Morgunblaðið - 20.04.1947, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 20.04.1947, Qupperneq 10
10 MORGUNBLAÐIÐ Sunnudag'yr 20. apríl 1947 8» Á HEIMILI ANNARAR £fu, ífíjiefnon ú a erhart 39. dagur Hana langaði mest til þess að flýja. en hún herti sig upp og settist í stólinn hans Richards. Hún þurfti að hugsa og reyna að jafna sig. En út úr þessu fór hún að hugsa um það þegar Jack var myrtur. Mildred hafði skotið hann, en hún hafði ekki kann- ast við það fyr en nú, nær tveimur árum seinna, og svo hafði hún tekið inn eitur og dáið. Þetta voru staðreyndir. En svo hafði tvent dularfult bæst við núna, hvarf byssunn- ar og hinn brotni Kupido. Og það var þó enn alvarlegra með hinn brotna Kupido, því að það sýndi að einhver hataði Alcie, hataði hana svo að hann naut þess að brjóta af eintómri fólsku. Myra fór að reyna að gera sjer grein fyrir því hvernig þetta hefði getað gerst. Einhver hafði komið inn í herbergið á meðan hún var burtu og brot- ið myndina. Verandardyrnar voru ólæstar. Einhver hafði getað komið þar inn. En hver? Hún fór yfir alt heimafólk í huganum. Sam, Tim, Corneliu, Barton og þjónustufólkið. Eng- inn af þeim gat haft neina á- nægju af því að brjóta mynd- ina. Gat hún hafa hrokkið niður á gólfið af tilviljun? Nei, það var engin tilviljun. Einhver hætta lá í loftinu. Þarna hafði Jack verið myrtur, á því var engin vafi. En gat það nú ekki skeð að Mildred hefði líka ver- ið myrt? Nei, það var óhugsandi. Myra hafði sjeð hana deyja, Alice hafði sjeð hana deyja, og Alice hafði verið með henni seinustu stundirnar, og enginn annar. Setjum svo að Mildred hefði verið myrt, þá gat eng- inn hafa gert það nema Alice, og hvernig í ósköpunum hefði hún átt að fara að því? En staðreynd var það að Mildred var dáín. Gat ekki ver ið að aðrar staðreyndir fljett- uðust þar inn í? Voru alls eng- ar líkur til þess að hún hefði verið myrt? Mildred hafði dáið af eitri. Um það bar öllum saman og það hafði læknirinn sagt. Hún hlaut því að hafa tekið það inn viljandi. Og svo var játningin, sem hún hafði skrifað og sönn- unin fyrir því að hún hafði sjálf keypt eitrið í lyfjabúðinni (já, hún hafði keypt það fáum dögum eftir að Jack var myrt- ur). En ef hún hafði nú samt sem áður verið myrt, þá hlaut einhver ástæða að vera til þess. Það var spurning. sem leysa varð úr, ef maður gerði ráð fyrir því að hún hefði verið myrt. Hver gat sú ástæða hafa ver- ið? Hver gat haft áhuga fyrir því að stytta Mildred aldur? Hvað gat hann hagnast á því? Morð er ekki framið nema því aðeins að einhver þykist hafa brýna ástæðu til þess. Hver gat haft brýna ástæðu til þess að myrða Mildred? Mvra stóð á fætur og gekk fram og aftur um gólfið, en gat samt sem áður ekki sleppt þessum hugsanaþræði. Jæja,1 setjum þá svo að einhverjum hafi staðið ótti af Mildred. Hvernig? Þessi spurning leiddi hana aftur að morði Jacks, sýknu Alice og að rannsókn skyldi tek in upp að nýju til að finna morðingjann. Dauði Mildreds stóð í sambandi við það. Gat það skeð að Milrded hefði vit- að hver morðinginn var, og því verið honum hættuleg? Svo hættuleg. að hann hefði ekki sjeð neitt ráð annað en stytta henni aldur? En þá varð mað- ur að gera ráð fyrir því að Mildred hefði ekki myrt Jack, þrátt fyrir yfirlýsingu hennar. Hvctnig horgði málið við, ef við setjum svo, að hún hafi aldrei skrifað þessa yfirlýs- ingu? Hugsanir Myru komust þeg- ar í sjálfheldu: Alice hafði ver- ið ein með Mildred og hún gat ekki haft neinn hag af dauða hennar. Alice var sú eina í þessu húsi, sem ekki þurfti að óttast neitt þótt ný rannsókn væri hafin. Það var ekki fram- ar hægt að saka hana um morð ið. Hún var örugg. En þótt hún hefði verið eitt- hvað smeik, þá hefði hún aldrei myr.t Mildred. Hún hefði ekki viljað eiga það, á hættu að fá á sig nýjan grun um morð um leið og hún slapp úr fangelsinu. Já, meira en grun, því að öll bönd hefði borist að henni. Al- ice var ekki morðingi, og hún hafði verið ein með Mildred þegar þetta skeði. Mvra settist aftur. Setjum nú svo að Alice hefði ekki sagt upp alla sögu. Glugg- inn í setustofunni var opinn og það var vætublettur á tjaldinu fyrir honum. Gat ekki skeð, að einhver hefði komið inn um gluggann, einhver, sem var hræddur við Mildred. Og setj- um svo að Mildred hafi ekki vitað að það var eitur, sem hún tók inn, að hún hafi haldið að það væri eitthvað annað ósak- næmt------- Mvra hallaðist aftur á bak í stólnum. Hún viðurkendi það með sjálfri sjer, að hún hefði látið ímyndunarafl sitt hlaupa með sig í gönur. Mildred hafði sjálf keypt eitrið. Hún hafði komið með það. Og hún hafði skrifað að hún ætlaði að taka inn eitur. Það var því alveg útilokað að hún hefði verið myrt, Með hverjum gat Alice verið í vitorði um morð? Richard? Nei, hann hefði ekki haft neinn tíma til þess að fara út ura gluggann, hlaupa í kring um húsið, upp bakstigann og vera kominn niður hinn stigann eins fljótt og hann kom á vettvang. Hjer gat ekki verið um morð að ræða. Hún sagði þetta aftur og aft- ur við sjálfa sig. En jafnframt skaut altaf upp spurningunni: Hver gat haft gagn af því að dey?5a Mildred? Og í hverju voru þeir hagsmunir fólgnir? Fyrst og fremst í því, að morðmálið fjell þá niður. Það mátti, því segja að þeim Tim, Richard og Sam hefði komið þao vel að Mildred fjell frá. Og svo henni sjálfri, vegna Tim. Gat það skeð, ef um morð væri að ræða, að Alice væri það svo mjög í mun að hlífa einhverjum þeirra, að hún sagði ekki frá því. Richard? Já. Tim? Já. Sam? Já. Webb? Nei. Hún hafði fulla ástæðu til þess að hata þann mann. Hún mundi því hiklaust hafa sagt frá því, ef Webb hefði hefði myrt Mildred ■— nema þá að hún væri þeim mun hræddari við hann. En hún þurfti ekki að óttast Webb nema þá í sambandi við morð Jacks — og hún var alveg laus við það mál. Hún varð þess nú vör að hún hafði setið lengi í þessum hug- leiði^gum, og leit á úrið sitt, en sá þá að hún hafði ekki ver- ið þarna lengur en fimm mín- útur. Henni fanst það miklu lengra og hún óskaði þess að Richard færi nú að koma. Henni varð ósjálfrátt litið á brotin af Kupido og þá sá hún að með öllum sínum bollalegg- ingum hafði hún ekki fundið neina lausn á því hvers vegna myndin var brotin nje heldur hvernig á stóð á hvarfi byss- unnar. Hún hafði látið hugann þeysa af því að hún var hrædd. Einhver barði ljett á verand ardyrnar. Myra stökk á fætur og faldi sig aftan við stólinn. Hræð^lan greip hana að nýju, svo að hún gat ekki komið upp einu einasta orði. Ekki var bar ið aftur. en hurðin var opnuð. Webb Manders kom inn og sagði: ,,Þjer megið ekki kalla“. En hún hefði ekki getað kall að. Hann lokaði hurðinni. Regn vatn draup af yfirhöfn hans og hattinum. Hann sagði aftur: „Þjer megið ekki kalla. Jeg ætla ekki að gera yður neitt“. Hann tók ekki ofan og hatt- börðin slúttu fram yfir andlit- ið. Hann stakk höndunum í buxnavasana og horfði á hana um stund. Svo sagði hann: „Verið alveg grafkyr. Jeg segi yður það satt að jeg ætla ekki að gera yður neitt“. Alt í einu fjekk hún málið og það var eins og orðin kæmi ósjálfrátt: „Þeir hafa hringt til yðar hvað eftir annað. Mildred Wilkinson játaði það að hafa skotið bróður yðar. Svo tók hún inn eitur og dó. Lögreglan var hjer, en hún er farin“. Hann hreyfi sig ekki og hon- um brá ekki hið allra minsta. Þá hrópaði hún: „Þjer vissuð þetta?“ Hann sagði kuldalega: „Jeg var úti á gangi og sá lögregl- una koma, svo að jeg fór á eft- ir henni hingað“. „Hvar hafið þjer verið?“ „Jeg vissi ekki hvað skeð hafði og jeg kærði mig ekki um það að láta yfirheyra mig. Jeg taldi það rjettara að láta ekk- ert á mjer bera fyr en þeir væru farnir“. Hann hafði þá verið þarna allan tímann — í felum ein- hvers staðar. Legið á gægjum? Verið á njósn? Eftir hverju? Hann sagði aftur kuldalega: „Horfið þjer ekki svona á mig. Jeg drap hana ekki. Hún framdi sjálfsmorð11. „Nú þjer vitið það líka?“ BEST AÐ AUGLÝSA í MORGUNELAÐÍNU Æfintýrið um Móða Manga Eftir BEAU BLACKHAM. 13. Manga- Á einhverjum afskekktasta stað járnbrautarlín- unnar, brá honum við meir en nokkru sinni áður á ævinni. Því alt í einu var kallað: ,,Stopaðu, járnbrautarlest“, og út á teinana stökk stór, svartskeggjaður maður. Hann var klæddur blá-hvítum jakka, í bláum buxum og stórum, hnjeháum leðurstígvjelum. Eyrnahringar úr gulli hjengu úr eyrunum á honum, á höfðinu hafði hann svartan hatt með mynd af hauskúpu og leggjum og hann hjelt á tveim- ur ægilegum marghleypum, sem hann beindi beint að Manga. ■— Guð geymi gufuketilinn minn! stundi Mangi og stopp- aði svo skyndilega að það marraði í hjólunum hans. —• Þarna er sjóræningi á ferðinni! Járnbrautarstjórinn og járnbrautarvörðurinn og allir farþegarnir stungu höfðinu út um gluggann, þegar lestin stoppaði, og þegar þeir sáu sjóræningjann, ráku allir upp hræðsluóp. — Heyrðu! kallaði vörðurinn. Hvað viltu? Þú getur ekki farið svona að ráði þínu. •— Jæja, sagði sjóræninginn og var illilegur á svipinn. — En er það ekki einmitt það, sem jeg hefi geH? Vörðurinn neyddist til að játa, að sjóræninginn hefði rjett fyrir sjer og sagði: — Hvað heitirðu annars? •— Hvað heiti jeg? Sjóræninginn horfði svo grimmdar- lega á lestarvörðinn að hann skalf á beinunum. Hvað heiti jeg? öskraði ræninginn. Áttu við, að þú vitir ekki, hvað jeg heiti? Fai’i það nú í grængolandi Atlantshafið! Jeg hjelt, að allir þekktu mig. Jeg heiti Surtur sjóræn- ingi! Hann benti á jörðina rjett við hliðina á járnbrautar- teinunum. Þegar Mangi Ieit þangað, kom hann auga á trjekistu, búna látúni og kopar, en við hlið kistunnar stóð lítil tunna. •— Jeg þarf að fara til Staðar, sagði Surtur. Jeg þarf að fara með kistuna mína og rommtunnuna. Og þú verður að flytja mig — og ekkert mögl. — En ... en ... herra Surtur, sagði lestarvörðurinn. Við erum einmitt að koma frá Stað. { UNGLING I Vantar okkur til að bera Morgunblaðið 1 til kaupsnda. f 1 Bráðræðisholf 1 Við sendum blöðin heim til barnanna. Talið strax við afgreiðsluna, sími 1600. Ný ágæt fbuð til sölu 5 herbergja íbúð, stærð ca. 125 fermetrar, auk stúlknaherbergis, með öllum nýtísku þægindum, er til sölu,. nú þegar. — Fullgerð 1. ágúst næstkom- andi Ennfremur 3ja herbergja íbúð í kjallara í sama húsi. Húseign þessi er í Hlíðarhverfinu. Nánari uppl. gefa undirritaðir, sem taka á móti kauptilboðum. Sveinbjörn Jónsson, Gunnar Þorsteinsson, hæstar j ettarlögmenn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.