Morgunblaðið - 15.04.1947, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 15.04.1947, Blaðsíða 1
16 síður 34. árgangúr 83. tbl. — Þriðjudagur 15. apríl 194'i Ísaíoldarprentsmiðja h.i. „Öueen Elizabeth“ strandar við Southampton Næsi vænianlega úf í dag I Southampton í gærkvöldi. Einkaskeyti til Morgunblaðsins frá Reuter. STÆRSTA skip heimsins „Queen Elizabeth“, sem er 85,000 smálestir, strandaði í dag skamt utan vlð hafnar- mynnið í Southampton. Dráttarbátar fóru skipinu þegar í stað til aðstoðar, en ekki var þess vænst í kvöld, að það mundi nást út fyrr en með morgninum. „Queen Elizabeth“ var að koma frá New York og eru 2446 farþegar með því. Gfeysimikil þoka. ® ; — Mikil þoka þefir verið í ná- t munda við Southamton í dag og hefir fjöldi skipa tafist af völd- um hennar. Hefir bandarískur skip^tjóri tjáð blaðamanni frá Reuter, að skip hans hafi tafist um sex klukkustundir og þok- an hafi verið svo þykk, ,,að ó- mögulegt hafi verið að sjá sjó- inn“. KRISTJÁN KONUNGUR ALVARLEGA VEIKUR -$> kemmdarverk í Palestfnu Mastrið hvarf í þokuna. Breskt skip, sem var á heim- leið frá Hong Kong, tafðist af sömu völdum í fjórar klukku- stundir, og' segja þeir, sem á bví eru, að svo dimm hafi þokan stundum verið, að ekki hafi ver ið hægt að sjá frammastur skips ins úr brúnni. ' „Queen Elizabeth“ strandaði um 12 km frá aðalhöfn South- ampton. Skipið er trygt fyrir meir en fimm miljónir ster- lingspund. Brelar flytja timbur frá Þýskalandi LIÐSFORINGI í hernámsliði Breta í Þýskalandi tjáði frjetta mönnum í dag, að meir en 40 þúsund tonn af timbri hefðu verið flutt frá breska.hernáms- svæðinu til Bretlands síðan í nóvember s.l. Er tekið fram í frjettinni; að þetta muni vera nóg í 6350 hús, en timbrið er virt á 133.00(þ sterlingspund. Timburflutningar þessir eru í sambandi við væntanlegar stríðsskaðabótakröfur Breta á hpndur Þjóðverjum. í sumar er .vonast til að hægt verði að flytja 7,000 tonn af timbri til Bretlands vikulega. niur* Ryde, Isle of Wight. í gær. Á MORGUN (þriðjudag) munu tveir dráttarbátar leggja af stað með breska orustuskipið Warspite hjeð- an frá Ryde til Clyde. Vega- lengdin milli þessara tveggja staða er um 600 mílur, en Warspite er 35,000 tonn að stærð. Warspite, en það verður nú rifið er heimsþekkt orustu skip, sem verið hefur í breska flotanum í 30 ár. Það tók þátt í báðum heimsstyrjöld- um. — Reuter. Dregið hefir úr fram- rensli Næfurholh- hraumins Á LAUGARDAG færðist gosið í Heklu talsvert mikið í aukana og hjelst svo fram á sunnudag. Voru umbrotin í fjallinu álíka mikil og fyrstu daga gossins, — I gær mun aft ur hafa dregið úr því. I s. 1. viku dró mjög úr fram rensli Næfurholthraunsins. Breskir innflytjend- ur lil S. Afríku London í gær. Á föstudag leggja 850 Bretar af stað frá Englandi til Suður Afríku, en þar hyggjast þeir taka sjer ból- festu. í sambandi við för nýbyggj anna er sagt, að stjórn Suður Afríku þyki æskilegt, að að minsta kosti 15,000 Bretar flytji til landsins á ári hverju fyrst um sinn. Tekið er fram, að í Suður Afríku sje ekki skortur á fólki til landbúnaðarstarfa en vöntun sje hinsvegar á iðn- aðarmönnum. — Reuter. GYÐINGAR halda áfram að velta Bretum allt það tjón, sern þeir mega í Palestínu. Skemdarverk eru framin austur þar svo að segja daglega. Myndin hjer að ofan er af járnbrautarlest, sem skemdarverkamenn Irgun Zvei Leumi hafa sett af sporun- um. Sjö vagnar af 23, sem í lestinni voru ultu um. fjórveldasamning Þýskalands MOSKVA í gærkveldi. Einkaskeyti til Morgunblaðsins frá Reuter. GEORGE Marshall, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, bar í dag fram þá tillögu á fundi utanríkisráðherranna í Moskva, að þeir ljetu aðstoðarmenn sína þegar hefja und- irbúning fjórveldasamnings, sem lyti að afvopnun Þýska- lands. Marshall skoraði á þá Bevin, Bidault og Molotov, að tilkynna þegar í stað, hvort þeir væru slíkum samningi hlyntir, og mintist á það, að Byrnes lagði fram uppkast að slíkum samningi í París fyrir ári síðan. Gyðingaskip tekið Jeúsalem í gær. í DAG kornu tveir breskir tundurspillar með skipið „The Guardian“ til Haifa, en á því voru um 2,400 Gyðing- ar, sem hugðust komast til Palestínu, án leyfis stjórnar- valdanna þar. Breskir hermenn voru komn ir um borð í skipið, er það kom til Haifa. Tuttugu farþeganna voru fluttir í sjúkrahús. — Reuter Haft nægan umhugsunarfrest. í ræðu, sem Marshall flutti í sambandi við tillögu sína, sagði hann meðal annars, að fjórveldin hefðu nú haft nógan tíma til að velta því fyrir sjer. hvort þeim þætti æskilegt að gera með sjer samning um af- vopnun Þjóðverja. Bandaríkin líta svo á, sagði hann, að sú stund sje nú runnin upp, að ákvörðun um þessi mál verði tekin. Vill fyrirbyggja þýska endur vopnun. Marshall kvaðst bera þessa tillögu fram, vegna þess, að Bandaríkin væru staðráðin í, að gera það, sem þau gætu til að fyrirbyggja endurvopnun Þýskalands. Marshall gerði það einnig að tillögu sinni, að hinn væntan- legi fjórveldasáttmáli yrði síð- ar meir tekinn upp í friðarsamn inga við Þýskaland. ÖNESC0 æilar að verja 6 milj. doil- urum í ar London í gærkvöldi. STJÓRN UNESCO fræðslu deildar sameinuðu þjóðannaj ákvað á fundi í dag, að verja í ár 6 miljón dollurum til starfsemi sinnar. Á fundinum urðu alllang-j ar umræður um það, hvort | UNESCO bæri að starfa í, Þýskalandi. Marian Klaski, meðlimur Póllands í stjórn stofnunar- innar, hjelt því fram, að ó- mögulegt væri að breyta fræðslu Þjóðverja, nje raun- ar nokkurra annara fyrver- andi óvinaþjóða. — Reuter. Honum er vart hugað !íf Khöfn í gærkvöldi. Einkaskeyti til Mbl. BLÖÐUM í Danmörku hefir að uhdanförnu lítið verið tilkynt um líðan Krist- jáns Danakonungs, en í gær var send út opinber til- kynning, þar sem almenn- ingi er í fyiyta skifti skýrt frá sjúkdómi konungs. Sam- kvæmt tilkvvningunni hefir konungur fengið lungna- bólgu eftir að hann í síðastl. viku fekk snert af hjarta- sla.gi. Læknar konungs hafa notað penicillin, en það hefir ekki til þessa haft tilætluð áhrif. Kolbrandur í fæti. Kristján konungur þjáist auk þess af kolbrandi í hægri fæti. Þetta stafar þó ekki af óhappi því, er hann varð fyrir 1942, en þá fjell konungur af hestbaKi og meiddist á vinstra fæti. Vart hugað líf. Það er nú vitað, að konungi hrakar dag frá degi, og búast þeir, sem næstir konungsfjöl- skyldunni standa, við láti hans innan skamms. Meiðsli konungs 1942 smá- bötnuðu, en í fyrra kom upp kolbrandur í hægra fæti og var ljelegu blóðrensli kent um. En læknum tókst að hefta út- breiðsíu drepsins með því að skera í fótinn. Sænskir blaðamenn eru þeg- ar komnir til Kaupmannahafn- ar, vegna veikinda konungs. Dauðadæmdir Gyð- ingar fluttir milli fangelsa Jerúsalem í gærkvöldi. SAMKVÆMT áreiðanleg- um heimildum, hefur Dov Gruner og þrír aðrir ofbeldis menn af Gyðingaættum, sem dæmdir hafa verið til dauða, verið fluttir frá Jerúsalem- fangelsi til fangelsisins í Acre. Álitið er, að hinir dauða- dæmdu hafi verið fluttir af öryggisástæðum, en flugu- fregnir hafa einnig verið á kreiki um það, að ákveðið hafi verið að láta aftökurnaí fara fram á næstunni. — Reuter.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.