkssálir með því að Sjálfstæðismenn hafi soðið upp úr tillögum sósíal ista, er þetta því fleipur eitt og fjarstæða. En þetta sýnir, hversu gjör- samlega kommúnistar eru rök- vana. Reyndin varð og sú, að talsmenn kommúnista á bæjar- stjórnarfundinum viðurkendu stefnu Sjálfstæðismanna, frjáls lyndi þeirra og stórhug. Sigfús Sigurhjartarson sagði, að í ræðu borgarstjóra og tillögum meirihlutans kæmi fram veru- legur skilningur á húsnæðismál unum og Steinþór Guðjmmds- son komst svo að orði um vissar tillögur Sjálfstæðismanna í skólamálum að þær virtust bera meiri vott um stórhug heldur en tillögur sósialistá. Þessi er nú sannleikurinn um aðalatrið ið í ádeilu kommúnista á bæjar stjórnarmeirihlutann, að hann hafi hnuplað málum frá þeim. Húsnæðismál. — Ábyrgðarleysi komniúnista í algleymingi. Bæjarstjórnin hefir ákveðið að halda áfram í stórum stíl byggingum íbúða fyrir fátæk- asta fólkið, þá bæjarbúa, sem búa í kjöllurum, bröggum og öðrum heilsuspillandi íbúðum. Hún hefir samþykkt að hefja nú þegar undirbúning undir bygg- ingu 300 tveggja herbergja íbúða, til viðbótar þeim 104 íbúðum, sem hún hefir nú í smíðum við Skúlagötu og Miklu braut. Allir vita, að aðalörðugleik- arnir í húsnæðismálunum eru þeir, að fá vinnukraft: trjesmiði múrara, málara o.fl. — og bygg ingarefni, vegna þess hve eftir spurnin er gífurleg. Kommúnistar þykjast svo sem vilja byggja íbúðir yfir fólkið. En hvað lögðu þeir til í bæjarstjórn? Þeir fluttu tillögu um það, að bærinn skyldi nú þegar byggja hús í nýju bæjar hverfunum fyrir verslanir, póst og síma, kaffihús, mat- söluhús, samkomuhús og „sjopp ur". Bærinn á sem sje að taka að sjer byggingar, sem ríkinu til heyra, byggja yfir kaupmenn og kaupfjelög. Allir geta gert sjer í hugarlund, að þessi til- laga kommúnista yrði til þess að draga stórkostlega úr íbúða byggingum. . Sjálfstæðismenn vilja byggja íbúðir. Kommún- istar vilja að bærinn byggi „sjoppur". Borgarstjóri benti á, hvílíkur regin-misskilningur væri hjer á ferð hjá kommúnistum. Það væri vitanlega hlutverk skipu- lagsfræðinga bæjarins og skipu lagsnefndar að ætla staði í hin um nýju bæjarhverfum fyrir verslanir, matsbluhús, lyfjabúð ir, póst- og símaafgreiðslu. Hitt væri fráleitt, að bæjarfjelagið færi að draga úr íbúðarbygging um sínum með því að ráðast í þessar framkvæmdir, sem væru hlutverk ríkisins, fjelaga og ein staklinga. Þessi tillaga kommúhistar var auðvitað felld, engir fengust til að greiða henni atkvæði nema kommúnistar. Fulltrúar kvenna. Sjálfstæðisflokkurinn á merk um konum á að skipa í bæjar- stjórn, þeim Auði Auðuns og Guðrúnu Jónasson. Frú Guðrún sat í bæjarstjórn um 18 ára skeið og beitti sjer þar fyrir menningar- og mannúðarmál- um af sínum alkunna áhuga og dugnaði. Hún hefir þar komið fleiri velferðarmálum til leiðar en flesta grunar, með lægni og þrautseigju. Þessi hógláta og farsæla kona hefir verið giftu- drýgri fyrir mannúðarmál, sjúkrahúsmál, framfærslumál, slysavarnir, barnavernd, heldur en sumar þær hávaðakonur úr andstöðuflokkunum, sem hæst haf a látið og mest geisað. Nú er frú Guðrún Jónasson varafull- trúi í bæjarstjórn, hefir vikið þar sess fyrir yngri konu. Frú Auður Auðuns hefir tekið við hennar sæti, ung kona; gáfuð og menntuð, lögfræðingur að lær dómi, og hefir tekið forustu í bæjarstjórninni í hagsmunamál um kvenna. Guðrún Jónasson og Auður Auðuns sátu báðar fund bæjar- stjórnar, þegar fjárhagsáætlun in var rædd. Frú Auður flutti tillögu um að hækka styrkinn til Hallveigastaða úr 50 þús. í 75 þús., og var hún samþykkí. Báðar fluttu þær saman tvö merkileg mál. Annað var til- laga um að ráða stúlkur til þess að hjálpa á heimilum, þar sem væru sjerstaklega erfiðar ástæð ur, t.d. vegna barnsfæðinga, en eins og kunnugt er eiga mörg heimili ákaflega erfitt, þegar konan leggst á sæng og engin stúlka ,er til hjálpar. Hin til- lagan var sú, að fela Ráðningar stofu bæjarins að reyna að út- vega konur til þess að gæta barna og heimila hluta úr degi eða á kvðldin, ef foreldrar vildu bregða sjer frá, þeir sem enga aðstoð hafa. Hjer hafa þær Auð- ur. Auðuns og frú Jónasson hreyft nauðsynjamálum, og er þess að vænta, að í framkvæmd takist að ráða þar bót á. Umframgreiðslur. , Minnihlutamenn í bæjarstjórn deildu mjög á meirihlutann fyr ir umframeyðslu á síðasta ári. Það er rjett, að töluverðu fje var eytt á síðasta ári umfram áætlun. En megnið af því fór í gatnagerð vegna knýjandi þarfa til að gera byggingar mögulegar í hinum nýju hverfum. Sjálfstæðismönnum er það ljóst, að stefna beri að því að halda framkvæmdum og fjár- greiðslum innan þeirra tak- marka, sem fjárhagsáætlun set- ur. Þess vegna fluttu þeir til- lögu um að gera jafnan í sam- bandi við afgreiðslu fjárhags- áætlunar sjerstaka áætlun um verklegar framkvæmdir á ár- inu. Bæjarverkfræðingur hefir sjer lítt til að deila á stefnu Sjálfstæðisflokksins í húsnæðis málunum, en reyndi að slá sig til riddara á því, að Sjálfstæðis flokkurinn hefði gjörbreytt um stefnu. Núverandi borgarstjóri teldi húsnæðismálin aðalvið- fangsefnið, en fyrverandi borg- arstjórj hefði fengið samþykkta tillögu í bæjarstjórn fyrir 10 árum, um a'ð hú*snæðismálm væru bæjarstjórmnni óviðkom- andi. Borgárstjóri fletti ofan af þessum rangfærslum Sigfúsar og benti á, að tillaga Bjarna Benediktssonar á sínum tíma hefði átt við það fyrst og fremst að bæjarstjórninni bæri ekki skylda til að byggja yfir hverrt þann utanbæjarmann, sem dytti í hug að flytja til bæjarins. Hinsvegar tók hann, það fram, að Sjálfstæðisflokkurinn teldi hlutverk sitt, skyldu og sóma, að fylgja þróun tímans, taka til lit til breyttrá atvinnuhátta, af omu og hugsunarháttar og laga stefnu sína og starfsemi eftir því.^Hinsvegar væri Sjálfstæðis flokkurinn ekki eins lipur við að hoppa af einni línunni á aðra, eins og sumir aðrir. Útgerðarmál. Jóhann Hafstein gerði glögga grein fyrir stefnu Sjálfstæðis- manna í sjávarútvegsmálum og framkvæmdum bæjarstjórnar- meirihlutans í þeim efnum. Hann sýndi fram á, hversu mik ilvægan stuðning bæjarstjórn hefði veitt um öflun vjelbáta og togara til bæjarins. Fyrir ötul- an atbeina bæjaryfirvaldanna hefði fengist hingað helmingur hins nýja togaraflota og margir nýir vjelbátar. Aðalatriðið væri það, að útgerð væri sem blómlegust hjer í Reykjavík, hitt hefði minni þýðingu, hver gerði skipin út. „Það hefir verið stefna bæjarstjórnarinnar að tryggja, að sem flest hinna nýju skipa væru gerð út frá bænum, og fyrir beinar aðgerð- ir Reykjavíkur liggur nú fyrir, að um helmingur hinna nýju togara verði gerður út hjeðan", sagði Jóhann Hafstein. Kommúnistar fluttu tillögu um að þegar í stað festi bæjar- stjórn kaup á 10 nýjum togur- um. Talsmaður þeirra í þessu máli, Björn Bjarnason, sagði, að ýmsir gallar mundu koma fram á nýju togurunum við þegar gert áætlanir um kostnað reynsluna. En samt vildi hann við helstu aðkallandi fram- kvæmdir á sviði vega- og hol- ræsagerðar. En þá þótti mönnum skörin færast upp í bekkinn, þegar einn af varafulltrúum komm- únitsta, Jó'nas Haralz, þóttist þess umkominn að deila á fyr- verandí borgarstjóra fyrir eyðslu sakir, að kvað það óhæf u að fje væri greitt umfram áætl- un. Gunnar Thoroddsen benti á, að svo væri mál með vexti um flokk þennan, Sósialista- flokkinn, að aldrei kæmi sá bæjarstjórnarfundur allan árs- ins hring, að fulltrúar flokksins flyttu ekki einhverjar tillögur um aukin útgjöld fyrir bæjar- sjóð, án þess að hirt væri um, hvað fjárhagsáætlunin Setti Jónas þá hljóðan. festa kaup á 10 nýjum togurum áður en Ingólfur Arnarson hefði lokið sinni fyrstu veiðför. Ký jasshljómsveit Stefnur og línudans. NYLEGA var stofnuð hjer í bænum hljómsveit Árna ísleifs sonar. Hljómsveitin spilár nú sem stendur í „Tjarnarlundi", hinu nýja samkomuhúsi við Kirkjustræti. Arni ísleifsson hefur um lang an tíma leikið í Hljómsveit Björns R. Einarssonar í Breið- firðingabúð, og munu margir Reykvíkingar kannast við píanóleik Árna. í hljómsveit hans eru þeir Björn Guðjóns- son (trompet), Helgi Ingi- mundar (alt-saxofón) og Þor- steinn Eiríksson (tromma). Er þess að vænta, að hinni nýju hljómsveit verði vel tek- Sigfús Sigurhjartarson treysti' ið af Reykvíkingum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.