Morgunblaðið - 23.04.1947, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 23.04.1947, Blaðsíða 12
MOKGUNBLAÐIÐ Miðvikudagur 23. apríl 1947 12 ilðiieinn Þorsteinsson, kaupmaður, sjötugur í DAG er einn af kunnustu athafnamönnum á Austurlandi, Marteinn Þorsteinsson kaup- maður og útgerðarmaður á Fá- skrúðsfirði sjötugur. Marteinn er fæddur að Stafa felli í Lóni, sonur Þorsteins Marteinssonar bónda á Steina- borg í Beruneshreppi og Jó- hönnu konu hans Ófeigsdóttur. Marteinn stundaði um tíma nám hjá sr. Benedikt Eyjólfs- syni í Berufirði en síðar auk þess í Ólafsdal og lauk búfræði- námi þaðan 1901. Starfaði í 15 ár við verslun Örum & Wulff á Fáskrúðsfirði. Árið 1920 stofn aði hann firmað Marteinn Þor steinsson & Co í f jelagi við mág sinn Björgvin Þorsteinsson, en firmað hefir auk umfangsmikils verslunarreksturs rekið útgerð, frystihús og fiskverkun. Að sjálfsögðu hafa hlaðist á Martein ýms trúnaðarstörf. — Hreppsnefndarmaður var hann í 15 ár, formaður og gjaldkeri búnaðarfjelagsins frá 1904, gjaldkeri Sparisjóðs Fáskrúðs- fjarðar frá stofnun hans, heíir haft bóksöluna þarna frá því 1912 og ýms önnur trúnaðar- störf. Hann var einn af stofn- endum Slysavarnafjelags Is- lands og Sölusambands ísl. fisk framleiðenda. Fyr á árum var Marteinn for maður á sínum eigin smábát, árabát og fórst formenskan vel úr hendi. Hann batt á þeim árum þá trygð við sjávarútveg- inn, sem hefir enst honum til þessa dags. Hefir hann verið út- gerðarmaður í rúma hálfa öld. Samtímis öðrum þeim störfum, sem hjer hefir verið minst, hafði hann fram til síðustu ára nokkurn landbúskap. Marteinn kvæntist 4. júní 1915 frú Rósu Þorsteinsdóttur bónda á Hóli í Stöðvarfirði, mestu ágætiskonu, sem hefir verið manni sínum traustur fje lagi og haldið uppi þeirri rausn á gestrisnu heimili, sem rómuð er. Þeim hjónum varð fjögurra barna auðið, þriggja dætra og eins sonar, sem öll eru hin mannvænlegustu.Auk þess hafa þau tekið 2 börn til fósturs. Marteinn Þorsteinsson er glaðvær og skemtilegur dreng- skaparmaður, mesta trygða- tröll, þjettur í lund, sannkall- aður íslenskur höfðingi. Hann er fróður maður enda sílesandi og jeg held jeg þekki engan sem kann þau fádæmi af lausavís- um og kvæðum, sem hann, ef til vill er sumt af því, eftir hann sjálfan, en ef svo er, fer hann svo dult með, að fáir eða engir vita. Marteinn Þorsteinsson er sí- starfandi að áhugamálum sín- um og annara og hann er enn þá í fullu fjöri og líklegur til stórræða. Hvað sem honum kann að detta í hug til fram- kvæmda, er fullvíst, að honum fylgja góðar óskir fjölda vina um alt land. E. Bj. Kolaútflufningur Washington í gær. BANDARÍKIN, Bretland og Frakkland hafa gert með sjer samkomulag um útflutning kola frá hernámssvæðum sín- um í Þýskalandi. Samkvæmt samkomulagi þessu, mun 21% af kolafram- leiðslu hernámssvæðanna flutt úr landi, er framleiðslan nær 280,000 tonnum á dag, en hækka upp í 25%, er fram- leiðslan er orðin 370,000 tonn á dag. í tilkynningu, sem birt var um þetta efni samtímis í Lon- don og París, er sagt, að sam- komulagið byggist annars veg- ar á þörf þeirra þjóða, sem ætíð hafa þurft að flytja inn kol frá Þýskalandi, og hinsvegar á kola þörf Þjóðverja sjálfra. Fifnm mínútna krossgáian SKÝRINGAR: Lárjett: — 1 álmur — 6 hress — 8 veru — 10 grín — 12 hindrun — 14 taug — 15 tveir eins — 16 bæn — 18 aðskilin. Lóðrjett: — 2 dýra — 3 tit- ill (útl.) — 4 púa — 5 eigna- leysi — 7 skekja — 9 þrír sam hljóðar — 11 fisks — 13 vatns- faul — 16 tveir sjerhljóðar ■— 17 fangamerk. Lausn á siðustu krossgátu. Lárjett: — 1 Þræll — 6 Óli — 8 ess — 10 nóg — 12 klandur — 14 lá — 15 me — 16 spá — 18 rósbeð. Lóðrjett: — 2 Rósa — 3 æl — 4 lind — 5 heklar — 7 ógreið — 9 slá — 11 óum — 13 næpa — 16 ss — 17 Á. B. Krisfbjörg Þorsfeins- dóftir F. 21. 10. 1894. D. 14. 4 1947. Blíða systir, brott er liðin, bætt er þraut og gróin und. Þeim er sælt að þiggja friðinn, sem þola marga kvala stund. Þegar sjúkum þverrar ksaftur, þá er gott að festa blund og fá að vakna alheil aftur, inn komin á vina fund. Fegurst lilja í föðurgarði fyr varst þú í okkar sveit, en fjellst að velli fyr en varði, fölva sló á blóma reit. Það var sárt að sjá þig unga svifta æskulífsins þrótt, brostið fjör og bölið þunga, breytti degi í kalda nótt. ___ Alheims guð! Þinn verði vilji, víst er lífsins dulið spil. Hjer á jörð þó skyldir skilji, skamt er endurfunda til. Krýp jeg hljótt við kistu þína, klökkum anda, hinsta sinn. Ber þjer kærstu kveðju sína: Kalinn viður — bróðir þinn. Hjálmar frá Hofi. BEST AÐ AUGLÝSA t MORGIINBIJIÐINTJ Minningarorð um frú Kristine í DAG verður til grafar bor- inn hinn jarðneski líkami frú Kristíne Karoline Einarsson, fædd Heggem, sem andaðist 15. þ. m. Eins og nafnið bend- ir til, var hún útlend að ætt, fædd 21. nóv. 1883 í Molde í Noregi. Giftist þar eftirlifandi manni sínum, Baldvini Einars- syni, sem þá hafði lokið iðn- námi sínu í aktýgjasmíði í Noregi, fluttist með honum sama ár eða 1905, hingað til lands og hafa þau búið hjer í bæ óslitið síðan. Frú Kristine var , af fremur fátækum foreldrum kómin. — Faðir hennar, Jóhann, var steinsmiður. Það mun ekki vera mikið um það í Noregi, að rekja ættir fólks, eða ættfræð- isþekking yfirleitt. En frú Kristine sál. bar það altaf með sjer að hún hafi verið af traustu og merku fólki kom- in, hin látlausa og viðfeldna framkoma og hinn andlegi trausti innri máttur, sem ekki æðrast eða gefst strax upp, þó eitthvað á móti blási. Svoleiðis förunautar eru mikils virði í veðrabrigðum lífsins. Þau hjón eignuðust 9 börn og eru 7 þeirra á lífi, öll mann- vænleg og búin að taka sjer stöður í lífinu. Það segir sig sjálft að það hafi einhverntíma verið við erfiðleika að stríða, við að framfleyta þessum barnahóp, meðan þau voru í æsku, en efnahagurinn oft mjög erfið- ur, en Kristine æðraðist aldrei, mun miklu fremur hafa lagt til kjark þegar mest þurfti með K. Einarsson Sá, sem þessar línur skrifar, var iðulega gestur á heimili þeirra hjóna, enda var þar alt- af gott að koma, þar var altaf hressandi andlegt loft, og átti húsfreyjan sinn fulla þátt í að svo væri, enda er það mála sannast, að konan skapi heim- ilið. Hjer er mikið dagsverk af henid leyst með prýði, þó því sje minni athygli veitt en skyldi, þegar því er lokið. Þá eik í stormi hrynur háa hamra því bergin skíra frá. En þegar fjólan fellur smáa það fallið enginn heyra má. En ilmur horfinn innir fyrst jurtabygðin hvers hefir mist. Kristine sál. hafið altaf á- nægju og opið eyra fyrir ýms- um fróðleik, sem hún hafði farið á mis við í sínum upp- vexti og þá ekki síst fyrir and- legum málum og þeirri þekk- ingu, sem nútíminn hefur leitt í ljós á því sviði. Það var meira í samræmi við hennar innra eðli heldur en meira og minna óhreinar dægur- eða bæjar- sögur. „Sælir eru hreinhjartaðir, því þeir munu guð sjá“. Þ. J. J. Framh. af bls. 10 Rakti hún sögu og starfsemi fjelagsins hin liðnu 10 ár. Þá fluttu ræður, utanríkis- ráðherra, Bjarni Benedikts- son, borgarstjóri, Gunnar Thoroddsen, formaður Varð- arfjelagsins, Ragnar Láruss., formaður Heimdallar, Gunnar Helgason, formaður Vorboð- ans í Hafnarfirði, frú Jakob- ina Matthiesen, frú Guðrún Pjetursdóttir, próf. Magnús Jónsson og frú Helga Markús dóttir. Þegar ræðuhöldum var lok- ið las veislustjóri upp heilla- skeyti, er fjelaginu höfðu bor ist, og að lokum afhenti hún fyrir fjel. hönd formanni frú Guðrúnu Jónasson, fögur blóm, með þakklæti fyrir 10 ára formannsstarf. Eftir að borð voru upptekin skemmtu menn sjer við dans%fram eftir nóttu. X-9 & £ Eflir Roberl Slorm LlVER-UP5b 7MERF AIM'T NO PROFIT |N ÖETTIN' EVEN WITH THE GUYíS’ WH0 PUT YOU IN JAIL — ONLS MORE TROUgLE J jF' THAT^ FOR MB T0 :-DECIDEl I WANT THAT F.B.I. GUY/ CORRlóAN, TO KNOW H0W IT F££L£ TO T0££ AWAY FIVE MEANWHILE ... IN A NEAR3V RAILROAD YARD f y i'll go CRAZY, if I r DON'T REME/HBER WHO I < AM...I'D GO TO THE POLICÉ, X BUT I HAVE AN UNEA£Y Y FEELING THAT THEY'RE J> ALREADY lookinö FOR ME — Jói: — Það er ekkert upp úr því að hafa að hefna ekki að skifta þjer að þessu! Jeg er ákveðinn í að stöð skammt frá. Hann hefir mist minnið, veit ekki sín á þeim, sem komu þjer í steininn. Það hefir aðeins vandræði í för með sjer. — Kalli: vertu ná mjer niðri á Phil Corrigan. — En á meðan Jói og Kalli ræðast við, er Phil staddur á járnbrautar- hver hann er, en þorir ekki að leita á náðir lög- reglunnar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.