Morgunblaðið - 22.04.1947, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 22.04.1947, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ Þriðjudagnr 22. apríl 1947 Á HEIMILI ANNARAR cfu g. a.'k ar t 40. dagur „Jeg sá þegar þeir báru hana ut. Er það ekki rjett að hún hafi framið sjálfsmorð?“ „Ju, auðvítað.“ En samt komu nú allar grunsemdirnar upp í hug hennar aftur. Hann sagði: „Hvernig fór hún að því-“ „Hún tók inn eitur“. „Nei, jeg á við það, hvernig játaði hún sökina á sig?“ ,.Hún ritáði yfirlsýingu um það: Lögreglan fór með hana“. „Yfirlýsingu um það að hún hefði myrt bróður minn?“ „Já“. „Llvers vegna gerði hún það?“ „Hún sagði að hann hefði verið orðinn leiður á sjer. Þau höfðu víst verið trúlofuð ;. Webb Manders stóð nokkra stund þögull og hugsandi og hvesti á hana augun. Hann var all ferlegur í hinni stóru kápu og rennblautur. Svo sagði hann: „Til hvers vildi lögreglan ná í mig?“ „Til þess að segja yður frá því, sem fyrir hafið komið og spyrja yður hvað þjer vissuð um þetta“. „Um trúlofun þeirra Jacks og Mildred?" Hann hugsaði sig um stundarkorn og mælti síðan blátt áfram: „Jeg held að það hafi verið satt. Hún var rík. Jack var tíu árum yngri en jeg. Hann hafði sína galla — en hann flíkaði aldrei sín- um málum við aðra. Gamli Wilkinson hefði ekki tekið það í mál að Mildred giftist honum. Hann hefði stíað þeim sundur fljótlega ef hann hefði vitað. um nokkurn samdrátt þeirra í milli. Þess vegna hafa þau máske bæði talið rjett að halda því leyndu. Jæja, jeg skal ekkert lá Jack það að hon um hefir þótt auðurinn góður en ekkert viljáð hafa með Mild red að gera. Það er ekki hægt að ásaka, mann fyrir það þótt honum verði hughvarf. En það er mjög líklegt að hún hafi drepið hann. Sennilega hefir hann verið eini maðurinn sem nokkurn tíma gerði gælur við Mildred. og þess vegna hefir henni þótt svo sárt að missa hann. Auðæfin höfðu líka gert hana hálfvitlausa". Hann hló kuldahlátur. M.yru sárnaði. „Þjer sáuð hana ekki áður en hún gekk út í dauðann. Veslings Mild- red?“. „Veslings Mildred“, hvæsti hanp. „Hún drap bróður minn“. Hvað honum er það meðfætt að ásaka aðra, hugsaði Myra. Fyrst hafði hann ásakað Alice og nú ásakaði hann Mildred. Hún sagði gremjulega: „Þjer ákærður Alice áður“. Hann var kuldalegur eins og honum kæmi þetta ekkert við. Yfirleitt virtist svo sem honum váferi annað ríkara í huga, ,,Auðvitað ákærði jeg Alice. Jeg. hjelt að hún hefði 'skotið hann. Jeg hjelt satt að segja að það hefði verið eitthvað milli þeírra Alice og Jacks. Þess vegr^ fór jeg hingað að leita hans þetta óhappakvöld. Hann var ekki heima þegar jeg kom, svo að jeg fór rakleitt hing- að. Mjer. var kunnugt um það að hann hafði átt launfundi við Jiana og jeg ætlaði að stemma stigu fyrir því. Hún hefði aldrei farið að yfirgefa Dick og auðæfi hans vegna Jacks, enda hefði það orðið öll- um til bölvunar. Jack var eng- inn dýylingur, en þau Alice voru hvort sem annað. Jeg 'vissi að eitthvað var í milli þeirra, en mjer datt Mildred aldrei í hug.“ Hann skimaði um alt her- bergið á meðan hann var að tala, og horfði lengi á brotin af Kupido. Svo sagði hann: „Málinu er þá lokið?“ „Sam álítur það. Sakadóm- arinn 'er á leið hingað. Hann kemur í biffeið“. Hann hvesti á hana augun. „Sakadómarinn? Jæja, það er alt í lagi. Viljið þjer nú gera, svo vel að segja mjer frá öllu, sem fyrir hefir komið?“ Henni varð litið á glugga- tjöldin hjá bókaskápnum, en þau voru dregin fyrir, svo að hann hafði ekki getað sjeð hana inn um gluggann. Hún spurði: „Hvernig stendur á því að þjer vissuð að jeg var hjer?“ „Hvernig -----“. Hann leit líka_snöggvast á gluggatjöldin. Svo glotti hann og mælti: „Jeg gerði ráð fyrir því“. „Nú, þjer hafið staðið á gægj um úti fyrir og sjeð mig inni í herberginu þar sem Mildred dó“,^nælti hún með hægð. ,,Já“. sagði Webb. „Jeg sá að þjer voruð að leita þar að ein- hverju“. I sama bili fann hún að nú voru þau komin að því efni, sem hann vildi tala um. Hún fjekk ákafan hjartslátt og sagði ekki neitt. Hann gekk farm að dyrunum og blaut kápan slóst um jnann. Hann tók um hurð- arhandfangið. Sjálfsagt heyrði hann hvernig hjartað í henni barðist og hann bjóst ekki við neinu góðu af henni. En svo sneri hann sjer við og nú kom J það, sem honum lá á hjarta: ( „Hvað er um byssuna?“ Byssan. Það var þá þetta, sem hann langaði til að vita. Til þess hafði hann komið. Hann hafði ekki komið til þess að spyrja um afdrif Mildred, og honum stóð á sama um það að málið var niður fallið. Hann • vildi aðenis fá að vita eitthvað um byssuna. Hún spurði lágt: „Hvað vit- ið þjer um byssuna?“ Hann vissi eitthvað um hana, það sá hún á því hvað*hann varð íbygginn á svipinn. Hann opnaði hurðina og gustur og rigricg kom inn. Hann sagði: „Jeg veit ^kkert um byssuna“. Og svo fór hann og lokaði hurð inni á eftir sjer. Fótatak háns heyrðist ekki fyrir hávaðanum í regninu, en inni í stofunni var eins og tifið í .klukkunni hækkaði snögglega.------- Það var enginn efi á því að þeir Richard, Tim dg Webb voru nú úr allri hættu. En ef Webb skyldi nú vera sekur um það, þrátt fyrir . allt, að hafa myrt bróður sinn, þá hafði hann nú fengið nýian hlífis- skjöld — nú kendi hann Mild- red um morðið eins og hann hafði áður kennt Alice um það. Og ,nú hlaut honum að vera óhætt. Að þessu sinni kom hin ákærða ekki aftur. Samt sem áður vildi Webb fá að vita hvort verið væri að leita að byssunni. Og hann vissi eitthvað um það. Byssan vgp aftur orðin miðdepill máls- ins. Hún var hættuleg. Margt ilt gat af henni stafað. Hvar var Richard? Niðurinn af regninu á gang- stjettinni var eins og fótatak. Hún áttaði sig ekki á þvf fyrst að hún heyrði einnig fótatak. Það kom framan úr anddyr- inu. Þetta hlýtur að vera Ric- hard sagði hún við sjálfa sig og flýtti sjer -fram. En þetta var þá Tim og hafði fleygt yfir sig náttslopp. Hon- um hnykti við þegar hann sá hana. „Ertu á íótum“, kallaði hann. „Jeg gat ekki sofið heldur. Hvernig ætti nokkur að geta sofið?“ „Jeg heyrði ekki til þín þeg ar þ.ú komst niður stigann“. Hafði hann heyrt það, sem þeim Webb fór á milli? Hann hafði ekki heyrt neitt. „Jeg kom niður bakstigann“, sagði hann. „Það var skemra“. „Hvar er-------hefirðu sjeð Richad?“ Hann var að nú sjer í vindl- ing í kassa á borðinu, en leit nú einkennilega til hennar. „Ertu að bíða eftir honum?“ spurði hann. Hún kinkaði kolli og Tim kveikti í vindlingnum. Hann var úfinn og ógreiddur. Nú strauk. hann hárið aftur og sagði: „Heyrðu systir, mig langar til að tala um dálítið við þig. Það er um —“. Hann hikaði. „Jæja, það er um Dick ------og þig. Mig langar ekki til þess að gera á hluta þinn — — og jeg vil ekki heldur gera á hluta Dicks eða Alice“. Svo þagnaði hann. Hann vissi ekki vel hvernig hann ætti að koma orðum að þessu. „Er það þá svona áberandi?11 sagði hún. „Nei. jeg held að ókunnugir mundu ekki taka eftir því. En þú ert systir mín og--------“ Hún hallaði sjer upp að hon- um. „Jeg elska hann, Tim“, sagði hún . „Já, -jeg veit það“, mælti han:>. „En það kann ekki góðri lukku að stýra“. „Hann elskar mig“. Nú varð löng þögn. En svo sagði. Tim, eins og hann hefði mikla lífsreynslu og gæti sjeð það sem öðrum vab hulið: „Já, hann heldur það, eða hjelt það áður en Alice kom heim“. Gefðu hann ekki eftir, hafði Cornelia sagt. „Jeg get ekki slept honum, Tim“, sagði Myra í örvænt- ingu, og vonaðist til þess að hann mundi líka segja: Gefðu hann ekki eftir. En Tim sagði ekkert fyrst í stað Eftir langa þögn m'ælti hann blíðlega: Kauphöllin Æfintýrið um Móða Manga Eftir BEAU BLACKHAM. i. 14. — Hvað kemur mjer það við! hrópaði Surtur, sneri upp á yfirskeggið með annari hendinni og veifaði byssunni með hinni. — Þið verðið að snúa aftur til Staðar! Skilurðu það? — Ja . . • já, herra SurtUr, stundi vörðurinn og horfði kvíðafullur á byssuna. Það leit út fyrir að skotið gæti riðið úr henni á hverri stundu. — Jæja, láttu þá kistuna upp í vagninn þinn, lestar- stjóri, skipaði Surtur, og jeg mun fylgja á eftir henni. —< Flýttu þjer, maður, mjer liggur á. Lestarstjórinn flýtti sjer út úr vagninum sínum, og eftir margar stunur og mikið erfiði, því kistan var ákaflega þung, tókst honum að lokum að koma henni upp í vagninn. Mangi fylgdist með öllum atburðum af hinum mesta áhuga, enda var þetta í fyrsta skifti að hann sá bráðlif- andi sjóræningja. Hann hafði raunar heyrt getið um slíka menn, en til þessa hafði hann ætíð vérið í vafa um, hvort þeir væru í raun og veru til. Meðan á öllu þessu stóð, var Surtur stöðugt að líta aft- ur fyrir sig. Honum virtist sannarlega liggja á að komast af stað. Og strax og hann var kominn um borð í járn- brautarlestina, settist hann í dyrnar á vagninum hans Manga og urraði: Farðu nú til baka til Staðar eins hratt og lestarræf- illinn kemst! — Lestarræfill! Móði Mangi var næstum sprunginn af reiði, svo móðgaður var hann. Gufan spýttist í smámekkj- um allt í kringum hann og hann bólgnaði af gremju, en lestarstjórinn setti vjelina í gang, og af stað þaut Mangi, sneri við á hliðarteinum og lagði másandi af stað til baka til Staðar. Og það var þá, að Mangi sá, hvers vegna Surti sjóræningja lá svona mikið á. Þv íekki hafði lestin farið lengra.en 50 metra, þegar fimm sjómenn komu þjótandi á eftir henni. Á einkennisbúningnum þeirra gat Mangi sjeð, að þeir voru í flotanum- — Halló, járnbrautarlest!, hrópuðu þeir. — Stoppaðu í nafni konungsins! En Mangi varð að halda áfram og Surtur emjaði af hlátri. — Ha, ha, ha! hló hann og veifaði ertnislega höndunum til sjóliðanna. — Of seinir, of seinir! Fari það í grængol- andi Atlantshaf, aldrei skuluð þið handsama Surt sjóræn- ingja og fjásjóðimi hans. Ha, ha, ha! r 'dbrjefe ‘w i7ir — Nei, nei, ungi maður. Það voru bara tvíburar; sem konan yðar fæddi. Hjúkrunarkonan sagði fjögur, vegna þess að henni heyrðist þjer spyrja um, hvað klukkan væri. ★ — Það er alveg rjett hjá þjer, jeg geri ekki mikið að því að reyna að útvega mjer atvinnu. : Og sannast að segja er það að- eins eitt, sem jeg gæti hugs- að mjer að gera að framtíðar- starfi mínu, það er að tilreykja pípur. ★ í Risasólblettur. Amerískir stjörnufræðingar hafa uppgötvað sólblett, sem er 120.000 km. að lengd. Hann . er einn af þeim alstærstu, sem l sjest hafa hin síðari ár, og með því að nota hlífðargler er ■ hægt að sjá hann berum aug- um. — , * I i Aður hermenn — nú ferðamcnn. I íbúar Cherbourg-skagans eru nú að koma þar upp mikl- um gistihúsum, sem ætluð eru ferðamönnum. Verður þar ár hvert haldin mikil minningar- hátíð um innrásina. Er gert ráð fyrir að marga muni fýsa að sjá landið og kynnast staðhátt um, þar sem lið bandamanna gekk á land innrásardaginn 1944. ★ Marshall og „fylgdarlið". Ameríski utanríkisráðherr- ann Marshall fer oft í smá- gönguferðir á milli þess, sem hann vinnur að skyldustörfum sínum. Það er engin smáathygli sem það vekur í Moskva, þeg- ar hann kemur þrammandi með „fylgdarlið“ sitt á hælun- um. Næst honum gengur rúss- neskur vörður, sem fylgir hon- um hvert sem hann fer á með- an hann dvelur á ráðstefnunni. Næst koma nokkrir Amerík- anar, þá enn nokkrir Rússar, og þar á eftir stór hópur rúss- neskra barna. •k — Ef þú ert í vafa ufn, hvað þú átt að segja, segðu þá bara sannleikann. — Mark Twain.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.