Morgunblaðið - 20.04.1947, Page 6

Morgunblaðið - 20.04.1947, Page 6
MORGUNBLÁblB Sunnudagur 20. apríl 1947 Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson Ritstjórar: Jón Kjartansson, Valtýr Stefánsson (ábyrgBarm.) Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson Auglýsingar: Ámi Garðar Kristinsson. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla, Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskrlftargjald kr. 10,00 á mánuði innanlands. kr. 12,00 utanlands. Bu i lausasðlu 50 aura eintakið, 60 aura með Lesbók. Annað hljóÖ ístrokknum ÞAÐ var ekki lítill fögnuður í herbúðum vissra stjórn- málaflokka, þegar gert var heyrum kunnugt, á s.l. hausti, að Hermannsnefndin (þ. e. hagfræðingarnir fjórir, sem áttu að vera tólfmanna-nefndinni til aðstoðar) hefði skil- að áliti og tillögum til bjargar þjóðinni. Var brátt hafin raust um birtingu álitsins, svo að þjóðin fengi að kynn- ast bjargráðunum. Mestur var fögnuðurinn í herbúðum Tímamanna, enda átti formaður Framsóknarflokksins frumkvæðið að nefnd- arskipuninni, og var hún því kend við nafn hans. Sósí- alistaflokkurinn gladdist einnist yfir árangrinum af starfi nefndarinnar, enda átti þar sæti einn af foringjum flokksins. Var flokkurinn þess mjög hvetjandi, að álit nefndarinnar yrði birt; var það gert í janúarmánuði s.l. ★ Þeir, sem hafa kynt sjer álit Hermannsnefndarinnar hafa án efa komist að raun um, að þrjú höfuðmálin, sem núverandi ríkisstjórn hefir haft og hefir á prjónunum, eru meðal þeirra bjargráða, sem Hermannsnefndin er með. Þessi mál eru: 1. Stórfeldar tollahækkanir á innfluttri vöru til lands- ins, og hliðstæðar hækkanir á innlendum tollvörum- Þessar aðferðir hafa þegar verið lögfestar, og eru þær komnar til framkvæmda. 2. Fjárfestingunni verði komið í fastar skorður, þannig að trygt verði að ríkisvaldið ráði því á hverjum tíma til hvers fjármagnið verði notað. Fyrir Alþingi liggur nú stjórnarfrumvarp um fjárhags- ráð o. fl„ sem einmitt er ætlað að hafa með höndum þetta verkefni. 3. Eignakönnun, en með henni á að sannprófa skatta- framtöl manna, til þess að komast að skattsvikum, sem íullyrt er að mikil brögð hafi verið að undangengin velti- ár. Fylgja svo viðeigandi refsiaðgerðir þeim til handa, sem uppvísir verða að skattsvikum. Vitað er, að ríkisstjórnin hefir einnig þessar aðgerðir á prjónunum. ★ Um þessi þrjú höfuðmál er annars það að segja, að aðeins eitt þeirra er frumsmíði Hermannsnefndarinnar. Það eru tollarnir. Hin málin tvö, fjárfestingin og eigna- könnunin komu fram í tólfmanna nefndinni, annað frá Sósíalistum og hitt frá Framsókn. Nú mætti ætla, að þeir flokkar, sem hrifnastir voru af áliti og tillögum Hermannsnefndarinnar væri í fylsta máta ánægðir, þar sem nefndin tók' upp höfuðtillögin’ þeirra í tólfmanna nefndinni og bætti auk þess við nýju bjargráði (tollunum). En það einkennilega skeður, að strax við framkvæmd fyrstu tillögu Hermannsnefndarinnar, rjúka foringjar kommúnista upp til handa og fóta, og hóta að beita því valdi sem þeir hafa í verklýðssamtökunum, til þess að koma fram „gagnráðstöfunum“! Þetta þýðir á þeirra máli, að reynt verður að koma af stað verkföllum og knýja fram kauphækkanir. Það á m- ö. o. að reyna að hrinda af stað nýrri dýrtíðaröldu. ★ Otrúlegt er, að verklýðsfjelögin láti ginna sig út í þetta glapræði. Því enda þótt tollarnir komi allhart niður á þjóðinni í heild, getur nýtt dýrtíðarflóð aldrei orðið neitt bjargráð, síst fyrir launastjettirnar. Ef verklýðsfjelögin skildu nú sinn vitjunartíma, myndu þau snúast á alt annan veg við þessum málum, en ráða- menn kommúnista hvetja þau til. Verklýðsfjelögin eiga að krefjast þess af þingi og stjórn, að hafist verði handa um raunhæfar aðgerðir gegn dýr- tíðinni, og vera sjálf með í ráðum um útræðin. ' Með raunhæfum aðgerðum gegn dyrtíðinní væri 'trygt iramhald nýsköpunarinnar, og þar með öryggi atvinnu- veganna og allra þjóðfjelagsþegna. ÚR DAGLEGA LÍFINU Tveggja ára gömul ábending. BLAÐAMENNIRNIR, sem fóru í boði AOA flugfjelagsins til Norðurlanda á dögunum og til Ameríku, komu flestir auga á þá skömm, sem okkur er að aðbúnaði farþega á Keflavík- urflugvellinum. Fanst þeim að vonum stinga nokkuð í stúf er þeir komu í erlendar flughafn- ir hge aðbúnaður allur var þar með öðrum og betri hætti. Fyrir tæplega tveimur árum var að þessu sama vikið hjer í þessum dálkum og vegna þess að málið er nú mjög á döf- inni og tímabært ætla jeg að birta glefsur úr þessum tveggja ára gömlu ábendingum „Dag- lega lífsins“. Þann 15. júlí 1945 birtust hjer í dálkunum eftirfarandi klausur: • Eykur ekki álitið. ÍSLAND ER NÚ ORÐIÐ á- fangi á alþjóðaleið. Hjer koma menn við á leið sinni til og frá Ameríku. Hefir þegar verið get ið heimsfrægra manna, sem gist hafa í De Gink í Keflavík. En það eru fleiri en heimsfræg ir menn, sem þangað koma. Menn, sem taka eftir hvernig hjer er útlits. og skapa sjer skoðanir um landið og þjóðina eftir þeim áhrifum, sem þeir verða fyrir er þeir koma hjer, oft .til skammrar dvalar. Það er hart að geta ekki boðið þessu fólki upp á sæmilega þokkalegt veitingapláss og góð an mat og frammistöðu. En því miður er ekki því láni að fagna. • Fjallkonumyndin í hálftunnuhúsinu. HERINN rekur að vísu veit- ingastofu í hálftunnuhúsnæði. En það er ekki nema skrípa- myivi af amerískum veitinga- húsum. Það fer ekki hjá því, að beir menn, sem í fyrsta sinni koma tdl landsins og sjá ekki nema hrjóstug holtin um- hverfis Keflavík fái kaldar hugmyndir um landið. Það væri hægt að bæta úr með því, að hafa þarna myndarlegt veitingahús með fallegum mál- verkum og ljósmyndum frá ís- landi. Eina myndin, sem prýðir vegji núverandi veitingastofu hersins í Keflavík, er Fjall- koniirnyndin gamla. Það er ekki að búast við að ókunnugir útlendingar skilji þá mynd, eða verði stórhrifnir. Þessum málum öllum þarf að gefa betri gaum en gert hefir verið. Þó að nærri sjeu liðin tvö ár síðan þetta var ritað hefir ekk- ert breyst til batnaðar. • Umferðarljósmerkin samþykt. ÞÁ HAFA UMFERÐAR Ijós- in loksins verið samþykt í bæj- arráði og koma væntanlega upp síðari hluta sumars eða fyr. Oft hefir verið á þessi ljós minst hjer og þörfina fyrir þau. skal það og svo reynast, að bæjaryfirvöldin þurfa ekki að sjá eftir að hafa látið setja þau upp svo mikið eiga þau eftir að greiða fyrir umferðinni í miðb. og það, sem betra er þau munu betur en hátalarar lögreglunn- ar kenna vegfarendum að ganya yfir götur. • Bifreiðastæðin. BORG ARST J ÓRINN okkar, Gunnar Thoroddsen, hefir mik ið að gera og í mörg horn að lítav er hann lætur ekki standa á framkvæmdum þegar á liggur. í yær skrifaði hann Slysa- varnafjelagi Islands brjef og fór þess á leit við fjelagið, að Jóni Oddgeir Jónssyni fulltrúa fjelagsins yrði nú þegar falið að gera skýrslur um þörf bif- reiðastæða í bænum og yfirleitt gera þær athuganir, sem nauð- synlegar eru í sambandi við það vandamál. Borgarstjórinn er ákveðinn í, að reyna að bæta úr þessu van<icmáli sem og fleirum er steðia og mun þá vel fara. 0 Gamla konan, sem hlustaði á barna- tímann. EKKERT sýnir betur vin- sældir sjerhvers þáttar, hvort sem -er í blöðum eða útvarpi, en það, að fleiri skuli lesa, eða hlusta á þá, en þeim er raun- verulega ætlað að ná til. Þess vegna þótti mjer vænt um að fá eftirfarandi brjef frá gam- alli konu á Elliheimilinu: Kæri herra Víkverji! Þjer eruð svo vanur því að fólk sjer að kvabba við yður, og nú langar mig að biðja yður að kpma á framfæri þeirri ósk okkar margra hjer á Elliheim- ilinu og víðar að síra Friðrik Hallgrímsson væri fenginn til að tala við og við í barnatímum Ríkisútvarpsins. Það voru svo mörg góð frækorn, sem hann sáði í huga barnanna og gamla fólksins, sem hlustar mikið á barnatímana. því tvisvar verð- ur gamáll maður barn. Jeg vona að þjer bregðist vel við þessari málaleitan, hvort sem það ber nú nokkurn ár^ngur á hærri stöðum. MEÐAL ANNARA ORÐA Hin þungu örlög balfnesku landanna. ÖRLÖG baltnesku landanna, eru þung. Hersetin og, að því er virðist, ofurseld Rússum, verða þau nauðug viljug að beygja sig undir valdboð þeirra. Þau hafa glatað sjálf- stæði sínu, en, eins og sjá má af eftirfarandi greinarkorni, er frelsisástin enn rík með þess- um þjóðum. Greinin er skrifuð eftir baltneskan mann, — einn af mörgum, sem orðið hefir að flýja ættjörð sína, en heldur engu að síður ótrauður áfram baráttunni fyrir sjálfstæði hennar. Rjettur hinna frjálsu. „Sjerhver frjáls þjóð hefir fána sinn og syngja þjóð- söng tengda við sögu sína. •— Á þjóðhátíðardögum prýða all- ar frjálsar þjóðir heimili sín með þjóðfánum sínum og halda almennar samkomur, þar sem þjóðsöngvarnir eru gungnir undþ; fánum þeirra. Nú til dags er mörgum þjóð- um í Evrópu bannað, að við- lagðri refsingu að nota þjóð- þjóðfána sinn og syngja þjóð- sönjva sína. vegna þess að er- | lent yfirdrottnunarvald hefir þröngvað sínum eigin þjóðfána upp > á viðkomandi þjóðir, —r fána senv á ekkert skylt við frelsiselskandi þjóðir og; sögu þeirra, — neroa að því leyti sem hann er tengdur víð sorg- f legustu minningar úr sögu landa þeirra. Þjóðsöng þessa erlenda valds, — söng sem lof- ar og dáir hinn sterka — hef- ir verið neytt upp á þessar þjóðir. Baltnesku ríkin. Baltnesku þjóðirnar þrjár — Eistland, Lettland og Lit- hauen — eru meðal hinna ofan greindu þjóða. Saga þeirra sýn ir að margar tortímandi styrj- aldir hafa gengið yfir lönd þeirra. Erlend veldi hafa hvert af öðru hersetið löndin: Þýskir krossfarar, Rússar, Danir, Pól- verjar, Svíar, aftur Rússar, Þjóðverjar og nú Rússar einu sinni enn. Baltnesku ríkin hafa verið notuð sem orustuvöllur í barátfunni milli austurs og vesturs. Þrátt fyrir þetta hafa Baltnesku þjóðirnar haldið þjóðareinkennum sínum á sama tíma og aðrar stærri þjóðir hafa glatað þeim. Baltnesku þjóðirn ar hafa haldið frelsi, vegna þess að þær hafa ávalt barist fyrir andlegu og sálarlegu frelsi. Þær hafa aldrei viður- ' kent skoðanir sigurvegaranna, nje blandað blóði við þá, því þær hafa ávalt sett fÖðurlandið framar öllu öðru. ' JÓ !j Þau sönnuðu rjett sinn. , . I í lok fyrri heimsstyfjáldar- innar börðust Eistar, Léttar og Lithauar fyrir sjálfstæði sínu, sem þeir náðu með hjálp ann- ara ríkja, þar á meðal Finn- lands og Englands, — England varð verndari Baltnesku land- anna. — Næstu tuttugu og tvö ár (1918—1940) sönnuðu þessi ríki, að þau áttu fullan rjett á ao vera frjáls og sjálfstæð, með því að taka miklum fram- förum, efnahagslega og menn- ingarlega. Síðari heimsstyr j öldin batt endi á frelsi og framfaralíf þeirra, og í kjölfar hennar komu miklar'þjáningar. Einu sinni enn urðu Baltnesku ríkin orustu völlur. Þau voru her- tekin af Rússum í júní 1940, því næst af Þjc. tverjum í júní 1941, og svo aftur af Rússum í september 1944. Bæði hernáms veldin eyddu landi og þjóð. Þjáningar Baltnesku þjóðanna voru ef til vill meiri en nokk- urra annara- þjóða í þessari styriöld. Þau eiga það nú á hættu að verða þurkuð út af landabrjefi Evrópu, jafnvel án þess að fá að bera hönd fyrir höfuð sjer“. WASHINGTON: — Tveir af mönnum þeim.' sem þátt tóku í leiðangri Býrds flotaforingja, ljetu lífið í bílslysi, fjórum klúkkúSturtdum eftir að þeir stigu á lahd í Sindney.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.