Morgunblaðið - 23.04.1947, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 23.04.1947, Blaðsíða 11
Miðvikudagur 23. apríl 1947 MORGUNBLAÐIÐ 11 Minning Guðlaugar Björnsdóttur Er Guðlaug Björg Björns- dóttir frá Breiðabólsstöðum á Álftanesi andaðist 12. rnars, áttu Reykvíkingar á bak að sjá einni af mætustu heiðurskon- um þessa bæjar. Hún andaðist að heimili sínu Freyjugötu 6 í Reykjavík. Guðlaug fæddist 8. febr. 1862 að Bessastöðum í Bessa- staðahreppi, en ólst upp á Breiðabólsstöðum í sama hreppi. Foreldrar hennar voru Björn Björnsson bóndi þar, og kona hans Oddný Hjörleiís- dóttir prests að Skinnastað. I þann tíma var fjölmenni mikið á Álftanesi. Bjó Björn stóru búi á Breiðabólsstöðum, þótt í tvíbýli væri (við Erlend Erlendsson). Var Birni mjög ant um alskonar fróðleik og átti mikið og ágætt bókasafn. Björn ljet öllum sveitungum sínum heimilt að lána bækur sínar að vild, en gekk ríkt eftir því, að þeim væri skilað. En það er sagt af Oddnýju, móð- ur Guðlaugar, að „hún var vit- ur kona og háttprúð, vel ment og listræn“. Þótti hún t. d. söngkona ágæt. Æskuheimili Guðlaugar mun þannig hafa verið með því besta er þá gerðist áíandi hjer. Mun það hafa átt mjög ríkan þátt í að móta hug hennar, og það enda svo varanlega að ent ist um langa æfi. Guðlaug var elst af 10 syst- kinum. Eru nú aðeins tvö á lífi, Petrína í Reykjavík og Er- lendur á Breiðabólsstöðum. Brátt kom það í ljós, að Guo laugu hafði hlotnast hið góða hlutskiftið að erfa bestu eigin- leika úr báðum ættum. Reynd- ist hún ágæta vel geíin um flesta hluti. Hún var fríð kona og glæsileg. Gáfuð var hún og fróðleiksfús. Kom nú hið rnikla bókasafn föður hennar í góðar þarfir, því Guðlaug las öllum stundum, en frístundirnar vovu ekki eins margar þá og nú. Gerð ist Guðlaug svo víðlesin um margan fróðleik, að af bar, en skólalærdómur var þá lítill fyrir konur. Fyrir nokkrum ár- um las hún með dóttur-dótt- ur sinin undir burtfararpróf úr Verslunarskólanum, námsgrein ar, sem hún sjálf hafði skki lært, en gat greitt fyrir skiln- ingi námsmeyjarinnar. Minni hennar var og frábærlega gott til hinstu stundar. Rúmlega átt ræð lærði hún t. d. utanað hið langa kvæði Jónasar Hallgríms sonar, Hulduljóð. Er Guðlaug var 24 ára gift- ist hún Jóhannesi, syni Sveins í Gufunesi, skipasmiðs. Jóhann es var sjósóknari góður og lengí skipstjóri á þilskipum. Hvíldu því öll búsforráðin á Guðlaugu. Fyrst bjuggu þau Jóhanr.es á Álftanesi, en svo í Hafnarfirði. Svo fluttu þau vestur að Syðri- Görðum í Staðarsveit. Þaðan fluttu þau að Kirkjufelii við Grundarfjörð. Frá Kirkjufelli fluttu þau til Ólafsvíkur og ráku þar verslun. Frá Ólafsvík fluttust þau til Reykjavíkuv og ráku þar einnig verslun. Mann sinn mistu Guðlaug fyrir fá- um árum. Þeim Guðlauug og Jóhann- esi varð fimm barna auðið, en fjögur komust upp. Björn, búsettur í Ameríku, Sveinn, Kristín og Ólafur, öll búsett í Reykjavík. Yngsta barn ið, Sigríður, dó á öðru ári. Nú þegar Guðlaug er horfin sjónum, söknum við sem eftir stöndum, konu með óvenjulega miklum og aðlaðandi persónu- leika, sem alla tíma verður oss minnisstæð. Við munum alla tið dá hugprýði hennar og þolin- mæði, er aldrei heyrðist rnögla eða mæla æðruorð í erfiðieik- um og langvarandi veikindum, og umburðarlyndi hennar, er alt gat fyrirgefið, og svc síð- ast en ekki síst það, hve ein- kennilega og aðdáanlega g'ott og mannbætandi var að vera í nálægð hennar. Oddný E. Sen. Framdi sjálfsmorð HAMBORG: Carmen Mory, sem dæmd hafði verið til dauða fyrir stríðsglæpi, framdi ný lega sjálfsmorð í fangelsisklefa sínum í Hamborg. Carmen, sem þekt var undir nafninu „Svarti engillinn“, starfaði við Ravens brueck kvenfangabúðirnar Þýskalandi. Hún neskur borgari. var sviss- 2 piltar sem vilja nema málmsteypu geta komist að málmsteypu vorri. <=Handáómih yan IBÚÐ 4—5 herbergja íbúð í smíðum eða fullgerð óskast til kaups. Tilboð, merkt: „Mikil útborgun“, leggist inn á afgreiðslu Morgunblaðsins, f.vrir 27. þ.m. Ársþing í. ÁRSÞING ÍBR, sem staðið hefir yfir að undanförnu lauk með fundi í Oddfellowhúsinu f nýlega. Þingið sóttu 55 fulltrúar frá 16 fjelögum og 5 sjerráðum. Þingforsetar voru kjörnir Guðjón Einarsson og Jens Guð- björnsson en þingritari Gunn- laugur J. Briem. Var stjórn þingforseta með ágætum, enda fór þingið alt hið besta fram. Starfsemi þingsins beindist fyrst og fremst að skipulagsmál um íþróttanna í hjeraði, og starfsemi bandalagsins. Kom glögt í ljós, að bandalagið og sjerráðin eiga við hin erfiðustu starfsskylyrði að búa, vegna húsnæðisskorts, óhægrar að- stöðu til vjelritunar o. fl. Var framkvæmdaráði heimilað, að leita samvinnu um og gerast aðili að, sameiginlegri skrif- stofu ásamt fundarherbergjum, með stjórn I.S.I., og sjersam- böndum bæjarins, ef áhugi væri fyrir hendi um þetta mál hjá þessum aðilum. Samþykkt var áskorun til bæjarstjórnar Reykjavíkur um, að hefja nú þegar framræslu og annan undirbúning að íþrótta svæðinu í Laugadalnum. Enn- fremur tilmæli um, að bæjar- stjórn láti bæta aðbúnað sund- manna við æfinga og keppni. Svo og að lækka nú þegar leigu á Sundhöllinni til kapp- leika, úr 30% af seldum að- gangseyn í 13%, vegna tekju- halla af sundmótum, sem þar eru haldin. Allmiklar umræður urðu um bindindismál og voru nokkrar samþykktir gerðar í þeim efn- um, m. a. um að útiloka íþrótta menn frá þátttöku í keppni, ef ieir neyta áfengis á tímabilinu frá því undirbúningsþjálfun fyrir keppni við erlenda menn hefjast, og þar til keppni er lokið. Þá var framkvæmdaráði falið, að vinna að framgangi æskulýðshallarmálsins og að at huga möguleika á því, að koma upp og reka kvikmyndahús, til styrktar starfi og bygginga íþróttamannvirkja bandalags- fjelaganna. Lög bandalagsins voru endur skoðuð og umrituð, til frekara samræmis og betra máls. Ólafur Sigurðsson var endur- kjörinn formaður bandalagsins, með samhljóða atkvæðum fund armanna. Stjórn bandalagsins skipa auk formanns, einn full- trúi frá hverju.þinna 16 fjelaga er bandalagið skipa. Stjórn kýs svo 5 manna framkvæmdaráð úr sínum hópi. Bindindisfulltrúi IBR var kjörinn Þórarinn Magnússon. Við þingslit kvað Þorsteinn Einarsson, íþróttafulltrúi sjer hljóðs, og óskaði bandalaginu til hamingju með þá eindregni og alvöru, sem einkennt hefði ineð ferð mála á þessu þingi. Að síðustu þakkaði Erlendur Ó. Pjetursson, þingforsetum og þingritara, hin ágætu störf þeirra. Kvatti hapn fjelögin til samheldni og samstarfs, er hann óskaði að mætti aukast og efl- ast undir forustu ÍBR. Að íþróttabandalagi Reykja- víkur standa 16 íþróttafjelög, með samtals 9643 meðlimi, og 8 sjerráðum. »^<$<$<$$$>$>$>$x$<$$$><$$$$$>$$>$>$'$x$$>$k$$x$x$$k$$x$$x$$>$k$<$<$$x$<$$x$x$^ K.F.U.M. og K. Sumardaginn fyrsta kl. 8,30 e.h. A.D. fundur K.F. U.M. Sunnudaginn 27. apríl hátíðasamkoma, stóri salurinn tekinn í notkun á ný. Allir velkomnir. S0n.gken.nsla Nanna Egilsdóttir, óperusöngkona getur tekið nokkra nemendur frá næstkomandi mán- aðarmótum. Uppl. í síma 9422. $x$$-$$x$$>$x$$x$$x$x$x$$x$$x$>$$$x$$x$$X$X$$x$<$X$®x$$$X$$X$$>$$XÍX$$$x$$> •®®$$®$$®$$®>®$$®$®$$®$$$$®X$$$®®<$$$$$®>$$®$$$$X$$>®$<$I Tómir kassar til sölu. Upplýsingar ídertelóen ds? (dd. Hafnarstræti 11. íbúðir — hús Nýtísku íbúðir eða stærri hús í Lauganeshverfi og við Drápuhlið til sölu. Einnig stórt timburhús með verslunatplássi við Klapparstíg. ddaó te it^naó öíti m úíó töÁin Lækjargötu 10B — Sími 6530 Nokkra vana háseta vantar strax á b.v. Drangey. Upplýsingar hjá skip- stjóra í sima 5171. ®®®®®®®®X$®®X$®®X$®>®®®X$®®<$®®®®®®®®®®<$®®®®$>®®®®>®X$®<$®x| ®®®®®®®®®®®®®®®®®®®®®x$®®®®®®®®®®®®®®®®®®®®>®®<$<$$® Hálft hús við Egilsgötu hefi jeg til sölu, 4ra herbergja íbúð. Verður laus 1. júní. Ennfremur hefi jeg til sölu þ-j hús við Barónsstíg með lausri rúmgóðri 3ja her- bergja íbúð, 14. maí. in (djónóóon, Ldi. JatcLuin ^ýonóóon, Vesturgötu 17, sími 5545. Veiðirjettur í Bugðu í Kjós, fyrir Meðalfellslandi, er til leigu næstu tvö sumur. Þeir, sem vilja gera tilboð í nefndan vejðirjett, sendi þau fyrir 10. maí n.k. til undirritaðs, sem gefur nánari upplýsingar. Áskilinn rjettur til að taka hverju tilboði sem er eða hafna öllum. ddiieet ddaqertóóon Meðalfejli.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.