Morgunblaðið - 23.04.1947, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 23.04.1947, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAblö Miðvikudagur 23. apríl 1947 Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson Ritstjórar: Jón Kjartansson, Valtýr Stefánsson (ábyrgCarm.) Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson Auglýsingar: Ámi Garðar Kristinsson. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla, Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskrlftargjald kr. 10,00 á mánuði innanlands. kr. 12,00 utan-lands. f lausasðlu 60 aura eintakið, 60 aura með Lesbók. Deyfilyíeða holskurður FORMAÐUR Framsóknarflokksins skrifaði eina af sín- um dýrtíðargreinum í Tímann föstudaginn 18. apríl. í þessari grein eru þrjú aðalatriði: Fyrst þetta gamla, að dýrtíðin sje öll að kenna andstæðingum Framsóknar- flokksins. í öðru lagi, að ráðstafanir núverandi ríkisstjórn- ar sjeu gagnslausar; þær samsvari því, að nota deyfilyf við sjúkling í stað holskurðar. í þriðja lagi, að þeir, sem græddu á dýrtíðinni verði að kosta lækninguna. Fyrsta atriðið er einskonar svartur listi, sá hinn sami sem Tímamenn eru alltaf að hampa, að í þessu efni sjeu aðrir sekir enn þeir sjálfir- Með þessu er að vísu ekki gefið í skyn, að Hermann Jónasson sje höfundur hinna per- sónulegu svörtu lista sem til eru í liði hans um athuga- verða flokksmenn, því sennilega á hann engan hluta að Þeim. En hann virðist vilja halda línu flokksbræðra sinna og berja inn í þjóðina svartan lista um seka menn í dýr- tíðarmálunum. Hjá honum koma flokkar í stað einstak- linga. Þessi aðferð hepnast ekki, því allir vita að í forsætis- ráðherratíð Hermanns voru gerðar allar þær ráðstafanir, sem dýrtíðin er afleiðing af. Þá var slitið sambandi milli kaupgjalds og verðlags, og þá voru sett vísitölulögin og gerðardómslögin. Um annað atriðið segir Hermann m. a.: „Ríkisstjórnin verður að gera sjer það ljóst, að hjá uppskurði verður ekki komist — deyfilyf lækna ekkert“. Hann á auðsjáanlega við það, að hækkanir tolla og skatta og niðurgreiðsla vísitölunnar með ríkisfje sje deyfi lyfið, sem ekkert gagni okkar sjúka þjóðfjelagi. Þar sje um að ræða morfínsprautur, sem aðeins geri illt verra. Er þar með fallinn dómur formanns Framsóknarmanna um þær ráðstafanir sem eru meðal annars verk Fram- •sóknarráðherranna í ríkisstjórninni. Uppskurðinn þ. e. holskurðinn vill Hermann fá. og framkvæma. En sá mikli ljóður er á greininni, að í hana vantar það, hvernig holskurðurinn á að verða. Er þó 'slæmt, að Hermann, sem ætlar að gerast hinn mikli læknir skuli ekki gefa fáfróðum lýð neinar upplýsingar um þetta. M- a. þyrftu menn að vita hvaða „líkamsparta“ á að skera í burtu. Kostnaðinn eiga þeir að bera, sem græddu á dýrtíðinni, segir Hermann. Við alla auðmenn virðist honum vera ákaflega illa. Setjum svo, að hann ætli að skera þá alla innan úr þjóðarlíkamanum. Það gæti verið tiltölulega auð veldur holskurður. Ríkisvaldið á íslandi er svo sterkt, að það getur gert alla menn sem í landinu búa að fátæk- lingum, meira að segja fátækari en Hermann er sjálfur. En mundi ekki dýrtíðin geta lifað eftir sem áður? — Að minsta kosti mundi ekkert aðflutt lækka við það. Þá eru það verkamennirnir og forvígismenn þeirra. Þeim gefur Hermann ilt auga, einkum þegar þeir eru í samvinnu við Sjálfstæðismenn. Hann og hans liðsmenn hafa verið því andvígir, að samvinna og friður haldist milli atvinnurekenda og verkamanna. Flokksmenn hans hafa líka fengið þann vilja sinn fram. Hvort lækning dýrtíðarmeinsemdanna verður auðveldari með þeim hætti er eftir að vita. Ef til vill á holskurður þjóðfjelagsins að felast í því, að skera burtu þ. e. banna öll stjettarfjelög- Það gæti verið mikil dýrtíðarráðstöfun og alveg ólík deyfi lyfj a-inng j öf inni. Um þetta og annað þurfa landsmenn að fá glöggar upp- lýsingar hjá hinum mikla lækni Hermanni Jónassyni. — Fyrst hann vill gera einn allsherjar holskurð til að lækna okkar sjúka þjóðfjelagslíkama, þá má ekki minna vera en að hann geri grein fyrir læknisaðgerðinni. Ella verður litið svo á, að uppskurðurinn eigi aðeins að vera keisara- skurður því til bjargar, að fá endurfæddan forsætisráð- herra sem heitir Hermann Jónasson. Þann hinn sama, sem áður hefir reynst ljelegur skottulæknir. ÚR DAGLEGA LÍFINU Kærulausir húsdýra- eigendur. INNAN lögreglunnar er starf andi deild, sem nefnd er bæj- arvarslan. Meðal annara verk- efna, sem sú lögregludeild’ hef- ir, er að sjá um húsdýr, sem eru í óskilum. Lóga dýrum, sem ekki eiga neina húsbænd- ur, eða eru að flækjast fyrir í bænum. Það er næsta furðulegt hve menn geta verið kærulausir um hirðingu húsdýra sinna. Hjá lögreglunni eru oft stórgripir í óskilum svo vikum skiftir, án þess að rjettir eigendur gefi sig fram, þótt margoft sje aug- lýst eftir þeim. Þannig er það t. d. nú, að hjá bæjarvörslunni eru 5 hross, sem enginn veit hver á. Hefir verið auglýst í útvarpi og blöðum eftir eigend um, en þeir hafa enn ekki lát- ið á sjer bæra. 800 köttum lógað s. 1. ár. ÁRIÐ sem leið Ijet lögregl- an lóga hjer í bænum alls um 800 köttum. Voru þetta að mestu leyti villikettir, sem hvergi áttu heimili, eða það voru kettir, sem vilst höfðu frá heimilum sínum og enginn fanst eigandi að. Það sem af er þessu ári hafa verið drepnir, á vegum lögregl unnar, um 100 kettir. Yfirleitt næst í kettina með þeim hætti, að kvartað er undan þeim, eða að eigendur fara fram á að dýr um sje lógað. Kattafarganið í bænum er hin mesta plága, eins og þrá- faldlega hefir verið minst á hjer í dálkunum. Það er ekk- ert við því að segja, ef menn vilja eiga ketti og fara þá vel með þá, en hitt er ómannúð- legt, að horfa upp á villiketti,5 sem hvergi eiga heimili og er . vel gert að tilkynna lögregl- : unni um slíK dýr og þá helst að handsama þau og geyma þar til lögreglan kemur og hirð ir. — • Hundahald er bannað í bænum. SAMKVÆMT lögreglusam- þyktinni er bannað að eiga hunda hjer í höfuðstaðnum. En bessi fyrirmæli eru oft og þráfaldlega brotin, eins og best sjest á því, að áj'ið sem leið ljet lögreglan drepa 130 hunda, sem teknir voru af eigendum hjer í bænum og kvartað hafði verið undan. Á þessu ári hefir lögreglan náð í 25 hunda, sem lógað hefir verið. Bæjarbúar ættu að fara var- lega í það að hæna að sjer hunda. Mörgum þykir vænt um þá og segir lögregluþjónn, sem fjallar um þessi mál, að engu sje líkara stundum, þegar kom ið er að sækja hundana, en að verið sje að taka börnin af heimilunum. Lögreglan hefir heimild til að fara inn á heimili þar sem vitað er að hundaT eru og hafa þá á brott með sjer. Það ættu menn að athuga áður en þeir stelast til að ala upp hjá sjer hunda og þykja vænt um þá. « Heklugoss-saniskotin. EFTIRFARANDI brjef hefir borist um samskotin fyrir fólk ið á pskufallssvæðinu: „Víkverji! Jeg hefi lesið í dálkum þínum um áhugaleysi almennings fyrir fjársamskot- um til handa þeim, er bíða tjón af völdum Heklugossins. Mjer er óhætt að fullyrða. að treg.ða þessi stafi ekki af ófórn ; fýsi, en hitt er sönnu nær, að ! svo almenn fjársöfnun, sem 1 hjer ætti að vera um að ræða, þarf mikillar skipulagningar við. Það er orðin föst venja hjer í bæ, er um meiri háttar almenna fjársöfnun ræðir, þá eru samskotalistar sendir á alla vinnustaði. • Söfnunarlistar á vinnustöðum. MÖNNUM ER óljúft að afhenda gjöf annað, er þeir geta átt von á að söfnunarlisti komi_á vinnustað og þurfa því þar að sýnja um þá fjárhæð, sem þeir vildu láta af hendi rakna, en hafa þegar afhent, enda getur slíkt einnig valdið óverðskuldaðri tortryggni. Hitt er annað mál, að þessi aðferð með söfnunarlista á vinnustöð- um,. ber ef til vill ekki á sjer blæ frjálsra samskota, en um það.skal ekki fjallað hjer. — Þessu hefur nú einu sinni verið komið á og aðalatriðið er, að fjársöfnun sú, sem hjer um ræðir, fari ekki út um þúfur. • Almenn landssöfnun. NÚ ÞARF að hefjast almenn landssöfnun. Til þess þarf að opna skrifstofu hjer i höfuð- staðnum, en henni veiti for- stöðu maður, sem hafi reynslu í þessum efnum. Skrifstofan annist síðan allan undirbún- ing og samvinnu við aðra lands hluta. Mundi ekki fjársöfnun- arnefndin vilja taka þetta til athugunar og þú, Víkverji minn góður, flytja þetta mál með mjer“. ★ Víkverja er sönn ánægja að því að flytja þetta mál, og ann- að, sem verða mætti Heklu- söfnuninni til framdráttar, því það er gott mál. MEÐAL ANNARA ORÐA . . . . j Versiunarmálaráðstefna sameinuðu þjóðenna VERSLUN ARMÁL ARÁÐ - STEFNA sameinuðu þjóðanna í Genf hefur nú staðið yfir um skeið og yfirleitt verið heldur lítið minnst á hana í blöðum. Er bað í raun og veru harla einkennilegt, þar sem hún ætti að geta haft töluverð á- hrif á þjóðaviðskifti í framtíð- inni, og snertir að verulegu leyti hag meðlimaþjóða sam- einuðu þjóðanna. Rætt um tolla- lækkanir. an, til að ræða þessi mál. Um- ræðunum er í stuttu máli hag- að þannig: Listar. Hvert land leggur fram lista yfir þær vörur. sem það hygst flytja út og telur æskilegt að önnur lönd lækki tolla á. Þá undirbýr hvert land einnig lista yfir þær vörur, sem það er fúst til að semja um tollalækkanir á. Listar þessir eru síðan rædd I ir, Qg hin ýmsu lönd, sem þátt' taka í ráðstefnunni, reyna að koma sjer saman um ívilnanir ^ af ýmsu tagi, ýmist í einstökum tilfellum eða í heild. Hver árangur ráðstefnunnar verður, er vitanlega enn ekki vitað. Vart mú búast við mikl- um árangri. En embættismenn sameinuðu þjóðanna benda á, að telja megi, að mikið hafi áunnist. þar sem 20 þjóðir hafa fengist til að koma saman, til viðræðna um viðskifti sín, og hafa, sent fulltrúa á ráðstefnu, sem að minsta kosti á að leggja drögin að því, að óeðlilegar við skiftahömlur eins og tollar verði afnumdar. Ráðstefnan í Genf fjallar að- allega um tvo hluti: Reglugerð fyrir hina væntanlegu við- skiftastofnun sameinuðu þjóð- anna og í öðru lagi: hvað hægt sje a§ gera, til að ljetta á tolla- álögum, meðlimum S. Þ. til sameiginlegs hagnaðar. Lönd þau, sem boðið var þátt taka í ráðstefnunni, eru: Ástra lía, Belgía, Brasilía, Kanada, Chile, Cuba, Tjekkóslóvakía, Fra'kkland, Holland, Indland, Kína, Líbanon. Luxemburg, Nýja Sjáland, Noregur, Rúss- land, Bretland, Suður Afríka og Bandaríkin. — Rússland sendi þó enga fulltrúa. Umræðurnar um tolla munu vafalaust vekja hvað mesta eftirtekt. Segja má, að þetta sje í fyrsta skifti í sögunni, að alþjóðaráðstefna er kölluð sam Næstum orðin ný sprenging í Texas City Texas City í gærkvöldi. ELDUR kom upp í vöru- skemmu í Texas City í dag, þar sem sprengingin mikla varð fyrir sjö dögum síðan. Voru menn um skeið hræddir um nýja sprengingu, þar sem um 1,000 tonn af ammonium nitrat var geymt í vöru- skemmunni, en áður en það yrði, tókst mönnum að slökkva eldinn. Palestína Framh. af bls. 1 sjer aldur með því að sprengja sjálfa sig í loft upp, en sprengiefni höfðu þeir fal- ið í klæðum sínum. 800 Gyðingar Á skipi því, sem Bretar hafa tekið, munu vera um 800 Gyðingar, sem hugðust komast til Palestínu í trássi við stjórnarvöldin. Skipið er nú á leið til Haifa, en þeir, sem með því eru, verða að sjálfsögðu sendir til Cyprus.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.