Morgunblaðið - 15.04.1947, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 15.04.1947, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAfali) Þriðjudagur 15. apríl 1947 Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík. Framkv.stj.: Sigfús Jónssen Ritstjórar: Jón Kjartansson, Valtýr Stefánsson (ábyrgCarm.) jfrjettaritstjóri: ívar Guðmundsson Auglýsingar: Ámi Garðar Kristinsson. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla, Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald kr. 10,00 á mánuði innanlands. kr. 12,00 utanlands. 1 lausasölu 50 aura eintakið, 60 aura með Lesbók. Tímaliðar og dýrfíðin SÍÐAN Tímaliðar hrökluðust úr ríkisstjórn fyrir nokkr- um árum, hefir „dýrtíðin“ verið þeirra aðalumræðuefni. Árásir og átölur á hendur Sjálfstæðismönnum hefir geng- ■ ið fjöllunum hærra. Rit og ræður á Alþingi og hvarvetna annarsstaðar hefir verið hlaðið hinu sama efni og það er þetta: „Dýrtíðin verður að lækka“. Alt hefir þetta tal borið þann svip, að hjer væri um að ræða ákaflega auö- leyst og einfalt verkefni, rjett eins og að hnoða snjó í greip sinni, eða þurka ryk af glugga. Þess hefir hvergi verið getið frá hálfu þessara manna, að dýrtíðarflóðinu var veitt yfir landslýðinn í tíð þeirrar stjórnar, sem Hermann Jónasson stjórnaði og sem Ey- steinn Jónsson var viðskiftamálaráðherra í. Þá var slitið sambandið milli kaupgjalds og verðlags. Þá var víxlskrúf- an sett í gang með vísitölulögunum frá 1940, og þá voru gerðardómslögin frægu sett og öll stjettafjelög landsins spönuð til mótstöðu, þegar hættulegast var. Nú vita það allir menn, að auðveldara er að búa til flóð með misheppnuðum ráðstöfunum, heldur en að stöðva það. Það var t. d. mjög einfalt og þægilegt verk að búa til vitlaus lög, eins og vísitölulögin, en hitt er verra og flóknara að breyta þeim aftur og fá fólkið til þess að una breytingunni mótstöðulaust. Það er auðvelt mjög að hækka laun og venja menn á eyðslu, en hitt er öllu verra viðfangs að breyta til aftur. I öllu þessu kemur ekki fyrst og fremst til greina hvað menn óska sjer að gera, heldur hitt, hvað er mögulegt. Ritrugl og ræðuþvaður á borð við ásakanagaspur Tímamanna er þýðingarlaust í því sam- bandi- Þó er nú svo, að fremur ætti að vera unt að stífla dýr- tíðarána niður á jafnsljettunni, heldur en í mesta hall- anum eins og stóð 1941—1945. Ef eitthvað hefir verið sjerstaklega vanrækt á þeim tíma, þá ætti að vera innan handar að bæta þar um nú þegar herinn er farinn, stríðið búið og allur bratti og fossar að baki. Nú hafa líka hinir ráðsnjöllu Tímamenn tekið sæti í ríkisstjórn íslands. Nú geta þeir flutt og framkvæmt tillögur um það, sem þeir töldu áður vanrækt að lækka dýrtíðina, þessa voðalegu, sem þeir segja, að Ólafur Thors og fylgismenn hans hafi búið til. , En þegar svo er komið, þá sannast það, sem víða þekk- ist, að hægra er um að tala en í að komast. Orð og efndir er tvent ólíkt, enda verður ekki annað sjeð, en að þeir Tímamenn hafa gleypt í einni máltíð öll sín mörgu og rniklu dýrtíðarloforð. Einu ráðstafanirnar, sem frá þeim koma, eru þær, að auka það og margfalda, sem þeir töldu íávíslegast áður, en það er að borga niður dýrtíðarvísi- töluna með fjárgreiðslum úr ríkissjóði. Einu sinni þegar lítils þurfti með, töldu þessir menn, hina örgustu fjár- glæfra og heimsku, að láta tvær miljónir króna á einu ari til þessara nota. Nú er með þeirra samþykki áætlað að borga til þessa 35 miljónir króna á yfirstandandi ári og gæti vel svo farið, að sú upphæð hrökkvi skamt í þarf- irnar til að fullnægja loforðum. Ein hin besta sönnunin, sem nú blasir við um þau snjall- ræði, er komið hafa til sögunnar við tilkomu Tímamanna er sú, að tóbak var hækkað í verði mjög verulega til þess að fá peninga í það að borga niður kjötverð. En tóbak er í vísitölunni. Verðhækkun þess hækkar hana. Þá þarf að hækka aðra tolla til þess að fá peninga í meiri lækkun á kjöti. Gæti þetta gengið koll af kolli, upp og niður, sitt á kvað. Ber það vott um nýja menn, 'nýja vitsmuni og nýja ráðsnild. Má búast við miklum lofræðum um hina miklu breyt- ingu og þýðingarmiklu bjargræði, sem nú hafi flotið á fjörur alþjóðar, þegar hinir ágætu Tímamenn eru orðnir stuðningsrnenn ríkisstjórnar og hafa sent sína fulltrúa fram á leikvöllinn. Hvort sanntrúuðum Framsóknarkjósendum út um landsbygðina finst eins mikið til um, er eftir að vita- ÚR DAGLEGA LÍFINU Einstakt slys. ÞAÐ EINSTAKA slys vildi til hjer í bænum á dögunum, að maður nokkur skaðbrendist vegna þess að hann gleymdi að loka heitavatnskrana, eftir að hann hafði opnað fyrir hann meðan lokað var fyrir frá hita- veitunni. Maðurinn hafði komið heim seint að kvöldi og ætlað að láta heitt vatn renna í baðkerið sitt. Setti hann tappann í baðkerið og opnaði fyrir heita vatnið. En þegar ekkert vatn rann úr krananum ljet hann það eiga sig og fór að hátta og sofa. Um morguninn vaknaði hann við að alt var á floti í sjóðandi heitu vatni. í ofboðinu stökk hann fram úr rúminu, berfætt- ur í sjóðandi vatnið og brend- ist við það á fótunum. Síðan fór hann fram í bað og stakk hendinni niður í kerið til að taka tappann úr því, en brend- ist bá mikið á handleggnum. • Gætið varúðar. SEM BETUR fer eru slys, eins og það, sem hjer hefir verið sagt frá, sjaldgæf, en hitt er algengt, að fólk gleymi að loka fyrir heitavatnskrana á meðan lokað er fyrir heita- vatnsæðarnar að nóttu til og hefir hlotist minni háttar tjón af víða í húsum. fyrir utan peningatjón, sem menn verða fyrir þegar heita vatnið rennur til einskis. Það er ástæða til að benda mönnum á að gæta fylstu var- úðar í þessu efni og minna á, að loka fyrir heita vatnið á kvöldin áður en gengið er til náða. Skálar og skemmur. SIGBJÖRN Ármann kaup- maður var úrillur er jeg hitti hann fyrir helgina vegna þeirr ar uppástungu hjer í dálkun- um, að ,,bragga“-skammirnar yrðu eftirleiðis kallaðir skálar, eða eitthvað þess háttar. Je_g bað Sigbjörn að tala minna, en skrifa brjef í þess stað um þetta mál og nú er brjefið komið. Brjefritari segir m. a.: „Ut af grein þinni „Kampar og braggar“ sunnudaginn 11. apríl mótmæli jeg kröftuglega, að hin virðulegu nöfn okkar skáli eða skemma komi í stað kanxpur eða braggi. Jafnvel ból eða bæli eru of virðuleg orð fyrir þessi ófjetis hrófatildur. Camp rjett útlagt þýðir herbúð og því má það nafn ekki hald- ast? Það yrði kanski til þess, að æska íslands tæki sig til að afmá þær þess fyr, ef það nafn festist við þær“. Þetta segir Sigbjörn. Og hann um það. En við erum sam mála um, að best væri að losna við skúrana, skálana, bragg- ana, eða hvað menn kjósa að kalla þessar leiðinlegu styrj- aldarbyggingar. Lenging skóla- skyldunnar. ÞAÐ VIRÐIST gæta allmik- illar óánægju víða með leng- ingu skólaskyldunnar hjer á land. Hafa mjer borist allmörg brjef um það mál. En að svo komnu máli vil jeg ekki taka upp umræður um það hjer. Þetta er mikið mál og merki- legt og ekki hægt að gera því nein skil í því rúmi. sem þess- um dálkum er ætlað í blaðinu. Enda væri best, að sjerfræð- ingar, kennarar og uppeldis- fræðingar segðu álit sitt á mál- inu, áður en leikmenn fara að spjalla um það á opinberum vettvangi. Illa meðfarnir peningar. Á DÖGUNUM var að vikið hve ógeðslegt væri að taka við slorugum peningum í fiskbúð- um. Því miður er ekki gott að ráða bót á því, eins og fisksöl- unni er fyrirkomið hjá okkur. En úr hinu mætti auðveldlega bæta, að menn færu ekki eins sóðalega með peningaseðla og aiment gerist. Það hlýtur að vera ógeðslegt verk, að vera gjaldkeri í stórum fyrirtækjum og taka á móti þeim sóðaskap, sem peningaseðlarnir eru oft úr höndum manna. Virðingin fyrir peningunum er ekki meiri en það hjá mörg- um. að þeir þvæla seðlunum 1 vösum sínum. Það veitti sannar lega ekki af. að menn tækju sia á og færu alment betur með seðla. '• MEÐAL ANNARA ORÐA . . . . landhynning Halldórs laxnesr í BLAÐI danskra kommún- ista ..Land og Folk“ þ. 3. þ. m., á skírdag, birtist ,,krónik“ eftir Halldór Kiljan Laxness, er hann nefnir „Pappír og stimpl- ar“ og fjallar að miklu leyti um erfiðleika þá, sem hann varð fyrir á síðastliðnu sumri, á ferðalögum, vegna allskonar eftirlits og skriffinsku, sem við höfð er, þegar menn nú á tím- um þurfa að bregða sjer á milli landa. I endalok greir.arinnar vík- ur hann að íslenskum efnum sjerstaklega, vafalaust í land- kynningarskyni, enda hefir mikið verið um það rætt á síð- ustu tímum. hve nauðsynlegt það er, að hver maður noti sem best þau tækifæri, sem gefast til þess að kynna ísland fyrir nágrannaþjóðunum, er enn vita furðulítið um ísland og íslend- inga. Niðurlag greinarinnar sem Laxness skrifar í „Land og Folk“ er á þessa leið: Þegar maður kemur til Dan- merkur frá Islandi, finst manni að þar fljóti alt í smjöri og hunangi. En íslendingar hafa ekki nóg að borða. Búðirnar í Danmörku eru fullar af aíls- konar matvörum. Á matsölu- húsum eru langir listar yfir allskonar krásir. sem þar fást, kjötmeti, fugla, fisk, grænmeti, ávexti og ber. Til samanburðar við þetta er stærsta hótel Reykjavíkur,. sem hefir í hæsta lagi eina almennilega máltíð á matseðlinum og ekkert annað úr að velja. Talið er að íslendingar sjéu landbúnaðárþjóð. En það er að laka nokkuð mikið Sjér í munn. Því að minsta kosti á sauð- fjár-„rækt“ okkar lítið eða alls ekkert ski.lt við landbúnað. „Ástandið“ var hið sama er jeg fór um vorið, og er jeg kom heim aftur um haustið. Erfitt var.að fá annað kjöt í Reykja- vík en hið gamla, hataða, ís- húskindakjöt, sem er ekki mannamatur, en myndi vera hægt að nota handa rándýrum í dýragörðum, ef þau þá hefðu lyst á því. Einu framfarirnar á kjötmarkaðinum hjer í Reykja vík, .síðan í vor, eru þær, að menn reyna nú í september að fá fólk til að kaupa hrossakjöt í slátrarabúðunum, er það bið- ur um nýtt kjöt. I bæði skiftin. sem jeg var í Danmörku á síðastliðnu sumri, í fyrra sinn í júlí og í síðara sinn í ágúst, var nýslátrað kindakjöt á matseðlinum í hverju veitingahúsi. Og þetta vakti ekki undrun hjá neinum. Hjer er ekki hægt að fá ný- slátrað kindakjöt nema nokkr- ar vikur seint á haustin. Því hjer á landi „rækta“ menn sauðfje eftir einhverjum æfa- gömlum idíótiskum dogmatísk- um reglum, en ekki með það fyrir augum, að neytendurnir geti fengið nýslátrað kindakjöt allan ársins hring. Það er eitt til marks um menningarskort okkar, að við skulum ekki .hafa vit á að útvega okkur almenni legan mat, enda þótt við eigum heima í sannkölluðu matbúri. Hver íslendingur sem .ferðast um önnur lönd, rekur f'Jjótt augun í, að í nágrennl bórg- anna, ér 'hvér einasti blettur ræktaður, sje harin ræktanleg- ur. En hjer á landi sjer maðúr hundruð hektara, sem ekki hef ir verið gerð hin minsta tilraun til að rækta, enda þótt um frjó samt land sje að ræða, og það þó höfuðstaðurinn stynji af vöntun á landbúnaðarafurðum. Menn reyna jafnvel eftir bestu getu að eyðileggja ræktanleg lönd hjer í nágrenninu, með því að óþarfa kindur, sem ættu alls ekki að sjást hjer á Suður- landi, naga hinn vesæla gróður á hæðunum. Og í blöðum land- búnaðarfjendanna er hamast gegn ræktun nágrennisins, rjett eins og um væri að ræða yfirvofandi þjóðarvoða. Jeg gat ekki sjeð. að Danir væru fátæklega klæddir. Að minsta kosti er ekki hægt að komast hjá því, er maður kem- ur fyá öllu heita vatninu í Reykjavík, að taka eftir því, að Kaupmannahafnarbúar, er hafa ekkert heitt vatn, eru mik ið hreinlegri og þrifalegri en Reykvíkingar. Verið hefir mjög mikil vöntun á vefnaðarvöru í Danmörku. En fólk kemst af með ljeleg fataefni og saumar sjer föt úr teppum, dúkum, gluggatjöldum og þvíumlíku. Fötin eru vel saumuð, og fara vel. Fyrsta flokks enskar vörur eru nú að byrja að koma í búð- irnar. T. d. var víða í Kaup- m.höfn hægt að kaupa fyrsta flokks enska og skoska ullar- sokka. ágæta v.öru, sem mann hefir lengi vanhagað um í Reykjavík. í uIJarframlejðsJvQandinu ís- Jandi er ekki hægt að fá uilar- sokka, oldii ‘ annað en hróða- lega afskra'riiissokka. sém ekki er eihu Mrihl-háé^t að fá villi- Framh. á bls. 12

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.