Morgunblaðið - 22.04.1947, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 22.04.1947, Blaðsíða 8
s MORGUNBIjÁBIb Þriðjudagur 22. apríl 1947 Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson Ritstjórar: Jón Kjartansson, Valtýr Stefánsson (ábyrgOarm.) Jfrjettaritstjóri: ívar Guðmundsson Auglýsingar: Ámi Garðar Kristinsson. Riístjórn, auglýsingar og afgreiðsla, Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald kr. 10,00 á mánuði innanlands. kr. 12,00 utanlands. f lausasðlu 50 aura eintakið, 60 aura með Lesbók. Þjóðhöfðingi látinn EINN af þjóðhöfðingjum Norðurlanda, Kristján tíundi Danakonungur er látinn, eftir 35 ára ríkisstjórn. í landi hans, Danmörku, ríkir þjóðarsorg. Um öll Norðurlönd er hins látna konungs minnst með virðingu og dörísku þjóð- inni sendar samúðarkveðjur í tilefni andláts hans. Kristján tíundi var í 32 ár konungur ísíands, frá 1912 er hann tók við stjórn og til 17. júní 1944 er íslendingar stofnsettu lýðveldi sitt. Enda þótt afstaða íslendinga til konungsvaldsins hafi jafnan mótast af baráttu þeirra fyrir sjálfstæði lands síns, munu þeir ávallt minnast þessa síðasta konungs síns, sem mikilhæfs og góðgjarns þjóðhöfðingja. Þessvegna tekur islenska þjóðin undir þessi ummæli forseta Sameinaðs Alþingis, er hann mælti í minningarræðu sinni á Alþingi í gær: „Þessi góði lýðstjórnarkonungur mun jafnan verða ís- lendingum minnisstæður. Undir stjórn hans fengum vjer fullveldi landsins viðurkennt, og þá var ísland sjerstak- lega tekið upp í heiti konungs. Á ríkisstjórnarárum hans hafa með vaxandi sjálftrausti þjóðarinnar orðið hjer meiri framfarir en á nokkru öðru tímabili í sögu vorri. Vjer erum þess minnugir, að Kristján konungur lagði mikla rækt við íslendinga, heimsótti landið fjórum sinnum, bar velvildarhúg til lands og þjóðar og kynntist hjer hverjum manni vel- Þó að skilnaður íslendinga við Dani yrði, fyrir rás viðburðanna, með öðrum hætti en hann hefði kosið, þá sýndi hann þó á úrslitastundu með heillaóskaskeyti sínu til Alþingis og íslensku þjóðarinnar, á Þingvöllum 17. júní 1944, lýðræðishug sinn gagnvart einhuga vilja íslendinga.“ . ★ Kristján konungur fór aldrei dult með það, að ósk hans var að samband íslands og Danmerkur mætti haldast afram. Hann ól áreiðanlega þá von í brjósti, að sambands- lögin yrðu framkvæmd og sambandinu haldið. Ef til vill hefir þetta stafað af því, að konungur hefir ekki fengið rjetta vitneskju um hugarfar íslensku þjóðar- innar. En svo mikið var víst, að konungur var altaf stað- ráðinn í, að virða vilja íslensku þjóðarinnar, hver sem hann yrði. Svo heitt unni hann lýðræðinu. ★ íslenska þjóðin sendir dönsku þjóðinni samúðarkveðjur við fráfall konungs hennar. Við andlát Kristjáns tíunda er einn ástsælasti þjóðhöfðingi hennar til moldar genginn. Þegar Danmörk var hernumin og danska þjóðin hneppt í fjötra kúgunar og yfirgangs sýndi konungur hennar þá festu, þrek og djörfung, sem sameinaði að lokum þjóðina alla í eina fylkingu gegn ofbeldinu en fyrir heiðri og rjetti Danmerkur. Kristján konungur tíundi varð dönsku þjóðinni glæsilegt sameiningartákn og sönn þjóðhetja. Á mestu þrengingatímum, sem yfir land hans hafa komið stóð hann öruggur og styrkur gegn járnuðu ofbeldinu, varnarlaus þjóðhöfðingi varnarlausrar þjóðar. Hinn siðferðilega máttur hans var honum og þjóð hans í senn sverð og skjöldur. Sá skjöldur var aldrei brotinn. ★ En nú er hinn aldni konungur fallinn. Það merki sem hann reisti stendur áfram. í hugum þjóðar hans og allra þeirra, er meta drengskap og djörfung mun það bera hátt. Það mun vísa þeim, sem á eftir honum koma veginn á hinum villugjörnu slóðum stjórnmálanna. Um Kristján konung tíunda, líf hans og starf, gilda hin spöku orð Hávamála: Deyr fé deyja frændr, deyr sjálfr hit sama. En orðstírr deyr aldrigi hveim sér góðan getr- UR DAGLEGA LÍFINU Dauðinn á vegunum. DAUÐASLYSIN á vegun- um eru orðin það tíð og ugg- vænleg, að ekki er lengur hægt að sitja þegjandi hjá og horfa á þessa sviplegu atburði. Með fárra daga millibili hafa tvö ungbörn beðið bana í umferða slysum svo að segja á sama blettinum hjer í bænum. Það getur ekkert foreldri lengur verið í rónni á meðan börn þeirar eru utan húss. Foreldr- ar geta átt von á því, að börn þeirra verði borin inn liðin lík, frá saklausum leik við hús dyrnar heima hjá sjer. Og þeir, sem faratækjum stjórna á götum bæjarins. eða á þjóðvegum landsins, geta bú- ist við að verða mannsbani áð- ur en þeir vita af. Hier verður að stinga við fæti og gera þegar í stað þær ráðstafanir, sem duga til að koma í veg fyrir slysin. — • Allsherjarsókn gegn slysahættunni. ÞEGAR í stað verður að hefja allsherjarsókn gegn hinni geigvænlegu slysahættu. — Hvað sem það kostar verður að f'era þær ráðstafanir, sem nauðsynlegar kuna að vera til aukins öryggis á götum og veg um. — Slysavarnafjelag íslands hef ir haldið uppi lofsamlegri aug- lýsingastarfsemi í blöðum og útvarpi til að vara almenning við slysunum, en sú starísemi virðist ekki bera nægilegan ár angur og þess vegna verður að gera enn meiri ráðstafanir. Stafa slysin af því, að bif- reiðastjórar eru ekki nógu var- kárir, eða aka þeir of hratt. Er bifreji.alögunum áfátt í ein- hverju verulegu atriði. — Vant ar meiri öryggisráðstafanir á götum bæja og þjóðvegum? Alt þetta verður að rannsaka þeg- ar í stað og bæta úr því sem af- laga kann að fara. e Börnin á götunum. REYKJAVÍK er oriðn borg með rúmlega 50 þúsund íbú- um, en umferð, sem er vafa- laust tiltölulega miklu meiri en íbúatalan segir raunverulega til um. Bæjarstjórnin hefir unnið mikið og þarft verk við að koma upp barnaleíkvöllum og þar með skapað skilyrði fyrir því að börnin þurfa ekki að‘ vera að leik sínum á umferðar- götum. — En það má augsýni- lega betur ef duga skal. Þarf ekki að efa, að bæjarstjórnin mun ekki liggja á liði sínu í þesum efnum í framrtíðinni og það er ekki sanngjarnt að bera henni á brýn að hún hafi van- rækt neitt í þeim efnum. En eitt mesta og besta örygg ið frá umferðahættunni fyrir börnin er. að flest þeirra geti haft aðgang að barnaleikvöll- um og að því ber m. a. að stefna. • Fyrirmyndarstarf- semi barnafjelags. AF TILVILJUN viltist jeg in í Góðtemplarahús á sunnu- daginn var. — Þar stóð mikið til. —JKlukkan 2 átti að hefj- ast basar hjá barnastúk- unni Æskan. Þarna var ys og þys af börnum á aldrinum 8 —13 ára. Áhuginn og gleðin skein út ur hverju arrdliti. •— Mununum, sem selja átti, var rf'jjað smeklega á borðin. — Þarna voru saumaðar flíkur og prjónaðar eftir stúlkurnar og smíðargripir eftir piltana. — Og alt var þetta gert til ágóða fyrir svokallaðan sjúkrasjóð Æskunnar, en sá sjóður ér til þess að gleðja fjelaga, sem verða veikir. Þeir, sem heilbrigðir eru fara í heimsóknir til sjúkra fjelaga sinna með einhvern glaðning, eða smá peningaupphæð úr sjóðnum. Þetta er fyrirmyndarstarf, sem er þroskandi og bætandi fyrir hina ungu stúkufjelaga og mætti vel vera til fyrir- myndar fyrir fleiri barnafjelög. Morgunsvæf borg. SJALDAN er eins gcrtt að veita því athygli hve Reykvík- ingar eru morgunsvæfir eins og á flaggdögum. Þannig var það t. d. í gærmorgun. Þegar líða fór á daginn var búið að draga.flögg í hálfa stöng víð- ast hvar í bænum vegna láts Kristjáns Danakonungs. En mikið ósköp stóð á því að þau kæmu upp sumstaðar. Nú var það ekki eins og dauðsfall konungs kæmi það á óvart, að frjettin væri þetta lengi að berast um bæinn, held ur eflaust af hinu. að þeir, sem áttu að sjá um að flagga, voru svona rúmlatir. Og ef að vanda lætur hefir það verið svo í gærkveldi, að sum flöggin voru tekin jjiður á riettum tíma, fyrir eða um sólarlag, en önnur hafa hangið fram eftir nóttunni. • Virðingin fyrir þjóðfánanum. SOFANDAHÁTTURINN hvað snertir virðingu fyrir þjóðfánanum er hreint ekki svo lítill og er satt að segja að verða lítt þolandi. :— Veitti ekki &í að ný herferð yrði gerð á því sviði, að menn sýndu fán anum tilhlýðilega virðingu. Hvernig ætli það sje í skól- um landsins, svona alment? — Ætli skólaæskunni sje kent að virða þjóðfána sinn eins og vera ber, eða kann það að vera satt, sem sagt er, að margir uppfræðarar barna og ungl- inga hafi annað merki. þar sem mest ber á rauða litnum, sem þeim er kærara? Ilt væri og illa farið ef svo er. En foreldrar gætu fylgst með því hjá börnum, sem þau eiga í skóla, hvað kennarar gera til þess að auka virðingu þeirra fyrir lýðveldinu unga og þjóðarmerkinu. Gæti það verið þörf skoðanakönnun og ekki ó- merldleg nje tilgangslaus með öllu. — MEÐAL ANNARA ORÐA . . . . ViS eigum í iaugasiriðl E. V. RICKENBACKER, hinn heimsþekti flugmaður og for- stjóri Eastern Airlines, flutti nýleja ræðu í New York, þar sem hann gerði að umtalsefni núverandi ástand í alþjóðamál- um. — Rickenbacker hjelt því fram, að enda þótt engum sprengj- um hefði verið varpað, mætti heita, að veröldin ætti 1 stríði — taugastríði. — Þetta er styrjöld milli lýg innar. sem stefnir að því að hnenoa mankynið í fjötra, og sannleikans, sem vinnur að frelsi mannsins, sagði Ricken- backer. — Hver sá, hjelt hann áfram, sem.getur sjeð og hugsað, hlýt ur að gera sjer ljóst, að við stefnum að því ófermdará- standi, sem getur valdið okkur algerri eyðileggingu. Rússneskt taugastríð. Við eigum á hættu, að tapa því. sem við álítum dýrmæt- ast, éf við ekki búum okkur undir að taka okkur stöðu í því taugastríði, sem- Rússland nú háir, til að reyna styrkleika friðarkerfisins og hvort við get um haldið við þá skoðun okk- ar, að allir menn sjeu fædd- ir jafningjar og frjálsir. Friðarfundir nægja ekki ein ir til að koma á friði, sagði Rickenbacker ennfremur, vegna þess að það þarf meira en einn til að viðhalda friðn- um, og Rússland stefnir að friði, sem gerður yrði í Moskva og ^æfi Rússum miðaldalegt vald, sem hafið væri yfir alla gagnrýni .... vald. sem eyða mundi alheimsfrelsi. Ræðumaður benti á, að Banda ríkin fóru í styrjöldina 1917 til að tryggja áfarmhaldandi gengi lýðræðisins, en enda þótt þau hefðu sigrað í því stríði, hefðu þau tapað friðnum. — Þetta getur endurtekið sig, sagði hann. Hnefarjetturinn. Er Rickenbacker ræddi, hvaða áhrif auðævi Bandaríkj- anna gætu haft á viðhald frið- arins, sagði hann: — Hinír rauðu Napoleonar skiÞi og bera virðingu fyrir aðeins einum hlut: hnefarjett- inum. Besta trygging okkar fyrir áframhaldandi friði er styrk- leiki á landi, sjó og í lofti .... Rússar vita eins vel og við, að ef til nýrrar styrjaldar kemur, byggist hún á tækninni. Rickenbacker fór að lokum nokkrum orðum um áhrif kommúnismans í heiminum. og komst að þeirri niðurstöðu, að kommúnstar hefðu sterka að- stöðu, vegna þess að þjálfaðir og áleitnir minnihlutar væru öflugri en óskipulagðir meiri- hlutar. Samúðarskeyfi frá Í.S.Í, FORSETI íþróttasambands íslands, Benedikt G. Waage, sendi Alexandrine ekkju- drottningu í gær samúðar- skeyti vegna fráfalls Krist- jáns X., en konungui’inn var verndari fþróttasambandsins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.