Alþýðublaðið - 16.06.1920, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 16.06.1920, Blaðsíða 3
ALÞYÐUBLAÐIÐ 3 Þróttur kemur út á morgun. Drengir, sem vilja selja hann, komi til afgreiðslu- mannsins á Klapparstíg, milli kl. 9 og 12 á morgun. Di dagiirn og veginn. Fyrri hlnta embættisprófs í læknisfræði luku þessir stúdentar í gær og hlutu: Guðmundur Guð mundsson I. eink. 45 stig, Jónas Sveinsson II. eink. betri 28 stig, Páll Sigurðsson II. eink. betri 41 stig, Skúli V. Guðjónsson I eink. 54V2 stig, Steingrímur E Einars- son I, eink. 56 stig og Valtýr Al- bertsson ágætiseink. 61 stig. Leikmóti gengst íþróttafélag Reykjavíkur fyrir, 17., 18. og 20. þessa mán., verða þar háð- ar ýmsar kappraunir, þar á með- al Íslandsglíman af fjölda trölla, víðsvegar af landinu. Mb. „írafoss“ (frá Grindavík) kom hingað í gær úr fiskiróðri og seldi aflann hér. ísu 15 a. pd. og lóðu 50 a. pd. Mun langt síðan Reykvíkingar hafa fengið svo ó- dýrt í „soðið". Bæjarstjórnarfundur verður á morgun kl. 5. Halldór Kolbeins cand. theol. fór í dag í bindindisleiðangur aust- ur f sýslur. Ferðast hann í umboði Stórstúkunnar og hygst að reisa við og stofna stúkur þar sem kann fer. Vafalaust verður Kolbeins á- gengt, því hann er hinn mesti ræðuskörungur og fylginn sér. Fisksölutorgið er að verða hreinasta plága fyrir þeffæri manna, * vegna ólyktar, sem leggur þaðan. Meira hreinlæti er þar nauðsyn- Iegt. Og helzt ætti torgið ekki að vera svo á almannafæri, sem það er þarna. Leikliúsið. Af sérstökum ástæð- um verður ekki leikið í kvöld, en aðgöngumiðarnir gilda á föstudag- inn. Slys. Rán kom í fyrradag inn á ísafjörð með slasaðan mann. Hafði hann mist fótinn fyrir neð- an hné og lá meðvitundarlaus þeg- ar síðast fiéttist. Blaðinu er okunn- ugt um nafn hans, eða nánari at- vik. Leifur hepni kom af veiðum í gærkvöldi með ágætan afla (100 föt lifrar). Próttur kemur út á morgun með grein um „Formann í. S. í.“ með mynd; „Íþróttalíf á Snæfells- ness- og Hnappadalssýslu“; „Flug- ið“; „Ó ympíuleikar"; „Sundbók" og ýmislegt fleira. Suður-Jótlauds hátíð verður haldm hér á morgun í Iðnó. Lík fanst í gærkvöldi við Batta- ríisgarðinn. Sennilagt að það sé af manni sem druknaði hér á höfn- inni í vetur. Ari fór til Englands í gærkvöldi með ísfisk. Yeðrið Reykjavik . . ísafjörður . . Akureyri . . Seyðisíjörður Grímsstaðir . Vestm.eyjar . Þórsh., Færeyjar Stóru stafirnir Loftvog há, hæzt við Færeyjar og hægt fallandi. Mjög stilt veður. dag. logn, hiti 8,5. logn, hiti 9,0, logn, hiti io,o. logn, hiti 7,8. logn, hiti 13,7. A, hiti 7,8. logn, hiti 14,7. merkja áttina. Húsnæðisleysi í Pyzkalandi. Merkileg tillaga. Húsnæðisvandræði* eru mikil í Þýzkalandi, er talið að 40 þús. manns muni nú nær húsnæðis- lausir í Berlín, og annarstaðar í landinu er ástandið engu betra. Dýrtíðin hefir gert nær ókleyft að byggja., eins og sjá má t. d. af því, að 60 þus. mörk kostar að byggja tveggja herbergja íbúð, enda þótt í stórhýsi sé. Síðasta ár voru veittar 1300 milj. marka af opinberu fé til bygginga og hafa fyrir það fé Alþbl. kostar I kr. á mánuði. verið bygðar 60 þús. íbúðir, en ekki hrekkur til. Nú í ár hafa þegar verið veittar 500 milj. En féð verður einhversstaðar að taka og stakk stjórnin því upp á því, sð féð yrði fengið með því, að leggja 15% skatt á leigu af göml- um húsum og láta þannig eldri húseigendur og leigjendur hjálpa til við byggingarnar. Þessi tillaga kom fram í Dan- mörku, er húsnæðisvandræðin voru rædd þar, og er að mörgu leyti merkileg. Óvfst er hvort þessi till. þýzku stjórnarinnar nær fram að ganga, því mótspyrnu allmikilli hefir til- lagan sætt, frá þeirra hálfu er skatturinn legst á. Fjárframlög þýzku stjórnarinnar til húsabygginga og sömuleiðis tillagan um húsaleigus'kattinn eru vel þess verðar að vér athugum þær. Mætti í því sambandi minna á þá rausn þingsins í fyrra, er það veitti Bygggingafél. Rvfkur 6 þús kr. af náð, enda þóttt neyðin væri mikil. Sömuleiðis má það eigi lengur svo til ganga, að sumir leigjendur hér borgi t. d. 50 kr. fyrir þriggja herbergja íbúð ásamt eldhúsi, en aðrir, sem hafa neyðst til að taka íbúðir í nýjum húsum, borgi t. d. 250 kr. fyrir lítið eða ekkert betri íbúðir, og það máske fátækari menn. X yHaaiskiiai. Khöfn 15. júní. Símað er frá Stokkhólmi, að sænski sendiherrann í Helsingfors hafi verið kvaddur heim til þess að gefa skýrslu um Alandsmálin. pólverjar hörja. Khöfn 15. júní. Símað frá Warschau, að Pól verjar hörfi brott úr Kiew.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.