Morgunblaðið - 20.04.1947, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 20.04.1947, Blaðsíða 2
s MORGUNBLAÐIÐ Sunnudagur 20. apríl 1947. OLÍUGEYMAR1HVALFIRÐI NAUÐSYNLEGIR ÍS- T F.NSKU ATVINNULÍFI Frá ríkisstjórninni hefir Morgunblaðinu borist eít irfarandi til birtingar: í TILEFNI frásagnar, sem birst hafa um ráðstöfun ríkis- stjórnarinnar á olíustöðinni í Hvalfirði, skal þetta tekið fram: Fyrrverandi ríkisstjórn keypti olíustöðina af Banda- rikjastjórn með samningi dags. 30. janúar s. 1. fyrir 2 milljónir króna, og var kaupverðið mið- að við verðmæti stöðvarinnar til niðurrifs, vegna þess að tal- ið var, að stöðin væri illa sett og óhentug til varanlegs rekst- urs. Þrír aðilar. Þrír aðilar leituðu eftir kaup um á stöðinni að öllu eða nokkru: Olíufjelagið h.f., Fjelag íslenskra botnvörpuskipaeig- enda og hvalveiðihlutafjelagið Hvalur. Fyrir atbeina ríkis- stjórnarinnar og nefndar setu- liðsviðskipta komst á samkomu lag milli þessara þriggja aðila um kaup og not stöðvarinnar. Enda mæltu togaraeigendur eindregið með því með brjefi dags. 11. mars s. 1., að Olíu- fjelaginu h.f. yrði seld nefnd olíustöð með öllum þeim mann- virkjum og tækjum, sem eru nauðsynleg til þess að geta rek - ið stöðina á öruggan og tryggi- legan hátt. Tillaga nefndar setuliðsviðskipta. Með brjefi dags. 10. mars. s. 1. og greinargerð dags í mars, er barst utanríkisráðuneytinu J)ó nokkuð síðar, lagði nefnd setuliðsviðskipta til, að hluta- fjelögunum Olíufjelaginu og Hval væri seldur meginhlutinn af þessum eignum fyrir ríflegt kostnaðarverð, Olíufjelaginu % blutum og Hval að % hluta. Er utanríkisráðherra hafði látið rannsaka málið á ýmsa vegu og borið sig saman við ríkisstjórnina, heimilaði hann með brjefi dags. 31. mars s.l. setuliðsviðskiftanefndinni að eelja eignirnar, svo sem hún bafði lagt til. í brjefi ráðherr- ■ans segir m. a: „Um þann hluta stöðvarinnar sem ráðgert er að selja Olíu- fjelaginu h.f. skal þó tekið fram, að geymarnir eru seldir lil eðlilegs reksturs fjelagsins, og til niðurrifs að öðru leyti, og hefir ríkisstjórnin heimild til þess að þrem árum liðnum að krefjast þess að stöðinni verði komið í það horf sem samsvarar þeim rekstri, sem reynslan hef- Ir sýnt að þörf er á“. í samræmi við þetta var stöð in síðan seld umræddum aðil- um. Nauðsynlegir fyrir atvinnu- lífið. Astæðan til þess, að ekki var ákveðið að láta rífa geymana þegar í stað er sú, að sem sterid ur eru þeir nauðsynlegir fyrir ísl. atvinnulíf. Starfsemi h.f. Hvals byggist að verulegu leyti Greinargerð ríkisstjórn- arinnar á aðstöðu þeirri, sem fjelagið fær við þessi eignakaup. Sama er að segja um h.f. Ol- íufjelagið. Aðalhluthafarnir í fjelagi þessu eru Samband ísl. samvinnufjelaga, nokkur sam- bandskaupfjelög og olíusamlög útgerðarmanna víðsvegar um landið. Allir hlúthafar eru ís- lendingar og þ. á. m. nokkurir einstaklingar, sem þó eiga að- aðeins lítinn hlut í fjelaginu. Sökum þess að fjelagið skort ir viðhlítandi olíustöð, mundi starfsemi þess mjög hafa lam- ast, ef það hefði eigi fengið þessa aðstöðu í Hvalfirði. — Hafði það og m. a. samið við botnvörpuskipaeigendur um að ætla þeim þar fyrst um sinn geymslurúm fyrir 30 þús. tonn af olíu handa hinum nýju olíu- kyntu botnvörpungunum. •— Mundi það því einnig hafa orðið hættulegt fyrir útgerð hinna nýju togara, ef niðurrif stöðv- arinnar hefði verið ákveðið. Einsætt vegna þjóðarhags- muna. Að þessu athuguðu þótti ein- sætt vegna þjóðarhagsmuna að ráðstafa stöðinni á þann veg, sem skýrt hefir verið frá,. enda trygt með þeim fyrirvara, sem settur var, að þar gæti engin óeðlileg áfnot átt sjer stað. — Ákvarðanir á þessu máli hafa því verið gerðar með ísl. hags- muni eina fyrir augum. Enda hafa engin erlend stjórnvöld lát ið neinar óskir uppi um ráð- stöfun stöðvarinnar eftir að ísl. stjórnin keypti hana eða í sam- bandi við kaupin, en við þau var svo sem áður segir miðað við, að stöðin yrði rifin niður. Sú ráðstöfun, sem á stöðinni hefir verið ger, er þessvegna án nokkurrar íhlutunar erlendra stjórnarvalda eða einstakra er- lendra stjórnarfulltrúa, sem ekki hafa vikið að þessu efni einu orði við íslensk stjórnar- völd. Götulögreglan fjailaði um 13 þúsund mál árið 1946 VEGNA UMRÆÐNA, sem orðið liafa um hina miklu slysahættu og- það ófermdarástand sem ríkir í umferðamál- um Reykjavíkurbæjar, átti lögreglustjóri tal við blaðamenn í gSbr. Gaf lögreglustjóri skýrslú um störf lögreglunnar á á’ánu 1946. En hún leysti úr hvorki meira nje minna, en 12,964 bókfærðum verkefnum. AGNAR KOEFOD HANSEN lögreglustjóri gat þes að í sjálfu sjer væri þessi tala miklu hærri, því að ekki væri það á eins manns færi, eins og nú er, að bókfæra allt, sem lögreglan leysir úr. Það væri ekki annað bókað, en það sem mestu máli skifti. „Það mun láta nærri, að lögreglumenn gegni 50 til 60 útköllum á einni 8 klst. vakt um helgar“, sagði lögreglu- stjóri, en þessi mikli fjöldi útkalla talar sínu máli“. Brot á umferðarreglunum. Kærur á hendur einstakling um á árinu 1946 fyrir umferð arbrot, ölvun o.fl. voru 9775. Þar af voru 2935 kærur á menn er gerst hafa sekir um ólöglegan akstur. Þá skýrði lögreglustjóri svo frá, að hann hefði látið taka saman af handahófi kærur vegna þessara afbrota nú síðustu daga. Komið hefur í ljós, að 30 manns hefur verið kært fyrir ofhraðan akstur og meðal þeirra eru ökuníðingar sem lögreglan hefur orðið að heyja mikinn eltingaleik við og hafa ökuníðingar þessir ekið með rúmlega 100 km. hraða. Lögreglustjóri gat þess í sambandi við þetta, að oft kæmi það fyrir að kær- urnar væru langt um fleiri. En hvað um það, þessir öku níðingar sem stofna lífi fjölda manns í hættu fá ekki nema 50 til 60 króna sekt fyrir til- tæki sitt. Lögreglustjóri kvaðst hafa rætt um hækkun á sektum fyrir brot gegn bifreiðalögun um við núverandi dómsmála- ráðherra Sagði lögreglustjóri að hann hefði lagt til við ráðherrann, að sektir yrðu hækkaðar allverulega frá því sem nú er og hafi ráðherra tekið mjög vel í þetta mál og er málið í athugun hjá ráð- herra. „Jeg er viss um að ef að sektir fyrir þessi brot yrðu hækkaðar verulega myndu menn ekki vera jafn kæru- lausir gagnvart lögunum", sagði lögreglustjóri. Hann benti blaðamönnunum á sem dæmi, að sami bíleigandi hefði verið kærður 13 sinn- Framh. á bls. 8 | Blekkingar og rang- | 5 = I færslur kommúnista | ! , I ÞJÓÐVILJINN hefir undanfarið hvað eftir annað vikið 3 E 3 | að því, að verslunarsamningarnir í Moskva muni ganga | I treglega. Manna á milli dreifa kommúnistar og út um g § þetta margskonar rógsögum. í umræðunum á Alþingi um frumhlaup kommúnista | \ út af ráðstöfunum olíustöðvarinnar í Hvalfirði drap Bjarni p . Benediktsson utanríkisráðherra á þetta. Hann sagði það = r 3 i ekkert launungarmál, að verslunarsamningarnir við P | Rússa gengi ver en vonir manna hefðu staðið til. | 1 Þær vonir, sem menn gerðu sjer um þetta, bygðust g i ekki síst á skýrslum, sem fyrverandi atvinnumálaráðh. | | Áki Jakobsson hefði gefið um sölumöguleika austur þar, = I Enn væri að vísu of snemt að segja, hvernig um samning- | I ana færi að lokum. Hitt væri augljóst, að kommúnistar p \ gerðu ráð fyrir, að þeir yrðu erfiðir. | Áki Jakobsson væri nú að reyna að komast undan 1 1 ábyrgðinni af mælgi sinni, sem því naiður virtist ekki 1 I hafa haft við mikið að styðjast. Þessvegna stæði Áki nú p 1 fyrir því, að spinna upp óhróðurssögur um, að íslenska = \ stjórnin vildi spilla samningunum við Rússa með ýmsum = | athöfnum sínum. Allur sá rógur væri gersamlega tilhæfu- p i laus. Ósannindin um olíustöðina í Hvalfirði væri aðeins = = einn þátturinn í viðleitni Áka til að velta af sjer þeirri | = f Zí \ skömm, sem honum væri búin, ef gambur hans um mark- | \ aðsmöguleika í Rússlandi reyndist að mestu staðlausir | I stafir. ii i Áki fann að vonum til þess, þegar blekkingar hans voru | I þannig afhjúpaðar og reynir þess vegna að skeyta skapi s Z ■ '3 | sínu á Bjarna Benediktssyni með því að láta Þjóðvilj- i = ann rangfæra orð hans. p I Slíkt gagnar Áka ckki. Skömm hans verður aðeins enn | 1 herari. Mun hún vissulega verða lengi í minnum höfð. i I Heldur söngskemtun Á miðvikudaginn kemurr efnir Guðni Albertsson til söngskemtunar í Gamla Bíó, kl. 7,30. Ætlar Guðni að syngja lög eftir Eyþór Stef- ánsson, Sigvalda Kaldalóns, Björgvin Guðmundsson, Karl ó. Runólfsson, H. Johnson, J. Massenet, Geehl og Sjöberg. Guðni söng hjer opinber- lega fyrir 11 árum, en varð þá að hætta að syngja sökum magakvilla. Undanfarið hefir Guðni haldið söngskemtanir í bæjum úti á landi, m.a. tvisv ar á Akureyri, Siglufirði, í Vestmannaeyjum, ísafirði, og í Borgarnesi. Guðni hefir tenórrödd. LONDON: — Sjerstakir strætisvagnar hafa verið tekn- ir í notkun til að flytja breska þingmenn heim til sín, eftir að hafa sitið á þingfundum fram yfir mionætti. 35 ára afmæli Verkfraaðingafje- lags íslands VERKFRÆÐINGAFJE-. LAG ÍSLANDS átti 35 árai afmæli í gær. Fjelagið mint-* ist afmælisins í fyrrakvöldj með hófi. Emil Jónsson ráð-* herra, Benedikt Gröndal for-< stjóri og Geir Zoega vega-* málastjóri fluttu ræður í til-< efni afmælisins, en Steinþór! Sigurðsson magister fluttl erindi um Heklugosið. Thorvald Krabbe, fyrver-» andi vitamálastjóri var kjör< inn heiðursfjelagi. — Stjórrí V. í. skipa nú: Benedikt Grön' dal formaður, Árni Daniels< son varaformaður og með- stjórnendur þeir Jón Sigurð^ son slökkviliðsstjóri, Helgi Bergs og Eiríkur Briem. Hersföðvarnar á Helgolandi ger- eyðilögðust London í gær. SVEIT úr landgönguliðí breska flotans gekk á land á Iíelgolandeyju í dag til acS kynna sjer verksummerki eft' ir sprenginguna miklu þar í fyrradag er 7000 smálestir a£ sprengiefni var sprengt þar til að eyðileggja hervirki Þjóðverja. Þeir komust aði raun um, að liervirkin voru öll ónýt eftir sprenginguna og kafbátahreiðrin höfðu bólí staflega horfið . — Reuter,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.