Morgunblaðið - 15.04.1947, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 15.04.1947, Blaðsíða 12
MORGUNBLAÐIÐ Þriðjudagur 15. apríl 1947 , U Flugþjónusta Veðurstofunnur verður stöðugt umfungsmeiri 300 flugvjelar nutu aðstoðarhennar á s.l.ári í DAG er liðið eitt ár síðan Veðurstofa íslands tók ábyrgð á sínum hluta af því starfi, sem varðar rekstur Reykjavíkur- flugvallar. Þennan dag fyrir ári síðan var veðurstofa breska flughersins á flugvellinum lögð niður. Frú Theresia Guðmundsson, forstj. Veðurstofunnar, skýrði blaðamönnum frá þessu 1 gær og gerði hún jafnframt nokkra grein fyrir starfseminni, eins og henni er nú háttað. Á þessu ári hefir veðurstof- an haft margþætt starf með höndum og meira en yfirleitt tíðkast á einni veðurstofu. Á stórum flugvöllum eru altaf veð urstofur, sem eingöngu annast leiðbeiningar fyrir flugið, en veðurstofan í Reykjavík þarf að sinna þessu starfi auk al- mennu veðurspánna. Segir það sig sjálft að það getur verið vandasamt að vinna slík störf vel og stundvíslega jöfnum höndum, og aðeins von að það takist sæmilega ef vel hæfir og æfðir starfsmenn vinna verkin. Veðurstofan, sem sjer um flugveðurþjónustu, þarf að halda uppi starfi dag og nótt alla daga ársins. Hefir því ver- ið nauðsynlegt að auka starfs- lið veðurstofunnar til stórra muna. Var byrjað á því á ár- inu 1945, en flestir nýir starfs- menn bættust við fyrri hluta ársins 1946. — Það háir okkur mest, sagði frú Theresia, að ekki er völ á nægilega mörg- um veðurfræðingum, og verð- um við því fyrst um sinn að sætta okkur við að veðurfræð- ingar geti ekki unnið öll þau störf, sem æskilegt væri að þeir hefðu með höndum. Það er t.d. ekki hægt að krefjast þess að veðurfræðingur lesi altaf veð- urfregnir í útvarpið, eins og var fyrir stríð. Hinsvegar má ætlast til þess sem meira er um vert, að veðurspárnar reynist yfirleitt öruggari en þá, þar sem samfeldar vaktir eru nú og frjettir fleiri en fyrir stríð. Nokkrir stúdentar hafa nú byrjað veðurfræðinám, en fleiri þyrftu að leggja það nám fyrir sig. Nú munu um 10 veð- urfræðingar starfa hjer á landi, en af þeim er helmingur Amer íkumenn. Veðurstofan í Reykjavík hef ir veitt nálægt 300 flugvjelum leiðbeiningar fyrir millilanda- flug undanfarið ár. Þetta er þó lítið brot af þeim flugvjelum, sem hafa komið við hjer á landi, á því tímabili, því lang- flestar slíkra flugvjela lenda í Keflavík og fá leiðbeiningar hjá veðurstofunni þar. Hinsvegar 'hefir veðurstofan í Reykjavík það starf, sem aðal veðurstofa á Islandi, að semja spár um lendingarskilyrði á báðum flugvöllum hjerlendis fjórum sinnum á sólarhring. Spár þessar verða sendar til þeirra veðurstofa, sem PICAO, alþjóða flugmálaráðið, hefir á- kveðið að við eigum að skift- ast á upplýsingum við. Þær eru átta: Prestwisk, Shannon, Oslo, Kaupmannahöfn, Amsterdam í Evrópu og Goose Bay, Gander og Montreal, í Ameríku. Auk þess hafa veðurstofurnar á Or- lyflugvellinum við París og Bromma-flugvellinum við Stockhólm sjerstaklega óskað eftir, flugvallaspám frá ís- landi, og sendir veðurstofan því líka spár þangað. Að lokum sagði frú Theresia Guðmundsson þetta: —- Þetta starf er mjög á- byrgðarmikið og þýðingarmik ið, og ekki aðeins fyrir flug- vjelar, sem lenda hjer sam- kvæmt áætlun. Vel getur far- ið svo að flugvjel, sem er á leið yfir Atlantshafið norðan- vert þurfi að nota íslenskan flugvöll til nauðlendingar, og þá liggur í ^ugum uppi að flug maðurinn þarf að hafa upplýs- ingar um lendingarskilyrðin hjer. Vegna legu íslands og hinna miklu fjarlægða milli okkar og þeirra veðurstofa, sem við höf- um viðskifti við, er veðurstof- an hjer einn þýðingarmesti lið urinn í kerfi því, sem PICAO hefir skipulagt til þess að veita Atlantáhafsfluginu nauðsyn- legar leiðbeiningar um veður á flugleiðum og lendingarstöð- um. Er því starf stofnunarinn- ar ekki einungis mál sem kem ur Islendingum við, heldur hef ir það mikla þýðingu fyrir sam göngur allra þeirra þjóða, sem lifa við norðanvert Atlants- hafið. Veðurstofan er nú þegar orð- in einn landkynnir þjóðarinn- ar, — til góðs eða ills eftir því hvernig henni tekst að leysa starf sitt af hendi. Fiinm mínúfna krossgáfan SKÝRINGAR Lárjett: — 1 gafl — 6 dans — 8 sjáðu — 10 borða — 12 gröf.— 14 ryk — 15 fanga- mark — 16 í sjó — 18 týndi. Lóðrjett: — 2 ílát — 3 tveir sjerhljóðar — 4 rúm — 5 kven mannsnafn — 7 flokkaði •— 9 ílát — 11 verkur — 13 eignar- fornafn — 16 tveir saman — 17 tveir, eins. Lausn á síðustu krossgátu. Lárjett: — 1 dúkka — 6 tár — 8 róa — 10 æfi — 12 úthöf- in — 14 TT — 15 NN — 16 ama 18 mæðuleg. Lóðrjett: — 2 Utah — 3 ká — 4 kræf — 5 hrútum — 7 minnug — 9 ótt — 11 vin — 13 ömmu •— 16 að — 17 al. - Kommúnisfar bera ábyrgðina Framh. af bls. 2. um. Menn verða að muna, að tilgangur kommúnista er sá, að koma öllu í glundroða, og mega þessvegna ekki undrast yfir, þótt þeir sjái kommúnista koma þannig fram í einstökum mál- um að til upplausnar horfi. Kommúnistum er það hins- vegar Ijóst, að hættulegt er fyr ir þá, ef þessi tilgangur verð- ur altof auðsær. Þessvegna láta þeir í öðru orðinu eins og þeir sjeu fúsir til þess að útvega ríkinu nægar tekjur, einungis ef það er með öðrum hætti en hverju sinni er stungið upp á. Um þessar mundir látast þeir einkum vilja beita sjer fyrir því, að ríkið /ái auknar tekjur með einkasölum á ýmsum vör- um. En þessi leið hefir alla sömu ókostina og skattaleiðin. Nema líklegt er, að hún leggi ennþá þyngri byrðar á bak almennings án þess að ríkissjóður fái þó eins mikið í sinn hlut og með sköttunum. Það er löngu vitað, að verslunarkostnaður Við einkasölur er að öðru jöfnu meiri en í frjálsri verslun. — Eftir tillögu kommúnista nú ætti því almenningur bæði að taka á sig aukakostnaðinn, er af einkasölunum leiddi, og sam hliða því samsvarandi gjald í ríkissjóð, sem hann fær nú sam kvæmt skatafrumvörpunum. Kommúnistar vita mæta vel, að þessi tillaga þeirra er al~ menningi mun óhagstæðari en frumvörp stjórnarinnar. Þeir flytja tillöguna nú einungis til að sýnast. Til að reyna að villa um fyrir mönnum, þannig, að það verði ekki jafn ljóst og ella hver raunverulegur tilgangur þeirra er. Sem sje sá, að koma ríkinu í greiðsluþrot til þess á þann veg að greiða fyrir upp- lausnar áformum sínum. STÚDENTAR TIL ÞÝSKALANDS BERLÍN — Breska hernáms stjórnin í Þýskalandi hefur til- kynt, að 30 breskir stúdentar muni stunda nám við þýska há skóla í sumar. BEST AÐ ATJGLÝSA í MORGUNBLAÐINU — Minningarorð Framh. af bls. 6 prýðilegur fjelagi, sem átti auðvelt með að taka tillit til annara. Hann var prúðmenni, hið mesta og einkendi það framkomu hans í hvívetna. Þessi ófullkomna mynd, sem dregin er upp til þess að minnast mannkosta manns- ins, góða drengsins heilbrigða og trausta, friðsama og vel- viljaða, sýnir þó, að góðar eru minningarnar um 80 ára hjer vist. Hún sýnir líka mynd af sönnum syni sinnar ættjarð- ar, sem hjelt jafnvæginu, þrátt fyrir allar biltingar, og misti aldrei sjónar á því tak- marki að verða góður maður. Jeg vildi óska að ísland ætti marga sonu með hugsun- arhátt Sigurbjarna, trygð og staðfestu. Hafðu þökk fyrir kynning- una. í Guðsfriði. Kristján Karlsson. — Meðal annara orða Framh. af bls. 8 menn til að íklæðast. Vöntunin á tæknikunnáttu er hjer á svo háu þroskastigi, að menn hafa ekki vit á að notfæra sjer ull- ina af fje sínu, enda þótt menn trúi hjer á sauðkindina, meira en á Guð almáttugan. •— Þegar það kemur fyrir, að hægt er að fá hjer almennilega ullar sokka í búðum, þá eru þeir fluttir inn frá útlöndum. Á þessa leið hljóðar land- kynning skáldsins í hinu danska kommúnistablaði. 3 3 I Asbjörnsons ævintýrin. — \ \ Sigildar bókmentaperlur. | Ógleymanlegar sögur | barnanna. : 5 £ £ £ £ I' a Effir Roberf Sform 5QLIARE, IN ' A CR00KED £0RT . 0F WAV ! j 50A1E0NE'& AT TME DOOK U5-TEN, DROOPy EVE^ - DON'T YOU 60 CALLIN' THAT CROOK A CROOK! "MAVBE |T> AW, WE VJOULDN'T DO THAT TO U£ B0N6! THAT6UÝ* TRUE BLUE — W&9 £QUARE! • Jói jaki: Jæja Kalli kissimunnur ætti að fara að koma. — Svefnsjúki Sveinn: Fimm ár í steininum hafa áhrif á menn. Jói: Hvað áttu við? Kalli verður sami karlinn og áður. Svein: Já^ ef hann gerist þá ekki heiðarlegur maður: Jói Hann mundi ekki fara að leika okkur. Hann er heiðarlegri en skollinn sjálfur. Sveinn Heiðarlegur á glæpsamlegan hátt. Jói: Heyrðu, Svefnsjúkur, þjer er betra að fara ekki að kalla þann bófa bófa. Eg meina.. Svefnsjúki Sveinn: Bíddu, það ér einhver að koma. Það er máske hann.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.