Morgunblaðið - 09.09.1947, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 09.09.1947, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ Þriðjudagur 9. septr. 1947. ) It í iaciL Baraj^ 1 tl afurðaverðii -- {M Bjargráð kommúnista Bardagar í ■ Delhi 'og' Kðrðchi ---------- i Vjelbyssur notaðar ---------- ] NEW DELHI í gærkvöldi. Einkaskeyti til Morgunblaðsins frá Reuter. I DAG hófust niiklir bardagar í Delhi, höfuðborg Indlands* Voru það flokkar Sikha og Hindúa, sem rjeðust þar vopnaðir stuttum rýtingum á Múhameðstrúarmenn. SKÝRSLA Fjárhagsráðs og ei'indi Emils Jónssonar, við- skiftamálaráðherra, um gjald- eyrisástand og fjárhagsafstöðu þjóðarinnar, hafa að vonum vakið mikla athygli. Því miður verður ekki leng- ur um það vilst, ae gjaldeyris- sjóðir landsmanna eru þrotnir, og að bankarnir hafa nú þegar fest svo mikið í lánum innan- lands af því fje, sem þeir hafa yfir að ráða, að þar verður ekki mikið lengra komist. Framleiðslutækin gagnslaus, nema þau sjeu notuð. Þetta eru vissulega alvarleg tíðindi, sem allir landsmenn þurfa að fá vitneskju um og átta sig á til hlítar. En þó að tíðindin sjeu alvarleg, er samt engin ástæða til örvæntingar. I allri sinni löngu sögu hafa íslendingar sjaldnast átt mikla gjaldeyrissjóði erlendis og þó jafnt og þjett sótt fram á við, eftir að við fengum sjálfsfor- ræði á ný. Gjaldeyririnn, sem við eign- uðumst á ófriðarárunum hefur, sem betur fer, ekki nema að litlu leyti farið til einskis. Að mestu leyti hefur honum verið varið til að kaupa ný fram- leiðslutæki handa landsmönn- um og bæta kjör þeirra að öðru leyti. Enn er ekki nema nokkur hluti þessara tækja kominn í notkun, þó að búið sje að binda fjeð, sem til kaupa þeirra á að fara. Þegar þjóðin fer að njóta afrakstursins af öllum þessum tækjum, skapa þau henni betri skilyrði til góðs lífs í landinu, én hún nokkru sinni áður hefur notið. Möguleikarnir til þessa eru þó að sjálfsögðu bundnir einu skilyrði — því, að afurð- irnar, sem framleiddar verða, seljist. Við verðum að vera samkepn- isfærir. ■ Að þessu sinni skal ekki rætt um orsakir til þeirra vandræða, sem þjóðin nú er lent í. Ein or- sök er þó öllum þeim, sem skilja vilja, auðsæ, sem sje sú, að ís- lendingar hafa heimtað hærra verð fyrir vöru sína en erlend- ír viðskiftavinir þeirra hafa viljað greiða. Hinar útlendu þjóðir hafa ekki sýnt þessa tregðu af ill- vilja til Islendinga. Þvert á móti eru meðal þeirra margir einstaklingar, sem hafa lagt allt kapp á, að greiða fyrir við- skiftum þjóða sinna við ís- lensku þjóðina. Örðugleikarnir hafa fyrst og fremst komið af því, að aðrir hafa boðið samskor.ar vöru fyr- ir miklu lægra verð en við ís- lendingar. A sama stendur hvert íslenskir erindrekar hafa farið til að selja framleiðsluvörur okkar. Frá Englandi, Rússlandi, Bandaríkjunum, Tjekkóslóvak- íu og öðrum löndum hefif sag- an ætíð verið hin sama. Svör- in hafg hvarvetna verið þessi: „Þið getið ekki búist við, að við kaupum af ykkur fyrir jnikið hærra verð en við þurf- um að greiða öðrum. Meðan þið lækkið ekki verðhugmyndir ykk ar, verða skiptin við ykkur að sitja á hakanum." Framleiðslukostnaður verður að miðast við markaðs- verð. En þessar háu verðhugmynd ir hafa ekki aðeins bakað okk- ur tjón með því að torvelda sölu afurða okkar. Þær hafa einnig að nokkru leitt til þess og að nokkru stafað af því, að hjer á landi var haldið uppi miklu hærra kaupgjaldi og verðlagi en við höfum efni á, og gert er í öðrum hliðstæðum löndum. Af þessu hefur svo eyðsla okkar orðið miklu meiri en ella, reynt hefur verið að gera of mikið á of skömmum tíma og gjaldeyrissjóðirnir hafa horfið fyr en ella hefði orðið. Af þessum sökum munu flest ir taka undir með Fjárhags- ráði og síst þykja ofmælt, þeg- ar það segir: „En þrátt fyrir það, þykir það þó rjett, að láta það koma hjer fram, að auðsætt er, að ráðstafanir, er nú er verið að gera, geta alls ekki náð til- gangi sínum, nema ráðist sje gegn dýrtíðinni og framleiðslu landsmanna komið í það horf, að framleiðslukostnaður sje í eðlilegu samræmi við verð, sem fyrir afurðirnar fæst á erlend- um markaði“. Skýrslunni skotið undir stól. Einn er þó sá, sem ekki er alveg á því, að þetta sje skyn- samlega mælt. Það er Þjóðvilj- inn. Skýrslunni í heild skýtur hann undir stól, en segir, að með þesáum orðum sje „komið upp um tilgangínn“, sem fyrir þeim mönnum vakir, sem skýrslu þessa semja. „Þeir ætla að lækka verðið á íslenskum út- flutningsafurðum.“ Eftir þessar gáfulegu hugleið ingar slær svo út í fyrir Þjóð- viljanum. Hann dettur af lín- unni og segir aldrei þessu vant skynsamlega hluti. Hann tekur fram, að tryggja beri sem hæst verð á útflutningsafurðum landsmanna og að efla beri sem mest framleiðsluna á útflutn- ingsafurðunum í samræmi við þá samninga, sem gerðir verða á sölu á þeim. Það er einmitt þetta, sem fyrrv. utanríkisráðherra Ólafur Thors og núverandí ríkisstjórn, hafa lagt allt kapp á að gera. Eiga íslendingar að lifa á afrakstrinum af „samningum" Aka við afskipunarmanninn? En kommúnistum er það ekki nóg. Eftir kenningu þeirra á íslenska þjóðin ekki að miða framleiðslu sína og athafnir við raunverulega markaði. Komm- únistar vilja láta allt efnahags- kerfið byggjast á jafn örugg- um grundvelli og ,,samningum“ þeirra Áka Jakobssonar og af- skipunarmannsins, um kaup Rússa á nær öllum framleiðslu vörum íslensku þjóðarinnar. Kommúnistum þótti ekki nóg að láta Áka Jakobsson verða að viðundri frammi fyrir allri þjóðinni, vegna frammistöðu sinnar í afurðasölunni, heldur fullyrðir málgagn þeirra, Þjóþ- viljinn, nú hvern einasta dag, að „auðvelt,, sje að fá iöndin á meg inlandi Evrópu til að gera við okkur „langa og hagstæða versl unarsamninga.“ Annað sögðu þeir kommúnist ar, sem í samninganefndunum voru á meðan samningarnir stóðu. Á s. 1. vetr; var samn- inganefndinni í Moskva falið að leitast eftir því við Rússa, hvort þeir vildu gera samning til tveggja ára um kaup íslenskra afurða. Undirtektirnar voru engar. Þegar kommúnistar full- yrða þessvegna dag eftir dag, að það sje enginn vandi að selja afurðirnar, ekki aðeins til eins árs heldur til margra ára á meginlandi Evrópu, fyrir hag- stætt verð, þá eru það vísvit- andi ósannindi, sem fram eru borin. Kommúnistar vilja hrun. En slík ósannindi eru eng- an veginn nýung af hálfu komm únista. Það er í samræmi viff alla frammistöðu þeirra í efna- hagsmálum þjóðarinnar, að segja nú, þegar ofhátt verðlag hefur komið okkur í mjög alvar leg vandræði, að vandinn sje enginn annar en sá, að hækka bara verðið á íslenskum afurð- um, þá muni allt lagast. En kommúnistar ætlast til of mikils af almenningi, ef þeir halda, að menn leggi trúnað á skvaldur slíkt sem þetta, eftir allt sem á undan er gengið. ís- lensk alþýða skilur það full- vel, að eina úrræðið til bjarg- ar nú er, að koma framleiðslu- kostnaðinum í samræmi við raunverulegt söluverð afurð- anna. Ef að það er gert, þá er hægt að nóta til hlítar hin miklu tæki, sem við nú þegar höfum aflað okkur til fram- leiðslu, og jafnóðum og ný bæt- ast við, verða þau þá tekin til vinnu landi og lýð til blessun- ar. Ef leið kommúnista verður fárin, blasir hinsvegar ekki annað við en eymd og hrun. Enda eru það þau orðin, sem kommúnistar oftast æpa vegna þess, að þeir vita, að í slíku á- standi er jarðvegurinn fyrir öfgakenningar þeiira bestur. Júgóslafneskur njésnari tekinn ÍTALSKA innanríkisráðuneyt ið hefur gefið út tilkynningu um að júgóslavneskur leynistarfs- maður hafi verið handteliinn þar. Þegar handtakan fór fram var leitað á honum og fundust tvö fölsuð vegabrjef á honum, annað ítalskt en hitt án þjóðern- is. — Reuter. Vjelbyssur í nolkun Sýndu þeir mikla grimmd og rjeðust á konur og börn með kutum sínum. Lögreglan vprð að taka til vopna og auk þess aðstoðaði breskt herlið, sem enn er í Indlandi við að bæla lætin niður. Vjelbyssur voru teknar í notkun og fjellu marg- ir. Almenningur vill frið Frjettamenn skýra svo frá, að langmestur hluti borgarbúa í Delhi sje algerlega andvígur óeirðunum. Þá hafa uppþotin haft það í för með sjer að allt daglegt líf í borginni „er í helj- argreipum11, eins og einn frjettamannanna orðar það. Einnig í Karachi Frá Karachi berast þær frjettir frá frjettaritara Reuters að þar hafi sömu atburðir-ver- ið að gerast, aðeins, að þeim sje snúið við og eru það Múha- meðstrúarmenn, sem þar myrða niður í gríð og erg alla Sikha og Hindúa, sem þeir finna. Er vitað til þess í dag, að 12 Sikhar fjellu, þegar hóp- ur vopnaðra Múhameðstrúar- manna ruddist inn á járnbraut arstöðina í borginni. Undanfarið hafa 2000 Sik- har og Hindúar farið daglega frá Karachi, og til þess að sjá um að þessir flutningar geti farið friðsamlega fram hefur lögreglulið verið aukið í járn- brautarstöðinni. Nefnd skiputi Sjerstök nefnd hefur verið skipuð vegna uppþotanna í Indlandi. Kemur hún saman á hverjum degi og er Mounabatt en lávarður formaður hennar. Æfluðu að kasta flug- miðum yfir London París í gær. PARÍSARLÖGREGLAN tók í gær fimm Gyðinga, sem eru grunaðir um að hafa ætlað að kasta flugmiðum yfir Lóndon. Tveimur þessara Gyðinga hef- ur verið sleppt nú, en hinir þrír, sem voru teknir fastir á fluvelli við París, þar sem þeir voru að stíga upp í flugvjel sína, eru enn í haldi. Var gerð leit í flugvjelinni og fannst þar mikill fjöldi flug- miða, sem Gyðingarnir hafa vafalaust ætlað að kasta yfir London. Flugijiiðarnir voru undirritaðir: Baráttumenn fsr- aels, en þannig hefur Stérn- flokkurinn jafnað kallað sig. Enn alvarlegra en þetta er, að heima hjá Gyðingum þess- um hafa fundisí 6 heimagerðar flugsprengjur, sem þeir hafa ætlað að kasta yfir London. Rjettarhöld yfir mönnum þessum hefjast á fimmtudag. — Reuter. «---------------------------- Vafnafökul! gefur fluS!(rysfarv@rur um höf hHabeliisins VATNAJÖKULL er eitt full- komnasta kæliskip, sem byggt hefur verið á Norðurlöndum. Kælivjelar þess geta haldið þeim kulda í lestum er þarf til þess að flytja frystan fisk og aðrar frystar vörur um höf hita beltisins. Svo sem kunnugt er kom skip ið á laugardag og hafði þá stjórn h.f. Jöklar er á skipið, boð inni fyrir ýmsa gesti, en síðan var farið í stutta siglingu hjer út á Flóann. Vatnajökull er smíðaður sam kvæmt ströngustu kröfum Lloyds og reglum sem settar eru í ísl. lögum. Skipið er knúið 810 h. a. dieselvjel auk þess eru í því 90 h. a. dieselvjelar og enn aðrar 10 h.a. Vjelar þessar knýja rafala og þar með kæli- vjelar, spil og annað sem geng- ur fyrir rafmagni. Kælivjelarnar eru þrjár. Kæliklefi þess notar Freon 12, sem kæliefni, en það er nú mest notað í öll nýtísku kæliskip. Ábyrgist verksmiðjan er vjel- arnar framleiðir, að kuldinn í lestum geti verið 18 stig, við 35 stiga lofthita og 25 gráðu heitan sjó. Lestarúm er rúml. 40.000 kubikfet. Lestarúmin eru öll einangruð með korki. Olíu- geymar skipsins teka um 200 smál. af brensluolíu. Vatnajökull er búinn öllum nýtísku og fullkomnum sigl- ingatækjum. Radar er þó ekki í því, en mun verða sett seinna meir. Ibúðir skipverja eru mjög vist legar og eru þær aftast í skip- inu. í því ásigkomulagi sem skipið er nú og með öllum tækj- um kostar það 3,5 milj. ísl. króna. Til Ameríku. Fyrsta ferð skipsins til út- landá verður væntanlega farin um 20 þ. m. Verður þá farið með frystan fisk til Bandaríkj- anna. Á næstunm mun skipið fara á hafnir út um land til að taka fiskinn. Ólafur Þórðarson hefur haft eftirlit með byggingu skipsins og dvaldi hann í Svíþjóð s. 1. ár í þessu skyni. Hann kom heim með skipinu í þessari fyrstu ferð þess. KOLAUMRÆÐUM A« LJÚKA LONDON: — Búist er við, að bresk-bandarísku umræðunum um kolaframleiðslu í Ruhr sje nú að ljúka. Sagt er, að sam- komulag hafi náðst um aukn- ingu kolaframleiðslunnar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.