Morgunblaðið - 12.03.1947, Page 10

Morgunblaðið - 12.03.1947, Page 10
10 MORGUNBLAÐIÐ Miðvikudagur 12. mars 1947 Á HEIMILI ANNARAR g. au ar t 10. dagur Hann slepti henni og tók á sprett heim að húsinu. Hún fór á eftir og Willie kom síðastur. Ljós var í hverjum glugga í húsinu, og birtuna var vítt um kring. Richard hljóp í spreíti upp tröppurnar. Hann opnaði annan franska gluggann á bóka herberginu upp á gátt. Kona sat í hægindastól við arininn. Hún var brostandi og bjarma af eldinum lagði á gull ið hár henriar. Hún sagði hátt og skýrt: „Elskan mín, jeg er komin heim aftur, og nú þurfum við aldrei að skilja“. Þetta var auðvitað Alice. V. kafli. Myra vissi ekki hvort Ric- hard sagði nokkuð. Hún tók óljóst eftir því að annar maður var líka í herberginu. Hann hafði setið, en stóð á fætur og sagði eitthvað.En hún tók ekk- ert eftir því, hvað hann var að segja. — Hún gaf engu-gaum nema Alice — að hún var kom in þarna. Alice hin fagra. Nei, það gat ekki verið að þetta væri hún. Það var missýning •— þ^jð var draumur. Þetta gat ekki verið hún. Og samt var það hún. Hún sat í rauða stólnum, er Myra hafði setið í rjett áðan. lA borðinu var bakkinn með brjefunum, sem Barton hafði komið með. Það hafði verið bætt á eldinn og hann skíðlog- aði. Alt var eins og áður — nema þetta. Á bdbðinu lá loð- kápa úr minkaskinnum, lögð þar af æfðri hönd svo að fell- ingarnar færi sem best. Hafði Alice verið méð loðkápu í fang elsinu? Fyrir hugarsjónum hennar kom upp spaugileg mynd: Alice í loðkápu á gangi í fangagarðinum. En alvara þessarar stundar náði fljótt yf- irhöndinni. Alice var komin heim. Alice sat þarna í rauða stólnum. Hún hallaði höfðinu úpp að stólbakinu og hin brúnu augu hennar voru stór og gljá- andi eins og þau væru full af tárum. Okunni maðurinn var að tala Hann gekk til Richards og rjetti fram höndina. Willie kom hlaupandi inn, gelti og skreið undir stól. Richard stóð kyr í sömu sporum. Ókunni maðurinn var stór og þrekinn, augun voru köld ,en hann brosti vandræðalega. Og nú fór Myra að heyra hvað hann sagði: „. . . . leiðinlegt, að geta ekki skýrt yður frá þessu fyrirfram. En mjer virtist það best fyrir alla, að þetta færi eins hljóð- lega og unt var, því að frú Thorne hefir liðið nóg við op- inbert umtal. Jeg staðnæmdist í þorpinu hjerna fyrir utan og reyndi að ná til yðar í síma. en mjér var sagt að þjer hefðuð gengið út. Og svo fórum við rakleitt hingað". Richard hreyfði höndina ó- sjálfrátt og hinn mikli maður tók í hana og hristi hana ákaf- lega. Alice mælti og röddin var hrein og hvell eins og í kanarí- fugli: „Hann á við það að jeg sje frjáls, Richard. Hann ók mjer sjálfur hingað“. Myra mundi aðeins óljóst eft ir því, hvernig Ailce hafði ver- ið, því að þau voru nú að minsta kosti sex ár síðan hún hafði Sjeð hana, og þá aðeins í svip. En hún kannaðist samt vel við hið fágra andlit henn- ar, fannhvítan sívalan hálsinn, hið mjúka og gullna hár, sem nú var vafið upp í stóran hnút í hnakkanum. Alice var í svört um kjól, sem fór henni ljóm- andi vel. Engin smyrsl hafði hún borið á varir sínar. Hinar hvítu og fögru hendur hafði hún lagt á stólbríkina. — Hún horfði stöðugt á Richard. Ókunni maðurinn sagði: — „Webb Manders viðurkenndi í morgun að hann hefði borið Ijúgvitni fyrir rjettinum, og hann gefið skriflega yfirlýs- ingu úm það. Þar með var á- stæðan fyrir sakfellingu kon- unnar burtu fallin. Jeg þakka guði fyrir það, að hann Ijít það vera í mínu valdi, sem rík isstjóra, að bjarga henni fljótt og án þess að það vekti at- hygli“. Hann þagnaði og leit á Alice. „Það er sjálfsagt best, að þjer farið með hana upp á loft, Thorne“, sagði hann svo. „Hún hefir orðið að ganga í gegnum miklar raunir og geðshræring- ar“. „Æjá“, sagði Alice. En það var éins og Richard væri þrumu lostinn og gæti sig ekki hreyft. Ríkisstjórinn sagði: „Farið þjer með hana, Thorne. Jeg skal útskýra alt fyrir yður, þegar þjer komið aftur. En fyrst verðið þjer að hugsa um hana“. . Alice reis á fætur. Hún var mjög óstyr og studdist við stól inn. Hún sagði: „Heimilið mitt. Maðurinn minn“. Og svo rjetti hún fram -hendurnar og horfði blíðlega á Richard. Þá var þögn, alger þögn f herberginu. Richard gekk eins og í leiðslu í áttina til hennar. Ríkisstjórinn ræskti sig. — En Alice lagði ekki hendurnar um háls Richards og hann faðmaði hana ekki að sjer. Myru lang- aði til að líta undan, en hún gat það ekki. Alice tók undir handlegg Richards og sagði: „Ó, Richard — jeg get varla trúað þessu. Þetta er eins og kraftaverk.“ Ríkisstjórinn ræskti sig aft- ur og sagði: „Það kemur mjer ekki við •— en jeg held að rjettast væri að sækja heimilislæknirinn. Hún er að vísu ekki veik, en------“. „Nei, nei“, greip Alice fram í. „Það er ekkert að mjer“. Hún studdist við arm Ric- hards og var náföl. „Jeg á engin orð til að þakka yður, hérra ríkisstjóri“, sagði hún. „Jeg get ekki sagt1 yður það----------“. „Minnist þjer ekki á það,“ mælti ríkisstjórinn. „Hugsið nú aðeins um það að ná yður og látið mig sjá að þjer fáið fljótt rauðar rósir í kinnarnar. Og reynið að gleyma. Og þjer meg ið ekki hafa neinar áhyggjur. Við skulum gera hvað við get- ur til þess að blöðin sjeu ekki að fjargviðrast um þetta. Þau vita ekkert enn. Þjer megið því ekki gráta núna“. Hún brosti. Svo varð henni litið á loðkápuna og hún sagði: „Segið konunni yðar að jeg hafi orðið hrærð þegar hún sendi mjer sína eigin lokápu til að vera í“. „Já, já, það var ekkert. Þjer hafið verið hugrakkar. Þjer megið ekki fara að gráta núna“. „Nei, jeg ætla ekki að gráta“, sagði Alice. „Jeg er of glöð til að geta grátið“. Hún leit um kring í herberginu og var eins ot hún vildi virða hvern hlut fyrir sjer. Þá sá hún Myru og var eins og henni hnykti við í bili. -t- En svo sagði hún: „Ó, Myra, jeg tók ekki eftir þjer fyr — jeg sá engan nema Ric- hard“. Ríkisstjórinn sagði vingjarn- lega: „Þjer skuluð tala sem minnst núna. Farið þjer með hana, Thorne, svo að hún geti hvílt sig“. Alice sagði: „Æjá, jeg er þreytt. Ó, að koma nú aftur í herbergið sitt — vera laus úr prísundinni . . .“. Það var grátstafur í hálsin- um á henni. Og svo gekk hún til dyra og studdi sig við Ric- hard. Aftur varð þögn í herberg- ii^u. Það varð svo hljótt að Myra heyrði glögt skrjáfið í kjól Alice, er hann straukst við gólfið. Richard leit hvorki til hægri nje vinstri. Það var eins og þetta væri ekki Richard, heldur einhver ánnar maður, sem hafði komið Richards í stað. Þau hurfu út úr herberg- inu og þá var eins og það yrði autt og kalt á-sömu stundu. Enn ræskti ríkisstjórinn sig. Hann sneri sjer að Myru, og sagði: ' „Þessi kona er engill. Hún •er úrvinda en of kjarkmikil til að viðurkenna það. Jeg vona að hún hressist fljótt“. Hann ætlaði að segja eitt- hvað meira en úr því varð: ■— „Hvað er að sjá yður? Er, ac5 líða yfir yður? Það er best fyrir yður að setjast“. Hann hljóp til hennar og studdi hana að hægindastól Richards og Ijet hana setjast þar. Hann var óðamála: „Góð tíðindi geta orðið eins mikið áfall og vond tíðindi. Hallið þjer yður aftur á bak, þá fer betur um yður. Væri ekki gott fyrir yður að fá heitt kaffi? •— Hvar er bjallan? Mjer þykir leitt að þetta skyldi koma eins 0g reiðarslag yfir alla, en mjer fanst jeg verða að fara þannig að til þess að forða ykkur við forvitni áleitinna manna. — Jæja, ungfrú . . . .“. Hann svipaðist um eftir bjöll unni. „Lane . . . sagði hún. — Bjallan er þaran við dyrnar“. „Já, já, nú sje jeg hana“. •— Hann gekk fram að dyrunum og sneri við á miðri leið, og sagði: „Lane? Sögðust' þjer heitaj Lane?“ Að jarðarmiðju Eftir EDGAR RICE BURROUGHS. 106. hliðar, til að hleypa mjer framhjá, en ekki yrti hún á mig einu orði. Jeg reyndi að hata hana, en gat það ekki. í hvert skifti og jeg leit á hana, fekk jeg kökk í hálsinn, svo mjer lá við köfnun. Jeg hafði aldrei áður verið ást- fanginn, en jeg þurfti alls ekki á hjálp að halda, til að komast að því, hvað að mjer gekk — jeg var sannarlega gripinn ástarsýki og henni skæðri Drottinn minn góður, hvað jeg elskaði þessa undirfögru, stoltu, töfrandi forn- aldarstúlku! Er við höfðum borðað á ný, spurði jeg Dían, hvort hún hugðist snúa aftur til kynflokks síns, úr því Júbal væri dauður, en hún hristi raunamædd höfuðið, og sagðist ekki þora því, vegna elsta bróður Júbals. — Hvað kemur þetta honum við? surði jeg. Vill hann líka eiga þig, eða ertu nokkurskonar fjölskyldugripur, sem gengur ættlið úr ættlið? Ekki skyldi hún alveg, hvað þetta þýddi. —'Líklegt er, sagði hún, að allir bræðurnir vilji hefna vígs Júbals. Þeir eru sjö — sjö ægilegir menn. Verið getur, að einhver verði að drepa þá alla, eigi jeg að geta snúið til ættflokks míns aftur. Þetta fór að líta út eins og jeg hefði náð mjer í stærri bita en mjer mundi takast að gleypa — sjö sinnum stærri, í raun og veru. — Átti Júbal nokkra frændur? spurði jeg. Það var jafngott að heyra þetta alt í einu. — Já, svaraði Dían, en þeir koma ekki til greina — þeir eiga allir maka. En bræður Júbals eru konulausir vegna þess að Júbal gat ekki náð sjer í maka. Hann var svo ljótur, að konur flýðu hann — sumar hafa jafnvel fleygt sjer ffam af hömrum Amozfjalls niður í Darel Az, frekar en að gefa sig Júbal hinum Ijóta á vald. — En hvað kom það bræðrum hans við? spurði jeg. — Jeg gleymdi því, að þú ert ekki frá Pellucidar, sagði Dían, og leit á mig líkt og hún bæði vorkendi mjer og fyrirliti í einu. — Sjáðu til, hjelt hún sva áfram, yngri bróðir má ekki fá sjer konu fyr en allir eldri bræður hans hafa gert það, nema þá að eldri bróðirinn afsali sjer rjetti sínum, en það vildi Júbal ekki gera, vitandi Stóll Napoleons. Nýlega birtist eftirfarandi klausa í sænska blaðinu „Stokk holms Tilningen“: — Sten Hellberg ljet m-a. eftir sig stól, sem Napoleon sat á á Vínarráðstefnunni. Stóllinn er mjög hár, og hefir sennilega ekki verið neitt sjerlega þægi- legur fyrir Napoleon, sem var lítill maður. Nokkru seinna var þessi klausa í „Svenska Dagbladet“: — Það hefir heldur ekki kom ið að sök, því að þegar Vínar- ráðstefnan var, var Napoleon fangi á St. Helena. Maður verð ur að vona, a, Sten Hellberg hafi ekki keypt stólinn vegna hans sögulega gildis. Ekki er hægt að vita nema þessi stóli verði boðinn til sölu eftir 130 ár, sem stóllinn, er Hitler sat á á Parísarráðstefnunni 1946. ★- Þeir kærðu. Nokkrar ungar stúlkur, sem vanar eru að fá sjer sólbað á þaki á stóru hóteli í Santa Monica í California, hafa sent kæru til póststjórnarinnar vegna þess að póstmennirnir, sem fljúga helicopter-flugvjel um, dveljast óþarflega lengi yf ir hótelinu. Tyggigúmmírloftbelgir. í Ameríku er farið að fram- leiða tyggigúmmí, sem hægt er að blása út eins og loftbelg, þeg ar það hcfir verið tuggið nógu vcl. Þetta virðist ef til vill vera nokkuð ótrúlegt, en samt er það satt. Tyggigúmmí þetta er farið að flytjast til Svíþjóðar og þyk- ir Iangt frá því að vera „lekk- ert“. Forstjórinn: — Hvort fyrir- tæki okkár er stórt? Já, það geturðu reitt þig á. Við síðasta allsherjaruppgjör uppgötvaðist fyrst, að tvo gjaldkera hafði varitað í langan tíma. Dómarinn: — Getið þjer, vitni gefið upplýsingar um, hvenær óeiningin byrjaði milli þessara hjóna? Vitnið: — Já, það get jeg sagt upp á dag. Jeg var nefni- lega í brúðkaupinu. ■! Eggerí Claessen Gústaf A. Sveinsson hæstar j ettarlögmenn Oddfellowhúsið. — Sími 1171. Allskonar lögfræðdstörl /

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.