Morgunblaðið - 22.04.1947, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 22.04.1947, Blaðsíða 9
Þriðjudagur 22. apríl 1947 MöStíUNBLADIS 9 KRISTJÁN KONUNGUR ÞEGAR þýski herinn hafði haldið Danmörku í járngreip- um hernámsins í ein tvö ár, varð Kristján konungur X fyr- ir því slysi, að hestur hans hnaut með hann, er hann var á heimleið að konungshöllinni, svo hann datt af baki. Var álit- ið að lögð hefði verið snara fyr- ir hestinn, til þess að freista þess, að konungur slasaðist. — Fótbrotnaði hann í fallinu og átti lengi í því meiðsli. Má heita að hann hafi upp frá þeim degi aldrei fengið fulla heilsu. Vorið 1945, er Danir fögnuðu friðnum, uppgjöf Þjóðverja og brottför nasistahersins úr land- inu, og þeir hyltu konung sinn fyrir leiðsögn hans gegnum þrengingar hernámsáranna, gat hann ekki lengur staðið heilum fótum. Það þótti landsmönnum mest um vert, að hann skyldi þó fá að lifa þá stund, að þjóð hans væri aftur frjáls og gæti fært honum þakkir sínar í heyr anda hljóði fyrir frábæra for- ustu hans. Þakkir þjóðarinnar voru end urteknar á 75 ára afinæli kon- ungs þ. 26. sept. sama haust, þegar höfuðborg Danmerkur var klædd í hátíðabúning og efnt var til einna hinna mestu hátíðahalda, er nokkurn tíma hafa átt sjer stað þar í borg. Enn áttu Danir því láni að fagna, að irtnn 75 ára konungur rjeði þar ríkjum, er á undan- förnum árum hafði reynst svo styrkur foringi þjóðar sinnar, að hans verður hjeðan í frá minst í sögu Dana við hlið merk ustu þjóðhöfðingja þeirra. En það var líka Kristján Jron ungur hinn X, sem aldrei, eitt augnablik, vjek frá varðstöðu sinni, sem vökumaður þjóðar- innar, á meðan hún var í hel- fjötrum hins þýska hernáms. Jafnvel þótt hann væri sjálfur fangi setuliðsins, tókst honura, með stefnufestu sinni, glögg- skygni, skyldurækni og þjóð- rækni, að sameina að heita má alla þjóð sína, til hinnar fræki- legustu varnar gegn þýskum áhrifum og yfirgangi. Það var undir forustu hans og með hann sem einingar- merki, af fólk af öllum stjett- um, úr öllum flokkum, ungir og gamlir, konur og karlar, lögðu fram Iíf sítt og krafta i andstöðuhreyfingunni gegn hinu þýska valdi. Þetta varð ekki aðeins gæfa dönsku þjóð- arinnar, heldur fagurt fordæmi öllum kúguðum þjóðum heims, smáum- og stórum. Því hjer sannaðist á áþreifanlegan hátt, að enginn heragi, engar víg- vjélar, engin kúgun; hversu harðbrjósta sem hún er, getur hnekt einingarvilja og lýðræð- issinnaðra frelsishugsjónum þjóða. ★ Konungshugsjón, eins og hún hefir birst og Iifað með Dönum, er okkur íslendingum á marg- an hátt lítt skiljanleg. Þegar forsætisráðherrar Danastjórnar ganga fram á svalir Amalie- borgarhallar í hvert sinn, sem einþver konungur þeirra hefir andast, og tilkynna „Konung- urinn er dáinn — Lifi konung- urinn“, þá getur íslendingum fundist slík athöfn einkennileg. Æfi hans og starf Vinsælasti þjóðhöfðingi Dana Kristján konungur X. Enn í þessum fáu og einföldu orðum birtist kjarninn í kon- ungshugsjón og kónungsholl- ustu dönsku þjóðarinnar. Þégar slík tilkynning er gef- in út, og þjóðin harmar konung sinn, þá er það hverjum Dana raunabót, að annar tekur þeg- ar við hinu auða sæti. En óskir alþjóðar fylgja hinum nýja þjóðhöfðingja um það, að hann muni í -hvívetna verða virðing- arstöðu sinni vaxinn og þjóðin megi vaxa með honum. Konungdæmið er Dönum svo í merg runnið, að þeim fyndist þjóðin vanburða, ef hún hefði ekki konung sinn. En það er mikil gifta fyrir þjóð, sem þann ig er skapi farin, að hún skuli hafa eignast annan eins þjóð- höfðingja og Kristján X, sem með landsföðurlegri umhyggju og karlmenskudug leit á ger- yalla þjóð sína sem sitt heim- ilisfólk»og hafði því tök á að beita persónulegum áhrifum á orð og gerðir landa sinna, þeg- ar mest á reyndi. nokkurra ára skeið, var hann kominn að þeirri niðurstöðu og fór ekki dult með, að lýðveldis- skipulagið ætti ekki við Dani. Það stefnuskráratriði visnaði því upp hjá jafnaðarmönnum. En byltingarflokkur kommún- ista, er á stríðsárunum fjekk nokkuð fylgi í Danmörku,- hef- ir talið sjer hentugast að láta lítið bera á kröfunni um af- nám konungdómsins. Alþýða manna í Danmörku lætur sjer ekkert tækifæri úr Kristján konungur X var fædd ur 26. september 1870, 7 árum eftir að afi hans, Kristján IX, settist að völdum í Danmörku. Faðir hans, Friðrik VIII Dana- konungur og þáverandi ríkis- erfingi, giftist árið 1869 Louisu dóttur Karls XV Svíakonungs. Fullu nafni hjet hann Kristján Karl Friðrik Albert Alexander Vilhjálmur. Þau Friðrik rikiserfingi og Louisa eignuðust alls -8 börn, en Karl, bróðir Kristjáns kon- ungs, var nsestelstur — núver- andi Hákon VII Noregskonung- ur. Börn Friðriks ríkiserfingja fengu borgaralegt, fremur strangt uppeldi. Voru þeir bræður, síðar konungar, Krist- ján og Hákon, snemma vandir á mikla reglusemi í dagfari sínu. Voru þeir látnir rísa úr 1 rekkju klukkan 7 á morgnana, I Þegar þeir höfðu aldur til, var ' degi þeirra skift milli lærdóms- iðkana og líkamsíþrótta. Lögð j var áhersla á, að þeir kynntust sem best lífskjörum almúgans . í landinu, til þess að þeir gætu Fyrstu áratUgina, sem jafn- aðarmenn efldu áhrif sín í Dar mörku, höfðu þeir það að sjálf- sögðu á stefnuskrá sinni, að Danmörk fyr eða síðar yrði gerf að lýðveldi. En þegar hinn mik- ilsmetni foringi danskra jafn- aðarmanna Th. Stauning, hafði I haft stjórn landsins á hendi um Kristján konungur setur Alþingi a Þingvöllum 1930. % greipum ganga, til þess að aug lýsa konungshollustu sína. Kem -ur þetta fram að- heita má dag- lega. Til dæmis í hvert skifti, sem lífvarðarsveit konungs gengur um höfuðborgina með hljóðfæraslætti. Þessi daglega hátíðarstund Hafnarbúa minnir þá altaf á hinn vinsæla konung sinn og það öryggi, sem kon- ungsvaldið hefir skapað í huga hvers borgara landsins. Að vísu voru þeir menn til fyrir nýafstaðna heimsstyrjöld, sem litu svo á, að konungdæmið væri í Danmörku úrelt, eins og það hefir reynst víða annars- staðar í heiminum. En eftir frels isbaráttu Dana á undanförnum árum og forustu Kristjáns X í þeirri baráttu, mun enginn danskur þegn með sanngirni geta haldið því fram, að annað sj^ hagkvæmara hinni dönsku þjóð. ★ gert sjer gleggri grein fyrir því á fullorðinsárunum, hvað þjóð- inni væri fyrir bestu. Atján ára gamall tók Krist- ján prins stúdentspróf, ásamt Karli bróður sínúm. Þótti það bera vott um skilning ríkiserf- ingja á tíðarandanum, að hann skyldi fyrstur manna í sinni stöðu láta syni sína þreyta sama lærdómspróf og aðrir, er njóta vildu æðri mentunar í landinu. Er Kristján prins var átján ara var hann gerður að riddara af fílsorðunni. Hinn 6. maí 1889, gerðist hann óbreyttur hermaður í lífvarðasveitinni. Sama haust hóf. hann nám í liðs foringjaskólanum í Höfn, og lauk þar burtfararprófi tveim- ur árum síðar. Það haust, 1891 varð hann liðsforingi og fastur embættismaður í hernum. — Á næstu árum lagði hann stund á herþjónustuna, var um tíma í skóla riddaraliðsins í Randers á Jótlandi, en nokkru síðar nem andi í virkisgerðarskóla verk- fræðingaliðsins. Sýndi hann mikla ástundun í því, að kynn- ast öllum hernaðarstörfum sem rækilegast. ★ Árið 1894, hafði systir hans Louisa, gengið að eiga Friðrik prins af Schaumburg-Lippe. — En tveimur árum síðar fór Kristján prins, ásamt föður sín um, í heimsókn þangað suður eftir. Komu þeir við hjá Frið- rik * Franz III stórhertoga aí' Mecklenburg-Schwerin. Þar bar fundum þeirra fyrst sam- Kristjáns prins og Alexandrínu prinsessu. ' Árið eftir fór Kristján prins aftur í kynnisför til Louisu syst ur sinnar, en þaðan til Cannes í S.-Frakklandi. Þá voru þau þar með börnum sínum, stórhertog- inn af Mecklenburg-Schwerin og kona hans. Þar trúlofuðust þau Kristján prins og Alexand- rína prinsessa. Alexandrína drottning er fædd þann 24. desember 1879. Hafði stórhertoginn faðir henn ar mjög litla viðhcjfn í hirðlífi sínu. Sat mest á sveitasetri sínu þar sem Alexandrína prinsessa ólst*upp við holja sveitasiði. — Hún fekk ágæta mentun í upp- vextinum, lagði stund á hljóm- list, kyntist klassiskum bók- mentum og lærði að tala ensku og frönsku sem móðurmál sitt. Þ. 26. apríl 1898, hjeldu þau brúðkaup sitt í Cannes/Kristján prins og Alexandrína. En mán- uði síðar komu þau til Kaup- mannahafnar. Var tekið á móti þeim með mikilli viðhöfn. Sett- ust þau að í Amalíuborgarhöli, en sumarvist höfðu þau í mörg ár í höllinni Sorgenfrí í Lyng- by. Þær fæddust þeim synirnir tveir, Friðrik o^ Knútur, á næstu tveimur árum. ★ Á næstu árum hjelt Kristján prins áfram starfsemi sinni i danska hernum. Árið 1905 var hann skipaður undirofursti og kallaður til þjónustu í Árósum. Sama haust var Karl bróðir hans krýndur Noregskonungur, en þ. 29. janúar 1906, andaðist iKristján konungur IX. Varð Kristján prins þá ríkiserfingi, Framh. á bls. 10

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.