Morgunblaðið - 12.03.1947, Page 12

Morgunblaðið - 12.03.1947, Page 12
VEÐURUTLITIÐ: Faxaflói: FRA UMRÆÐUNUM um Austan kaldi. — Úrkomulaust a5 mestu. Miðvikudagur 12. mars 1947 fjárhagsáætlunina. — Bls. 7. Kertaljós á veitingahúsi Vegna kolaskortsins í Bretlandi, hefir orðið að gæta mikils sparn- aðar við rafmagnsnotkun. Hjer á mjndinni sjst hvernig kerta- ijós eru nú notuð á veitingahiisum, en nú segja frjettir, að skortur sje jafnvel orðinn á kertum líka. StórSeEd hækkun á tóbuki Skyndiiög frá Alþingi í gær í GÆR var úttbýtt í neðri deild frumvarpi um breytingu á lögum um einkasölu ríkisins á tóbaki. Er lagt til að hámarks- álagning á tóbaki megi hækka úr 150 af hundraði í 250 af hundr- aði. Ef þessi verðhækkun yrði notuð til fulls, mun það samsvara því, að sígarettupakkinn yrði í útsölu kr. 4,80, í stað kr. 3,60 nú. Sendiherra Frakka afhendir forseta skiiríki SENDIHERRA Erakklands, -herra Henri Voillery, afhenti forseta íslands embættisskil- ríki sín við hátíðlega athöfn að Bessastöðum, þriðjudaginn 11. þessa mánaðar. Sátu sendiherrahjónin síðan hádegisverð í boði forseta og frúar hans, ásamt utanríkisráð herra hjónunum og nokkrum öðrum gestum. Sendiherrann hefur starfað sem fulltrúi Frakklands hjer á landi frá því árið 1938, fyrst sem ræðismaður, en síðan sem stjórnarfulltrúi. ( Frá utanríkisráðuney tinu). Skemlifundiir Heim- dallar HEIMDALLUR, fjelag ungra Sjálfstæðismanna heldur kvöld skemtun í Sjálfstæðishúsinu annað kvöld kl. 21. Á skemtun- inni mun Gunnar Bjarnason ráðunautur flytja ræðu, Einar Markússon, píanóleikari leikur, Stúlkur munu syngja og leika á guitara og kvikmynd verður sýnd. Að lokum verður svo dansað. Aðgöngumiðar að skemtun- inni verða seldir í skrifstofu flokksins í Sjálfstæðishúsinu frá kl. 1 í dag. Heimdallur hefir haldið nokkrar slíkar kvöld- skemtanir sem þessa í vetur og hafa þær verið fjölsóttar og mjög vinsælar. Eiggerl Sfðfánsson syngur annað kvöld Það er annað kvöld kl. 7,15, sem Eggert Stefánsson, söngv- ari, heldur kveðjuhljómleika sína til söngsins, síðustu hljóm leika sína í Reykjavík. — Við hijóðfærið verður dr. Victor Urbantschitsch. Hljómleikarnir verða í Gl. Bíó. — Á söngskránni eru m.a. þessi lög: Jeg lít í anda liðna tíð, eftir Kaldalóns, Amarilli mia bella, éftir Guilio Caccini, Beautiful Dreamer. eftir Forster, Santa Lucia Lomtana, eftir Mario, The lost Chord, eftir Sullivan og fleiri erlend og íslensk lög. Aðgöngumiðar að hljómleik imum fást í bókaverslun Sig- fúsar Eymundssonar, hljóð- færaverslun Sigríðar Helga- dóttur og í bókabúð Lárusar Blöndal. Síðasfi farmurinn fíl Siglufjarðar Síldarvcrtíðinni hjer við Reykjavík er lokið. Allir bátar hafa hætt veið- um og í gær fór síðasti síldar- farmurinn norður til Siglu- fjarðar í bræðslu. Það var m.s. Andvari, sem flutti milli 500 og 600 mál. j _ t Fi-umvarpið var flutt að tii- hlutan fjármálaráðherra og af- greitt með hraða gegnum báðar deildir og lögfest. Ráðherra kvaðst ekki þurfa að fjölyrða um þá miklu nauð- syn ríkissjóðs fyrir auknum tekjum. Væri mjög aðkallandi að hækka verð á tóbaki, þar sem nú lægju fyrir miklar birgðir. sem ekki hefðu verið settar í umferð. Gerðar hefðu verið ráðstafanir til að draga úr sölu tóbaks meðan Alþingi fjallaði um hækkunina til þess að koma í veg fyrir að menn söfnuðu óþarfa birgðum. Ráðherra tók það skýrt fram, að ekki væri þar með sagt, að nauðsynlegt verði að nota heim ild þessa til hins ýtrasta, en nauðsynlegt væri að hafa hana nokkuð rúma. Einar Olgeirsson talaði fyrir hönd Sósíalista. Kvaðst hann skilja hina miklu fjárþörf rík- issjóðs, en þar sem stefna ríkis- stjórnarinnar lægi ekki skýrt fyrir, sæi hann ekki ástæðu að greiða atkvæði með frumvarp- inu. Mál þetta gekk síðan greið- lega í gegnum Nd. En í Ed. stóð Brynjólfur Bjarnason upp og heimtaði ,að málið færi í nefnd. Kvaðst hann vera á móti slíkri gífurlegri hækkun meðan alt væri á huldu um stefnu ríkisstjórnarinnar. Sem von var þótti ráðherra þessi framkoma Brynjólfs harla undarleg, þar sem hann legst á móti því, að munaðarvara sje hækkuð til að afla ríkissjóði tekna á sama tíma og flokks- menn hans í fjárveitinganefnd 'hafa lagst á móti hóflegum nið— urskurði á útgjöldum ríkisins, og hótað að kljúfa nefndina. Það er ekki hægt að gera hvort- tveggja í senn, að standa á móti niðurskurði útgjalda ríkisins og að berjast Ái móti tekjuöflun ríkissjóðs. Annars væri alger óþarfi að senda málið í nefnd. Það lægi ljóst fyrir, annað hvort væru menn með eða móti hækkun- inni. Og hjer væri ekkert á huldu ríkissjóð vantaði stór- auknar tekjur nú þegar. Síðafi var felt að setja mál- ið í nefnd með 9:3 atkvæðum og gekk málið síðan greiðlega gegnum deildina, og var afgr. sem lög frá Alþingi. Vildi ekki oröuna PARÍS: — Stalin marskálk- ur neitaði nýlega að þyggja franska orðu, á þeim grund- velli að leiðtogar rússnesku stjórnarinnar tækju ekki á móti erlendum heiðursmerkj- um. Yanofsky vari efstur mei 8 vinningK YANOFSKY-SKÁKMÓTINU lauk í gærkvöldi, með því að Kanadameistarinn Yanofsky fór með sigur af hólmi. Hann sigraði biðskákina við Eggert Gilfer sem telfd var í gærkvöldi. Biðskák þeirra Guðmundar S. Guðmundssonar og Ásmundar; Ásgeirssonar lauk með jafntefli. tóeðmæli nauðsyn- leg með veilinga- íeyfum MATSVEINA- og veitinga- þjónafjelag íslands hjelt aðal- fund sinn í fyrrakvöld. Á fundi þessum var sam- þykt að verja 5000 krónum úr sjóði til kaupa á» Stofnlána- deildarbrjefum. Fundurinn taldi rjett, að settar yrðu ákveðnar reglur um meðmæli með þeim veit- ingaleyfum, sem sótt væri um til bæjaryfirvaldanna. Taldi fundurinn eðlilegt, að þeir ein ir fengju veitingaleyfi er hefðu iðnrjettindi í þessum greinum. Við kosningu stjórnar var Böðvar Steinþórsson endurkos inn formaður. Kristmundur Guðmundsson, gjaldkeri, María Jensdóttir, endurk. ritari. Emil Bjarnason kosinn varaformað- ur og Marbjörn Björnsson, fjármálaritari. — í trúnaðar- ráð voru kosnir: -Tryggvi Þor- finnsson, Edmund Erikson, Sig urður Gíslason og Garðar Jóns son. I fjelaginu eru nú 60 skráðir meðlimir. Fræðslufundur fyrir nemendur í akstri AÐ TILHLUTUN Bifreiða- kennárafjelags Reykjavíkur og Slysavarnafjelagsins verður haldinn fræðslufundur fyrir alla þá, sem nú læra undir hið minna bílpróf. Fundur þessi fer fram í Tjarnarcafé uppi, og hefst kl. 5 e.h. á morgun (fimtu dag). Á fundinum verða m. a. sýndai' kvikmyndir um hjálp í viðlögum og umferðarreglur. Allir bifreiðakennarar ættu að hvetja nemendur sína til þess að sækja þennan fyrsta fræðslu fund, en gert er ráð fyrir að þeir verði fleiri. Töku Bandaríkja- skips mótmæil Haag í gærkvöldi. BANDARÍKJASTJÓRN hef- ur sent hollensku stjórninni orð sendingu, vegna töku Banda- ríkjaskipsins Martin Behrman undan Cheribon á Java. Telja Bandaríkin að taka skipsins sje órjettlætanleg, en sendiherra Bandaríkjanna í Hollandi, dr. Stanley Hornbeck, hefur þegar rætt mál þetta við hollensku yfirvöldin. — Reuter. Yahofsky vann sex skákir af sjö er hann telfdi á mótinu. Hann gerði tvö jafntefli, við þá Ásmund Ásgeirsson og Árna Snævarr. Ásmundur Ásgeirsson var annar með 5 vinninga. Hann tapaði einni skák fyrir Guð- mundi Ágústssyni og gerði tvö' jafntefli, við Guðmund S. Guðmundsson og Yanofsky. Guðmundur S. Guðmundsson var þriðji með 4 vinninga. Hann tapaði einni skák, fyrir Yanofsky og gerði 4 jafntefli. Næstir koma þeir Baldur Möller og Guðmundur Ágústs son með 3 vinninga hvor. Þá þeir Eggert Gilfer og Wade með 2(4 vinning hvor og síð- astur er Árni Snævarr með 2 vinninga. Þegar blaðið fór í pressuna var hraðskákin mjög stutt á veg komin. —..— ♦ ♦ Aflafrjeftir að norðan • í Norðlendingafjórðungi hóf ust veiðar í febrúar í flestum veiðistöðvum, þó að enn sjeu aðeins fáir bátar byrjaðir á ýmsum stöðum. ICest var út- gerð frá Siglufirði og Dalvík. Frá Siglufirði stunduðu 3 , bátar róðra og fóru fest 4 sjó- ferðir. Var afli þeirra frá 5—9 smál. í sjóferð, en fiskurinn var fremur smár og mikið af ýsu. Frá Dalvík hafa 4 bátar^ stundað línuveiðar og einn tog veiðar. Fóru líhubátarnir 8 sjó ferðir og öfluðu 3,5—7 smál. í sjóferð. Hefur mest af fiskn- um verið saltað, en eitthvað sett í hraðfrystihús. Frá Skagaströnd stundaði að eins einn bátur veiðar ‘ með línu og afla'ði vel, eða 5—6 smál. í sjóferð og fór als 10 sjóferðir. Var aflinn hraðfryst ur. Frá Ólafsfirði var einungis um útgerð opinna vjelbáta að ræða á línu og voru þeir 4 og fóru 8 sjóferðir. Var aflinrt sæmilegur. Einn bátur hóf það an togveiðar, en var rjett byrj- aður. . .Frá Hrísey var einnig aðal- lega um að ræða útgerð opinna vjelbáta og öfluðu þeir vel og sama er að segja um Húsavík, nema að afli hefur verið þar rýrari. Margir af bátunum í Norð- lendingafjórðungi eru eins og jafnan áður á vetrarvertíð í Faxaflóa bæði á línu- og botn- vörpuveiðum og ennfremur eru nokkur skipanna á síld- veiðum sunnanlands eða í síld arflutningum. (Frá Fiskifjelaginu).

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.