Morgunblaðið - 20.04.1947, Qupperneq 7

Morgunblaðið - 20.04.1947, Qupperneq 7
Sunnudagur 20. apríl 1947 MOBGUNBLASIÐ 7 R E Y K JAV íKURBRJEF Samningar. ENGAR tilkynningar hafa verið gefnar út um samninga þá, sem staðið hafa yfir, við erlendar þjóðir. Það barst í tal í umræðum á Alþingi á föstu- dag, að viðskiftasamningarnir við Sovjetríkin gengu stirðlega. En skotspónafregnir hafa bor- ist um það, að viðskiptasamning unum við Breta myndi þá og þegar vera lokið. Engar áreið- anlegar fregnir hafa enn borist um árangur þeirra. Hin norska samninganefnd sem hjer var, er farin fyrir nokkrum dögum. Er von á til- kynningu frá nefndarmönnum um það, að hvaða niðurstöðu samninganefndirnar hafa kom- ist. En hver sem hún hefir ver- ið að þessu sinni, þá er ástæða til að álíta að þau samtöl, sem hjer hafa átt sjer stað, um við- skifti Norðmanna og íslendinga, hafi sannfært báða samnings- aðila um, að báðum þjóðum muni vera það mikið hagsmuna mál í framtíðinni, að samstarf megi takast, viðvíkjandi ýms- um málum er snerta sölu sjáv- arafurðanna. Hekla. HELDUR hafði dregið úr Heklugosinu ipn skeið. Þangað til um miðja síðastl. viku, að hún tók til aftur, með meiri ákafa en nokkru sinni áður, að undanteknu gosinu fyrsta dag- inn. Einsog áður hefir verið skýrt frá lijer í blaðinu, má búast við því, að gosið hatii áfram með meiri eða minni hlje um í nokkra mánuði. Ef gosin liggja aldrei niðri í langan tíma, til þess svo að blossa upp að nýju, eru vonir um, að stórkostlegt öskufall endurtaki sig ekki, að þessu sinni. Svo tjón,ið sem verður af þessum eldsumbrotum, verði ekki mikið meira en þegar er á dunið. Nokkuð ósamkynja fregnir hafa borist blöðxmum úr ösku- fallssveitunum. Þegar stormar tóku að svifta vikurlaginu til, þá urðu menn bjartsýnir á, að gróðurlendið, sem hulið var inum dökka vikri, myndi af- hjúpast á skömmum tíma. En svo meinlaust verður þetta ösku fall ekki. Annað mál er það, að ekki er ástæða til að vera svo svartsýnn, að sveitirnar sem urðu fyrir öskufallinu að þessu sinni, eyðileggist og jarðirnar verði ekki setnar áfram. Ekki var nema eðlilegt, að bændur og búalið sem sá alt graslendi breytast á svipstundu í svarta eyðimörk, liti svo á, að jarð- irnar væru eyðilagðar fyrir fullt og alt. En sem betur fer, er sú svartsýni ekki á rökum bygð, eins og dæmin hafa leitt í Ijós t. d. frá Dyngjufjalla-gos- inu árið 1875, þegar mun meiri aska fjell á Jökuldal, en nú í Fljótshlíð og Eyjafjallasveit. Hinu verður ekki gleymt, a'i það er ekkert sældarbrauð, að búa við önnur eins landsspjöll, og orðið hafa í þessum tveim sveitum, sem fengu Hekluvik- urinn yfir sig. Hekla ag sjórinn. ! i < , ÞVÍ hefir aldrei verið neinn gaumur gefinri fyrri en nu, hvaða áhrif mikil vikurgos kunni að hafa á lífið í sjónum og sjávarafla. Enda ekki eins auðvelt að ganga úr skugga urn það, einsog gróðurspjöll á land- inu. En einsog allir vita, er líf þjóðarinnar ekki síður undir sjávargróðrinum komið, einsog þeim, sem vex uppúr grasverð- inum. Reynist það svo að vik- urinn sem í sjóinn fer, hafi skaðleg áhrif t. d. á svifþörunga þá, sem eru undirstaða alls sjávarlífs, þá <;r hugsanlegt, að tjón það, sem askan gerði í aust ursveitum sje smámunir, á við það tjón, sem askan hefir gert sem fjell fyrir utan landsteina. Þegar náttúrufræðingarnir skiftu með sjer verkum, við rannsóknir í sambandi við Heklugosið, þá fjell það í hlut Hermanns'Einarssonar að gera, eftir því sem föng eru á, rann- sóknir á þessu atriði. Verkaskiftingin. Ummæli Niels Nielsen próf. um íslenska náttúrufræðinga, þekkingu þeirra og dugnað, í sambandi við rannsóknir þeirra á Heklugosinu, vöktu mikla athygli, sem eðlilegt er. Nielsen kvaðst hafa dáðst að því hve vel hinir íslerisku nátt- úrufræðingar hafa skipulagt rannsóknir á gosinu og hve vel þeim hefir tek.ist að framfylgja fyrirætlunum sínum í þessu efni. Hann sagði ennfremur að hann efaðist um, að nokkur Norðurlandaþjóðanna hefði eins færum mönnum á að skipa, til að rannsaka gosið, og allar af- leiðingar þess, einsog íslending- ar með þeim starfandi hóp náttúrufræðinga, sem hjer er nú. íslensk náttúrufræði hefir fram að þessu átt mjög erfitt uppdráttar. Örfáir menn hafa lagt stund á þá vísindagrein, og flestir þeirra orðið að 'hafa vísindarannsóknir sínar í hjáverkum. Aldrei í sögu þjóð- arinriar hefir svipaður hópur náttúrufræðinga verið hjer starfandi einog nú, vel mentaðra og áhugasamra manna. Heklurannsóknirnar verða einskonar prófraun á þekkinku og dugnað þessara manna, og hæfileika þeirra til þess að skifta haganlega með sjer verk- um. Umsögn Nielsens prófess- ors bendir til, að þeir vinni verk sitt með ágætum. En þá ættu þeir líka að finna hjá sjer skyldu til þess að leggja sig fram til þess að láta þjóð- ina ekki þurfa lengi að bíða eft- ir því, að þeir allir taki hönd- um saman til að semja vandaða allsherjarlýsirigu á náttúru lands vors. Árásir á alþýðuna. ÞJÓÐVILJANUM hefir orðið tíðrætt um hinar miklu tolla- hækkanir sem verið hafa til um ræðu á Alþingi. Með miklum orðavaðli, einsog gengur í þeim herbúðum, hafa kommúnistar talað um, að tóllahækkanir þessár væru stój-feld áráS á al- þýðu manna í landinu. ; Kommúnist,ar þykjast ■ vilja forða alþýðunni frá bássum voða, verjá hana gégn þessari „árás“. Það er verið að forðast að fjárlög verði afgreidd með stórfeldum tekjuhalla. Komm- únistar hafa lagt það til, að bætt yrði 20 miljónum króna við út- gjaldabálk fjárlaganna. En þeir vilja ekki aðeins, að þessi 20 miljóna útgjöld verði lögð á þjóðina, án þess að tekjur komi í staðinn. Þeir vilja að tekju- halli fjárlaganna verði 50—60 miljónir. Hætt verði að hugsa um, hvort nokkrar tekjur verði handa ríkissjóði, í samræmi við hin miklu útgjöld. Þetta er þeirra pólitík^ Allir vita, að álagning hinna nýju skatta er hreint neyðarúr- ræði, á meðan ekki fæst sam- komulag á # >\lþingi, um að lækka dýrtíðina og ljetta af ríkissjóðnum þeim feikna út- gjöldum, sem stafa af mikilli verðþennslu. En kommúnistum dettur ekki í hug, að nefna dýr- tíðina, sem þeir fremstir allra hafa skapað „árás á alþýðuna“. Viðhald dýr.tíðarinnar er hin ískyggilegasta árás á hagsmuni alþýðunnar. Með því að halda áfram á dýrtíðarbrautinni eins- og kommúnistar vilja, er ver- ið að stofna framleiðslu þjóð- arinnar í voða. Það er vitað mál að ekki verður lengi hægt að selja framleiðslu landsmanna fyrir það verð, sem hún kostar framleiðendurna, ef sama verð- þenslan verður látin halda sjer hjer innanlands. Það er bein árás á hagsmuni alþýðunnar, að stefna fram- leiðslu landsmanna, sölumögu- leikum afurðanna í strand. Þettta skilur alþýðan betur en kommúnistar halda. Þessvegna gera menn ekkert með fleipur kommúnista um toll'ahækkan- irnar. Því þeir vita sem er, að undirrótin að því, að nokkurn- tíma hefir komið til orða, að leggja þessa nýju tolla á, er sú, að dýrtíðinni er haldið í há- spennu, og það eru kommúnist- ar, sem eru allra manna frá- hverfastir því að nokkur lag- færing verði gerð á því þjóðar- böli. Frjálshuga menn og annað. ÞAÐ vekur furðu, í hvert sinn sem Þjóðviljamenn tala um sig sem frjálslynda menn. Að vísu getur það ekki komið neinum á óvart þó þeir komist þannig að orði. Því þeir eru allra manna leiknastir í, að við- hafa allskonar öfugmæli. En þegar litið er til hinnar kommúnistisku fyrirmyndar, þá ber þar ekki mikið á frelsinu. eða hinu frjálslynda stjórnar- fyrirkomulagi. Það er spaugilegt ,,frelsi“ alþýðunnar, þar sem það er að heita má dauðasök, að finna að stjórn landsins. Þar sem hver mað.ur er þræll einveldisins, verður að vinna þar sem hon- um er sagt, fyrir það kaup sem honum er skamtað. Ekki er leyfilegur nema einn flokkur í landinu, ekki nema einn fram boðslisti er í hverju kjördæmi, og hver sá, sem lætur; undjr höfuð leggjast,> að greiða þess- um lifeta atkvæði sitt, hann ggt- úr á'tt von • á, að :Vérða sýiftur daglegu bráuði. Það er einkennilegt ,,frelsi“ í landi, þar sem fjölda manna er haldið í fangabúðum, að sið nasista, af þeirri einu ástæðu að fólkið hefir ekki sýnt ein- ræðisstjórn landsins nægilega mikla hlýðni og auðsveipni og landinu er stjórnað með öllum þeim aðferðum, sem harðsvír- uðustu einræðistjórnir hafa notað í heiminum fram að þessu. Menn, hvort heldur sem þeir eru á íslandi, ellegar annars- staðar í heiminum, er aðhyllast þessháttar stjórnarfyrirkomu- lag, jafnvel lúta slíkum stjórn- arvöldum í auðmýkt, ættu að hafa þann snefil af smekk, að þeir nefndu ekki frjálslyndi, í sambandi við stjórnmálaskoðan ir sínar. Einn hirðir og ein hjörð. FYRIR nokkru síðan var rann sóknanefnd sett á rökstóla í Bandaríkjaþingi, til að athuga óþjóðlega starfsemi í landinu. í áliti því sem nefnd þessi hefir sent frá sjer, er m. a. komist að orði á þessa leið: Kommúnistaflokkurinn í Bandaríkjunum vinnur undir skipulögðum aga, frá kommún- istaflokknum í Sovjetríkjun- um. Tilgangur flokksins er að kollvarpa núverandi efnahags- starfsemi Bandaríkjanna, og koma lýðræðinu fyrir kattar- nef. I stað þess á að koma hjer sovjet-einræði. Ennfremur segir í skýrslunni: Kommúnistaflokkurinn í Bandaríkjunum hefir alla tíð, og að öllu leyti, unnið sem deild í samtökum kommún- ista er hafa miðstjórn í Moskva, en samverkamenn um allan heim. Flokkurinn hefir skilyrðis laust farið eftir þeim fyrirskip- unum sem gerðar hafa verið í Moskva, og selt jafnt eignir sem orku meðlima sinna í þjónustu hinnar rússnesku stjórnar eða alþjóða bandalags kommúnista hvar sem er í heiminum, en fengið fyrir þetta fríðindi frá Moskva. Moskva-tímaritið „Nýir tím- ar“, sem gefið er út á 5 tungu- málum, er hið viðurkenda mál- gagn alþjóðasamtakanná, en skoðanir þær, sem tímaritið flytur, eru teknar sem fyrir- mæli meðal kommúnistaflokka um allan heim. Trúgirni eða sljófleiki. ÞANNIG er komist að orði í áliti þingnefndar þeirrar, sem skipuð var til þess að rannsaka samband kommúnista við yfir- boðarana í Moskva. Er ekki hægt að segja að niðurstaðan komi neinum á óvart. Þó eru til menn hjer á landi, sem trúa því vart og jafnvel bera á móti því, í blákaldri al- vöru, að kommúnistaflokkurinn hjer á landi sje undir sömu sök seldur einsog kommúnistaflokk ar annarstaðar í heiminum. Eðlilegt er að menn láti segja sjer oftar en einu sinni, að til sjeu starfancji stjórnmála menn á Islandi, ,sem,bafa fíert, og gpra svo lítið úr sjer, að ganga í þjónustu erlends her- veídis, erlends einræðisrikis. Laugardagur 19. apríl En þegar málið er athugað með gætni og skynsemi, þá fer ekki hjá því, að augu þeirra opnist fyrr eða síðar fyrir því, að hinir íslensku kommúnistar, einsog flokksbræður þeirra um allan heim, hafa með framferði sínu, skoðana hringli og undir- lægjuhætti, við hið austræna einræðisríki, fært margfaldar sönnur á, að þeir eru jafn auð- sveipir þjónar hinna austrænu húsbænda eins og kommúnist- ar annara landa. Aflastöðvar og herstöðvar. JEG hefi aldrei sjeð Einar Olgeirsson eins vandræðalegan í ræðumensku einsog þegar hann á föstudaginn var, reyndi að svara Bjarna Benediktssyni í neðri deild Alþingis. Bjarni rakti gang þess máls, er stjórn- in keypti olíugeymana í Hval- firði sem B^ndaríkjastjórn átti þar og seldi þá útgerðarmönn- um og samvinnufjel. Bjarni sýndi fram á að ef geimarnir hefðu verið rifnir niður, og far- ið hefði verið eftir ráðum komm únista, þá hefði hið nýstofnaða hvalveiðifjelag ekki getað byrj- að starfsemi sína, og útgerðar- menn, sem eigp að gera út hina nýju olíukyntu togara, hefðu komist í svo ^ikil vandræði, að tvísýnt hefði verið um útgerð þessa. Kommúnistar hafa gumað mikið af fylgi sínu við kaup hinna 32 nýjísku togara. En á- hugi þeirra fyrir þeirri nýsköp- un, er rokinn út í veður og vind um leið og' hyllir undir einhvern möguleika fyrir þá, til þess að sleikja sig upp við yfirboðar- ana austrænu. Kommúnista langar til að geta sagt þar eystra, að þeir hafi komið því til leiðar, að allir olíugeimarnir sem Bandaríkjamenn hefðu reist hjer á landi væru jafnaðir við jörð. Þeir myndu kannske ekki verða mjög viðkvæmir fyr ir því austanmenn, þó afleið- ingin af því niðurrifi hefði ver- ið sú, að útgerð hinna nýju tog- ara, sem hingað eru væntan- legir, hefði verið stefnt í full- komna tvísínu. Markaðshorfur o. fl. ÁKI Jakobsson ætlaði að koma Einari Qlgeirssyni fjelaga sínum til hjálpar í þinginu á föstudaginn. Hann talaði um, að með því að lofa útgerðinni að nota olíugeymana í Hval- firði, væri verið að spilla fyr- ir söluhorfum íslenskra afurða í P ' rlandi. Því grunur lægi á að Bandaríkjamenn ætluðu sjer að nrta geimana í næstu styrj- öld(!) Bjarni Benediktsson benti Áka á, að hlutverk hans í Rússaleiknum væri það, að reyria að láta líta svo út, sem erfiðleikarnir á viðskiftasamn- ingum í Moskva, væru sprottn- ir af því, að islenska ríkisstjórn- in væri of vinveitt Bandaríkj- unum. Með því væri hann að reyna að breiða yfir það, að hann hefði fullyrðt svo mikið, pm j sölumöguleika þar eystra, að ekkert af því sem hanp sagði, fengist st3ðist. Framh. a bls. 8

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.