Morgunblaðið - 05.09.1947, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 05.09.1947, Blaðsíða 12
VEÐURUTLITIÐ: Faxafiói: BREYTILEG átt og hægviöri. — Ljettskýjað. |ltai$tml>ta$i$ 200. tbl. — Föstudagur 5. september 1947 1 GREIN um Attlee, forsætis- ráðherra Breta, er a bls. 7. Reykjavíkurbörnin koma úr sveitiiiiii REYKJAVlKURBÖRNIN, sem dvalið hafa í jveit á vegum sumardvalarnefndar, Rauða krossins og annara stofnana eru að koma í bæinn þessa dagana. I gær kom stór hópur og rorn forehlrarnir að taka á móti börnunum við Ferðaskrifstofu ríkisins. Myndin var tekin þar í gærmorgun. (Ljósni. MbJ. Fr. Clausen). kýrsla borgarsíjóra um framkvæmdir bæjarins » Á FUNDI bæjarstjórnar Reykjavíkur er haldinn var í gær, gaf borgarstjóri skýrslu um framkvæmdir þær, er bærinn hef- ur nú með höndum og fyrirhugaðar eru á næsta ári. Skýrslu þessa sendi hann Fjárhagsráði, vegna fjárfejtingar Reykja- víkurbæjar til framkvæmdanna. 1 skýrslunni er m. a. á það bent, að nú sem stendur eru 80 íbúðir í smíðum í nýbygging- um bæjarins. Hýr fulltrúi í fónlisl- rpsins íbúðarhúsin. Af hinum níu íbúðarhúsum, með samtals 72 íbúðum í, eru 3 hús, með 24 íbúðum í fullgerð, en 48 íbúðir eru ófullgerðar enn. Þá eru Miklubrautarhúsin með 32 íbúðum. Verið er að reisa þak þess. Þá er teikningum lokið að tveim fjögurra hæða húsa, með 80 íbúðum samtals. Þessi hús verða við Miklubraut. Benti borgarstjóri á, að hús þessi væru öll byggð samkv. laga skyldu, um opinberar byggingar. Auk þðssara húsbygginga, sem nú hefur verið drepið á, samþ. bæjarstjórnin að láta hefja bygg ingu 300 íbúða í því skyni að bæta úr húsnæðisþörfinni og fullnægja lögum um clíkar bygg ingar'. Skólar. Laugarnesskólinn er því nær fullgerður. Melaskólinn er full- steyptur og er unnið að múrhúð- un og fleiru. Bygging Gagn- fræðaskólans á Skólavörðuholtí er vel á veg komin. Þá hefur bæjarstjórnin ákveð- ið að byggja þrjá nýja barna- skóla fyrir úthverfin. Þá er ætl- ast til að önnur gagnfræðaskóla- bygging verði reist í Vesturbæn- *- um. Til þess að forða Austur- bæjarskóla frá frekari skemmd- um verður sett þak á skólann. Þ áhefur verið ákveðið að ráðast í viðbótarbyggingu við hús- mæðraskólann á Sólvöllum. Dagheimili og sjúkrahús. Sem allra fyrst verður hafist handa um byggingu tveggja dag heimila fyrir börn og vinnur nefnd manna að málinu. Bygg- ing Heilsuverndarstöðvar. Þá er fyrirhuguð stækkun Elliheimils- ins. Gatnagerð o. fl. Til nýrra gatnagerða og hol- ræsa á að verja á þessu ári 5 milj. Þann 31. ág. var búið að vinna fyrir 2,8 að nýjum götum og ræsum. Fjárfestingarleyfi þarf til að byggja nýja járnsmiðju fyrir bæ inn og væntanlegrar stækkunar hafnarinnar, til að koma upp sorpeyðingarstöð o. fl. o. fl. ------------* m »----------- EINN DEYR, TVEIK SÆKAST NEW YORK: — Einn maður Ijet lífið og tveir særðust, er fjórar flugvjelar f jellu til jarðar í Cleve- land flugkeppninni. JÓN Þórarinsson tónskáld og fjölskylda hans. er nýkomin heim frá Ameríku og hefur hann verið ráðinn fulltrúi við tónlistardeild Ríkisútvarpsins. Jón var áður en hann íór vest ur, í. janúar 1944. starfsmaður við Ríkisútvarpið. Ilann stund- aði nám við hliómlistardeild Yale háskóla í "ivz ár og var aðalkennari hans hið heims- fræga tónskáld Paul Hinde- mith. Árið 1948 tók Jón „Bachelor" gráðu í tónfræði, en auk há- skólanámsins sótt? hann sum- arnámskeið við Julliardskól- ann í New York og kynti sjer dagsskrár fyrir útvarp. sem ;í!Sia hjá ríksssjói Á fundi bæjarstjórnarinnar í gær, gerði borgarstjóri grein fyr ir hve mikið f je bæjarsjóður ætti hjá ríkissjóði, en um það hafði komið fram fyrirspurn á síðasta fundi. Ógreitt tillag ríkissjóðs til Melaskólans er kr. 2,054,000 og er það helmingur kostnaðar. En samkvæmt lögum um að- stoð "hins opinbera til íbúðar- húsabygginga á ríkið að veita 85% af byggingarkostnaðinum að láni með lágum vöxtum. Bær- inn hefur lagt fram til Skúla- götuhúsanna kr. 4,851,000 og til Miklubrautarhúsanna kr. 1,291. Svo lánsfjeð, sem ríkissjóður á að leggja til þessara húsa nemur samtals kr. 5,226,00. Alls er því vangoldið úr ríkissjóði til bæj- arsjóðs kr. 7,280 þúsund. Framkvæmdir hefjast ekkí við íþróttasvæðið á þessu ári ViSskiflanefiid neilar m gjaldeyrí J ÓHANN HAFSTEIN skýrði svo frá á fundi bæjarstjórnaí í gær, að vegna neitunar viðskiptanefndar á yfirfærslum til kaupa á mótum sem nauðsynleg eru til framræslu íþróttasvæð-< isins við Laugardal, myndu framkvæmdir þar innfrá tefjasL Jóhann vakti máls á þessu I* sambandi við framkvæmdir við íþróttamannvirki hjer í bænum. Kvað hann fyllstu varúðar hafa verið gætt við fjárveitingar til einstakra valla og hefðu þær ekki orðið kostnaðarsamari en gert var ráð fyrir. Nú hefur af þeim 200.000 krónum er bærinn veitti í þessu skyni, verið eytt 162 þús. Framlag Reykjavíkurbæjar til íþróttasvæðisins í Laugardal var kr. 450 þús., en auk þess á í- þróttasjóður ríkisms að leggja fram 300 þús. Framkvæmdir. Til þess að hægt sje að hefja framkvæmdir á íþrótasvæðinu, verður fyrst að ræsa landið fram. Grafa þarf skurð frá sjó og að Sundlaugavegi. — Eftir þessum skurði verða lagðar pípur um 1 metr. í þvermál og og verða þær steyptar hjer. Mót- in sem nota þarf til þessa, verða keypt í Danmörku og kosta 16 þús. dariskar krónur. Kostnaður- inn við skurð þenna er áætlaður um 400 þjs. krónur. Þegar skurð urinn hefur verið fullgerður, hefjast þegar kostnaðarsamar framkvæmdir á landinu. Jóhann Hafstein vildi láta leggja fjárveitingu bæiarins á sjerstakan reikning. — í þessu máli lagði Jóhann fram tillögu er var samþykt. Tillaga hans er svohljóðandi: „Bæjarstjórnin ítrekar á- kvörðun bæjarráðs frá 19. apríl s. 1. um að lokið verði við að gera holræsi frá sjó að Sund- laugarveg, til þess að þurrka íþróttasvæðið í Laugardaln- um, og leggur áherslu á, að undirbúningsframkvæmdum við íþróttasvæðið sje að öðru leyti hraðað. Bæjarstjórnin beinir þeim eindregnu tilmælum til við- skiptanefndar að veita umbeð- ið gjaldeyrisleyfi fyrir nauð- synlegum tækjum til holræsa- geröarinnar að upphæð 16 þús. danskar krónur, svo að frek- ari dráttur á því verði ekki til að tefja verkið. Þá ákveður bæjarstjórn að lagður skuli á sjerstakan reikn ing íþróttasvæðisins í Laugar- dalnum kr. 450 þús., sem því eru ætlaðar á fjárhagsáætlun 1947, — enda ráðgert, að greitt verði inn á sama rcikning fram lag Iþróttasjóðs til þessara framkvæmda. Borgarstjóri tók því næst til máls. Sagðist hann mæla með samþykt tillögunnar. Jón Axel Pjetursson lagðisfc gegn samþykt tillógunnar og lagði til að henni yrði vísað til bæjarráðs. Var tallaga Jóns Axels feld. Nákvæm rannsokn á iarþegum meí rDrolningunnir MJÖG nákvæm rannsókn vatf látin fram fara á öllum farangrl farþega með ms. Dronnning Al- exandrine, er skipið fór hjeðan' í fyrrakvöld. Ennfremur var leit að á mörgum farþeganna. Samkvæmt uppl. frá fulltrúa: sakadómara, er var viðstadduf, tolleftirlitið, var enginn farþeg- anna sektaður. Hinsvegar voruj tveir skipverjanna sektaðir fyrin að ætla að smygla út tóbaksvör- um. Þeir ætluðu að koina þeim unl borð í skipið að næturlagj, en tollverðir gripu þá. Tollstjóraskrifstofan hefuf einnig skýrt svo frá, að enginn farþeganna hafi haft neitt ólög- legt í fórum sínum, hvorki pen- inga nje annað er fellur undií eftirlit tollyfirvaldanna. 4agnús Slgurðsson farmn á fund alþjéa- bankans MAGNÚS Sigurðsson banka stjóri fór hjeðan í nótt er leið til London. Þar situr hann fund Alþjóðabankans, en Magn' ús á.sæti í bankaráði hans. —< Fundurinn hefst 11. sept n. k. Fundur þessi tekur fyrir mörg mikilsverð mál er varðai alþjóða viðskipti. Aður en Magnús fór átti Mbl. stutt viðtal við hann. Sagðil bankastjórinn þá, að þjóðirt mætti ekki fella gjaldeyri sinn. Traustið á gjaldeyrinn er hið sama og traust á framtið þjóð- arinnar. Menn verða að muná eftir því að þeir sem söfnuðu, þeir geymdu og eyddu ekki. Og allir sjóðir, sem landsmenn hafa stofnað, rýrna eða veröa lítils virði, ef sú heimskulega aöíorð! verður farin, sagði Magnúc Sig-< urðsson. Á þessum fundi mæta flest- ir fjármálasnillingar heimsins, svo sem Dalton, fjármálaráð- herra Breta og Sneider, fjár- málaráðherra Bandaríkjanna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.