Morgunblaðið - 12.03.1947, Page 11

Morgunblaðið - 12.03.1947, Page 11
Miðvikudagur 12. mars 1947 MORGUNBLAÐIÐ 11 í^3x®*®^^<®^<®<®>3xS*$<$^x®<®<®3x®«®x®3 ] Fjelagslíf V Ármenningar! Handknattleiksfl. karla, 1. og 2. aldurs- flokkur, áríðandi æfing í kvöld, kl. 7 í íþróttahúsinu. Mætið stundvíslega. Stjórnin. Árshátíð Karlakórs iðnaðarmanna er ákveðin laugardaginn 22. mars. — Nánar auglýst síðar. í>®®®®<®<®®<®®*®<®<®*®<®<®x®<®®<®<®®<®® I.O.G.T. St. MÍNERVA, nr. 172 Fundur í kvöld kl. 8,30. 2. flokkur annast. — Æ.T. St. EININGIN, nr. 14 . Fundur í kvöld kl. 8,30. Kosning fulltrúa til þing- stúkunnar. Spilakvöld. — Æ.T. ®®*®®®®®®<®®<®®*®®S*®*®®<®®*®®<®« Tilkynning Hjálpræðisherinn Æskulýðsherferð í kvöld kl. 8,30 samkoma. Ungt fólk frá K.F.U.M. og K. talar. Allir velkomnir! Föroykst möti verður í kvöld kl. 8,30 á Bræðraborgarstíg 34. Allir Föroyingar velkomnir. Vinna Tökum i BLAUTÞVOTT. Efnalaug Vesturbæjar h.f., Vesturgötu 53, sími 3353. IIREIN GERNIN G AR Pantið í tíma. Sími 5571. GUÐNI BJÖRNSSON. 3 Danir um tvítugt, sem hafa stundað landbúnaðar- storf, ennfremur 2 handverks- menn (trjé- og járnsmiður), óska eftir atvinnu á íslandi í sumar. — Tilboð sendist Vagn Olsen Folkehojskolen, Ry, Dan mark. Vanur bcitingamaður óskar að taka að sjer beitingu í á- kvæðisvinnu. Uppl. í síma 6111. Hjólsagarhlöð, bandsagar- blöð og handsagir o. fl. eggjárn skerpt samdægurs. Brínsla og skerping Laufásveg 19, bakhús. P Ræstingastöðin, (Hreingerningar) sími 5113, Kristjan Guðmundsson. Tek að mjer hreingerningar og gluggahreinsun. Sími 1327. Björn Jónsson. FJOLRITUN r ' Fljót og góð vinna. Ingólfsstr. 9B. Sími 3138. Kaup-Sala MINNIN G ARSP J ÖLD bamaspítalasjóðs Hringsins eru afgreidd í Verslun Aug- ustu Svendsen, Aðalstræti 12 og í Bókabúð Austurbæjar. M — SELJUM: otuð húsgögn, karl- og margt fleira. — - sækjum. — Sölu- Clapparstíg 11. — Aðatfundur Húsmæðrafjelapns Húsmæðrafjelag Reykjavík ur hjelt aðalfund sinn 6. mars í Tjarnarlundi. Fundarstjóri var frk. María Maack. Eftir að búið var að lesa starfs og fjárhagsskýrslu íjelagsins kvaddi sjer hljóðs form. frú Jónína Guðmunds- dóttir, rakti ýms störf fjelags- ins á umliðnum árum, er væru nú orðin 13, og hefði hún ýmist verið vara- eða formaður öll árin. Taldi hún fjelaginu betur borgið að breyta þarna til og myndi ekki síður leggja sína krafta fram eftir bestu getu í þarfir fjelagsins. Fór svo einkar hlý- legum orðum um samstarf fjelagskvenna við sig og ætti þaðan ljúfar minningar. Ósk- aði fjelaginu meiri þróttar og getu í framtíðinni og þá meiri árangurs. — Benti á sem eftirmann sinn: frú Helgu Marteinsdóttur er væri frábærlega dugleg og ágæt kona. Var Helga Marteinsdóttir kosin formaður fjelagsins. Einnig báðust þær undan endurkosningu úr stjórninni: frú Kristín Sigurðardóttir, Guðrún Pjetursd. og frú Ingibjörg Hjartard. Þessar konur hlutu stjórn- arkosningu: Jónína Guð* mundsd., Soffía Ólafsd., Mar- ía Maack, Margrjet Jónsd., Guðrún Ólafsd., Inga And- reasen. Varastjórn: Jónína Jónsd., Guhnfríður Rögnvaldsd. og Guðrún Pjetursd. Endurskoðendur: Kristín Sigurðard., Ingibjörg Hjartar dóttir. Er kosningu lauk, tók til máls Guðrún Pjetursd., o,g' þakkaði fráfarandi formanni velunnin störf í þágu fjelags- ins, og alt það mikla erfiði, er, hún hefði á sig lagt öll árin til að þoka málum þess áleið- is. Þakkaði samstarfið er sjer væri ljúft að minnast. Sagði að bót væri í máli að frú Helga - Marteinsdóttir væri fylsta trausts verð og frú Jón- ína yrði hennar önnur hönd- og aðstoð. — Bað svo konur rísa úr sætum og votta frú Jónínu virðingu sína og þakk læti. Var hún ákaft hylt af fundarkonum. María Maack bauð hinn nýja formann velkominn með nokkrum vel völdum orðum og hressílegum. Var frú Helga einnig hylt af fundarkonum og boðin velkomin í formanns sætið. Er búið var að kjósa í allar nefndir hófst kvikmyndasýn- ing og að lokum dans. rj^)ll(jlóli Einar Markússon, píanóleik- ari, er nýlega kominn úr hljóm leikaferð til Akureyrar. Þar hjelt hann tvenna hljómleika við góðar undirtektir og um leik hans var farið lofsamleg- um orðum í Akureyrarblöðum. Tapað Lítil' peningahudda tapaðist í gær, í eða frá Pósthúsinu. •— Vinsamlega skilist á Víðimel 58. — 71. dagur ársins. Næturlæknir er í læknavarð stofunni, sími 5030. Næturvörður er í Ingólfs Apóteki, sími 1330. Næturakstur annast Hreyf- ill, sími 6633. Föstuguðsþjónusta í Dóm- kirkjunni í kvöld kl. 8,15. Síra Jón Auðuns prjedikar. Hallgrímskirkja. Föstuguðs- þjónusta í. Austurbæjarskólan um í kvöld kl. 8,15. Sr. Sigur- björn Árnason. Föstumessa í Fríkirkjunni í kvöld kl. 8,15. Sr. Árni Sig- urðsson. 50 ára verður í dag Gunnar Alexandersson frá Sandi, Urð- árbraut 2, Kársnesi, Fossvogi. Hjórtaband. í dag verða gef- in saman í hjónaband ungfrú Anna Sigurjónsdóttir og Þor- geir Pjetursson, matsveinn, Laufásveg 20. Minningarspjöld Minningar- sjóðs s. Skúla Skúlasonar fyrr um frófasts í Odda, til styrkt- ar sjúkum, fást í Bókaverslun Sigfúsar Eymundssonar. ÚTVARPIÐ í DAG: 8,30—9,00 Morguntónleikar. 12,10—13,15 Hádegisútvarp. 15,30—16,30 Miðdegisútvarp. 18.25 Veðurfregnir. 18.30 íslenskukensla, 2. fl. 19,00 Þýskukensla, 1. fl. 19.25 Þingfrjettir. 20,00 Frjettir. 20.30 Kvöldvaka: a) Hjálmar Gíslason frá Winnipeg: Frumbýlisár íslendinga í Vesturheimi. Síðara erindi. b) Kvæði kvöldvökunnar. c) Oscar Clausen, rithöfundur: Presturinn í Valþjófsdal og útlægu systkinin; síðari þáttur. d) Áttmenningjarnir syngja. 22,00 Frjettir. 22,15 Tónleikar: Harmóníku- lög (plötur). 22,45 Dagskrárlok. Ho!menko!!enmófið; Á FIMTUDAG var keppt í svigi við Holmenkollen. — Keppt var í karla og kvenna- flokkum. Þrír fyrstu menn í karla- flokkj voru Dalman (Sví- þjóð), annar Arentz (Norgur) og þriðji varð Eiriksen (Nor- egur). í kvennaflokki sigraði May Nilsson (Svíþjóð), önnur varð Laila Schoug-Nielsen (Neregi) og þriðja varð S. Tomasson (Svíþjóð). Mótið fór fram sem tví- keppni og urðu úrslit þessi í karlaflokki: 1. Eiriksen N 306 stig. 2. Arentz N með 311 stig og þriðji varð Dalman S með 315 stig. í kvennaflokki f jekk flest stig May Nilson S 236 stig og önnur varð Laila Sehoug-Nielsen N með 255 stig Þriða varð S. Tomasson. í hermannakeppni urðu úr- slit þau, að Norðmenn höfðu 1. og 3. sæti og Frakkland 2. sæti. Mikill fjöldi áhorfenda var á mótinu, enda var veður hið besta þó frast væri milli 8 og 10 stig. Norska útvarpið skýrði frá þessum úrslitum í frettum sínum kl. 8 á fimtudagskvöld. Þar var ekki minst á hvaða árangur íslendingarnir hefðu náð. Gunnar Akselson. •v/?>«><|x®®®<®®<®®<®3*®®®®®®®<S*®«*l*®®<®®®®<®®i><®<®®<®®<S*®®<*x®®<®®<***< Þakka hjartanlega auðsýnda vinsemd og virðingu á sextugsafmæli mínu hinn 23. febr- úar síðastliðinn. Sjerstaklega þakka jeg stjórn og starfs- mönnum mínum við Síldarbræðslustöðina að Dagverðareyri, Vjelsmiðjunni Hjeðinn og Norska Sendiráðinu. <«x«xí^x®x$x$x®xí J. Jentoft Indbjör. £*®<®<®<®<®®3>®<®<®<®<®®<®®<®®<®®s-®<®®<®<®®®<®®®»*x. Vanan landmann vantar strax til Sandgerðis á m.b. Björn. — Uppl. gefur Stefán Franklín, simi 7665, og Karl Jónsson, Sandgerði, sími 5. Dóttir okkar og systir, DAGBJÖRT, andaðist á Landakotsspítala sunnudaginn 9. þ. m. Sigríður Guðmundsdóttir, Eiríkur Kristjánsson og börn. Systir okkar og mágkona SIGRÍÐUR GUNNARSDÓTTIR frá Flugu andaðist að heimili okkar aðfaranótt 11. þ. m. Jóhanna Gunnarsdóttir, Gísli Þorvarðssson, Papey. Móðir mín og tengdamóðir, amma og lang- amma STEINUNN JÓNSDÓTTIR, frá Höfða, andaðist á Elliheimili Hafnarfjarðar þ. 11. þ. m. Guðjón Benediktsson, Elínborg Jónsdóttir, börn og barnabörn. Jarðarför konunnar minnar, móður okkar, tengdamóður og ömmu GUÐRÚNAR SIGURÐARDÓTTUR frá Fremstagili fer fram föstudaginn 14. mars frá heimili okkar, Langholtsveg 37, kl. 1 e. h. Athöfninni í kirkjunni verður útvarpað. Agnar Bragi Guðmundsson börn, tengda- og barnabörn. Jarðarför GUÐMUNDAR PJETURSSONAR trjesmiðs N fer fram frá Dómkirkjunni fimtudaginn 13. mars og hefst með húskveðju frá heimili hans Sjafnargötu 3 kl. 1 e. h. Aðstandendur. Þökkum innilega auðsýnda samúð við and- lát og jarðarför elsku litla drengsins okkar ARNAR. • Helga og Sveinn Ingvarsson. Hjartanlega þökkum við öllum vinum og vandamönnum, en sjerstaklega viljum við þakka hjónunum Ingibjörgu Guðnadóttur og Þórði Kristjánssyni, Miðhrauni, og Jóhönnu Halldórsdóttur og Jóhannesi Þorgrímssyni, Eiðhúsum, fyrir auðsýnda samúð og virðingu við fráfall og jarðarför föður okkar NARFA JÓNSSONAR. Halldóra Narfadóttir, Veronika Narfadóttir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.