Morgunblaðið - 09.09.1947, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 09.09.1947, Blaðsíða 12
12 MORGUMBLAÐltt Þriðjudagur 9. septr. 1947 fimm mínúlna krossgátan Lárjett: — 1 þeyta — 6 ekki lóðrjett — 8 fangamark — 10 pot — 11 kvensnift — 12 hvað -— 13 titill — 1'4 fyrir útan — 16 falla. Lóðrjett: — 2 klaki — 3 hella — 4 stafur — 5 landnáms maður — 7 óliðugt — 9 fóru — 10 brodd — 14 mælir — 15 skvaidur. Lausn á seinustu krossgátu: Lárjett: — 1 bogna — 6 frá •— 8 na — 10 ar — 11 skemm- ur — 12 K.Á. — 13 mi — 14 þei — 16 þeysa. Lóðrjett: — 2 of — 3 Gríms- ey — 4 ná — 5 enska — 7 errið — 9 aka — 10 aum — 14 Þ.E. — 15 ís. — Sorgieg sannindi Framh. af bls. 11 komandi reka á reiðanum af- skiptalaust, þjóðinni til skamm- ar og skaða og öðru.m þjóðum til leiðinda og tjóns má ekki lengur viðgangast. Þess vegna verða nú stjórnarvöldin í þessu landi og aðrir þeir, sem með framangreind mál fara, að taka nú til óspilltra roálanna og hrynda þessu máli í það horf, að þjóðinni sje að því sem minnstur hnekkir, efnalega og álitslega. Einar Guömundsson. —Gyðingarnir i Hamborg Framh. af bls. 1 Landgöngunni mótmælt „Nefnd frelsaðra Gyðinga“, sem telur sig standa fyrir 140 þús. Gyðinga, hefur sent mót- mæli til bresku stjórnarinnar og Sameinuðu þjóðanna, vegna meðferðarinnar á fólkinu, sem hefur verið flutt til Hamborg- ar. Telja þeir að Gyðingamir á skipunum, hafi sætt ómannúð- legri meðferð. Vegamáí Vestfirðingafjórðungs VESTFIRÐIR hafa með bíl- veginum yíir Þorskaf jarðarheiði náð langþráðu sambandi við Reykjavík og aðra landshluta. Þótt slíkt ferðalag taki nú minnst 16 klukkustundir frá ísafirði til Reykjavíkur, er al- menn ánægja yfir því, að þess skuli vera kostur. Hefur þessi leið þegar verið mikið notuð. Við nánari athugun hlýtur að verða ljóst, að ferðalagið frá ísa firði og byggðum Vestfjarða al- mennt, áleiðis til Reykjavíkur og annarra landshluta, má gera miklu greiðari en það er nú. — Það er í stuttu máli með því, að samgönguleiðin milli Reykjavík- ur og þessarra byggðarlaga, lægi sem beinasta leið, sem næst flugleið þeirri, sem nú er farin á fyrrgreindum leiðum. Breytingar þær, sem þyrfti að gera til þess að ná þessu marki eru þessar; Bílvegur frá Arngerðareyri yfir Kollafjarðarheiði að Múla á Skálmarnesi, eða öðrum stað, sem hentugri þætti. Frá Múla, flóabátur, með við- komu í Dagverðareyri, að Straumi á Skógarströnd. Frá Straumi (eða öðrum bæ, ef hentugra þætti), bílvegur yfir Rauðamelsheiði, áleiðis til Borg- arnes, eða Akranes, eftir atvik- um. Leið þessi (yfir sjó og land), mun taka frá ísafirði til Reykja víkur 10 klst (í stað 16 klst. með núverandi leið). Leið sú er hjer um ræðir hefur og þá miklu kosti, að með henni komast af- skekkt byggðarlög, Múla- og Gufudalssveitir, svo og Skarðs- strönd og Fellsströnd í hið á- kjósanlegasta samband við Reykjavík, og víðlend ræktunar hjeruð norðan og sunnan Snæ- fellsnes komast í beinast sam- band við Reykjavík. — Sum þessara byggðarlaga, svo sem Skógarströnd, eru nú alveg utan við bílvegasamband. Þó er enn ótalinn stærsti kost- urinn við þessa leið. Hann er sá, að hún yrði án efa ein trygg- asta vetrarleið hjer lendis, og myndi því á vetrum verða aðal- leið fyrir Dalina, þegar Bratta- brekka er teppt, vegna fann- kyngis. Þannig mælir allt með því, að einmitt fyrrgreind leið yrði að- alsamgönguleiðin fyrir Vest- firði, miðbik Breiðafjarðar og uppsveitir Mýrasýslu. Það verður aðf sjálfsögðu krafa framtíðarinnar, að þjóð- vegir landsins verði svo beinir sem frekast er kostur. — Við höfum blátt áfram ekki efni á því, að eyða öllum tímanum og bílaslitinu sem nú fer í þarflausa króka. Jafnframt því, að gera vegina sem beinasta verður það höfuðatriði, að þeir sjeu árlega, sem lengst færir, og þannig upp- fylli í sem ríkustum mæli þær almennu hagsbætur, sem veg- irnir eiga að mynda og styðja. Jeg leyfi mjer að vænta þess, að alþingismenn Vestfirðinga, Dalamanna og Snæfellinga, vinni sameiginlega að þeirri lausn vegamála Vestfirðinga- fjórðungs, sem hjer er stungið upp á, því hún tryggir þessum hjeruðum beinastar og bestar samgöngur við Reykjavík, fyrir fólk, mjólk og aðrar daglegar neysluvörur. A. Fr. B. Á SUNNUDAG hvolfdi stór- um farþegabíl á Þingvallavegi. í bílnum voru víst ein þrjú börn auk bílstjórans. Ekkert þeirra sakaði. Slysið var nokkru fyrir utan Kárastaði. Bíllinn sem er skóla- bíll Laugarnesskólans, var á leið austur, er þetta vildi til. Bíll- inn fór einar þrjár veltur áður en hann stöðvaðist. Skemdir urðu nokkrar á bílnum, en þó ekki meir en svo að hægt var að aka honum eftir sem áður. Dregur úr verkföll- unum London í gær. HELDUR hefir dregið úr verkföllunum í - Suður-Yorks- hire í Englandi. Eru nú ekki nema 44 námpr, sem eru við- riðnar verkföllin og af þeim eru aðeins 28, sem algjör vinnustöðvun er við. Atkvæðagreiðsla fór fram um það meðal verkamannanna í Grimethorp, hvort þeir vildu fallast á hin nýju boð stjórn- arinnar. Næstum allir greiddu atkvæði á móti þeim, og held- ur verkfallið þar því áfram. Aftur á móti hafa nokkrar námur, sem voru í samúðar- verkfalli aftur byrjað vinnu. — Reuter. Sfjórnarfundur um breska úffiufning- inn London í gærkvöldi. ATTLEE, forsætisráðherra, kom úr sumarleyfi sínu til London í dag. — Mun hann á morgun kalla saman stjórnar- fund, til að ræða tillögur Sir Stafford Cripps um aukinn út- flutning. Útflutningstillögur Cripps verða birtar opinherlega næst- komandi föstuciag á fundi tvö þúsund fulltrúa verkamanna og atvinnurekenda. — Reuter. Verða að hjélpa Grikkjum New York. ÞEGAR ALEXANDER land- stjóri Kanada og fyrrverandi marskálkur í breska hernum, kom til New York, sagði hann, að Ameríku bæri skylda til að hjálpa Grikkjum, jafnvel þótt það kostaði styrjöld við Rússa. Alexander kom til New York til að vera viðstaddur fund bandarískra uppgjafahermanna og var hann að ræða um skoðun Paul Griffiths um að Bandarík- in yrðu að styðja Grikkland með peningum, vopnum og jafnvel með her. Alexander sagði: Jafnvel þótt það kostaði styrjöld við Rúss- land hefur Ameríka siðferðis- lega skyldu til þess. Við eigum að standa stöðugir með vinum okkar. -— Kemsley. Vináffusamningiff Tyrklands og Iraq Ankara í gær. TYRKNESKA þingið sam- þykkti í dag vináttusamning- inn við Iraq. Þing Iraq hefur samþykkt hann fyrir nokkru. Stjórnarfulltrúar fóru vináttu orðum um Iraq og sögðu, að þessar tvær þjóðir ættu jafn- an að vera bundnar vináttu- böndum. RÁÐHERRA HVERFUR. BERLÍN: — Álitið er, að Rudolf Paul, sem hvarf fyrir fjórum dögum síðan og var ráðherra í einu fylkjanna á hernámssvæði Rússa, hafi flú- ið inn á bresk-bandaríska her- námssvæðið undan rússnesku yfirvöldunum. Borgarrilari sjer um lóöaúthlufun og fjár- fesfingarieyD SVO sem kunnugt er hefur Reykjavíkurbær og Fjárhags- ráð ákveðið, að tilnefna einn mann hvert, er leggja skuli grundvöll að samstarfi Fjár- hagsráðs og bæjarráðs, að því er tekur til lóðaúthlutunar og f j árf estingarleyf a. Á fundi bæjarráðs á föstu- dag var samþykkt að tilnefna Tómas Jónsson, borgarritara, af hálfu bæjanns. Ný bók ÞAÐ er sannarlega vonum seinna að hin stórmerka bók Piet Bakkers, sem í hinni nýju íslensku útgáfu kallast „Frans Rotta“, kemur út hjer á landi, enda þótt all-mikið hafi borist hingað af dönsku útgáfunni. V. S. Vilhj., rithíöfundur, mun hafa bent útgefanda á þessa bók, en tveir merkir uppeldis- fræðingar höfðn þá einnig á- kveðið að þýða bókina fyrir ís- lenska lesendur. Þetta er í raun og veru upp- eldisfræðileg skáldsagá, sem fjallar um olnbogabarnið og viðhorf þess og afstöðu til um- hverfisins, en samtímis við- brögð hinna fullorðnu gagn- vart brekum þess. Það mun á- reiðanlega sjaldgæft að svo vel takist að skapa samtímis frá- bærnilega skemmtileg og auð- lesið skáldverk og bók, sem er beinlínis skóli fyrir unga og gamla. Bókin er að sjálfsögðu ekki ætluð börnum, heldur full orðnum, en reynslan hefur samt orðið að hún er einnig mjög hugnæmt lestrarefni fyr- ir unglinga, þar sem mikill hluti hennar gerist í skólum og yfirleitt meðal barna. Það er mjög vel farið að Helgafell hefur ráðist í að geía þessa bók út í ódýrri litgáfu. — Me5a3 annara erSa Framh. af bls. 6 framtíðinni á nýr þáttur að hefjast í sögu þessarar stóru eyju. Það er farið að reisa þar stór þorp og stærri og stærri skikum er breytt í frjósamar ekrur, þar sem ræktað er gúmmí, kaffi eða te. Með tím- anum verður þetta landssvæði ef til vill grundvöllurinn undir ástralskri velgengnisöld. - all right, now,„ MAve 'IOUR RODú HANDVÍ 60 QUIETLY.hNOT AW0RD - EHiFTY'LL LEAD! H£ . KN0W£ WHERE THE ] , CAR 16- PARKED! J At THI5 IN6TANT, r VEAHI LEFT T G00DÍ V THE M010Z RUNNIN6,/TH05E £TARTER£ JLJ6T IN CA6E! / /VIAKE A LOT OF NOISE ON V a guiet NI6HT..LET'$ / MMWfiBIHpgTAV ÖOi J f HEREWE60!»j * LEYTE, WITH0UT LANDIN6 BARQES* ÍJERQEANT WEAVER W0ULD LIK'E Rí , THl£! í r oh-oh! phil's. “ > $iqnal! h-houp! . "H" FOR H00DLUMÍ —Q0T THE OLD WÉEPIN' WEAP0N J - L0ADED — 1 Inc . VX'oiid nglits rcscrvcd Kalli: Jæja, verið þið tilbúnir með byssurnar! — hvar bíllinn er. Förum nú. — Á sama augnabliki Bing og Tuck búa sig undir atlöguna. Farið þið hljóðlega. Shifty, þú ferð fyrstur, þú veist gefur Phil merki um að byrja árásina á bófana. —

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.